Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 22

Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. NÝ SENDING Jakkar, bolir, pils AKUREYRI AUSTURLAND kennaranna Þórdísar og Davids frá Reykvíska Tangóklúbbnum. Svo dansar fólk að vild á meðan á tón- leikunum stendur.“ Tónleikarnir hljóðritaðir Tristan segir hópinn sérstakan að því leyti að fólkið sem skipi hann vinni alls ekki saman dags daglega, en taki sig stundum til þrátt fyrir annir og vinni saman að verkefnum og tónleikum, allt frá þjóðlaga- tónlist, rokki og djassi til nútíma- og klassískrar tónlistar. „Meðal þessara tónlistarmanna má hiklaust finna nokkra allra bestu tónlist- armenn Austurlands og þó víðar væri leitað og eitt framsæknasta tónskáld landsins. Hópurinn ætlar að taka tónleikana upp og verða þeir til sölu á geisladiski á Héraði og í gegnum netið. Nú kemur sem sagt að því að landsmenn og ver- öldin öll uppgötvi falinn tónlistar- fjársjóð á Austurlandi!“ segir Trist- an og lofar krassandi skemmtun á laugardagskvöldið. Það eru þau Charles Ross, Muff Worden, Ólöf Birna Blöndal, Ragn- ar Jónsson, Ronald Heu, Stein- grímur Birgisson, Suncana Slam- nig, Tristan Willems og Zigmas Genutis sem flytja verk Piazzolla. Piazzolla fæddist í Argentínu ár- ið 1921 og bjó bæði þar og í París og á Ítalíu. Hann skrifaði yfir þús- und tónverk þar sem argentínski tangóinn er vafinn bragðmiklum og persónulegum jazz- og nýklass- ískum áhrifum. Ollu tónsmíðar hans straumhvörfum í þróun tangó- tónlistar og höfðu djúp áhrif á marga helstu tónlistarmenn síðustu aldar. Piazzolla lést árið 1992. Gjald fyrir tangókennslu verður 1.000 kr. og aðgangseyrir að tón- leikunum er 2.000 kr. Húsið verður opnað kl. 20.30. Egilsstaðir | El Alma del Tango, sál tangósins, er heiti á tónlistarhátíð sem kennarar allra tónlistarskól- anna á Fljótsdalshéraði standa fyr- ir föstudaginn 17. mars nk. á Eið- um. Níu kennarar mynda tangóhóp- inn og eru sex þeirra af erlendu bergi brotnir. Tónlistarskólar eru nú starfræktir á Egilsstöðum, í Fellabæ ogBrúarási og auk þess starfa deildir í Hallormsstað og á Eiðum. Tristan Willems er einn kenn- aranna og hefur haldið utan um verkefnið ásamt því að útsetja meiri partinn af lögunum sem flutt verða á tónleikunum. „Hópurinn hyggst kynna tónlist argentínska meistarans í „Tango Neuvo,“ Astor Piazzolla,“ segir Tristan. „Áður en megintónleikarnir á Eiðum hefjast gefst gestum tækifæri til að læra helstu tangósporin undir leiðsögn Tónlistarkennarar tónlistarskólanna á Héraði flytja verk Piazzolla og bjóða upp á tangókennslu Tónlistarfjár- sjóður opnast í tangósveiflu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Tangóinn taminn F.v. Charles Ross, Muff Worden, Steingrímur Birgisson, Ronald Heu, Tristan Willems og Sunc- ana Slamnig á æfingu. Reiknað er með að tónleikarnir verði tvískiptir, með danskennslu og -sýningu á milli. við um einhverja vöktunarþætti, séu eindregið hvattar til að koma sér upp starfsaðstöðu og starfsmönnum sem næst rannsóknarvettvanginum. Í greinargerð sveitarstjórnar seg- ir að í úrskurði umhverfisráðherra vegna Kárahnjúkavirkjunar sé eft- irlit, vöktun og rannsóknir fjöl- margra þátta gerð að skilyrðum ráð- herra. „Ýmsar rannsóknir og vöktun hófust strax á árinu 2002 og er ætlað að vera árlegar fram til 2008, öðrum rannsóknum og eftirliti er ætlað að vakta umhverfisáhrif áfram, eftir að virkjun hefur tekið til starfa. Vöktunar- og rannsóknarvinnan væri án efa mikil lyftistöng fyrir þekkingarsamfélagið hér eystra og í því sambandi er minnt á fyrirhugaða stofnun Þekkingarseturs Austur- lands og gerð vaxtarsamnings Aust- urlands sem er í vinnslu.“ SVEITARSTJÓRN Fljótsdals- hrepps hvetur til þess að rannsóknir, eftirlit og vöktun samkvæmt úr- skurði umhverfisráðherra vegna framkvæmda og afleiðinga Kára- hnjúkavirkjunar, verði sem mest í höndum stofnana og aðila á Austur- landi. Segir í bókun sveitarstjórnar að opinberar stofnanir og aðrir að- ilar sem staðsettir eru utan Austur- lands, sem þegar hefur verið samið Vöktun og rannsóknir á Austurlandi FORELDRARÁÐ Brekkuskóla hefur boðað til fundar í dag, þriðjudag, kl. 18 í sal skólans, en þar verður kynnt tillaga að breyttu aðalskipulagi Ak- ureyrarbæjar til 2018 sem nú er í kynningu. Kærufrestur rennur út næsta föstudag, 17. mars. Fram kemur í fundarboði foreldraráðsins að það hafi á undanförnum dögum fengið athuga- semdir varðandi þá breytingu sem sett er fram í kynningu, að götustæði Dalsbrautar verði tekið út úr aðalskipulagi bæjarins. „Áhyggjur foreldra hafa snúið að því hvaða áhrif slíkur gjörningur kann að hafa á umferðarþunga um skólahverfið,“ segir í bréfi til foreldra barna í Brekkuskóla. Í nú- verandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að í Naustahverfi muni byggjast upp íbúðarhverfi með 6–8 þúsund íbúum, sem er svipaður mann- fjöldi og býr nú á allri Brekkunni, að meðtöldu Lundarhverfi. „Allt bendir til þess að ef Dals- braut verður ekki lögð muni umferð um skóla- hverfi Brekkuskóla aukast til mikilla muna. Áhyggjur foreldra snúa að því hvaða áhrif þessi aukni umferðarþungi kann að hafa á öryggi skóla- barna í hverfinu,“ segir einnig í bréfi til foreldra. Þar kemur og fram að foreldrar barna í Brekku- skóla hafa látið í ljósi áhyggjur sínar vegna þess hve lítið samráð hefur verið haft af hálfu bæjaryf- irvalda við íbúa þessa skólahverfis. Foreldrar í Brekkuskóla hafa áhyggjur vegna breytinga aðalskipulags Óttast aukinn umferðarþunga Réttarstaða | Guðmundur Al- freðsson fjallar um núverandi stöðu Grænlands innan Danmerkur og að alþjóðalögum í fyrirlestri í dag, þriðjudag kl. 12 í stofu L201 á Sól- borg. Málþing | Hvað hefur Ísland fram að færa? er yfirskrift málþings um orkumál sem haldið verður í stofu L103 í Háskólanum á Akureyri í dag, 14. mars en það hefst kl. 8.40. Fjallað verður um orku og stóriðju, samfélagslega þætti virkjanafram- kvæmda, Orkuháskóla á Akureyri og vistvæna orkugjafa.    ANNAÐ mótið af þremur í Goða- mótsröð Þórs á Akureyri fór fram um helgina. Nú voru það leikmenn 5. flokks sem mættu í Bogann, alls rúmlega 500 strákar hvaðanæva af landinu en 50 aðrir sátu heima vegna flensu. Fylkismenn úr Reykjavík sigr- uðu bæði í keppni A-liða og B-liða, og Breiðablik úr Kópavogi í keppni C-, D- og E-liða. Fylkir sigraði Þrótt úr Reykjavík í úr- slitaleik A-liða og Leikni frá Fá- skrúðsfirði í úrslitum B-liðakeppn- innar. Breiðablik lagði heimamenn í Þór á úrslitum C-liða og Fram frá Skagaströnd í úrslitaleik D- liðanna. Breiðablik sigraði einnig í keppni E-liða. Fyrsta Goðamót ársins fór fram fyrir rúmum hálfum mánuði þegar 4. og 5. flokkur stúlkna kepptu og eftir hálfan mánuð verður síðasta mót vetrarins þegar 6. flokkur drengja verður í sviðsljósinu í Boganum. Frá kvöldvökunni í Boganum á laugardagskvöldið þegar leikmenn sigruðu þjálfara og fararstjóra örugglega í reiptogi. Hlynur Eiríksson kvöldvökustjóri er til vinstri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði, rauðklæddir, í baráttu við Fylki. Fylkismenn og Blikar sigursælir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.