Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 21 MINN STAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Reykjanesbær | Kaffistofan hjá Friðbirni Björnssyni og Eymundi Þorsteinssyni í hesthúsa- hverfinu á Mánagrund er fjölsóttur samkomu- staður hestamanna í Reykjanesbæ og nágrenni. „Við erum hérna á horninu og liggjum vel við. Svo var þetta með fyrstu kaffistofunum sem út- búnar voru hér í hverfinu og varð því fljótt funda- staður. Nú eru komnar kaffistofur í mörg hús,“ segir Friðbjörn. Þegar blaðamaður kom við á Mánagrund, að morgni laugardags, var Jens Elísson í kaffispjalli hjá þeim félögum. Færri voru við útreiðar þenn- an dag en flesta laugardagsmorgna á þessum árs- tíma, varla sást maður á hesti. Hins vegar voru nokkrir að gefa og hirða um hestana og nokkrir hesteigendur voru að fara með hestana á kerrum. Þeir félagarnir á kaffistofunni sögðu að skýringin væri sú að margir sem annars hefðu verið að ríða út væru komnir eða á leiðinni á sýninguna Æskan og hesturinn sem var um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Orðið fjölskyldusport Mikill áhugi er á hestamennsku á Suður- nesjum. Félagar í hestamannafélaginu Mána eru búsettir í Garði og Sandgerði, auk Reykjanes- bæjar. „Það er engin aðstaða til að vera með hesta í hinum bæjunum. Ekki dytti mér í hug að vera með hesta úti í Garði,“ segir Jens sem er bú- settur í Garðinum. Þeir félagarnir segja að áhuginn sé mikill og alltaf að bætast við nýir félagar. Ekki er mikið byggt, kannski eitt hús að meðaltali á ári en svo eru menn að lengja hús og stækka hlöður. Öll flóra hestamennskunnar er á Mánagrund. Þar eru tamningamenn og hrossaræktendur en þó mest almennir reiðmenn. Þeir félagarnir flokka sig í síðastnefnda hópinn en segjast einnig vera smávegis í ræktun. Þá séu ferðalögin á sumrin ómissandi þáttur í þessu. Hestamennskan hefur breyst mikið á und- anförnum árum, hjá Mánafélögum eins og víða annars staðar. Hún er orðin fjölskyldusport sem öll fjölskyldan tekur þátt í, ekki síst börnin og barnabörnin. „Það koma margir á morgnana um helgar og fara ekki heim aftur fyrr en á miðju kvöldi,“ segir Friðbjörn. Aðstaðan er orðin svo góð að fjölskyldurnar fara ekki einu sinni heim í mat, heldur elda eða hita upp matinn í kaffistof- unni. Þá nefna þeir dæmi um áhugasama menn sem komi alla morgna og borði morgunmatinn sinn í hesthúsinu og komi aftur um hádegið til að borða hádegismatinn. Það er hending ef vín sést á manni þarna og þá helst við sérstök tækifæri eins og á þorrablóti. Þetta hvarf með gömlu jöxlunum, segja þeir fé- lagar. Hugað að reiðhöll Sameiginleg aðstaða er góð á Mánagrund. Byggðir hafa verið góðir reiðvellir á undan- förnum árum og aðstaðan stórbætt. Þarna er ágæt beitaraðstaða, að þeirra sögn. Svo er reið- höll í gamalli skemmu á Mánagrund og þar eru haldin námskeið. „Maður hefur heyrt að verið sé að vinna í því,“ segir Friðbjörn þegar þeir eru spurðir hvort stefnt sé að byggingu reiðhallar, samkvæmt átaki sem Guðni landbúnaðarráðherra hefur boðað. Þeir vísa á forystu hestamanna- félagsins með nánari fregnir af því. Hápunktur ársins í hestamennskunni hjá þeim Friðbirni, Eymundi og Jens er að fara í hesta- ferðalög á sumrin. Jens segist alltaf fara ríðandi vestur í Dali með hestana í sumarbeit en þaðan er hann ættaður og hefur aðstöðu hjá bræðrum sínum. Þetta er ómissandi þáttur í tilverunni. Þessi ferð hefur þróast þannig að bræður hans koma gjarnan með hesta sína suður á Þingvöll eða jafnvel lengra til að ríða með honum vestur í Dali. Friðbjörn fer alltaf í sumarferðalag og Ey- mundur segist slá botninn í árið með því að fara í göngur á haustin. Kaffistofan hjá Friðbirni og Eymundi er fundarstaður hestamanna Erum á horninu og liggjum vel við Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hestamenn Friðbjörn Björnsson, Eymundur Þorsteinsson og Jens Elísson hittast gjarnan á kaffi- stofunni hjá Friðbirni og Eymundi. Hér fylgjast þeir með mannlífinu úr hesthúsdyrunum. Reykjanesbær | Hafinn er undirbúningur fyrir þriðja framboðið við næstu sveitar- stjórnarkosningar í Reykja- nesbæ. Talsmaður framboðs- ins, sem nefnt verður Reykja- nesbæjarlistinn, er Baldvin Nielson sem situr í miðstjórn og bæjarmálafélagi Frjáls- lynda flokksins á staðnum. Sjálfstæðisflokkurinn og sameiginlegt framboð Sam- fylkingarinnar, Framsóknar- flokksins og óháðra borgara hafa tilkynnt framboðslista við komandi kosningar í Reykjanesbæ. Framboðið sem Baldvin Nielson stendur fyrir yrði þá þriðja framboð- ið. Eitt af baráttumálum fram- boðsins verður að setja pressu á núverandi stjórnvöld til að fara að líta hingað suð- ureftir gagnvart atvinnuupp- byggingu á svæðinu, segir í tilkynningu frá Baldvin. Sú stefna bæjaryfirvalda að byggja hér ný hverfi sem rúma eigi allt að fimm þúsund manns á næstu þremur árum gangi ekki upp án tryggrar afkomu einstaklinganna til framtíðar, samhliða uppbygg- ingunni. „Þau stjórnmálaöfl sem verða, óbreytt, áfram í fram- boði fyrir næstu sveita- stjórnakosningar, eru ekki trúverðug til að ná betri ár- angri á næsta kjörtímabili, en því sem nú er að líða, vegna tengsla sinna við ríkisstjórn og stefnu hennar í lands- byggðarmálum,“ segir í til- kynningunni. Þriðja framboðið undirbúið Skagafjörður | Eigendaskipti urðu að Hótel Varmahlíð í Skagafirði fyr- ir skömmu. Einkahlutafélagið Gestagangur keypti hótelið, en stærsti eigandi þess var Ásbjörg Jó- hannsdóttir sem rak Hótel Varma- hlíð í marga áratugi og byggði nú- verandi húsnæði upp. Eigendur Gestagangs ehf. eru Svanhildur Pálsdóttir, foreldrar hennar Helga Friðbjörnsdóttir og Páll Dagbjarts- son og Sigurður Þorsteinsson sem ættaður er úr Skagafirði. Svanhild- ur er hótelstjórinn og fréttamaður hitti hana að máli á dögunum. „Ég er afar ánægð með þær við- tökur sem ég hef fengið. Mér finnst heimamenn meta það mjög mikils að hér sé opið og hægt að fá þjón- ustu eins og áður var. Hótelið skip- ar greinilega ákveðinn sess í hugum heimamanna sem von er, því hér var opið nánast alla daga ársins meðan Ásbjörg var. Við stefnum að því að hafa opið sem mest allt árið. Það verður eflaust ekki alltaf fólk í gist- ingu en það er talsvert um að hér séu haldnir fundir, af ýmsum stærð- um og þá er yfirleitt einhver veit- ingasala og jafnvel gisting. Við tók- um við þeim bókunum sem komnar voru fyrir sumarið og talsvert hefur bæst við af pöntunum. Hér gistir mikið af fólki á bílaleigubílum og umferð þeirra er alltaf að aukast þannig að við erum bara bjartsýn á sumarið fram undan. Að sjálfsögðu teljum við að Varmahlíð eigi mikla möguleika varðandi ferðaþjónustu í framtíðinni, ekki síst ef ferðaþjón- ustufyrirtækin hér vinna saman að því að fá ferðamenn til að stoppa á svæðinu,“ sagði Svanhildur. Bindur vonir við beina flugið Hótel Varmahlíð er þriggja hæða hús. Á neðstu hæð er gestamóttaka, bar og matsalur sem tekur allt að 100 manns í sæti. Á efri hæðunum eru herbergi, 19 talsins og öll tveggja manna með snyrtingu. Svanhildur stefnir á að fá hótelið viðurkennt sem þriggja stjörnu hót- el samkvæmt núgildandi flokk- unarviðmiðum Ferðamálastofu en til þess þarf að gera lítils háttar breytingar á húsnæði og aðstöðu. En eru einhverjar nýjungar á döfinni til að laða að fólk utan þessa hefðbundna ferðamannatíma? „Hér á svæðinu eru tvö verkefni í gangi,Vetrarauður og Hagvöxtur á heimaslóð sem ég bind vonir við að muni skila okkur einhverju í fram- tíðinni. Svo er ég eins og aðrir ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi mjög spennt fyrir þessu beina flugi sem Iceland Express er að byrja með milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar. Ég bind miklar vonir við að þetta muni auka ferða- mannastraum á svæðinu, en við þurfum auðvitað að vinna saman ferðaþjónustuaðilar við búa til vörur og afþreyingu til að hafa eitthvað að bjóða. Svo er mikilvægt að við Norðlendingar nýtum okkur þetta flug þannig að það haldi áfram. En miðað við fyrirspurnir bara hér heima fyrir og það sem er fram und- an næstu vikur sé ég ekki annað en að það sé vel hægt að halda þessu opnu yfir vetrarmánuðina,“ sagði Svanhildur Pálsdóttir, hinn nýi hót- elstjóri í Varmahlíð. Skipar ákveð- inn sess hjá heimamönnum Nýir eigendur að Hótel Varmahlíð Eftir Örn Þórarinsson Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Góður staður Hótel Vamahlíð er vel staðsett, í ferðaþjónustuþorpinu við Norðurlandsveg. Nýir eigendur sjá mikla möguleika á þessum stað. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Nýr eigandi Svanhildur Pálsdóttir hefur tekið við starfi hótelstjóra í Hótel Varmahlíð í Skagafirði. Húsavík | Kjöri á íþróttamanni Húsavíkur, fyrir árið 2005, var lýst í íþróttahöll bæjarins á dögunum. Að venju hafði Kiwanisklúbburinn Skjálfandi veg og vanda af kjörinu, eftir að deildir innan Íþrótta- félagsins Völ- sungs ásamt öðr- um íþrótta- félögum bæjarins, höfðu tilnefnt íþrótta- menn í hverri grein. Alls voru 14 íþróttamenn til- nefndir. Stefán Jón Sigurgeirsson skíðamaður var valinn Íþróttamað- ur Húsavíkur. Í öðru sæti varð Berglind Kristjánsdóttir, sem var frjálsíþróttamaður ársins í eldri flokki, og þriðja varð Selmdís Þrá- insdóttir frjálsíþróttamaður ársins í yngri flokki. Bocciamaðurinn Matt- hías Erlendsson hlaut Hvatning- arbikar Íþróttafélags fatlaðra. Kristján Gunnar Óskarsson var kjörinn knattspyrnumaður ársins í yngri flokki og Björn Hákon Sveins- son í eldri flokki. Í boccia, Vilberg Lindi Sigmundsson í yngri flokki og Olgeir Heiðar Egilsson í eldri flokki. Í golfi, Unnar Þór Axelsson í yngri flokki og Magnús Hreið- arsson í eldri flokki. Í karate, Birkir Ólafsson í yngri flokki og Geir Garðarsson í eldri flokki. Hesta- íþróttamaður ársins var Björn Guð- jónsson, sundmaður ársins Berglind Ólafsdóttir og fimleikamaður ársins Karen Elsudóttir. Stefán Jón íþróttamaður ársins 2005

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.