Morgunblaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í LÖGUM um grunnskóla nr. 66
frá 8. mars 1995, er m.a. kveðið á um
„… að komið sé í veg fyrir mismunun
vegna uppruna, kyns, búsetu, stétt-
ar, trúarbragða eða fötlunar.“ (Hér
er ekki gerður greinarmunur á lík-
amlegri og andlegri fötlun. Fötlun
getur verið þess eðlis að ein-
staklingur þurfi á sér-úrræðum að
halda en það þarf ekki
að vera svo. Það er vill-
andi að vísa til fötlunar
eins og um einsleitt
ástand sé að ræða).
Ennfremur er kveðið á
um að „… Í öllu skóla-
starfi skal tekið mið af
mismunandi persónu-
gerð, (hugtakið per-
sónugerð er of víðfeðmt
til þess að eiga heima í
lagalegum ákvæðum),
þroska, hæfileikum,
getu eða áhugasviðum
nemenda.“ Þeir sem
lesa þetta finna fátt athugavert við
þessi ákvæði, þau þykja sjálfsögð í
nútímasamfélagi. En hvernig ætli
það gangi að framfylgja þessu í dags-
ins önn?
Hver kennslustund er 40 mínútur,
á þeim tíma er kennara ætlað að
kenna námsefni, halda aga, meta
ástundun nemenda í faginu og sitt-
hvað fleira. Í hverjum bekk í grunn-
skóla hér á landi eru rúmlega 20
nemendur, sem þýðir að kennari hef-
ur innan við 2 mínútur til að sinna
hverjum nemanda í hverri kennslu-
stund. Í hverjum bekk eru nemendur
með mismunandi námsgetu, þeir eru
af báðum kynjum, þeir eru með mis-
munandi félagsþroska og áhugasvið,
þar geta verið nokkrir með truflandi
hegðun og einhverjir með geðrask-
anir og aðrir með þroskahamlanir og
alvarlega líkamlega og andlega fötl-
un. Í bekknum koma upp agavanda-
mál, stundum alvarleg. Sumir nem-
enda eru skilvísir og iðnir aðrir ekki.
Við þessar aðstæður stendur kenn-
arinn frammi fyrir ofurmannlegu
verkefni; að samstilla hópinn, koma á
vinnufrið og kenna samkvæmt nám-
skrá. Það liggur í augum uppi að af-
köst kennara og nemenda eru ekki
mikil við svona vinnuaðstæður.
Stundum virðist sem hugtakið „skóli
án aðgreiningar“ sem byggt er á
jafnrétti og pólitískri rétthugsun hafi
snúist upp í andstæðu sína og sé nán-
ast orðið að órétti. Til þess að gera
„skóla án aðgreiningar“ að nálg-
anlegri stefnumörkun en brugðið á
það ráð að skikka kennara til að
kenna einnig einstaklingsmiðaða
námskrá, sem eykur enn á vinnuá-
lagið. Það gefur augaleið að nem-
endur fá ekki þá
kennslu sem þeir eiga
rétt á samkvæmt lögum
um grunnskóla og að
kennarar eiga í miklum
erfiðleikum með að
sinna sínu starfi einsog
þeir myndu helst kjósa.
Sá tími sem tapast frá
kennslu og námi vegna
þess að innra skipulag í
skólum er óskilvirkt er
dýr tími fyrir kennara,
nemendur og sam-
félagið í heild sinni.
Eðlilega kemur þetta
niður á námsárangri og tefur marga
nemendur þegar fram í sækir.
Í dag erum við Íslendingar mjög
upptekin af lýðheilsu-markmiðum,
það er allt gott um það að segja, en
miðað við ýmsar skilgreiningar á
heilbrigðum vinnustað þá fengi
grunnskólinn ekki háa einkunn. Við
súpum hveljur yfir því hversu mörg
börn þurfa á geðlyfjum að halda, en
við horfum lítið á það umhverfi sem
þau dvelja lengstan tíma dagsins, þ.e.
grunnskólann. Forvitnilegt væri að
skoða hversu mikil starfsmannavelta
er í grunnskólum landsins og hvernig
heilsufari kennara er háttað. Það er
einkennilegt að það skuli ekki teljast
vera jafnrétti að vera í bekk með sín-
um líkum og stunda nám í hópi sem
er þokkalega einsleitur varðandi
námsárangur. Það yrði til mikilla
bóta að fækka í bekkjum, hverfa aft-
ur til þess að skipa nemendum í
bekki eftir námsárangri og jafnvel að
hafa kynjaskipta bekki. Þannig væri
fyrst möguleiki á að skólastarf tæki
mið af mismunandi þroska, hæfi-
leikum, getu eða áhugasviði nem-
enda. Nokkrir skólar hafa brugðið á
það ráð að bjóða nemendum í efstu
bekkjum grunnskóla uppá „flugferð,
hraðferð miðferð, hægferð“ í nokkr-
um fögum. Þetta er tilhliðrun sem
kemur til af því að því eldri sem
börnin eru því erfiðara er fyrir þau
að vera í blönduðum bekk. Þá eru
einnig dæmi um það að farið sé í
kringum aðalnámskrá og nemendum
boðið upp á „námstilboð“ sem eru ut-
an kerfis, til þess að halda nem-
endum innan skóla. Þetta eru þá
nemendur sem eiga erfitt með nám
eða eiga við einhverja verulega erf-
iðleika að etja, þeir eru líklegastir til
að bera skertan hlut frá borði.
Grunnskólinn einsog hann er í dag
getur ekki sinnt þeim sem skyldi.
Merki þess að hugtakið „skóli án að-
greiningar“ gengur ekki upp, eru
víðs vegar, mannlífsflóran er of
margbreytileg til þess að hægt sé að
njörva hana niður út frá einsleitri
hugmyndafræði.
Háleit hugmyndafræði og hákúru-
leg orðræða er oftar en ekki einkenni
umræðu um skólamál. Í dag sem
endra nær gufar hvort tveggja upp
og eftir situr samfélagið með enn eitt
slysið í skólamálum. Þar sem nú ligg-
ur fyrir að framkvæma endur-
skipulagningu á skólakerfinu, þá er
það vert verkefni að endurskoða
innra skipulag grunnskólans sem
enn er lítið breytt frá grunnskólalög-
unum sem sett voru árið 1974. Við
skyldum halda að á þessum rúmum
30 árum hafi ýmislegt lærst sem nýta
mætti til þess að gera grunnskólann
að mannvænna umhverfi og skilvirk-
ari vinnustað nemenda og kennara.
Ef allir þeir milljarðar sem eiga að
fara í endurskipulagningu á mennta-
kerfinu eiga að skila okkur arði, þá er
fyrsta skrefið að huga að gagngerum
umbótum í grunnskólanum og fram-
kvæma breytingar út frá þörfum
margbreytilegs nemendahóps en
ekki samkvæmt einhverri útópíu.
Annað getur beðið.
Hvar kreppir að?
Sölvína Konráðs
fjallar um menntamál ’Háleit hugmyndafræðiog hákúruleg orðræða er
oftar en ekki einkenni
umræðu um skólamál.‘
Sölvína Konráðs
Höfundur er doktor
í ráðgefandi sálfræði.
HÚN er flott auglýsingin sem
blasir við gestum og gangandi í
Lyfju, stór mynd af Þorbjörgu Haf-
steinsdóttur, sem ku vera heitasti
heilsupostullinn þessi dægrin og er
óþreytandi að kynna
Íslendingum hin „nýju
heilsufræði“. Á mynd-
inni stóru er Þorbjörg
að kynna PGX pill-
urnar, nýtt grenn-
ingar- og hollustuefni.
Engin töfralausn seg-
ir þar. Bara alvöru
ekta efni sem virkar
og hentar fyrir alls
kyns sjúkdóma! Vís-
indalega sannað að
sjálfsögðu. Hvergi er
þó minnst á greinar
sem vara við hlið-
arverkunum um auk-
inn vindgang, maga-
verk, fyrirstöðu við
vélinda, í þörmum o.fl.
En engar áhyggjur,
Þorbjörg í Heil og sæl
er þarna sum sé í
fullri stærð, að hampa pillum sem
eiga að grenna okkur á réttan hátt,
minnka matarlyst, lækka blóðsykur
allt að 75%, hvorki meira né minna,
lækka kólesteról og hentar þeim
sem eru með efnaskiptavillur! Sum
sé, nýtt kraftaverkaefni nýkomið á
markaðinn og heitasti heilsufræð-
ingurinn að auglýsa. Þetta hlýtur að
rokseljast í apótekinu.
Sjálfsagt er þessi markaðssetning
studd með fræðslu starfsmanna í
hvítum sloppum.
Vantar titla?
Næringarfræðingar hérlendis
hafa gert athugsemdir hjá Land-
lækni um að Þorbjörg Hafsteins-
dóttir titli sig næringarráðgjafa,
sem er lögverndað starfsheiti. Samt
stendur enn á heimasíðu hennar að
hún starfi m.a. hér heima við nær-
ingarráðgjöf! Hún lætur sér ekki
segjast.
Í kynningu á tveimur fyrstu þátt-
unum af Heil og sæl var Þorbjörg
kynnt sem kennari við virta Há-
skóla í Danmörku!
Eftir athugsemd við Skjá einn
var kynningu þáttanna breytt á
þann veg að hún er sögð kenna við
Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ.
Samkvæmt upplýsingum frá skóla-
stjóranum þar, var um að ræða
fjóra fyrirlestra síðastliðið haust,
fyrir tiltekin hóp - það var þá öll
kennslan!
Til gamans má geta
þess að á heimasíðu
Skjásins, er boðið upp
á ýmis námskeið Þor-
bjargar! ... sum sé,
Skjárinn heldur úti
kynningu á vafasömum
og hættulegum kenn-
ingum umdeildra nær-
ingarþerapista (nýyrði,
ekki viðurkennt heiti).
Rétt er og að geta þess
að Skjár einn hefur
ekki enn beðið áhorf-
endur sína afsökunar á
því að kynna Þorbjörgu
í tvígang ranglega sem
háskólakennara. Þó
þykir ekki tiltökumál í
dagblöðum að þar séu
leiðréttar rangfærslur
eða nafnabrengl.
Maður leiðir einnig ósjálfrátt
hugann að því hvort fólkið hafi ekki
skoðað neinn af þessum tíu þáttum,
áður en þeir voru sýndir. Þeir voru
væntanlega allir með þessari sömu
upphaflegu kynningu.
Danir fengu nóg
Þorbjörg hefur einnig sagt í út-
varpsviðtali á Rás 2 að sín menntun
væri svipuð og næringarfræðinga
en það eru ósannindi. Ef skoðuð er
heimasíða „skólans“ sem hún nam
við (http://www.optinut.dk/) má sjá
að þessi námskeið eru ekki við-
urkennd, enda „alternative ud-
annelse“.
Á heimasíðu himneskt.is/, er
greint frá því að Þorbjörg annist
fólk á öllum aldri og fáist við ýmsa
sjúkdóma, eins og ofnæmi, sýk-
ingar, hjarta- og æðasjúkdóma,
geðrænt ójafnvægi og fleira. Sum
sé, allur pakkinn á einum stað.
Hjúkrunarkonan bara tekin við af
lækninum! Bara „panta tíma.“
Þetta er hinsvegar ekkert nýtt og
sem dæmi má nefna að í Danmörku
hafa þessir nýju næringarþerap-
istar verið harðlega gagnrýndir fyr-
ir fúsk, hættulegar kenningar og
illa grundaða ráðgjöf.
Í Ekstra Bladet (http://ekstr-
abladet.dk/visartikel.iasp?pa-
geid=318659) er grein um falska
„næringarsérfræðinga“ með vafa-
saman námsferil sem leika hættu-
legan leik með heilsu almennings.
Þar er greint frá tískubylgju og
upphöfnum sérfræðingum sem
segja fólki hvað allt er hættulegt og
eitrað, nema það sem þeir sjálfir
mæla með, að sjálfsögðu! Þetta var
víst í tísku þarna í fyrra. Danskir
næringarfræðingar gagnrýna mjög
hve hættuleg og vafasöm þessi ráð-
gjöf getur verið, en ráðgjöfin er
jafnan krydduð einhvers konar vís-
indalegum sönnunum, ótvíræðum
árangri o.s.frv.
Nei, þeir voru sko ekkert að
skafa utan af þessu, dönsku nær-
ingarfræðingarnir. Þeir kölluðu
þessi fræði „Det rene vrövl“, eða á
kjarnyrtri hafnfirsku, hið hreinasta
bull.
Það er margt gott við að hvetja
til heilbrigðs mataræðis, en það
dugar ekki að nota slíkt sem yf-
irskin fyrir hvaða vitleysu sem er.
Hið hreinasta bull
Ólafur Sigurðsson fjallar um
námskeið Þorbjargar Haf-
steinsdóttur og kenningar
hennar um næringu
Ólafur Sigurðsson
’Danir fletta ofan af næring-
arþerapist-
unum.‘
Höfundur er matvælafræðingur,
stjórnarmaður í
Neytendasamtökunum.
UMRÆÐAN um aðbúnað og kjör
aldraðra heldur áfram. Nú síðast var
vakin athygli á því, að mörg dæmi
eru um það, að öldruð
hjón séu skilin að, þeg-
ar þau þurfa að fara á
hjúkrunarheimili.
Ófremdarástandið í
hjúkrunarmálum aldr-
aðra er svo mikið, að
ekki er í öllum tilvikum
unnt að vista hjón sam-
an, þegar þau þurfa að
fara á hjúkrunarheim-
ili. Þetta hefur verið
gagnrýnt harðlega í
fjölmiðlum og fjölmarg-
ir hlustendur hafa
hringt í útvarpsstöðv-
arnar til þess að mótmæla þessu
ranglæti. Meðal þeirra, sem mót-
mælt hafa, er forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson.
Ríkisstjórnin hefur seilst í
Framkvæmdasjóð aldraðra!
Ein af ástæðunum fyrir skorti á
hjúkrunarrými fyrir aldraða er sú
staðreynd, að Framkvæmdasjóður
aldraðra hefur ekki verið notaður að
fullu til þess að byggja hjúkrunar-
heimili og stofnanir fyrir aldraða eins
og tilskilið var í lögum í upphafi. Mik-
ill hluti sjóðsins hefur af ríkisstjórn
verið tekinn til annarra þarfa en
byggingaframkvæmda. Ríkisvaldið
hefur seilst í þá fjármuni, sem ætl-
aðir voru til þess að byggja yfir aldr-
aða. Það er forkastanlegt og nú ætti
ríkið að skila þeim fjármunum, sem
mörg undanfarin ár, hafa verið teknir
úr Framkvæmdasjóði aldraða til
annarra þarfa en fram-
kvæmda. Alls hafa rúm-
ir 6 milljarðar króna
runnið í Fram-
kvæmdasjóð aldraðra
undanfarin 10 ár en af
þeirri fjárhæð hafa inn-
an við 60% eða aðeins
3,6 milljarðar farið í
framkvæmdir sam-
kvæmt upphaflegum
tilgangi laga um sjóðinn
en ríkisstjórnin hefur
tekið 2,5 milljarða til
annarra þarfa, þ.e. til
reksturs. Ef þessir fjár-
munir, 2,5 milljarðar, hefðu runnið til
byggingar hjúkrunarheimila, væri
ástandið betra en það er.
Alls staðar vanefndir
ríkisvaldsins
Það er sama hvar er borið niður í
málefnum aldraðra. Alls staðar blasa
við vanefndir ríkisvaldsins. Ríkis-
stjórnin skuldar öldruðum 2,5 millj-
arða til uppbyggingar hjúkrunar-
heimila og annarra stofnana í þágu
aldraðra. Og ríkisstjórnin skuldar
öldruðum tugi milljarða vegna van-
efnda á lífeyrisgreiðslum til aldraðra.
Alls hafa stjórnarflokkar Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknar haft 40 millj-
arða af ellilífeyrisþegum á liðnum 11
árum vegna þess, að ekki var staðið
við fyrirheit um að lífeyrisgreiðslur
mundu ekki skerðast við rof á sjálf-
virkum tengslum milli lífeyris og lág-
markslauna verkafólks.
450 bíða eftir hjúkrunarrými
450 aldraðir bíða nú eftir rými á
hjúkrunarheimilum. Er þá ekki tekið
tillit til þess að margir eru víða sam-
an í herbergi en það er óviðunandi.
Ekki munu bætast við nema 200 ný
hjúkrunarrými á næstu 3–4 árum. 89
aldraðir eru vistaðir á Landspít-
alanum, hátæknisjúkrahúsi, en þeir
ættu að vera á hjúkrunarheimili. Þar
er víðast engin aðstaða fyrir aðstand-
endur til heimsókna og ekkert „prí-
vat“ fyrir vistmenn. Þetta er algert
ófremdarástand hjá einni ríkustu
þjóð í heimi. Og ekkert er gert til úr-
bóta strax..
Einstaklingur þarf 167 þúsund
krónur á mánuði fyrir skatta
Landssamband eldri borgara seg-
ir, að það vanti 17 þúsund krónur á
mánuði nú upp á að lífeyrisgreiðslur
aldraðra frá almannatryggingum nái
því, sem þær ættu að vera miðað við
að þær hefðu hækkað í samræmi við
hækkun lágmarkslauna. En þó líf-
eyririnn mundi hækka um þá fjár-
hæð dugar það hvergi nærri til fram-
færslu aldraðra. Lífeyrir einstaklings
frá almannatryggingum, sem ekkert
fær úr lífeyrissjóði, er í dag 108 þús-
und krónur á mánuði fyrir skatta.
Hann mundi hækka í 125 þúsund
krónur á mánuði fyrir skatta, ef til-
laga Landssambands eldri borgara
yrði samþykkt. En samkvæmt
neyslukönnun Hagstofu Íslands þarf
einstaklingur 167 þúsund krónur á
mánuði til framfærslu. Skattar ekki
meðtaldir. Hér vantar mikið upp á.
Þessar tölur sýna svart á hvítu, að
það er verið að níðast á eldri borg-
urum. Krafa eldri borgara er þessi:
Ríkisvaldið skili aftur þeim tugum
milljarða, sem hafðir hafa verið af
öldruðum í lífeyri á liðnum 11 árum
og ríkið skili þeim 2,5 milljörðum sem
teknir hafa verið úr Framkvæmda-
sjóði aldraðra og látnir hafa verið í
rekstur í stað framkvæmda.
Ríkisstjórnin tekur 2,5 milljarða af
framkvæmdafé aldraðra til reksturs!
Björgvin Guðmundsson fjallar
um málefni aldraðra ’Ríkisvaldið skili afturþeim tugum milljarða,
sem hafðir hafa verið af
öldruðum í lífeyri á liðn-
um 11 árum og ríkið skili
þeim 2,5 milljörðum sem
teknir hafa verið úr
Framkvæmdasjóði aldr-
aðra og látnir hafa verið í
rekstur í stað fram-
kvæmda.‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Fréttasíminn
904 1100