Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 49

Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 49
                    !   " # $  &' %' (' )' *' +' ,' -' .' &/' 0/ 60# "            KVIKMYNDIN um hinn seinheppna rannsóknarlög- reglumann Clouseau, heldur toppsætinu sína aðra viku á íslenska bíólistanum. Tæp- lega fjögur þúsund bíógestir gerðu sér ferð í kvikmynda- hús til að sjá Steve Martin feta í fótspor Peters Sellers sem gerði persónuna ódauð- lega á sínum tíma. Í öðru sæti er að finna kvikmyndina Aeon Flux með Charlize Theron í aðal- hlutverki. Kvikmyndin er byggð á teiknimyndaflokki sem gerður var á sínum tíma fyrir MTV sjónvarps- stöðina en hann sótti mikið til hinna japönsku Anime- teiknimynda. Kvikmyndin var frumsýnd um helgina og þegar hafa rúmlega 1.400 manns séð hana. Blóðbönd fellur niður um eitt sæti en árangur hennar verður að teljast mjög góður miðað við þá hörðu sam- keppni sem ríkt hefur á bíólistanum undanfarnar vikur. Rúmlega 1.000 manns sáu myndina um helgina en heildaraðsókn fer að nálgast sjö þús- und. Í fjórða sæti er aðra nýja mynd að finna. Það er dans- og söngva- myndin Rent en hún kvað vera byggð á óperunni La Bohéme eftir Puccini. Söngleikurinn naut gríðarlegra vin- sælda á Broadway en það leið ekki á löngu þar til hann var settur upp víða um heim og þar á meðal hér á landi. Írski hjartaknúsarinn Colin Far- rell leikur aðalhlutverkið í kvikmynd- inni New World sem situr í fimmta sæti. Myndin kemur ný inn á lista en tæplega 1.200 manns fóru á myndina um helgina. Tæplega tveim hundr- uðum færri sáu svo fjórðu frumsýn- ingarmynd helgarinnar sem kemst inn á topp 10 þessa vikuna. Yours, Mine and Ours situr í sjöunda sæti en þessi skemmtilega fjölskyldumynd skartar þeim Rene Russo og Dennis Quaid í aðalhlutverkum. Klókur Clouseau á toppnum Steve Martin leikur hinn seinheppna lögreglumann Jacques Clouseau. Kvikmyndir | Vinsælustu myndir helgarinnar á Íslandi KVIKMYNDIN Failure to Launch fór beint í efsta sætið á aðsókn- arlista bandarískra kvikmynda- húsa um helgina. Myndin fjallar um Tripp (Matthew McConaug- hey) sem býr enn heima hjá for- eldrum sínum, þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall. Í örvænt- ingu sinni ráða foreldrar hans hina gullfallegu og eldkláru Paulu (Sarah Jessica Parker) til þess að fá Tripp til þess að flytja út. Það vill ekki betur til en svo að Tripp fellur fyrir Paulu, og þá eru góð ráð dýr. Í öðru sæti á listanum er kvik- myndin The Shaggy Dog, sem einnig er ný á lista. Myndin fjallar um mann sem reynir að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyr- ir að breytast öðru hverju í fjár- hund. Það er grínistinn Tim Al- len sem fer með hlutverk hins óheppna manns, en leikkonan góðkunna Kristin Davis úr Sex and the City fer einnig með stórt hlutverk í myndinni. Beint í þriðja sætið fór svo hryllings- myndin The Hills Have Eyes. Myndin fjallar um fjölskyldu sem lendir í klónum á undarlegum verum á svæði sem áður var not- að til kjarnorkutilrauna. Myndin er endurgerð samnefndrar mynd- ar sem leikstjórinn Wes Craven gerði árið 1977. Kvikmyndir | Mest sóttu myndirnar í Bandaríkjunum Mistök á toppnum Paula reynir að fá Tripp til þess að flytja út frá foreldrum sínum. TOPP TÍU: 1. Failure to Launch 2. The Shaggy Dog 3. The Hills Have Eyes 4. 16 Blocks 5. Tyler Perry’s Madea’s Family Reunion 6. Eight Below 7. Aquamarine 8. Ultraviolet 9. The Pink Panther 10. Date Movie MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 49 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK eeee S.V. mbl eeee A.G. Blaðið G.E. NFS eee V.J.V. topp5.is eee Ó.H.T. RÁS 2 Framúrskarandi samsæris- tryllir þar sem George Clooney sýnir magnaðan leik. ALLT TENGIST Á EINHVERN HÁTT Fyrir besta aukahlutverk karla George Clooney. eeee Ö.J. Kvikmyndir.com eeee V.J.V. Topp5.is eeeee Dóri Dna / Dv eeee S.v. / Mbl FREISTINGAR GETA REYNST DÝRKEYPTAR eee H.J. Mbl. eee V.J.V.Topp5.is eee S.K. DV SEXÍ, STÓRHÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI eee V.J.V. Topp5.is eee S.V. MBL ***** L.I.B. Topp5.is **** Ó.Ö. DV **** kvikmyndir.is Sýnd með íslensku tali. ... og heimsins frægasta rannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu… Vinsælasta myndin á Íslandi í dag Bleiki deman- turinn er horfinn... Frá höfundi „Traffc“ AEON FLUX kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára AEON FLUX VIP kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 SYRIANA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára BLÓÐBÖND kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 CASANOVA kl. 5:50 - 8 - 10:20 NORTH COUNTRY kl. 6:30 B.i. 12 ára MUNICH kl. 9 B.i. 16 ára BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 4 Litli Kjúllin M/- Ísl tal kl. 4 OLIVER TWIST kl. 4 B.i. 12 ára THE NEW WORLD kl. 5:30 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára THE MATADOR Forsýnd kl. 8 B.i. 16 ára THE PINK PANTHER kl. 6 - 8 - 10:10 UNDERWORLD 2 kl.10:45 B.i. 16 ára BAMBI 2 m/Ísl tali kl. 6 BLÓÐBÖND kl. 8 - 10 WALK THE LINE kl. 8 - 10:30 AEON FLUX kl. 8 - 10 BLÓÐBÖND kl. 8 PRIDE & PREJUDICE kl. 10 F R U M S Ý N I N G 11.03.2006 10 3 1 2 4 2 7 6 2 2 6 13 16 22 32 36 08.03.2006 1 3 20 22 37 43 27 47                                                                       !! " #  $     % &  & '  '       $  $  '   ) '  &  **  Sést hefur til hótelerfingjans ParisHilton á lýtaaðgerðastofunni Modern Institute of Plastic Surgery í Hollywood. Hvað sem því líður þverneitar djammdrottn- ingin að hafa farið í lýtaaðgerð. „Ég mundi aldrei fara í að- gerð. Fyrir mörgum árum spurði ég pabba minn hvort ég mætti fara í brjóstastækkun en hann sagði að það mundi veikja ímynd mína. Hann hafði rétt fyrir sér. Gervibrjóst líta út fyrir að vera afmynduð. Allir vinir mínir sem eru með þau eru afmyndaðir.“ Paris hefur einnig svarið þess eið að neyta aldrei eiturlyfja, því hún vill ekki skemma útlit sitt, og hún drekkur heldur ekki áfengi.    Fólk folk@mbl.is Eins og alþjóð veit eru hljóm-sveitirnar Ampop og Dikta og tónlistarmaðurinn Hermigervill á tónleikaferð um landið. Ber ferðin yfirskriftina Rás 2 rokkar hringinn en þegar hefur þrí- eykið komið við á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. Í kvöld verður troðið upp í sal Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi. Gestahljómsveit kvöldsins heitir Motýl og er skipuð fjórum bráðefnilegum tónlist- armönnum af Suðurlandi en þeir piltar spiluðu meðal annars á úr- slitakvöldi Músíktilrauna í fyrra. Tónleikasalurinn verður opnaður klukkan 20 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.