Morgunblaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ZDENKO Tomanovic, lögmaður Slo- bodans Milosevic, sagði í gær að Júgóslavíuforsetinn fyrrverandi yrði jarðsettur í Belgrad í Serbíu. Sagði Tomanovic að fjölskylda Milosevics færi fram á að hann fengi opinbera út- för en ljóst þykir að sú krafa gæti valdið núverandi ráðamönnum í Serb- íu talsverðum vandræðum. Sonur Milosevics, Marko, var væntanlegur til Haag í gærkvöldi eða í dag til að sækja lík föður síns. Milosevic fannst látinn í fangaklefa sínum í Haag í Hollandi á laugardag en þar hafði hann dvalið sl. fjögur ár, eða síðan stjórnvöld í Belgrad fram- seldu hann til alþjóðastríðsglæpa- dómstólsins. Hyllti loks undir lok réttarhalda yfir Milosevic, sem ákærður var fyrir stríðsglæpi, þegar hann fannst látinn. Þykir það mikill álitshnekkir fyrir dómstólinn og yfirsaksóknarann, Cörlu del Ponte, að sakborningurinn skuli hafa látist áður en dómur féll í máli hans, en réttarhöldin yfir Milos- evic þykja hafa dregist óheyrilega á langinn. Markovic fái að koma til Serbíu Serbnesk stjórnvöld eiga nú í nokkrum vanda, en kröfur í Serbíu gerast háværar um að Milosevic hljóti útför í heimalandi sínu sem sæmi fyrrverandi þjóðhöfðingja. Borís Tadic, forseti Serbíu, hefur þegar hafnað þeim möguleika að Mil- osevic fái opinbera útför í Belgrad, sagði hann að slíkt væri „alls ekki við hæfi“ í ljósi þess mikla hlutverks sem Milosevic lék í blóðbaðinu á Balkan- skaga á síðasta áratug síðustu aldar. Sósíalistaflokkur Milosevics hefur hins vegar hótað því að valda falli minnihlutastjórnar Vojislavs Kost- unica ef ekki verður orðið við þeirri kröfu, að Milosevic verði sýnd full sæmd í heimalandi sínu. Sem fyrr segir vill fjölskylda Milos- evics að hann verði jarðaður í Bel- grad. Hugsanlegt er þó að lík hans verði fyrst flutt til Moskvu, að því er fram kom í máli Markos Milosevic. Tomanovic, sem var lögmaður Mil- osevics, fór ennfremur fram á það í gær að serbnesk stjórnvöld afturkalli handtökutilskipun á hendur ekkju Milosevics, Mirjönu Markovic, þannig að hún geti verið við útför eiginmanns síns í Belgrad. Alþjóðleg handtöku- skipun var gefin út á hendur Marko- vic í september á síðasta ári en serb- nesk yfirvöld saka hana um fjársvik. Haft var eftir Markovic, sem hefur verið búsett í Moskvu undanfarið, að Milosevic hefði vísvitandi verið byrlað eitur. „Bóndi minn var drepinn af dómstólnum í Haag,“ sagði Markovic í viðtali í serbneska blaðinu Vecernje Novosti. „Þeir gripu til þessa ráðs því að þeir voru komnir í ógöngur. Aðeins 37 klukkustundir vantaði upp á að réttarhöldunum yfir honum lyki og þeir höfðu ekkert í höndunum sem nægði til að sakfella hann,“ sagði hún. „Og þeir gátu undir engum kringum- stæðum sleppt honum úr haldi því að þessi dómstóll var í reynd settur á laggirnar sérstaklega handa honum.“ „Vildi fá flugmiða aðra leið til Moskvu“ Hollenskur eiturefnafræðingur, Donald Uges, sagðist í gær hafa fund- ið leifar lyfs í blóð Slobodans Milosev- ics fyrr á þessu ári sem honum hafði ekki verið ávísað og sem kann að hafa komið í veg fyrir að hjartalyf, sem Milosevic var á, virkuðu sem skyldi. „Ég er viss um að hann tók þessi lyf að eigin frumkvæði af því að hann vildi fá flugmiða aðra leið til Moskvu [til að undirgangast meðferð þar],“ sagði Uges og átti þá við að Milosevic hefði vonast til að þurfa aldrei að snúa aftur til Haag frá Moskvu. Lyfið sem um ræðir heitir rifampic- in, þetta er sýklalyf og er notað gegn holdsveiki og berklaveiki. Að sögn Uges eyðir það hins vegar einnig áhrifum blóðþrýstingslyfjanna, sem Milosevic var á. Rússar treysta ekki nið- urstöðum krufningar Krufning sem gerð var á Milosevic á sunnudag leiddi í ljós að hann hefði dáið af völdum hjartaáfalls. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, sagði hins vegar í gær að rúss- nesk stjórnvöld treystu ekki fyllilega niðurstöðu krufningar á Milosevic og vilja þau fá að senda sína lækna til Haag í því skyni að rannsaka lík hans. Sagði Lavrov að það hefði valdið rúss- neskum yfirvöldum áhyggjum, að Milosevic fékk ekki leyfi til að fara til Moskvu til að fá meðferð í desember sl. Úr því að dómstóllinn hefði ekki treyst orðum rússneskra stjórnvalda um að Milosevic myndi snúa aftur að henni lokinni, þá væri eðlilegt að rúss- nesk stjórnvöld vantreystu niður- stöðu krufningar, sem unnin hefði verið á vegum sama dómstóls. Vilja að Milosevic fái opinbera útför Sagður hafa tekið lyf sem unnið gátu gegn hjartalyfjum Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu London, Bagdad. AP, AFP. | John Reid, varnarmála- ráðherra Bretlands, sagði í gær að fækkað yrði um 10% í breska herliðinu í Írak í maí. Þýðir þetta að um 800 hermenn halda heim á leið og verða þá eftir um 7.000 breskir hermenn í Írak. Reid sagði ákvörðun breskra stjórnvalda byggj- ast á því að liðsmenn íraska hersins væru orðnir færir um að taka við hluta þeirra byrða, sem Bretar og aðrar erlendar hersveitir í Írak hafa axlað. Í Íraksher eru nú um 235.000 menn að sögn Reids. Ekki væri þó um að ræða að þessi fækkun væri lið- ur í víðtækari brottflutningi herja frá Írak. Fyrirskipaði aftökur Fyrrverandi yfirdómari byltingardómstólsins í Írak og meðverjandi Saddams Husseins í réttar- höldunum yfir honum viðurkenndi í gær að hafa fyrirskipað aftökur á 148 andstæðingum Saddams. Yfirdómarinn, sem heitir Awad Hamad al- Bandar, sagði fyrir rétti í Bagdad að byltingarrétt- urinn hefði ekki átt neinna annarra kosta völ en að fyrirskipa aftökurnar, sem voru gerðar í refsing- arskyni eftir að hinum ákærðu hafði mistekist að ráða Saddam af dögum 8. júlí 1982, þegar bílalest hans ók í gegnum þorpið Dujail. Saksóknarar gagnrýndu málflutning al-Bandars og sögðu að umræddur dómur hefði verið knúinn fram í „sýndarréttarhöldum“ í maí- og júní 1984. Raouf Abdel-Rahman, yfirdómari í réttarhöldun- um yfir Saddam, yfirheyrði al-Bandar vegna dóms- ins og spurði hvernig hinir 148, sem ákærðir voru fyrir tilræðið, hefðu getað komist fyrir í réttarsal. „Hvernig gátuð þið afgreitt vitnisburð 148 manna með svo miklum hraða,“ spurði Raouf, sem dró í efa að svo margir hefðu verið viðriðnir tilræðið, en mik- ill meirihluti íbúa Dujail var úr röðum sjíta. Al-Bandar svaraði því til að hinir ákærðu hefðu játað aðild sína að tilræðinu. „Vegna stríðsins á milli Írans og Íraks var gríð- arlegur opinber og félagslegur þrýstingur á mig,“ sagði al-Bandar. „Við vorum í stríði gegn Íran og þeir játuðu að aðgerðirnar hefðu verið í samræmi við fyrirskipanir frá Íran.“ Saksóknarar hafa alfarið hafnað þessari túlkun og reynt að sýna fram á að stjórn Saddams hafi lagt sig fram um að refsa íbúum Dujail vegna tilræðisins og handtekið hundruð þorpsbúa, þ.m.t. konur og börn, og haldið þeim föngnum árum saman. Nokkr- ir íbúa Dujail hafa borið vitni fyrir réttinum og sagt að þeir hafi verið pyntaðir, þ.á m. konur sem sögð- ust hafa verið afklæddar og pyntaðar með raflosti. Fækkað um 10% í breska herliðinu í Írak Yfirdómari í valdatíð Saddams Husseins viðurkennir að hafa fyrirskipað aftökur ÞAÐ skarst enn í odda með frönskum námsmönnum og lögreglunni í Lat- ínuhverfinu í París í gær en á myndinni má sjá hvar námsmenn úða úr málningarbrúsa á lögreglumenn við College de France, nærri Sorbonne- skóla. Námsmenn héldu áfram mótmælum sínum í kjölfar þess að Dom- inque de Villepin forsætisráðherra sagði að staðið yrði við áætlanir um að setja ný lög sem auðvelda vinnuveitendum að reka unga starfsmenn. AP Enn tekist á í Latínuhverfinu Berlín. AP. | Lögregluyfirvöld í Aust- ur-Þýskalandi fundu í fyrradag lík þriggja kornabarna á heimili 36 ára konu í bænum Neuendorf eftir ábendingu frá fyrrverandi eigin- manni hennar. Að sögn Joachims Albrechts, tals- manns lögreglunnar í nágrannabæn- um Stendal, fundust lík tveggja kornabarna, drengs og stúlku, uppi á háalofti á heimili konunnar. Lögreglan fann svo þriðja líkið, beinagrind kornabarns, í ruslatunnu við heimilið, en að sögn Albrechts er krufningu ætlað að skera úr um kyn þess og dánarorsök barnanna þriggja. Konan, sem er í haldi lögreglu vegna málsins, hefur ekki getað gef- ið neinar skýringar á því hvenær börnin fæddust eða hver dánarorsök þeirra var, en að sögn Uta Wilkmann saksóknara er talið að hún sé ekki heil á geðsmunum. Upp komst um lát barnanna þegar fyrrverandi eiginmaður konunnar kom við á heimili hennar á laugardag til að sækja hluta eigna sinna, en þau höfðu verið skilin frá því í október. Þegar hann kom inn í húsið barst einkennileg lykt frá háaloftinu og síðar kom konan niður af loftinu með pakka sem hún fleygði í ruslið. Maðurinn á tveggja ára son með konunni en segist ekki hafa vitað til þess að hún hefði nýverið alið fleiri börn í heiminn. Samskonar mál kom upp í Þýska- landi í júlí sl. þegar lögregluyfirvöld fundu lík níu kornabarna grafin í blómapotta og fisktank á heimili við landamærin að Póllandi, en réttar- höld í því máli hefjast í apríl. Fleygði líki kornabarns í ruslið ERLI dagsins fylgir oft mikill skarkali og þess vegna hefur um- hverfisráðherra Danmerkur, Con- nie Hedegaard, mælst til þess að afmörkuð verði sérstök þagnar- svæði. „Við reisum ný hús og leggjum vegi en þeim svæðum fækkar þar sem fólk getur notið þagnar. Því viljum við tryggja að í sveitarfélög- unum verði svæði, þar sem ríkja skuli friður og ró, þar sem ekki skuli reist mannvirki, vegir lagðir eða hraðbrautir,“ sagði ráðherrann. Vill sérstök þagnarsvæði ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.