Morgunblaðið - 14.03.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 14.03.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 31 UMRÆÐAN HRÓS mitt fær Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti öllum að óvörum að ákveðnar hefðu verið framkvæmdir við Almannaskarðsgöng á undan Héðinsfjarðargöngum. Vegafram- kvæmdir á Hólmahálsinum í stað jarðganga milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar eru hnefahögg í andlit Austfirðinga. Milli Hornafjarðar og Djúpavogs vantar önnur göng sem ekki geta beðið næstu 20 árin til að losna við slysahættuna í Hvalnes-, Þvottár- og Kambanesskriðum. Engin spurning er hvort aurskriður muni rjúfa allt vegasamband á þess- um hættulega vegi milli Djúpavogs og Almannaskarðsganganna, heldur hvenær. Víða á Austurlandi eru snjóflóðahætta, grjóthrun og aur- skriður stórt vandamál. Án þátttöku íslenska ríkisins fjármagna heima- menn á Djúpavogi aldrei heilsársveg yfir Öxi sem stæði 400 metrum hærra en Fáskrúðsfjarðargöngin yf- ir sjávarmáli og kæmi í 18% halla upp úr Berufirði. Þá þrefaldast slysahættan sem var nógu mikil fyr- ir í Almannaskarði. Þetta kostar allt- of mörg mannslíf þegar flutninga- bílar steypast í tugatali niður í Berufjörð með skelfilegum afleið- ingum. Þessum hugmyndum hafnar Vegagerðin með þeim rökum að samgöngubætur á hringveginum gangi fyrir. Vegurinn sem flutn- ingabílstjórarnir sækjast eftir tryggir aldrei sambærilegt öryggi líkt og tvenn jarðgöng úr Skriðdal og Berufirði sem kæmu inn í Breið- dal. Þessi vegur kemur aldrei í stað jarðganga undir þennan hættulega þröskuld. Sömu svör gefur sam- gönguráðherra sem tilkynnti að um- ferð á hringveginum myndi fara í gegnum Fáskrúðsfjarðargöngin. Öll rök mæla gegn því að heilsársvegur eigi heima í 530 m hæð yfir sjáv- armáli sem Öxi stendur. Í þessari hæð er tími fjallveganna liðinn. Krafa flutningabílstjóranna vekur spurningar um hvort þessi fjallvegur verði fjárfesting í dauðaslysum. Græðgi flutningabílstjóranna hefnir sín þegar grjóthrun, snjóflóð og aur- skriður sýna þeim í tvo heimana. Þá biðja þeir samgönguráðherra um 10 km löng jarðgöng undir Öxi, eða tvenn veggöng inn í Breiðdal. Kostn- aður við bæði göngin úr Berufirði og Skriðdal yrði 1/10 hluti af heildar- upphæðinni sem 500 metra hátt fall ofan af þessum þröskuldi niður í djúpan táradal kostar. Sveitarstjórn Djúpavogs kýs frekar að sníða fréttaflutninginn um heilsársveg yfir Öxi eftir sínum duttlungum. Vega- gerðin stöðvar alla umferð um þenn- an hættulega fjallveg vegna hálku sem vonlaust er að forðast. Á hverju ári komast Hvalnes-, Þvottár- og Kambanesskriður í fréttirnar án þess að landsbyggðarþingmenn tali um jarðgöng undir Lónsheiði, og kynni sér hvort farsímasamband tryggi enn betur öryggi vegfarenda, lögreglu, slökkviliðs- og sjúkrabíla í Austfjarðagöngunum vegna neyð- artilfella sem enginn sér fyrir. Heimamenn á Suðurfjörðunum geta ekki beðið lengur eftir því að rík- isstjórnin taki á þessu vandamáli. Fullyrðingar um að alltof fáir bílar fari í gegnum Austfjarðagöngin til að farsímasamband borgi sig ein- kennast af siðblindu landsbyggð- arhatri. Fullvíst má telja að enn fleiri bílar fari í gegnum Aust- fjarðagöngin heldur en veggöngin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem margir landsbyggðarþingmenn vildu afskrifa á síðasta ári. Stuðn- ingsmenn Héðinsfjarðarganga sem nú týna tölunni reyna að réttlæta 16 til 18 milljarða kr. fjáraustur í þessi fámennu sjávarpláss fyrir norðan án þess að fjárveitingar til atvinnu- skapandi verkefna hafi forgang. Í því eru engin rök, heldur heimskan ein í samanburði milli héraða. Þetta veldur uppnámi og klýfur sam- félagið í tvennt og þjóðina að stórum hluta. Hótanir samgönguráðherra um 6 til 10 ára stöðnun samgangna nema við Siglufjörð, og aðra 50 ára stöðnun vegna Miðausturlands, Suð- urfjarðanna og Vestfjarða ofan í ára- langar fórnir taka nú sinn toll, og síðan hvað? Þessi tóma vitleysa er að hrekja þjóðina til uppreisnar gegn svona fjáraustri í Héðinsfjarð- argöng. Án Mjóafjarðarganga treysta Seyðfirðingar, Egilsstaða- og Héraðsbúar aldrei á stóra Fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Ákveðum Vaðlaheiðargöng, Beru- fjarðargöng, Mjóafjarðargöng, Hellisheiðargöng, tvenn jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Norðfjarðar, undir Lónsheiði og Breiðdalsheiði. Tryggjum líka íbúum Suður- fjarðanna greiðan aðgang að stóra Fjórðungssjúkrahúsinu með tvenn- um jarðgöngum inn í Stöðvarfjörð. Verður Öxi fjárfesting í dauðaslysum? Guðmundur Karl Jónsson fjallar um jarðgöng á Aust- fjörðum ’Tryggjum líka íbúumSuðurfjarðanna greiðan aðgang að stóra Fjórð- ungssjúkrahúsinu með tvennum jarðgöngum inn í Stöðvarfjörð.‘ Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Fréttir í tölvupósti mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.