Morgunblaðið - 14.03.2006, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„SKILABOÐIN eru mjög skýr, þeir telja að
fjármálamarkaðir hafi brugðist of hart við og
mæla með kaupum á skuldabréfum í okkur og
Landsbankanum,“ segir Bjarni Ármannsson,
bankastjóri Glitnis um
skýrslu Morgan Stanley.
„Mér finnst að með þessari
skýrslu sé loks að komast
jafnvægi á umræðuna.“
Bjarni bendir á að ný
skýrsla Creditsights, sem
sérstaklega hafi fjallað um
Glitni, hafi einnig komið út í
gær og þar séu margir já-
kvæðir þættir dregnir fram.
„Ég hef ekki haldið því fram að viðbrögðin
hafi verið of hörð en ég hef sagt að umræðan
hafi verið of einsleit,“ segir Bjarni um ástandið
á fjármálamarkaði undanfarna daga. „Umræð-
an hefur að ákveðnu leyti stjórnast af hags-
munum þeirra sem á pennanum halda. Þetta
[skýrslur Morgan Stanley og Creditsights]
mun hins vegar koma meira jafnvægi á um-
ræðuna. En ég held að það muni taka tíma fyr-
ir markaðinn að jafna sig, það er enginn vafi.
Það er óróleiki á markaðnum vegna umræð-
unnar. Það er ljóst að við þurfum að segja okk-
ar sögu betur en hefur verið gert.“
Hann segir að það muni taka tíma og fyr-
irhöfn að vinda ofan af neikvæðni í garð fjár-
málalífsins sem tilkomin sé vegna einsleitrar
umræðu um stöðuna á íslenskum fjármála-
markaði. „Skýrslurnar núna munu koma
auknu jafnvægi á umræðuna. Í þessu sam-
hengi er einnig rétt að minna á ummæli for-
sætisráðherra frá því fyrr í dag [í gær] um að
hraða breytingum á íbúðalánamarkaði sem á
að hafa jákvæð áhrif á markaðinn.“
Bjarni segir að skýrslur sem þessar séu
gagnlegar. „Við sem störfum á alþjóðlegum
fjármálamarkaði erum undir stöðugri smásjá
markaðarins og skýrslur sem þessar stuðla að
því að íslensk fjármálafyrirtæki standist al-
þjóðlegan samanburð. Öll sanngjörn gagnrýni
er til þess fallin að bæta okkur sem fyrirtæki
og kerfið í heild.“
Bjarni Ármannsson,
bankastjóri Glitnis
Jafnvægi að
komast á
umræðuna
Í SKÝRSLU Morgan Stanley gætir betri
skilnings á styrk íslensks efnahagslífs og
bankanna,“ segir Halldór J. Kristjánsson
bankastjóri Landsbankans um skýrslu
Morgan Stanley.
Í fyrsta lagi segir Hall-
dór að brýnt sé að benda á
að Morgan Stanley sé
þeirrar skoðunar að við-
brögð markaðsaðila er-
lendis hafi farið úr bönd-
unum hvað varðar íslensku
bankana. Íslenska banka-
kerfið sé traust og þoli vel
efnahagssveiflur. Verð-
lækkun á eftirmarkaði með skuldabréf sem
orðið hafi vegna neikvæðrar umræðu um ís-
lenska fjármálakerfið sé ekki eðlileg.
Í öðru lagi bendi Morgan Stanley á að ná-
kvæm greining á stöðu bankanna sýni að
þeir geti allir staðið af sér meiriháttar áföll í
efnahagslífinu. „Þeir taka fram að neikvæðar
umræður á liðnum vikum um íslenska
bankakerfið hafi verið byggðar á röngum
fullyrðingum og misskilningi frekar en á
vandaðri athugun á bönkunum,“ segir Hall-
dór.
Í þriðja lagi taki þeir sérstaklega fram að
þeir reikni ekki með og telji engin rök fyrir
því að lánshæfismatsfyrirtækin muni breyta
sýn sinni á lánshæfismat bankanna.
Huga þarf að gagnkvæmu eignarhaldi
„Þetta er einkar mikilvægt og í samræmi
við það sem fulltrúar íslensku bankanna hafa
haldið fram,“ segir Halldór. „Þeir leggja til
að menn horfi rólegri augum til íslenska
efnahagslífsins og íslensku bankanna þar
sem þeir hafi verið að grípa til réttra að-
gerða til að dreifa áhættu sinni og séu með
verulega hátt eiginfjárhlutfall til að standast
mótlæti,“ segir Halldór og bendir á að eig-
infjárhlutfall íslensku bankanna í eiginfjár-
þætti A sé 10,5% sem er verulega hærra en
á Norðurlöndum eða í Bretlandi eða Banda-
ríkjunum. „Álagspróf sem þeir hafa gert
sýna að bankarnir standast þau álagspróf af-
ar vel.“
Halldór segir að varðandi gagnkvæmt
eignarhald fyrirtækja og banka taki Morgan
Stanley skýrt fram að íslensku bankarnir
séu innan allra reglna. „Það er mín skoðun
að þessi atriði séu þó meðal þeirra sem ís-
lenska bankakerfið þarf að huga að í fram-
haldinu.“
Þá telji Morgan Stanley visst áhyggjuefni
að hlutafjáreign bankanna sé há. „En rétt er
að benda á að íslensku bankarnir eru búnir
að flytja töluvert af sinni eiginfjáráhættu í
alþjóðlegar eignir,“ segir Halldór. Í þessu
sambandi ítreki Morgan Stanley sérstaklega
að hugsanleg niðursveifla í íslensku efna-
hagslífi muni ekki hafa áhrif á bankana
vegna sterkrar eiginfjárstöðu og góðrar
áhættudreifingar.
„Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á
að við höfum haldið því fram að allar líkur
séu á því að hér verði áfram hagvöxtur vel
umfram Evrópulönd og lítill möguleiki á því
að hér verði niðursveifla,“ segir Halldór.
„Þetta sést best á yfirlýsingum erlendra
fjárfestingaaðila og vilja þeirra til að halda
áfram alþjóðlegum fjárfestingum hér á
landi.“
Íslenskt viðskiptalíf er orðið alþjóðlegt,
segir Halldór. Bankarnir eru með um 30–
75% af heildarumsvifum utan Íslands og
stærstu fyrirtækin eru með meira en 90%
umsvifa sinna utan Íslands. „Lánveitingar ís-
lensku bankanna ber að skoða í þessu ljósi.“
Halldór segir ánægjulegt að fá staðfest-
ingu frá Morgan Stanley á því að þeir telji
að bankarnir standi sterkt.
„Þá má vísa til yfirlýsingar forsætisráð-
herra í dag [í gær] varðandi styrk fjár-
málakerfisins sem er mikilvæg,“ segir Hall-
dór. „Það er fagnaðarefni að
forsætisráðherra hefur ákveðið að hraða
endurskoðun íbúðalánakerfisins. Þetta er
mikilvægur þáttur í styrkingu fjármálakerf-
isins sem ætti að styrkja tiltrú alþjóðlegra
fjárfesta einnig.“
Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbankans
Neikvæð umræða byggð
á röngum fullyrðingum
HREIÐAR Már Sigurðsson, forstjóri KB
banka, sagði að æ fleiri fjármálaaðilar væru
farnir að fylgjast með íslensku bönkunum.
Fleiri skýrslur en skýrsla greiningardeildar
Morgans Stanley, sem kom
út í gær, væru að koma út.
Sem betur færi væri tónninn
í þessum skýrslum að breyt-
ast. Hreiðar Már sagði það
vera erfitt fyrir sig að tjá sig
um ummæli eins þessara að-
ila og átti þar við skýrslu
Morgans Stanley. Í henni er
Kaupþing banki m.a. gagn-
rýndur fyrir ágenga stefnu í
fjármálaumsvifum sínum og að gera ekki háar
kröfur um eigið fé.
„Við rekum viðskiptamódel sem er öðru vísi
en viðskiptamódel annarra norrænna banka.
Þetta viðskiptamódel er vel þekkt víðast annars
staðar,“ sagði Hreiðar Már. Hann játaði því að-
spurður að líklega ætti Morgan Stanley að
þekkja það viðskiptamódel, en sagðist ekki hafa
hitt þennan greiningaraðila.
Skýrsluhöfundar Morgan Stanley telja að
Kaupþing beiti ágengri fjárfestingastefnu í
Bretlandi án þess að hafa kynnt sér þann mark-
að nægilega vel áður en hafist var handa við
fjárfestingar.
Hreiðar Már svaraði því til að Kaupþing væri
nú orðið 20. stærsti banki Bretlands og enginn
norrænn banki væri stærri í Bretlandi í dag.
Kaupþing væri nú með 600 starfsmenn í Bret-
landi og teldi sig þekkja þann markað ágætlega.
Þá er vikið að eignatengslum Kaupþings við
félög sem aftur eru stórir hluthafar í bankanum.
Verði skakkaföll geti það haft víðtækar afleið-
ingar.
„Þetta er misskilningur,“ sagði Hreiðar Már.
„Það er krosseignarhald á milli Kaupþings og
Exista en við höfum ekki aukið eigið fé okkar
vegna góðs gengis Exista. Þegar við reiknum út
okkar eigið fé drögum við eignarhlut okkar í
Exista frá. Þannig hefði það ekki nein áhrif á
fjárhagsstöðu Kaupþings banka þegar gengi
bankans lækkaði.“
Hreiðar Már Sigurðsson,
forstjóri KB banka
Tónninn í
skýrslunum
að breytast
„SKÝRSLAN hefur verkað ágætlega á okkur,
en þarna halda þeir því fram að markaðurinn
hafi skotið yfir markið og það er mjög freist-
andi að taka undir slíkt
sjónarmið,“ sagði Eiríkur
Guðnason seðlabankastjóri
þegar blaðamaður leitaði
viðbragða hjá honum við
nýrri skýrslu greiningar-
deildar fjárfestingarbank-
ans Morgan Stanley um ís-
lensku bankana. Bendir
Eiríkur á að skýrslan hafi
strax haft róandi áhrif á
gjaldeyrismarkaðinn hérlendis, auk þess sem
gengi krónunnar hafi hætt að lækka.
Að sögn Eiríks eiga menn þar á bæ von á því
að fleiri erlendar greiningardeildir sendi frá
sér skýrslur á næstunni. „Væntanlega verða
þar einhverjir sem átta sig á því að þarna sé um
nokkurt yfirskot að ræða, þá á ég við að kjörin
sem íslensku bankarnir búa við erlendis hafi
versnað meira en tilefni var til í kjölfar þeirra
neikvæðu skýrslna sem áður komu. Þess vegna
má alveg eins búast við því að menn sjái tilefni
til að kaupa bréfin aftur sem verslað hefur ver-
ið með, þannig að kjörin batni,“ sagði Eiríkur
og tók fram að hér væri aðeins um að ræða
hugleiðingar hans og ekki neinar spár.
Aðstæður nokkru lakari en áður
Spurður hvernig hann sjái umræðuna á
næstunni fyrir sér og hvort hið versta í nei-
kvæðri umræðu um stöðu bankanna sé að baki
segir Eiríkur erfitt að svara því. „Ég dreg hins
vegar þá ályktun að aðstæður okkar banka séu
lakari núna en þær voru og að þeir muni hægja
á ferðinni, bæði hvað varðar útlánastarfsemi og
fjárfestingar þeirra. Ég held að þeir geti ekki
þanið út sinn efnahagsreikning eins ört og þeir
hafa gert upp á síðkastið,“ segir Eiríkur og tek-
ur fram að hann sjái í sjálfu sér enga hættu í því
fólgna þó bankarnir hægi aðeins á ferðinni.
Eiríkur er spurður hvort hann telji ástæðu
til að bregðast með markvissari hætti við þeirri
neikvæðu umræðu sem verið hefur um íslenskt
fjármálalíf í norrænum fjölmiðlum að undan-
förnu. „Að mínu mati er fyrst og fremst nauð-
synlegt að upplýsa vel og það á bæði við um
bankana sjálfa, þ.e. að þeir geri grein fyrir
sinni stöðu á skýran, góðan og hreinskilinn
hátt, og svo á það líka við um okkur, þ.e. Seðla-
bankann, sem og stjórnvöld, að við gerum það
sem við getum til þess að lýsa stöðinni eins og
við þekkjum hana best,“ segir Eiríkur.
Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri
Bönkunum óhætt að hægja aðeins ferðina
Morgunblaðið/Sverrir
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
HJÁLPARSTARF kirkjunnar
hvetur stjórnvöld til að skoða
hvort hægt sé að breyta skattlagn-
ingu á framlög einstaklinga og fyr-
irtækja til neyðaraðstoðar. Í álykt-
un, sem samþykkt var á fundi
fulltrúaráðs Hjálparstarfsins er
farið fram á endurgreiðslu á þeim
tveim milljónum króna sem teknar
voru í ríkissjóð af 10 milljóna
króna framlagi almennings til
neyðaraðstoðar í Pakistan. Fram-
lagsins var aflað með sölu á geisla-
diskinum Hjálpum þeim.
Allir sem lögðu hönd á plóg,
laga- og textahöfundar, listamenn,
tæknimenn, söluaðilar og frum-
kvöðlar, gáfu vinnu sína og enginn
virðisauki myndaðist annar en sá
góði hugur sem fylgdi verkinu og
stuðningur almennings. Engin rök
eru því fyrir því að ríkið skattleggi
þessa neyðaraðstoð, segir í álykt-
uninni.
Einnig er vakin athygli á að
Hjálparstarf kirkjunnar fékk ekki
framlög úr neyðarsjóði ríkisstjórn-
arinnar vegna hamfaranna í Pak-
istan, enda þótt Alþjóðaneyðar-
hjálp kirkna / ACT, hafi haft
sérstakt forystuhlutverk á svæð-
inu að þessu sinni.
Þá er hörmuð sú ákvörðun Al-
þingis að svipta Hjálparstarf
kirkjunnar styrk til innanlandsað-
stoðar, sem sérstök áhersla hefur
verið lögð á að byggja upp á fag-
legan og ábyrgan hátt í góðu sam-
starfi við opinbera aðila, í því
skyni að aðstoða einstaklinga og
fjölskyldur til sjálfshjálpar.
Anna M. Þ. Ólafsdóttir, fræðslu-
og upplýsingafulltrúi Hjálpar-
starfs kirkjunnar, segir að gerð
hafi verið skýrsla í samvinnu við
önnur félagasamtök, þar sem borið
var saman skattaumhverfi slíkra
samtaka á Íslandi og í Danmörku
og Bandaríkjunum. Í kjölfar henn-
ar hafi verið óskað eftir því við ís-
lensk stjórnvöld að skattalögum
yrði breytt þannig að frjáls fé-
lagasamtök fengju meira fé til
sinna starfa. „Til dæmis að ein-
staklingar og fyrirtæki gætu gefið
peninga og fengið það dregið frá
skatti.
Það geta einstaklingar ekki
núna og fyrirtæki mjög lítið miðað
við önnur lönd. Þetta skattaum-
hverfi hefur versnað á síðustu tíu
árum.“
Anna segir viðbrögðin hafa verið
lítil. Ályktunin sem samþykkt var
sl. laugardag hefur nú verið send
þremur ráðherrum og öllum þing-
mönnum og vonar Anna að einhver
hreyfing fari að komast á málið.
Framlög til neyðaraðstoðar í Pakistan skattlögð
LANDSSAMBAND slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna samþykkti
kjarasamning félagsins við Launa-
nefnd sveitarfélaga með miklum
meirihluta atkvæða. Tæp 78%
þeirra.
Á kjörskrá voru 201. Atkvæði
greiddu 183 eða 91,4%. Já, sögðu 142
eða 77,6%. Nei, sögðu 38 eða 20,8%.
Auðir og ógildir 3 eða 1,6%.
Slökkviliðs- og
sjúkraflutn-
ingamenn
samþykktu