Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 20

Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 20
Þórshöfn | Grásleppukarlar hafa verið að und- irbúa sig fyrir vertíðina en heimilt var að leggja fyrstu net í sjó 10. mars sl. Aðeins fimm til sex bátar verða á grásleppu þetta vorið en þeim hefur fækkað undanfarin ár. Tveir bátar hófu vertíðina strax snemma morg- uns þann tíunda í ágætu veðri en á þessum árs- tíma skipast veður skjótt í lofti. Sæmundur Einarsson var annar þeirra sem byrjuðu vertíðina strax á föstudagsmorguninn og er hann ekki hrifinn af þeirri breytingu sem gerð var á fyrirkomulagi grásleppuveiða á þessari ver- tíð. „Við megum veiða fimmtíu daga alls, talið strax frá fyrsta róðri. Verði gæftaleysi á tíma- bilinu og ekki hægt að róa þá falla þeir dagar nið- ur, við getum ekki nýtt þá,“ sagði Sæmundur, óhress með fyrirkomulagið og telur ólíklegt að sjóveður verði fyrir smábáta heila fimmtíu daga í beit. Verðið á hrognum verður eitthvað lægra en í fyrra, að sögn grásleppukarlanna sem eru vanir skini og skúrum í þessari atvinnugrein. Morgunblaðið/Líney Óhressir með fyrirkomulag veiða Grásleppuvertíð Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Bæjarbúar fylgjast vel með körfuboltan- um enda er hann sú íþróttagrein sem nýt- ur mestra vinsælda. Ástæðan er sú að okk- ar liði hefur vegnað vel á síðustu árum á Íslandsmótum og verið þar í fremstu röð. Slíkur árangur kveikir áhuga hjá bæjarbú- um og gefur þeim um leið kost á að horfa á keppni bestu liða landsins. Deildarkeppni á Íslandsmótinu í körfubolta er lokið og við tekur keppni um Íslandsmeistaratitilinn, þar sem 8 efstu liðinu í deildarkeppninni taka þátt. Snæfell keppir á móti KR í fyrstu lotu. Mikið er spáð og spekúlerað um gengi liðsins og okkar sérfræðingar eru vissir um að Bárður Eyþórsson, þjálf- ari Snæfells, sé kominn með liðið á beinu brautina og þá verður ekkert gefið eftir.    Mikið hefur verið byggt af íbúðarhúsum á síðustu tveimur árum. Virðist þar lítið lát vera á. Heyrst hefur að Skipavík hf. í Stykkishólmi hafi áhuga á að taka í fóstur landsvæði í landi jarðarinnar Víkur til bygginga. Áætlar fyrirtækið að byggja þar 100 íbúðir á 5 árum og sjá um gatna- og holræsagerð. Slík áform eru stórhuga og sýna að forsvarsmenn Skipavíkur líta framtíð Stykkishólms björtum augum.    Safnamál eru til umræðu þessa dagana. Settar hafa verið fram óskir við bæjaryf- irvöld um að koma á fót söfnum af ólíkum toga. Hugmyndir eru um bátasafn, eld- fjallasafn Haraldar Sigurðssonar, veður- fræða- og veðurtækjasafn og vatnasafn listakonunnar Roni Horn. Líklega er það saga Stykkishólms, menning og náttúru- fegurð sem gefa Stykkishólmi aðdrátt- araflið. Hugmyndirnar eru misjafnlega langt komnar í kerfinu. Eitt er þó afráðið. Gengið hefur verið frá samkomulagi um að vatnasafn á vegum Roni Horn og Arteng- les taki til starfa. Safnið fær aðstöðu þar sem Amtbókasafnsins er til húsa á Þing- húshöfða. Amtbókasafnið flytur og því hef- ur verið fundinn annar staður í miðbæn- um. Það er vonandi að hinar hugmyndirnar fái brautargengi og að fjár- magn fáist, því það mun styrkja Stykk- ishólm sem ört vaxandi ferðamannabæ. Úr bæjarlífinu STYKKISHÓLMUR EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON FRÉTTARITARA nemi á 5. ári. Gríms- eyingar létu sig ekki vanta til Snorra læknis, þó mikið væri að gera. En hér hefur verið einmuna tíð og sjórinn sóttur fast. Því öll vitum við, að rétt og örugg handtök á ögur- stundu geta skipt sköp- um. Alls staðar og alltafer mikilvægt aðrifja upp með góðra og fróðra manna hjálp, fyrstu handtök, við- brögð og endurlífgun ef slys ber að höndum. En hvergi er það þó mik- ilvægara en á eyju þar sem þarf að nota flugvél til þess að komast á bráðavakt ef illa fer. Þannig er málum einmitt háttað hjá okkur í Gríms- ey. Það var því kærkomið að fá Snorra Dónaldsson lækni hingað með nám- skeið í fyrstu hjálp og leiðsögn við notkun hjartastuðtækis og súr- efnistækis. Snorra að- stoðaði á námskeiðinu Guðný Jónsdóttir sam- býliskona hans og lækna- Morgunblaðið/Helga Mattína Snorri Dónaldsson læknir og Guðný Jónsdóttir lækna- nemi fylgjast með handtökum Grímseyinga. Fyrsta hjálp Pétur Stefánssonorti í gær, á sól-ríkum mánudegi: Þó ekki skáni ástandið og alltaf gráni hagur, lyftir bránum létt um svið ljúfur mánudagur. Jón Ingvar Jónsson er ekki jafn kátur: Fátt er það sem fögnuð ljær, frekar versnar hagur, er nú lengri en í gær ömurlegur dagur. Júlíusi Sigurðssyni frá Litlanesi í Múlasveit hálf- leiddist í Reykjavík um miðja síðustu öld, en lækninum varð að hlýða: Auga mitt skar upp í gær, Ólafur doktor laginn. Ég er ekki ferðafær fyrr en á mánudaginn. Og Baldvin Jónsson skáldi orti: Hvíta gljána hylur ský. Himinn blár og fagur. Upp úr Ránar rekkju nýr rennur mánudagur. Af mánudegi pebl@mbl.is Árborg | Bæjarráð Árborgar hefur sam- þykkt bókun þar sem vakin er athygli á mik- ilvægi almenningssamgangna milli höfuð- borgarsvæðisins, Hveragerðis og Árborgar. Sveitarfélagið Árborg og Hveragerði hafa að undanförnu, í samstarfi við Strætó bs. verið að vinna að þróun almenningssam- gangna á grundvelli fyrirmyndar sem sett var með samkomulagi Akraneskaupstaðar, Vegagerðarinnar og Strætó bs. um stræt- isvagnaferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu. Hér er á ferðinni spennandi verkefni, segir í bókun bæjarráðs, sem hefur mikla þýðingu fyrir íbúa og opnar leið til að hverfa frá úr- eltu sérleyfakerfi almenningssamgangna. Nú bregði hins vegar svo við að samgöngu- ráðuneytið leggist gegn verkefninu á Suður- landi og komi þeim skilaboðum á framfæri að sérleyfið verði boðið út í þessum mánuði til 2ja ára. Hugsanlega verði ráðuneytið tilbúið til að skoða nýtt fyrirkomulag að tveimur árum liðum. Bæjarráð Árborgar lýsir furðu sinni á þessari afstöðu ráðuneyt- isins og spyr: Hvers eiga íbúðar í Hvera- gerði og Árborg að gjalda? Hvers eiga íbúar Árborg- ar að gjalda? Kópavogur | Árlegir þematónleikar Smáraskóla verða haldnir á morgun, mið- vikudaginn 15. og fimmtudaginn 16. mars, kl. 18–20. Öll börn í 3.–7. bekk munu koma fram ásamt kórum, einsöngvurum og fleiri atriðum úr eldri bekkjum. Að þessu sinni verður þema tónleikanna helgað klassísku rokki. Helstu smellir úr rokkheiminum verða fluttir af tugum nemenda. John Gear tónmenntakennari stjórnar tónleikunum. Starfsmannahljómsveit Smáraskóla leikur undir, en hana skipa auk Johns þau Áslaug Helga Hálfdánar- dóttir tónmenntakennari, Geir Sverrisson tölvukennari og Ellert Sigurðsson, fyrr- verandi nemandi við Smáraskóla og vel- unnari. Klassískt rokk í Smáraskóla ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.