Morgunblaðið - 14.03.2006, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
OPIÐ HÚS
LAUGARDAGINN 18. MARS
Frá kl. 11-16
FREKARI LÆKKUN
Úrvalsvísitalan, gengi krónunnar
og verðmæti skuldabréfa íslensku
bankanna á eftirmarkaði í Evrópu
lækkaði umtalsvert í gær. Hefur úr-
valsvísitalan lækkað um 14% frá 15.
febrúar þegar hún náði hæstu hæð-
um og íslenska krónan hefur ekki
verið veikari frá því í september árið
2004. Margir tóku þá ákvörðun að
selja verðbréf en viðskipti með
hlutabréf hafa aldrei verið meiri en í
gær eða um 3.100 og er það nýtt met
í Kauphöllinni.
Verulegt áfall
IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn,
spáir því, að verði fuglaflensan að
fári í mönnum muni hún valda veru-
legu en skammvinnu áfalli í efna-
hagslífinu um allan heim. Draga
muni úr framleiðslu um sinn en ríki
með stöðugt fjármálalíf muni jafna
sig fljótt. Ljóst sé, að greinar eins og
ferðamennska og flutningar muni
bíða mikinn hnekki strax og hugs-
anlegt fár byrjar.
Gagnlegur fundur ráðherra
Geir H. Haarde utanríkisráðherra
hóf opinbera heimsókn sína til Dan-
merkur í gær. Átti hann meðal ann-
ars langan og gagnlegan fund með
dönskum kollega sínum, Per Stig.
Ræddu þeir m.a. skopmyndamálið,
stöðuna í Írak og framboð Íslands til
öryggisráðsins. Sagði danski ráð-
herrann að stutt yrði af fullum hug
við framboð Íslendinga.
Dregið úr málskilningi
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknar um málskilning íslenskra
framhaldsskólanema á Norður-
landamálunum hefur skilningur
nemenda minnkað til muna sl. þrjá
áratugi. Skilningur Íslendinga á
Norðurlandamálunum norsku,
sænsku og dönsku er svipaður og
hjá Svíum og Dönum en Færeyingar
standa öðrum þjóðum framar.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 28
Fréttaskýring 8 Daglegt líf 28/29
Úr verinu 12 Umræðan 30/33
Viðskipti 16 Minningar 34/37
Erlent 18/19 Myndasögur 40
Minn staður 20 Dagbók 40/43
Suðurnes 21 Víkverji 40
Landið 21 Velvakandi 41
Akureyri 22/23 Staður&stund 42/43
Austurland 22/23 Ljósvakar 50
Menning 24, 43/49 Veður 51
Forystugrein 26 Staksteinar 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
ATVINNULEYSI í febrúar
mældist 1,6% og var óbreytt frá
fyrri mánuði. Alls voru 2.338
manns að meðaltali á atvinnu-
leysisskrá í mánuðinum. Atvinnu-
leysi mældist 2,8% í febrúar í
fyrra. Vinnumálastofnun segir,
að líklegt sé að atvinnuleysið í
mars muni lítið breytast eða
minnka lítillega og verða á bilinu
1,4%–1,7%.
Lausum störfum fjölgar
Atvinnuleysi á höfuðborgar-
svæðinu er nú 1,4% af áætluðum
mannafla og 1,8% á landsbyggð-
inni. Á landsbyggðinni er at-
vinnuleysið mest 2,8% á Norður-
landi eystra, en minnst er
atvinnuleysið á Austurlandi,
0,8%. Atvinnuleysi karla minnkar
um 5% milli mánaða og er 1,2%
og atvinnuleysi kvenna minnkar
um 3,7% og er 2,1%.
Lausum störfum í lok febrúar
fjölgaði frá því í lok janúar eða
um 200. Alls voru 728 laus störf
hjá vinnumiðlunum í lok febrúar
en 528 störf í lok janúar sl. Um
21% þessara starfa er á höfuð-
borgarsvæðinu. Lausum störfum
fjölgaði um eitt á höfuðborgar-
svæðinu og um 199 á landsbyggð-
inni. Lausum störfum fjölgaði um
123 á Austurlandi og um 41 á
Suðurlandi. Flest laus störf eru
meðal iðnaðarmanna og sérhæfðs
iðnverkafólks (fiskvinnslu), alls
231 í febrúar, 287 laus störf með-
al ýmiss sérhæfðs verkafólks og
94 meðal þjónustu-, sölu- og af-
greiðslufólks.
Atvinnuleysi mæld-
ist 1,6% í febrúar
NOKKUÐ harðar umræður urðu á
umræðufundi Alþjóðamálastofnunar
Háskóla Íslands í hádeginu í gær, en
gestur fundarins var dr. Michael
Rubin. Rubin er sérfræðingur hjá
bandaríska varnarmálaráðuneytinu í
málefnum Mið-Austurlanda. Fundur-
inn hófst á fyrirlestri hans, sem hét
„Hvað eru Bandaríkjamenn að vilja í
Mið-Austurlöndum?“
Mikil aðsókn var að fundinum sam-
kvæmt upplýsingum Baldurs Þór-
hallssonar, dósents í stjórnmálafræði
við HÍ, og í umræðunum var sett
fram nokkuð hörð gagnrýni á stefnu
og aðgerðir Bandaríkjamanna í þess-
um heimshluta. Þá segir Baldur að
svo hafi virst sem það hafi komið
Rubin nokkuð á óvart hversu hörð
gagnrýnin var en hann hafi svarað
henni af festu og jafnvel beðið fólk að
setjast niður.
Kærður til lögreglu
Nokkrir aðilar dreifðu dreifibréf-
um um aðkomu Rubins að Íraksstríð-
inu fyrir fundinn og munu sömu að-
ilar hafa staðið fyrir nokkrum
frammíköllum sem þó ollu ekki trufl-
unum á fundinum og kveðst Baldur
fagna líflegri umræðu um alþjóðamál
og því hversu margir, og þá sérstak-
lega nemendur, skuli sýna áhuga á að
taka þátt í henni.
Á vefsíðunni fridur.is segir að Rub-
in sé kærður fyrir að hafa undirbúið
ólöglegt og saknæmt árásarstríð á
hendur Írak árið 2003. Kærandi er
Elías Davíðsson ásamt fleirum. Í
kærunni, sem afhent var lögreglunni í
Reykjavík, kemur fram að þar sem
hinn kærði hafi að öllum líkindum
tekið þátt í saknæmum verknaði með
meintri aðild að undirbúningi árásar-
stríðs sé þess farið á leit að Rubin
verði handtekinn og yfirheyrður um
meinta aðild sína að undirbúningi
stríðsins gegn Írak. Verði sannað að
hinn ákærði hafi tekið þátt í slíkum
undirbúningi fara kærendur fram á
að réttað verði yfir þeim kærða í ljósi
meginreglna alþjóðaréttar um sak-
næmi árásarstríðs.
Líflegar umræður á fundi
með Michael Rubin
Kæra á hendur
Rubin lögð fram
hér á landi
Morgunblaið/RAX
Dr. Michael Rubin talaði frammi fyrir fullum sal í Háskóla Íslands í gær og voru umræður mjög fjörugar.
KATRÍN Theódórsdóttir héraðs-
dómslögmaður hefur sent beiðni til
ríkissaksóknara þar sem óskað er
eftir rannókn á aðgerðum lögreglu
gegn íslenskum sem erlendum mót-
mælendum er höfðu dvalarstað við
Kárahnjúka á síðastliðnu sumri.
Katrín sendir bréfið fyrir hönd yfir
20 mótmælenda og eru þar um 20 at-
riði sem óskað er eftir að rannsökuð
verði út frá því hvort lögreglumenn
hafi farið fram úr valdheimildum.
Nokkur umræða spratt upp í þjóð-
félaginu í kjölfar þess að mótmæl-
endum var vikið burt af tjaldstæði
sínu við Kárahnjúka síðla í júlímán-
uði 2005. Kom það til vegna þess að
24 mótmælendur fóru inn á vinnu-
svæði Kárahnjúkavirkjunar og
stöðvuðu vinnu við stíflugerð. Lög-
reglumenn voru kallaðir á vettvang
og fjarlægðu mótmælendurna með
valdi. Í kjölfarið fordæmdu mótmæl-
endur aðfarirnar og sögðu mótmælin
hafa verið friðsamleg þar til lögregla
mætti á svæðið. Þar hefði verið ráð-
ist á mótmælanda meðan honum var
haldið og voru ökumenn vinnuvéla
hvattir til að setja vélar sínar í gang.
Hætta hefði skapast af þeim völdum
þar sem ökumenn hefðu ekki talað
sama tungumál og lögreglumenn,
sagði í tilkynningu mótmælenda.
Einnig var það fordæmt að lög-
regla skyldi fylgja mótmælendum
frá tjaldstæðinu og til Reykjavíkur,
ásamt því að hafa fylgst með ferðum
þeirra í höfuðborginni.
Katrín segir eðlilegt að spurning-
um mótmælenda verði svarað enda
hafi verið brotið á rétti þeirra í hví-
vetna meðan á dvölinni stóð. Nauð-
syn sé að svara því hversu langt lög-
regla geti gengið en hún hafi m.a.
farið í tvígang inn í húsnæði til að
hafa uppi á mótmælendum þrátt fyr-
ir andmæli húsráðenda.
Einnig beri að svara því hvort for-
svaranlegt sé að hafa svo fjölmennt
lögreglulið að störfum við að fylgja
fólkinu eftir hvert fótmál í heilan
mánuð, án þess að það væri séð að
einhver hætta stafaði af því.
Katrín tekur fram að ekki sé verið
að afsaka þau eignaspjöll sem urðu
af völdum mótmælenda, en svara
þurfi hvort brotin hafi verið svo stór
að þau vörðuðu hagsmuni almenn-
ings og réttlættu brot á ferðafrelsi
og friðhelgi einkalífsins.
Óskað eftir rannsókn
á aðgerðum lögreglu
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is REFSIFANGI á fangelsinu
Litla-Hrauni sætir nú einangr-
unarvist fyrir agabrot með því
að hafa reynt að smygla 100
grömmum af hassi og nokkr-
um tugum gramma af amfeta-
míni inn í fangelsið að loknu
dagsleyfi sem hann fékk um
helgina. Auk þess á hann yfir
höfði sér ákæru fyrir fíkni-
efnabrot. Rannsókn málsins er
í höndum lögreglunnar á Sel-
fossi en ekki er vitað hvort
fanginn hafði vitorðsmenn inn-
an fangelsisins.
Málið er eitt af stærstu
fíkniefnamálum sem upp hafa
komið á Litla-Hrauni að sögn
lögreglunnar á Selfossi.
Reyndi að
smygla
fíkniefnum
í fangelsið