Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 19 ERLENT Teheran. AP. | Um 200 manns hafa sent inn myndir í skopmyndasam- keppni um helförina sem íranskt dagblað stendur fyrir. Að minnsta kosti sex bandarískir skopmynda- teiknarar hafa sent inn teikningar að sögn talsmanns dagblaðsins. Keppnin, sem stendur til 5. maí, var hleypt af stokkunum sem svar við skopmyndunum umdeildu af Mú- hameð spámanni sem birtust fyrst í Jótlandspóstinum í september sl. eins og kunnugt er. Skopmyndirnar af Múhameð sýndu hann við mis- munandi tækifæri og þótti ein mynd- anna sérstaklega fara fyrir brjóstið á múslímum en það er mynd af spá- manninum með túrban á höfðinu sem er í laginu eins og sprengja. Hatursfull mótmæli spruttu í kjöl- farið í múslímaríkjum víða um heim, m.a. í Íran. „Hvað hefur Ariel Sharon lært af helförinni?“ spyr Mike Flugennock frá Washington í einni skopmynd- inni sem hann sendi inni í samkeppn- ina. Myndin sýnir átök milli Palest- ínumanna og Ísraela í embættistíð Sharons sem forsætisráðherra. Jarðýtur sjást jafna heimili Palest- ínumanna við jörðu og ísraelskur hermaður miðar byssu á höfuð pal- estínsks mótmælanda sem er fyrir ofan svar Flugennocks sjálfs: „nið- urlægingu, harðstjórn, ofbeldi og morð.“ Í augum margra múslíma vítt og breitt um heiminum, sem telja um 1,2 milljarða einstaklinga, er Sharon einn hataðasti leiðtogi Ísraels fyrr og síðar. Aðild hans að fjöldamorði á hundruðum Palestínumanna í tveim- ur líbönskum flóttamannabúðum ár- ið 1982 auk óvæginna refsiaðgerða gegn Palestínumönnum á Vestur- bakkanum og Gaza eiga stærstan þátt í því hatri sem blundar í mörg- um múslímum í hans garð. Hamshahri hóf samkeppnina í síð- asta mánuði. Talsmenn blaðsins segja að keppnin væri prófraun á það hversu reiðubúinn hinn vestræni heimur væri að birta skopmyndir er fjalla um slátrun nasista á um sex milljón gyðingum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Keppnin ber yfirskriftina „Hver eru takmörk vestræns tjáningarfrelsis?“ Ýmis verðlaun eru í boði, þ.á m. peningaverðlaun upp á 12.000 dali. Mikil þátttaka í skopmyndasamkeppni Íranskt dagblað segir Bandaríkjamenn hafa sent inn myndir um helförina Peking. AFP. | Tuttugu og átta manns fórust og fimm lokuðust af neðan- jarðar í tveimur námaslysum í Kína í gær. Fyrra atvikið varð í Gaoping- kolanámunni í mið-Hunanhéraði í fyrradag, þegar 11 námamenn létust í gassprengingu. Síðara atvikið átti sér stað í Rongsheng-kolanámunni í Norður- Kína, þar sem 17 námamenn fórust og fimm lokuðust af neðanjarðar eft- ir sprengingu. Tókst björgunar- mönnum að bjarga 12 mönnum úr námunni, sem hefur ekki tilskilin ör- yggisleyfi. Kínverskar kolanámur þykja þær hættulegustu í heimi og samkvæmt opinberum tölum létust 6.000 manns í námaslysum í fyrra. Félög verka- fólks draga þessar tölur þó í efa og áætla að í reynd kunni allt að 20.000 námamenn að hafa látist af slysför- um í fyrra. Hafa kínversk stjórnvöld reynt að auka öryggi í námum landsins, en mikil aukning í eftirspurn eftir orku og ör hagvöxtur hafa leitt til verð- hækkunar á kolum og aukinnar framleiðslu. Náin tengsl á milli opinberra starfsmanna og eigenda kolanáma eru talin valda því að öryggiskröfum er iðulega ekki framfylgt og því að námamönnum sé hótað uppsögn neiti þeir að vinna. Í síðasta mánuði fyrirskipuðu yf- irvöld opinberum starfsmönnum að draga til baka fjárfestingar sínar í kolanámum fyrir sem svarar um fimm milljörðum íslenskra króna, í því skyni að draga úr tíðni þess að gengið sé fram hjá öryggiskröfum. Til marks um umfang slíkrar fjár- festingar sýndi rannsókn kínverskra yfirvalda nýlega að 4.878 opinberir starfsmenn hefðu fjárfest í kola- vinnslu fyrir um sex og hálfan millj- arð króna. Tuttugu og átta farast í námaslys- um í Kína ♦♦♦ Gautaborg. Morgunblaðið. | Tólf voru handteknir í Gautaborg um helgina grunaðir um stórfelldan innflutning á amfetamíni frá Litháen. Frekari aðgerða er von á næstu dögum til að uppræta þennan sænsk-litháíska eit- urlyfjahring, að því er kemur fram í Göteborgs-Posten. Handtakan var árangur margra mánaða rannsóknarvinnu en fíkni- efnalögreglan hafði fylgst með hin- um grunuðu í tvo mánuði áður en lát- ið var til skarar skríða á föstudag og níu manns handteknir. Þrír til við- bótar voru handteknir um helgina og búið er að fara fram á gæsluvarð- haldsúrskurði yfir öllum. Lagt var hald á amfetamín í kíló- avís að markaðsvirði hátt í tuttugu milljóna íslenskra króna, auk þýfis. Hinir handteknu eru félagar í sænskum og litháískum glæpagengj- um og eru á aldrinum 22–45 ára. Þrír eru frá Litháen en hinir frá Svíþjóð. Ekki er vitað hvernig fíkniefnin komust til Svíþjóðar en tilgátan er sú að þau hafi verið framleidd í Litháen og flutt til Svíþjóðar, hvort tveggja á vegum litháískra glæpasamtaka. Litháen, Eistland, Lettland og Pólland eru þekkt sem framleiðslu- staðir amfetamíns og sænska lög- reglan telur að framleiðendur frá þessum löndum reyni nú í auknum mæli að komast inn á sænska mark- aðinn. Lögreglan verst hins vegar frek- ari frétta af gangi rannsóknarinnar til að skaða ekki rannsóknarhags- muni. Reyna að uppræta litháískan eit- urlyfjahring

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.