Morgunblaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
SKILNINGUR Íslendinga á
Norðurlandamálunum norsku,
sænsku og dönsku er svipaður
og hjá Svíum og Dönum. Finn-
ar skilja þessar nágrannaþjóð-
ir sínar síst en Færeyingar
standa öðrum Norðurlanda-
þjóðum framar varðandi skiln-
ing á fyrrnefndum tungu-
málum. Skilningur fram-
haldsskólanema á Norður-
landamálum hefur minnkað til
muna sl. þrjá áratugi. Íslenskir
námsmenn í Danmörku eru
sammála um að auka þurfi
áherslu á mikilvægi þess að
læra að minnsta kosti eitt
Norðurlandamál auk síns eigin
í íslenskum skólum. Rann-
sóknir sýna að kennsla í ein-
hverju málanna þriggja,
norsku, sænsku eða dönsku,
hefur góð áhrif á skilning á
þeim öllum. Þetta kom fram á
ráðstefnu um norrænan mál-
skilning sem haldin var í Nor-
ræna húsinu í gær, en þar voru
kynntar niðurstöður rann-
sóknar sem varpar meðal ann-
ars ljósi á það hvernig íslensk-
um framhaldsskólanemum
gengur að skilja Norðurlanda-
málin þrjú í samanburði við
aðra norræna jafnaldra sína.
Rannsóknin var unnin að
frumkvæði Norræna menning-
arsjóðsins.
Rúm 30 ár eru síðan fyrsta
rannsóknin var gerð á norræn-
um málskilningi og á þeim tíma
hefur skilningur framhalds-
skólanema á Norðurlandamál-
unum minnkað til muna. Það
kom ekki á óvart nú að skiln-
ingur Íslendinga reyndist betri
á dönsku en hinum málunum,
en þar fengu þeir 5,36 í ein-
kunn af 10 mögulegum. Skiln-
ingur Íslendinga á sænsku gaf
einkunnina 3,34 en 3,4 á
norsku.
Lars-Olof Delsing, prófessor
við Háskólann í Lundi, kynnti
niðurstöður rannsóknarinnar.
Sagði hann að vitað hefði verið
að kennsla í grannmálunum
meðal þjóðanna væri lítil en
niðurstöður þar að lútandi
hefðu verið sláandi. Aðeins
rúm 5% Skandinava kváðust
hafa fengið kennslu í einhverju
Norðurlandamáli og nær eng-
inn Íslendingur hafði fengið
kennslu í norsku eða sænsku.
Skilningur á ensku meðal
ungmennanna í rannsókninni
var kannaður til samanburðar
og reyndist hann betri en á
Norðurlandamálunum í öllum
tilfellum, fyrir utan að Fær-
eyingar skildu dönsku betur en
ensku. Þátttakendur álitu
enskuna líka fínni en Norð-
urlandamálin ef undan er skilið
að Norðmenn hrifust frekar af
sænsku en ensku.
Dregið hefur verulega
úr norrænum málskilningi
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Mikilvægt að kunna | 4
SAMSTARF Íslands og Danmerkur er afburða
gott og vandamálalaust að sögn Per Stig Møller,
utanríkisráðherra Dana, en Geir H. Haarde utan-
ríkisráðherra átti fund með honum í Kaupmanna-
höfn í gær. Á fundinum var m.a. rætt um framboð
Íslands til Öryggisráðsins sem og útgáfu íslensk-
danskrar orðabókar.
„Við hjálpum hvorir öðrum á sviði alþjóðamála
þar sem við getum, og við viljum gjarnan gera það
sem í okkar valdi stendur til að styðja framboð Ís-
lendinga í Öryggisráðið. Í okkar huga er mik-
ilvægt að Ísland fái þetta sæti og að rödd Norð-
urlanda heyrist á þessum vettvangi,“ sagði Per
Stig Møller.
„Þetta var mjög góð og almenn umræða, en á
heildina litið lá það í loftinu að okkar á milli eru
eiginlega engin vandamál og samstarf á milli land-
anna er mjög gott,“ sagði Geir að loknum fund-
inum.
Geir hitti einnig Margréti Danadrottningu í
gær. Hann er nú í opinberri heimsókn í Dan-
mörku. Heimsókninni lýkur í kvöld. | 4
Ljósmynd/Jens Dige
Ráðherrar ræddu Öryggis-
ráðið og útgáfu orðabókar
Samstarf Íslands og Danmerkur afburða gott
KONA slasaðist alvarlega í bílslysi við
gatnamót Sæbrautar og Súðarvogs þegar
fólksbifreið og rúta skullu saman um há-
degisbil í gær. Hin slasaða var lögð inn á
gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að
lokinni skoðun á slysadeild. Líðan hennar
var stöðug í gær að sögn læknis og var ekki
þörf á að tengja hana við öndunarvél.
Vegna slyssins varð að kalla til tækja-
bifreið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til
að ná hinni slösuðu úr flakinu. Varð að loka
hluta Sæbrautar um tíma á meðan björg-
unarlið vann á vettvangi. Fólksbifreiðin er
ónýt eftir áreksturinn.
Ljósmynd/Daníel Sigurðsson
Bíllinn eyðilagðist í árekstri við rútuna og var ökumaðurinn lagður inn á gjörgæsludeild.
Alvarlega slösuð eftir árekstur
FÓLKSBIFREIÐ og flutninga-
bifreið rákust saman á gatnamót-
um Innnesvegar og Akrafjalls-
vegar um klukkan 16 í gær með
þeim afleiðingum að þrír farþeg-
ar í fólksbifreiðinni slösuðust og
voru fluttir á sjúkrahús. Tveir
þeirra, ökumaður og aftursæt-
isfarþegi, slösuðust sýnu mest og
voru fluttir á Landspítalann í
Fossvogi en framsætisfarþeginn
var fluttur á sjúkrahúsið á Akra-
nesi.
Fólksbifreiðinni var ekið aust-
ur Akrafjallsveg þegar slysið
varð og voru slökkviliðsmenn frá
Akranesi kallaðir út til að losa
ökumanninn út með klippum.
Ökumann flutningabifreiðarinnar
sakaði ekki. Lögreglan lokaði
vettvangi meðan verið var að
sinna slösuðum og var umferð
beint um Innnesveg á meðan.
Þrír slasaðir
eftir árekstur
á Akranesi
UNGUR piltur var fluttur með
sjúkrabíl á slysadeild Landspítala
– háskólasjúkrahúss af skíðasvæð-
inu í Bláfjöllum í gærkvöldi eftir
slæma byltu á snjóbretti. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni í Kópavogi missti pilturinn
meðvitund eftir byltuna en var
kominn aftur til meðvitundar þeg-
ar sjúkrabíllinn kom á vettvang.
Var hann óbrotinn en talið var
öruggara að flytja hann á slysa-
deild til rannsóknar.
Missti meðvitund
eftir byltu
á snjóbretti
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra
sagði á fréttamannafundi í gær, að lagalega
væri ekkert því til fyrirstöðu að Ísland eins og
aðrar þjóðir gæti verið að-
ili að Evrópska mynt-
bandalaginu (EMU) án
þess að ganga í Evrópu-
sambandið (ESB). Það
væri hins vegar pólitísk af-
staða Evrópusambands-
ins, sem oft hefði komið
fram, að ekki væri raun-
hæft að Íslendingar
gengju í þetta bandalag án
þess að vera jafnframt að-
ilar að ESB. Sagðist hann sjálfur telja að ekki
væri raunhæft að Íslendingar gætu gerst að-
ilar að EMU án þess að verða aðilar að ESB.
„Íslenska krónan er minnsti gjaldmiðill í
heimi á frjálsum markaði. Það er ekki óeðli-
legt, m.a. í ljósi þeirra átaka sem eru í íslensku
efnahagslífi í dag og þeirra sveiflna upp og nið-
ur sem við upplifum, að þessi mál séu rædd.“
Hann benti á að evran hefði verið tekin upp
sem gjaldmiðill hins sameiginlega innri mark-
aðar í Evrópu. „Við erum aðilar að þessum
innri markaði. Það hefur verið pólitísk afstaða
Evrópusambandsins, alveg fram að þessu, að
breyta ekkert samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið. Það er mjög miður vegna
þess að með því er ekki hægt að laga hann að
þeim breytingum sem verða í Evrópu.“
Ekkert á móti umræðu
Halldór sagði að forystumenn í íslensku at-
vinnulífi hefðu marglýst því yfir að þeir teldu
að Íslendingar ættu að sækjast eftir því að
taka upp evruna án aðildar að ESB og því væri
eðlilegt að þessi mál væru rædd. „Ég hef ekk-
ert á móti því. En nú stendur það þannig að
enn á ný hefur það verið ítrekað að pólitísk af-
staða Evrópusambandsins sé sú að þeir einir
sem eru aðilar [að ESB] geti verið aðilar að
Evrópska myntbandalaginu. Þá liggur það
fyrir enn einu sinni,“ sagði Halldór.
Halldór sagði ennfremur alveg ljóst að það
yrði alltaf vissum erfiðleikum háð að reka lít-
inn gjaldmiðil á frjálsum markaði. Það lægi
fyrir að vaxtakostnaður í slíkum gjaldmiðli
yrði alltaf hærri en í stærri gjaldmiðli.
Tenging við
evru ekki
raunhæf
án aðildar
Halldór Ásgrímsson
Staða og | 10
ELDUR kom upp í fiskimjölsverk-
smiðjunni í Helguvík í gærkvöldi.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn
og urðu engin slys á fólki.
Tilkynning um eldinn barst
Brunavörnum Suðurnesja kl. 20.40
í gærkvöldi og var þegar sendur
slökkviliðsbíll á staðinn. Eldurinn
var staðbundinn og var fljótt hægt
að ráða niðurlögum hans.
Eldur í verksmiðju
í Helguvík í gær