Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgi Pálssonfæddist í Vest- mannaeyjum 29. desember 1912. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Sigurðsson, f. 9.3. 1873, bóndi í A- Landeyjum, d. í Vestmannaeyjum 8.10. 1924, og Helga Soffía Helgadóttir, f. 4.10. 1879, hús- freyja í Butru í A- Landeyjum og síðar í Vestmanna- eyjum, d. 18.12. 1969 í Reykjavík. Systkini Helga eru: Guðrún, f. 21.7. 1900, d. 24.10. 1969; Helgi, f. 23.9. 1906, d. af slysförum 27.11. 1911; Björgvin Hafsteinn, f. 20.1. 1909, d. af slysförum 22.5. 1932; Ingibjörg Anna, f. 18.12. 1913, d. úr berklum 31.3. 1938. Eiginkona Helga var Arnfríður Vilhjálmsdóttir frá Miðhúsum í Grinda- vík, f. 12.8. 1906, d. 26.11. 2002. Þau eiga saman synina Val, f. 28.7. 1941, og Sævar, f. 14.9. 1946, en fyrir átti Helgi dótturina Sjöfn, f. 17.11. 1936, með Bergþóru Runólfs- dóttur. Einnig átti hann fósturdótt- urina Önnu Guð- rúnu, f. 16.7. 1932 með Arnfríði. Helgi ólst upp í Vestmannaeyj- um og stundaði þar ýmis störf. Hann flutti til Reykjavíkur í kringum 1940. Þar stundaði hann leigubílaakstur allt þar til hann varð að láta af störfum, 75 ára að aldri. Útför Helga verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Helgi Pálsson er látinn, 93 ára að aldri. Hann var maðurinn hennar Fríð- ’ömmu. Fríð’amma og Helgi komu alltaf reglulega til okkar í Hreið- urborg með kaupstaðarilminn og nammi úr Reykjavík. Það var ótrúlega mikil tilbreyting fyrir okkur systkinin að fá þau í heimsókn. Helga fylgdi pípuilmur og stríðn- islegur hlátur, en líka hlýja og al- menn forvitni um hvernig okkur systkinunum vegnaði og hvað við værum að fást við hverju sinni. Pípa ilmar kannski ekki alltaf, en hún gerði það hjá Helga. Reyndar fannst ömmu það ekki og sendi honum stundum tóninn. Ekki leyfð- ist honum að reykja inni í íbúðinni svo hann trimmaði alla tíð upp snarbrattan stiga upp á háaloft til að fá sinn reyk. Þetta gerði hann fram á síðasta dag, líka eftir að amma dó. Kannski bara góð líkams- rækt sem hélt honum í svona góðu formi. Helgi keyrði leigubíl allan sinn starfsaldur og átti alltaf góða bíla sem möluðu af góðri meðferð. Stundum máttum við krakkarnir prófa að setjast undir stýri í sveit- inni, en var uppálagt að keyra ekki ofan í holur og aldrei mátti fara hraðar en á 25 km hraða. Helgi keyrði bíl alveg fram í and- látið, hann fór á hverjum degi í Kringluna og labbaði þar. Hann sagði alltaf: – Ég má til með að ganga. Og tvisvar þrisvar sinnum í viku fór hann í Laugardalslaugina í sund og „baðaði“ sig eins og hann orðaði það. Þar sat hann í heita pottinum og spjallaði við félagana. Hann hélt alveg fullri andlegri heilsu alla sína tíð og svo að lokum dó hann í rúminu sínu heima. Varla er hægt að hugsa sér betri brottför. Helgi vildi helst aldrei fara til lækn- is og var mjög heppinn með hvað hann var heilsuhraustur. Við héldum að hann myndi eiga erfitt með að spjara sig einn heima eftir að amma fór, þar sem hún var vön að sjá um allt fyrir hann. En hann stóð sig vel, með sínum föstu punktum í tilverunni, lauginni, háaloftinu og gönguferðunum í Kringlunni. Hann hélt alltaf fullu minni og fylgdist með því sem fólkið í kring- um hann var að gera. Hann spurði frétta af öllum og mundi öll nöfn og hafði gaman af þegar afkomend- unum gekk vel. Það kom ánægjusvipur á hann þegar hann heyrði að yngsta barna- barnið hefði verið skírt í höfuðið á Fríð’ömmu. Nú er genginn maður sem átti stóran þátt í okkar lífi og við þökk- um honum fyrir samverustundirn- ar. Við vitum að hann hefði sjálfur sagt: „Þetta er búið að vera alveg dýrðlegt!“ Það er áreiðanlega ekki síður „dýrðlegt“ hinum megin og amma er örugglega farin að ráðskast með hann. Helgi minn, megir þú keyra sem víðast þarna hinum megin. Guð veri með þér. Kveðja frá systkinunum í Hreið- urborg. Herdís K. og Hulda Brynjólfsdætur. Nú er hann horfinn, frændi minn góður, hann Helgi, sem daglega kvaddi dyra og var hluti af lífi mínu frá því ég steig fyrstu sporin. Hug- urinn hvarflar til æskuáranna, þeg- ar ég var sjö ára og Friðrik bróðir minn einu ári yngri. Ég var í blárri kápu með hatt og Friðrik minn brosandi þar sem við vorum ásamt Helga frænda á leiðinni til Vest- mannaeyja til að dvelja hjá ömmu í Laufholti. Eftir erfiða sjóferð dreif Helgi minn okkur upp á dekk og við okkur blöstu Heimaklettur, Ysti- klettur, brimið berjandi klettana og selkópur starandi á okkur stórum björtum augum. Og ævintýrið hélt áfram. Amma Soffía stóð á bryggj- unni í upphlutskápu með net fyrir andlitinu og faðmaði okkur þegar við stigum á land. Síðan gengum við í gegnum bæinn að Laufholti, heim- ili ömmu, Helga og bróður míns Ágústs. Í Laufholti heyrði ég Helga frænda syngja og leika á orgelið. Seinna eignaðist hann píanó og fannst mér ungri hann hafa yndi af söngnum og hljóðfærinu. En eins og gerist í lífinu dofnaði yfir þessu og hefur píanóið verið hljóðlátt lengi lengi. Það var eins og lifnaði yfir heimili mömmu þegar Helgi minn kom í heimsókn. Hann var handlaginn og minnist ég þess að hann málaði og gerði hitt og þetta heima á Grettisgötunni. Hann eign- aðist Fríðu sína og með henni átti hann synina Val og Sævar, góða drengi, en ungur hafði hann eignast dótturina Sjöfn. Indælt þótti mér að fá þau hjónin í heimsókn og gaman var að spjalla við Fríðu, sem hló dátt, meðan Helgi gekk um gólf. Mestan hluta lífsins var hann bíl- stjóri hjá Hreyfli. Hann var brid- gesspilari góður og fór á mót á veg- um Hreyfils til Þýskalands og fleiri landa. Fríðu missti hann í október árið 2002 og bjó einn í íbúð þeirra þar til yfir lauk. Um frænda minn á ég góðar minningar og þakka hon- um liðin ár. Börnum hans og fjöl- skyldum þeirra óska ég alls hins besta. Svo er því farið: Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Elsabet Ester Benediktsdóttir. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja frænda minn eins og ég ávarpaði hann oft. Helgi var bróðir móður minnar og lést í hárri elli. Við tengdumst mjög mikið allt frá barnæsku minni og vorum býsna mikið saman. Mér fannst hann allt- af stór hluti af lífi mínu, eins og einn af fjölskyldunni á Grettisgötu, þar sem móðir mín bjó og við systk- inin ólumst upp. Svo ég stikli á stóru með sam- veru okkar Helga, stunduðum við saman bæði hestamennsku og sjó- mennsku. Einnig vorum við vinnu- félagar til fjölda ára á Hreyfli. Helgi var mikill mannkostamaður og hafði alveg sérstakt jafnaðargeð, bæði ljúfur og þægilegur í allri um- gengni. Völundur góður var hann einnig varðandi smíðar og viðgerðir, það lék allt í höndum hans. Nú er Helgi frændi horfinn frá okkur. Þetta er leið okkar allra á endanum en eins og máltækið segir, enginn veit hver annan grefur. Við systkinin sem ólumst upp að Grettisgötu 37, vottum börnum Helga og öllum afkomendum hans okkar dýpstu samúð. Að endingu kveð ég þig, Helgi minn, eins og þú kvaddir mig oftast. Guð fylgi þér á þeirri vegferð sem þú hefur lagt í. Þinn frændi og vinur, Sverrir Benediktsson. HELGI PÁLSSON Ástkær eiginkona, móðir og tengdamóðir, UNNUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Brattahlíð 4, Hveragerði, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudag- inn 16. mars kl. 13.00. Ólafur Steinsson, Gunnhildur Ólafsdóttir, Agnar Árnason, Jóhanna Ólafsdóttir, Pétur Sigurðsson, Steinn G. Ólafsson, Guðrún Sigríður Eiríksdóttir, Símon Ólafsson, Kristrún Sigurðardóttir. Frænka okkar, HERDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR MATTHEWMAN, andaðist á heimili sínu í Derby, Englandi, föstu- daginn 10. mars. Blessuð sé minning hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Zoëga, Geir Zoëga. Ástkær eiginmaður minn, VALGARD JÖRGENSEN málarameistari, Asparfelli 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 1. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11E Landspítala Hringbraut. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Lydia Jörgensen og fjölskylda. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUNNLAUGUR PÁLL KRISTINSSON, Víðilundi 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 10. mars. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarkort Samtaka sykursjúkra sem fást í Blómabúð Akureyrar og Pennanum Akureyri. Ásdís A. Gunnlaugsdóttir, Bryngeir Kristinsson, Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Brian FitzGibbon, Johan Gunnlaugur Rolfsson, Katrín Íris Rolfsdóttir, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Killian Gunnlaugur Emanuel Briansson, Guðrún A. Kristinsdóttir, Margrét H. Kristinsdóttir. Elskulegur eiginmaður, faðir, sonur, tengdafaðir, afi, bróðir og tengdasonur, KRISTINN RICHARDSSON, Sunnuvegi 15, lést á hjartadeild Landspítalans aðfaranótt mánu- dagsins 13. mars. Útförin verður nánar auglýst síðar. Kristín Þorvaldsdóttir, Ólafur Kristinsson, Manuela Jank, Rebekka Gylfadóttir, Sigurður Jónsson, Þorvaldur Gísli Kristinsson, Heiðdís Björnsdóttir, Arnfreyr Kristinsson, Steinunn Óskarsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Vigdís Ólafsdóttir, Páll Ólafsson, Ingibjörg Magnúsdóttir og barnabörn. Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, THEODÓRA ÞURÍÐUR KRISTINSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Borgarheiði 9v, Hveragerði, lést á heimili sínu laugardaginn 4. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug. Daníel Jón Kjartansson, Kristinn Daníelsson, Vilhelmína Sigríður Ólafsdóttir, Anna Kristín Daníelsdóttir, Björn Jónsson, Kjartan Daníelsson, Edda Rós Karlsdóttir, Helga Daníelsdóttir, Ólafur Björn Stefánsson, Ólafur Jón Daníelsson, Bjarni Daníel Daníelsson, Mia Nordby Jensen, Ólafur Magnús Kristinsson, Inga Þórarinsdóttir, Guðrún Helga Kristinsdóttir, Bjarni Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.