Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í netaróðri frá Bakkafirði Úr verinu á morgun ÞAÐ markar upphaf grásleppu- vertíðar í Fljótum þegar gröfur koma til að moka frá bryggjunni í Haganesvík. Bryggjan er fyrir opnu hafi og að henni berst mikið efni í brimróti vetrarins. Því er nauðsynlegt að moka frá bryggjunni á hverju vori þannig að bátarnir geti komist að henni og legið við hana. Við bryggj- una er steypt skábraut þannig að fljótlegt er að taka bátana upp ef gengur í norðanátt með sjógangi. Í vetur hefur verið gerður 280 metra langur grjótgarður í Haga- nesvík og er tilgangurinn sá að verja gömlu húsin þar fyrir ágangi sjávar. Þessi hús sem áður til- heyrðu flest verslunar- og slát- urhússrekstri á vegum Samvinnu- félags Fljótamanna eru nú flest notuð í sambandi við sjósókn og fiskverkun. Frá Haganesvík verða gerðir út tveir bátar á grásleppu í vor en þrír stunduðu veiðarnar í fyrra. Þá komu á land þar 37 tunnur af grá- sleppuhrognum, en sú vertíð þótti reyndar með afbrigðum léleg. Hefðbundin vorverk í Haganesvík Eftir Örn Þórarinsson Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Undirbúningur Grafið frá bryggjunni í Haganesvík svo grásleppuvertíðin geti hafist. HUGVEITAN Veritas fagnar mjög yfirlýsingu Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- ráðherra um að stefnt sé að því að hefja hvalveiðar í atvinnu- skyni og að ákvörðun þar um verði jafnvel tekin á þessu ári. „Sjálfsagt er að nýta hvali eins og aðrar náttúruauðlindir Íslendinga á skynsaman hátt, enda hefur verið sýnt fram á að ýmsir hvalastofnar við Ísland, s.s. hrefnan, eru langt því frá að vera í útrýmingarhættu. Hvalir við landið éta auk þess ógrynni sjávarfangs á ári, ekki síst fisk, og því nauðsynlegt að stuðla að jafnvægi í náttúrunni. Yfirlýs- ing sjávarútvegsráðherra ber því að fagna þótt hún sé vissu- lega fyrir löngu tímabær,“ seg- ir í áskoruninni. Veritas er íslensk hugveita sem stofnuð var 1. desember 2005 í tengslum við vefritið Íhald.is. Fagna yf- irlýsingu um hvalveiðar ÚR VERINU ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra kynnti á fréttamannafundi í gær skattalegar umbætur eiga að nýtast nýsköpunar- og þróunarfyr- irtækjum skv. frumvörpum sem hann lagði fyrir Alþingi í gær. Leggur ráðherra jafnframt til breytingar á lögum um tekjuskatt um að samlagshlutafélag teljist ekki sjálfstæður skattaðili nema eftir því sé sérstaklega óskað við skráningu og að kveðið verði skýrar á um að líf- eyrissjóðir séu undanþegnir skatt- skyldu af hvers konar tekjum af starfsemi sem þeim er heimil. Fái virðisaukaskatt endur- greiddan á 12 árum í stað 6 Fram kom í máli Árna að nýsköp- unarfyrirtæki hafi til þessa getað fengið virðisaukaskatt endurgreidd- an af sinni starfsemi í allt að sex ár. Ákveðið hefur verið að breyta reglu- gerð sem fjallar um skráningu virð- isaukaskattsskyldra aðila þannig að lengdur verði sá tími sem aðilar í þróunarstarfi geta verið með fyrir- fram skráningu á virðisaukaskatts- skrá úr sex árum í tólf. Samhliða leggur ráðherra fram frumvarp sem tekur mið af því að svonefnt leiðréttingartímabil inn- skatts varðandi fasteignir verði lengt úr tíu árum í tuttugu ár. Fjármálaráðherra sagði varðandi þær breytingar sem snúa að þátt- töku lífeyrissjóða í nýsköpun at- vinnulífsins að lífeyrissjóðirnir væru ekki skattskyldir. Það hafi hins veg- ar háð þeim að félög sem þeir fjár- festu í gætu verið skattskyld. Legg- ur hann fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að samlagshlutafélög muni ekki teljast sjálfstæður skattaðili nema þess sé sérstaklega óskað. Skattlagning á hagnað samlags- hlutafélags færi því fram hjá eigend- um þess en ekki félaginu sjálfu og nytu lífeyrissjóðir þar með skatt- frelsisins af tekjum sem verða til þegar þeir fjárfesta í gegnum slík fé- lög. „Með þessari breytingu má segja að samlagshlutafélagaformið sé vakið til lífsins og í kjölfarið skap- aður grundvöllur til þess að það verði nýtt sem tæki til eflingar fjármögn- unar nýsköpunar. Íslenskir lífeyris- sjóðir eru meðal stærstu og virkustu fjárfesta á innlendum fjármálamark- aði og með þessari breytingu er þeim gert kleift að fjárfesta í formi sam- laga eða samlagshlutafélaga, sem t.d. fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækj- um, án þess að skattskylda myndist hjá þeim,“ segir í skýringum ráðu- neytisins á þessum breytingum. „Þetta ætti að auðvelda lífeyris- sjóðunum að taka þátt í þróunar- og nýsköpunarstarfi á þennan hátt,“ sagði Árni. Samhliða þessu hefur fjármála- ráðherra skipað nefnd sem hefur það hlutverk að leggja mat á reynslu annarra þjóða af að veita fyrirtækj- um sem stunda rannsóknir, þróun og nýsköpun, ríkisstyrki í formi sér- tækra skattaívilnana að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nefndin skal sérstaklega líta til reynslu Norð- manna í þessum efnum auk annarra OECD-ríkja. Fjármálaráðherra kynnir ný frumvörp um skattalög Skattalegar umbætur fyrir nýsköpunina Lífeyrissjóðum auðvelduð þátt- taka í nýsköp- unar- og þróun- arfyrirtækjum Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra kynnti breytingar á skattlagningu ný- sköpunarfyrirtækja á fundi með fréttamönnum í fjármálaráðuneytinu í gær. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Glitni: „Í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins sunnudaginn 12. mars kem- ur fram sú fullyrðing að gagnkvæm eignatengsl séu á milli Íslandsbanka og „félags að nafni Milestone“. Þetta er ekki rétt. Íslandsbanki á ekki í Milestone. Gagnkvæm eignatengsl hafa mik- ið verið í umræðu á undanförnum vikum og það ætti að vera öllum kappsmál að rétt sé farið með stað- reyndir í þeim efnum.“ Aths. ritstj.: Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins sl. sunnudag var því ekki haldið fram að um gagnkvæm eignatengsl væri að ræða milli Íslandsbanka og Milestone. Þar sem þessara tveggja fyrirtækja var getið sagði: „Raunar má hið sama segja um tengsl Ís- landsbanka og fyrirtækis að nafni Milestone.“ Athuga- semd frá Glitni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.