Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 23
MINNSTAÐUR
E
Læknisþjónusta | Á síðasta fundi
sveitarstjórnar Austurbyggðar bók-
aði Björgvin Valur Guðmundsson
kröfu um að leitað verði upplýsinga af
hálfu sveitarfélagsins um hversu
lengi Fáskrúðsfjarðarlæknishérað
hafi verið með skerta læknisþjónustu
og hversu margir læknar hafi starfað
þar síðan ráðinn læknir fór í leyfi. Vill
hann að sveitarstjórn krefjist fundar
með heilbrigðisráðherra ásamt stjórn
Heilbrigðisstofnunar Austurlands,
þar sem farið verði yfir stöðu mála og
slíkt gert fyrir mánaðamót.
Höfn | 39.–40. tbl. Glettings, tíma-
rits um austfirsk málefni, er komið
út. Blaðið er að þessu sinni tileinkað
Öræfasveit og meðal efnis er viðtal
við Sigurð Bjarna-
son í Hofsnesi, um-
fjöllun um fornleifa-
rannsókn að Bæ í
Öræfum og um nýtt
jökullón í Esjufjöll-
um og grein um
Þjóðgarðinn í
Skaftafelli.
Ritstjóri Öræfablaðs er Sigurður
Örn Hannesson á Höfn. Segir hann
m.a. í ritstjórnarspjalli sínu að Öræf-
in hafi til skamms tíma verið ein ein-
angraðasta sveit landsins. „Sveitin
milli sanda, sveit andstæðna, sveit
hrikaleika, sveit elds og íss … svo er
saga hennar sérstök … “
Nýjasti Glettingur
helgaður Öræfasveit
Egilsstaðir | Björn Ármann Ólafs-
son hlaut 99 atkvæði í fyrsta sætið í
prófkjöri Framsóknarmanna á
Fljótsdalshéraði um
helgina. Anna Sig-
ríður Karlsdóttir
hlaut 83 atkvæði í
annað sæti, Jónas
Guðmundson varð
þriðji og Gunnhildur
Ingvarsdóttir fjórða. Atkvæði
greiddu 224, þar af 37 utan kjör-
staðar. Ógild atkvæði voru 6 talsins.
Björn Ármann
efstur í prófkjöri
85 íbúðir | Ný tillaga að deiliskipu-
lagi nyrsta og vestasta hluta 1. áfanga
Naustahverfis hefur verið lögð fram í
umhverfisráði. Hún er unnin af Ka-
non arkitektum. Tillagan gerir ráð
fyrir 85 íbúðum í blandaðri byggð á
reitum 1 og 2 og íþróttasvæði á milli
Kjarnagötu og golfvallar.
Umhverfisráð fól umhverfisdeild
að láta fullvinna tillöguna og leggja
fyrir næsta fund.
Hugmyndir að íbúðum | Logi
Einarsson arkitekt hefur fyrir hönd
verktakafyrirtækisins SS Byggis
ehf., lagt fram hugmynd að bygg-
ingu 60 íbúða fyrir eldra fólk í fjöl-
býlishúsum austan Langholts, og
óskar eftir viðhorfi umhverfisráðs til
hennar. Með erindi Loga fylgdu
teikningar og greinargerð.
Umhverfisráð felur skipulags- og
byggingafulltrúa að skoða málið
frekar m.a. í samráði við skóla-
yfirvöld.
Litabolti | Aron Kjartansson fyrir
hönd Litboltafélags Akureyrar hef-
ur sótt um úthlutun á gjaldfrjálsu og
girtu 2.000–2.500 m² sléttu land-
svæði til litboltaiðkunar. Með erindi
hans til umhverfisráðs bæjarins
fylgdu skýringar og reglur félagsins,
en ráðið óskaði eftir umsögn íþrótta-
og tómstundaráðs um erindið.
Hald lagt á 120 grömm | Tvö
fíkniefnamál hafa komið upp á Ak-
ureyri að undanförnu. Lögregla hef-
ur lagt hald á um 120 grömm af
fíkniefnum. Um er að ræða 70
grömm af hvítum efnum eða amfeta-
míni og kókaíni og 50 grömm af
hassi. Þá lagði lögreglan einnig hald
á tvær loftskammbyssur, nokkra
ólöglega hnífa og kylfur. Sömuleiðis
hefur verið lagt hald á þýfi úr inn-
brotum.