Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 41

Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 41 DAGBÓK Móðurmál eru máttur“ er yfirskrift ráð-stefnu sem haldin verður í HáskólaÍslands á föstudag, 17. mars kl. 13 til17. Að ráðstefnunni stendur fjöldi stofnana á sviði menntunar og innflytjendamála. „Með ráðstefnunni viljum við skapa vettvang fyrir breiðan hóp fólks, með það að markmiði að ýta undir stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sem tengjast móðurmáli þeirra sem læra íslensku sem annað tungumál,“ segir Hulda Karen Daníels- dóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um álitamál í opinberri stefnumótun og fyrirliggjandi drög að námskrá í íslensku sem öðru tungumáli. Að lokinni dagskrá í Hátíðasal Háskólans hefj- ast málstofur en yfirskriftir þeirra eru: „Mennta- mál kennara“, „Er tvítyngisnám raunhæfur val- kostur?“, „Upplýsingagjöf á móðurmálum, Túlkun og menningarlæsi“, „Álitamál í opinberri stefnu- mótun“ og „Málumhverfi tvítyngdra barna“. „Í málstofunum verður megináhersla á umræður og skoðanaskipti. Við búumst við að þar fari fram fjörugar umræður og að fólk komi vel undirbúið,“ segir Hulda Karen. „Fyrirhugað er að erindi og niðurstöður málstofanna verði síðan settar saman í skýrslu sem afhent verður nýju Innflytjendaráði.“ Hulda Karen nefnir að mikil fjölgun innflytj- enda hafi orðið í íslensku menntakerfi, og þannig hafi frá síðasta ári orðið rösklega 16% aukning nemenda í grunnskólum sem eiga annað móð- urmál en íslensku: „Miklu skiptir að þessir nem- endur staðni ekki í námi á meðan þeir ná tökum á íslenskunni, en skortur á færni í íslensku þarf ekki að standa í vegi fyrir að börn tileinki sér nýja þekkingu.“ Aðalfyrirlesari er dr. Elín Þöll Þórðardóttir, dósent við McGill-háskóla, sem flytur erindið „Tvítyngi er hið besta mál þegar málin styrkja hvort annað“. Þar fjallar hún um rannsóknir á máltöku tvítyngdra barna, sem benda til að tví- tyngi sé á færi allra barna sé þeim búið gott um- hverfi til þess. Hins vegar gangi margar kennslu- aðferðir út á að erfiðara sé að læra tvö mál en eitt og leitast er við að hjálpa tvítyngdum börn- um með því að stuðla að skýrum aðskilnaði milli málanna, eða með því að þau noti eingöngu ann- að málið. Slíkt leiði í mörgum tilvikum til að börnum fari aftur í móðurmáli sínu eða hætti að nota það. Þá má nefna erindi dr. Birnu Arnbjörnsdóttur, dósent við Háskóla Íslands, sem fjalla mun um forsendur áherslubreytingar í nýrri námskrá í ís- lensku, og leiðir til að styrkja móðurmál barna sem læra íslensku sem annað mál. Ráðstefnan „Móðurmál eru máttur“ er öllum opin og aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar: http:// simennt.khi.is/modurmal, en þar fer jafnframt fram skráning. Menntun | Ráðstefna um nám og kennslu, stefnu og stuðning við móðurmál tvítyngdra Móðurmálsnám og -kennsla tvítyngdra  Hulda Karen Daníels- dóttir fæddist í Ytri- Njarðvík 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973. Hulda lauk BA-gráðu í ensku og sálfræði frá Univer- stiy of Manitoba 1979 og mastersgráðu í kennslufræði tungu- mála frá sama skóla 1988. Hulda Karen hefur fengist við kennslu- störf bæði á grunn-, framhalds- og há- skólastigi en starfar nú sem kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Eiginmaður Huldu er Guy Stewart og eiga þau þrjú börn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 14. mars, ersextugur Jóhann Pétur Hall- dórsson frá Siglufirði, til heimilis í Núpalind 2, Kópavogi. Hann og kona hans, Ingileif Björnsdóttir, eru stödd á Kanaríeyjum. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 14. mars,verður sextugur Pétur Þór Jónsson, innheimtustjóri Spron,Bás- bryggju 19, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmæl- isdaginn. Hörmungarsaga af strætó ÞAÐ ER gott að leita leiða til að auka notkun á almenningssam- göngum. En mikið skelfing eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á leiðakerfi Strætó mislukkaðar. Þær verða til þess að dætur mínar tvær geta ekki lengur nýtt sér þjón- ustuna og einkabíllinn mun taka við, sem betur fer fær önnur þeirra brátt bílpróf. Við búum í Hafn- arfirði og þær sækja ballettæfingar fimm daga vikunnar til Reykjavík- ur. Áður en fyrsta breyting á leiða- kerfinu gekk í gildi gátu þær tekið einn vagn úr miðbæ Hafnarfjarðar á leiðarenda. Við fyrstu breytingu leiðakerfisins þurftu þær að taka S1 úr Hafnarfirði og skipta í S2 í Hamraborg í Kópavogi. Fúlt, en vagnarnir stóðust þokkalega á. En nú, við breytingu á leiðakerfi sem tók gildi 5. mars, þurfa þær að bíða í 20 mínútur á kvöldin í Hamraborg eftir að komast í S1 því búið er að breyta tímatöflunni. Fyr- ir hverja er eiginlega strætó? Aldís Yngvadóttir, móðir tveggja fyrrverandi strætónotenda. Kristniboð símans SÍMINN rekur þjónustu er nefnist Skjárinn, er þessi útsending ann- aðhvort fáanleg í gegnum Breið- bandið eða þá koparþræði hina fornu er áður fluttu einungis venju- leg símtöl. Þjónusta þessi er skil- virk og notadrjúg, þó er eitt er vek- ur athygli. Er skipt er um stöðvar á afruglara mínum frá Skjá einum sem er nr. 2 og í átt að Enska bolt- anum sem er nr. 56 kemur þar stöð í milli nr. 49. Það eitt og sér væri nú ekki til mikilla tíðinda nema efni stöðvar 49. Þar er sjónvarpað bandarísku kristilegu efni og minn- ir það sem þar er til sýninga mjög á efnistök Omega. Finnst mér óskap- lega undarlegt að Síminn skuli standa í því að endurvarpa þessari stöð, bæði vegna þess að efnistök þar eru umdeild, t.d. viðhorf til þró- unarkenningarinnar og fóstureyð- inga og síðast en ekki síst að standa í beinni samkeppni við vini mína á Omega um hylli öryrkja og ógæfu- manna. Ragnar Ingi Ingason. Íslenskt grænmeti ÉG ER fylgjandi því að landsmenn noti aðeins íslenskt grænmeti, ef þess er kostur. Í framhaldi af því langar mig að spyrja hvort einhver viti hvar hægt er að fá íslenskt hvít- kál? Ef einhver getur upplýst það vil ég gjarnan að hann birti það í Velvakanda. Annað sem mig langar til að benda á: Ég tel rétt að íslenska þjóðin fái að kjósa um það í þjóð- aratkvæðagreiðslu þegar hug- myndir koma upp um að reisa álver í landinu. Með kveðju, Ein sem vill bara íslenskt grænmeti. Allir með strætó ÉG VAR að ganga heim um daginn um kl. 14 og þegar ég var kominn í götuna mína ákvað ég að flýta mér ekki heldur fara á venjulegum hraða. Ég dró andann djúpt og fann bensínlykt. En það var enginn bíll nálægt og enginn bíll hafði verið að keyra í götunni í nokkrar mínútur. Aukin bílakeyrsla er væntanlega vandamálið. Ég vil því hvetja Strætóstjórnendur að lækka verðið á ferðum og hvetja síðan borgarbúa til að nota Strætó meira. Kristján, 12 ára, Hvassaleitisskóla. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Íslandsmót kvenna. Norður ♠D92 ♥73 ♦ÁG8 ♣ÁKG102 Vestur Austur ♠74 ♠G83 ♥DG62 ♥10 ♦K75432 ♦106 ♣6 ♣D987543 Suður ♠ÁK1065 ♥ÁK9854 ♦D9 ♣-- Samningurinn er sex spaðar í suður. Hvernig er best að spila: (a) Með trompi út? (b) Með laufi út? (c) Með tígli út? Spilið er frá Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni, sem fram fór fyrir rúmri viku. Legan er slæm og það er ban- vænt í flestum stöðum að spila tveimur efstu í hjarta að heiman, auk þess sem 7-1 legan í laufi skapar ýmar hættur. (a) Tromp út og suður fær fyrsta slaginn á tíuna. Eftir þessa byrjun er spaðinn vafalítið 3-2. Þá er kannski best að taka háspaða heima í öðrum slag, leggja svo niður hjartaás og spila tíguldrottningu til að reyna að veiða kónginn. En segjum að vestur dúkki. Þá er drepið með tígulás, tígli hent í laufás og hjarta spilað að kóng. Austur græðir augljóslega ekkert á því að trompa og ef hann hendir, tekur suður með kóng og trompar hjarta. Hann stingur svo tígul heim, aftrompar aust- ur og gefur slag á hjarta. (b) Lauf út – gosi, drottning og stungið. Nú er best að taka ás og drottningu í spaða. Þegar spaðinn reynist vera 3-2 er síðasta trompið tekið og tíguldrottningu hleypt. Svín- ingin má misheppnast, því þá verður hægt að henda niður fjórum hjörtum í lauf og tígul. (c) Tígull út. Erfiðasta úrspilið. Það er eðlileg spilamennska að fara upp með tígulás og henda tíguldrottningu í laufás. Spila svo ÁK í hjarta. En aust- ur trompar og spilar laufi, og þá er fátt til bjargar. Átta sveitir tóku þátt í mótinu og var spiluð einföld umferð af 16 spila leikjum. Sveit Emblu vann með 121 stig (17.29 að meðaltali úr leik). Í sveitinni spiluðu: Bryndís Þorsteins- dóttir, María Haraldsdóttir, Hrafn- hildur Skúladóttir og Soffía Daníels- dóttir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 80 ÁRA afmæli. 16. mars nk. verð-ur áttræð Magnþóra Þórarins- dóttir frá Húsatóftum í Garði til heim- ilis á Kirkjuvegi 1, Keflavík. Í tilefni þess bjóða börn og fjölskyldur þeirra í kaffi í Golfskálanum í Leiru á milli kl. 16 og 20 á afmælisdaginn og vonast til að sjá sem flesta vini og vandamenn. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 14. mars, erfimmtugur Gunnar Jósef Jó- hannesson þvottavélaviðgerðarmaður, Langatanga 6, Mosfellsbæ. Hann og kona hans, Guðný Ása Þorsteinsdóttir, taka á móti vinum og ættingjum á Mas- palomas Dunas Villas Gran Canary kl. 23 á afmælisdaginn. Skáldaspírukvöld verður haldið í kvöld kl. 20.00 í Iðu, en upplesari kvöldsins er enginn ann- ar en stórskáldið Thor Vilhjálmsson, sem sýnir á sér nýjar hliðir í list- inni. Til marks um það mun hann lesa ljóð og „flæðitexta“ og opna um leiðfyrir skapandi um- ræðu um verk sín. Rýnt verður í myndmálið í verkum Thors, sem teygir sig í myndlistina og fjallað um nýafstaðna sýningu á verkum hans í Gerðubergi, þar sem samspil myndlistar og hins ritaða máls lék í höndum listamannsins. Aðgangur er ókeypis og gestir mega taka með sér hressingu að of- an. Thor Vilhjálmsson les á Skáldaspírukvöldi Thor Vilhjálmsson UPPLESTUR á vegum Ritlist- arhóps Kópavogs verður í Kaffi- búðinni í Hamra- borg 1–3, í hjarta Kópavogs, fimmtudaginn 16. mars kl. 17.17. Óskar Árni Ósk- arsson, handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör les úr verkum sínum, þar á með- al verðlaunaljóðið, Í bláu myrkri. Kynnir er Birgir Svan Símonarson. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir enginn. Ljóðstafs- skáldið les Óskar Árni Óskarsson skáld GERÐUR Bolladóttir sópran- söngkona, Hlín Erlendsdóttir fiðlu- leikari og Sophie Schoonjans hörpu- leikari flytja nýjar útsetningar Önnu S. Þorvaldsdóttur á íslenskum trúarlegum þjóðlögum og eldri út- setningar eftir Ferdinand Rauter á Háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun kl. 12.30. Aðgangseyrir er kr. 1000, kr. 500 fyrir aldraða og ör- yrkja en ókeypis fyrir nemendur Háskóla Íslands. Trúarleg þjóðlög á Háskólatón- leikum ÚT ER komin bókin Speki Konfúsíusar í þýðingu Ragnars Baldurssonar. Útgáfan er helg- uð tíu ára afmæli íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, sem hefur allt frá stofnun sýnt skiln- ing á mikilvægi menningarþáttarins í viðskiptum við Kínverja. Speki Konfúsí- usar kom fyrst út í íslenskri þýðingu ár- ið 1989. Í þessari nýju útgáfu er for- máli eftir Pál Skúlason heimspeking og fyrrum háskólarektor og þýðandinn, Ragnar Baldursson, hefur bætt við al- mennum inngangi um stöðu konfús- ískrar hugmyndafræði í kínversku sam- félagi og þýðingu hennar fyrir nútímann. Í eftirmála segir Ragnar frá því þegar hann fór til náms til Kína fyrir þremur áratugum sem ungur róttækl- ingur. Þar lýsir hann því hvernig kynni hans af konfúsískum fræðum hjálpuðu honum að skilja hugmyndaheim Aust- ur-Asíu og hvernig leiðbeiningar Kon- fúsíusar nýtast honum nú í starfi sem embættismaður í utanríkisráðuneyt- inu. Útgefandi er Pjaxi, kápuhönnun Guð- rún Birna Ólafsdóttir. 268 bls. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.