Morgunblaðið - 14.03.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 11
FRÉTTIR
GOTT samband lögreglu við íbúa í bæjarfélögum og sú
nánd sem myndast hefur milli lögreglu og hinna ýmsu
hagsmunaaðila er í hættu ef stýring lögreglumála fær-
ist til Reykjavíkur. Mikilvægt er að sveitarfélögin fái að
halda sínu samstarfi og forvarnarverkefnum, enda sé
þekkingin á staðháttum best innan hvers sveitarfélags
fyrir sig. Þekking sveitarfélaganna á innri málum og
gott samstarf við staðbundna lögreglu er lykilatriði í
því að glíma bæði við glæpi og forvarnir gegn þeim.
Þetta er mat forsvarsmanna sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu. Er það samdóma álit þeirra að þau
verkefni sem unnin eru í samvinnu milli sveitarfélag-
anna og lögreglu byggist á staðbundinni þekkingu lög-
regluembættanna og góðri tilfinningu fyrir málefnum
samfélaganna. Þannig skipti nálægð stjórnunar lög-
reglunnar við samfélagið miklu máli.
Bæjarstjórar hafa efasemdir um nýskipan löggæslumála
Vilja halda sjálfstæði
í löggæslu bæjanna
BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness
hefur þegar gripið til ráðstafana til
að fækka afbrotum í bænum. Starfs-
hópur var settur á laggirnar í því
skyni haustið 2004 þegar vart varð
við fjölgun inn-
brota á Seltjarn-
arnesi og skilaði
hann tillögum í
ársbyrjun 2005.
„Þær fólu m.a. í
sér aukið sam-
starf við lögreglu-
yfirvöld, fjölgun
eftirlitsferða lög-
reglu en jafnframt raunverulegar
aðgerðir af hálfu sveitarfélagsins,“
segir Jónmundur Guðmarsson, bæj-
arstjóri Seltjarnarness. „Við höfum
því þegar stigið fyrstu skrefin í að
efla öryggi bæjarbúa gagnvart inn-
brotun og munum halda því starfi
áfram á næstu árum.“
Jónmundur segir að í grófum
dráttum sé um þrjá möguleika að
ræða til að bæta stöðuna. „Að kefjast
aukinnar löggæslu af ríkinu, setja
það í hendur bæjarbúa að bregðast
við, t.d. með nágrannavörslu eða að
bæjarfélagið sjálft taki á málinu,“
segir Jónmundur. „Við fórum þá leið
að axla ákveðna ábyrgð og byggja á
tvíhliða samvinnu við lögregluna í
stað þess að gera einhliða kröfur
sem mér finnst of algeng viðbrögð
sveitarstjórnarmanna. Í samvinnu
við lögregluna var gripið til aðgerða
sem bæði fólu í sér átak í rannsókn
innbrotamála og fjölgun eftirlits-
ferða lögreglu og loks sérstakrar
hverfagæslu sem Seltjarnarnesbær
kom á fót í samvinnu við Securitas.
Við litum þannig á að bæjarfélagið
ætti að styðja við starf lögreglunnar
í bænum og þannig yrði til sameig-
inlegur hvati til að gera enn betur.
Árangurinn var líka mjög góður.
Bæði tókst að upplýsa fjölda inn-
brota og nokkuð dró úr innbrotum í
bænum. Hverfavarslan, sem fjár-
mögnuð er af Seltjarnarnesbæ, varð
síðan til þess að ekki hefur verið
brotist inn á Seltjarnaresi frá því í
september sl. skv. upplýsingum frá
lögreglu en innbrot voru áður nokk-
ur í hverjum mánuði. Vonandi verð-
ur þetta öðrum sveitarfélögum
hvatning til að kynna sér málið og ef
til vill læra af reynslu okkar að þessu
leyti.“
Hvað varðar fíkniefnavandann
segir Jónmundur bæjarstjórnina al-
mennt hafa brugðist við með þrenns
konar hætti. „Með öflugu íþótta- og
forvarnarstarfi á meðal ungmenna í
bænum, viðleitni til að taka á vanda
þeirra sem leiðast út í fíkniefna-
neyslu og loks með ofangreindum
aðgerðum til að lágmarka skaða
bæjarbúa vegna afleiðinga neyslu og
sölu fíkinefna,“ segir Jónmundur,
sem kveðst þeirrar skoðunar að
herða beri refsingar fyrir fíkniefna-
brot og þá sérstaklega fyrir sölu og
fjármögnun. „Á hinn bóginn geri ég
mér grein fyrir því að aukin harka í
refsingum er ekki allsherjarlausn á
þessum vanda og fleira þarf að koma
til svo raunverulegur árangur náist.“
Jónmundur Guðmarsson,
bæjarstjóri Seltjarnarness
Samþætt átak
hefur skilað
árangri
„ÞAÐ hefur komið skýrt fram af
okkar hálfu, ekki síst í tengslum við
ný lög um skipan lögreglumála, að
við erum hörð á því að halda þeirri
skipan sem hefur verið hér vegna
lögreglu í Hafn-
arfirði,“ segir
Lúðvík Geirsson,
bæjarstjóri í
Hafnarfirði, en
hann kveður það
hafa sýnt sig að
samstarf lögregl-
unnar í Hafnar-
firði við bæjaryf-
irvöld, hvort sem um er að ræða
félagsmálayfirvöld, æskulýðskerfið,
skóla eða forvarnafulltrúa, hafi verið
gott og náið. „Umtalsverður árangur
hefur náðst á síðustu árum í fækkun
afbrota og öðrum óskunda. Það eru
skýrar tölur í þessum efnum og við
þökkum þetta því virka samstarfi
sem hefur verið byggt upp með
skipulegum hætti á undanförnum ár-
um, en það hefur skilað mjög góðum
árangri.“
Lúðvík segir bæjaryfirvöld hafa
lagt á það ríka áherslu að þau vilji
halda áfram því góða samstarfi sem
þau hafa átt við lögregluna. „Okkar
áhyggjur eru fyrst og fremst af því
hvaða áhrif breytt skipan löggæslu-
mála á höfuðborgarsvæðinu mun
hafa hér,“ segir Lúðvík. „Málin hafa
verið í góðu lagi hér og aðgerðirnar
skilað góðum árangri. Við vitum
hvað við höfum, en ekki hvað við
fáum. Það er okkar áhyggjuefni. Við
höfum þróað þetta samstarf í gegn-
um síðustu ár og lögreglan hefur
verið mjög virk í þessu samstarfi
með okkur og öllum þeim sem koma
að þessum málum. Allar tölur frá
lögreglunni sýna að það hefur borið
árangur, hvort sem um er að ræða
innbrot, spellvirki, árásir eða annað.
Þetta hefur farið hríðminnkandi.“
Fyrst og fremst kveður Lúðvík
það kröfu Hafnfirðinga að fá að
halda áfram á sömu braut í víðtæku
og virku samstarfi með lögregluyfir-
völdum. Samstaða sé um það hjá
bæjaryfirvöldum, bæði hjá bæjar-
stjórn og stjórnarandstöðu. „Þetta
hefur verið rætt hér og það er fullur
einhugur og samstaða um það. Ekki
síður af hálfu lögreglunnar.“
Lúðvík Geirsson,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar
Vilja halda
ríkjandi skipan
STJÓRN og umsýslu lögreglumála í
Kópavogi er best komið í meiri nánd
við sveitarfélagið, að mati Gunnars
Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs.
Gunnar segist kvíða því að tengsl
milli lögreglu og
ýmissa aðila í
samfélagi Kópa-
vogs rofni verði
umsýsla lögregl-
unnar alfarið flutt
yfir til Reykjavík-
ur. „Nánd lög-
reglunnar hefur
verið mjög mikil
hér í Kópavogi og gæslan úti í hverf-
unum fín,“ segir Gunnar. „Þjónusta
lögreglunnar hefur verið til fyrir-
myndar hér, en við óttumst að við
verðum einhvers konar útskot frá
lögreglunni í Reykjavík og viðvera
lögreglunnar í hverfunum minnki.“
Gunnar segir samstarf lögreglu og
bæjarfélags hafa verið mjög gott og
samstarf á mörgum sviðum. „Við
höfum haldið samráðsfundi einu
sinni, tvisvar á ári og erum nú í sam-
starfi með forvarnarmál fyrir ungt
fólk. Bærinn hefur ráðið forvarnar-
fulltrúa, sem þjónustar grunn-
skólana í bænum. Hann er á launum
hjá bænum, en með aðstöðu hjá lög-
reglunni,“ segir Gunnar og bætir við
að mun betra sé að beina orkunni í
forvarnir en í harðari refsingar.
„Mín skoðun er sú að besta vörnin sé
fræðsla. Með aukinni velmegun
kemur aukið fé og þá aukið fé til
kaupa á fíkniefnum. Ég tel að ríkið
og sveitarfélögin verði að taka sam-
an höndum með meiri og öflugri for-
vörnum en nú er. Fræðslan byrjar
öll í grunnskólunum.“
Lögreglan í Kópavogi hefur að
sögn Gunnars náð að halda góðum
tengslum við bæjarbúa og hverfin,
þrátt fyrir að bærinn vaxi mjög
hratt. „Lögreglumönnum hefur ver-
ið að fjölga jafnt og þétt. Við erum
með flesta íbúa á bak við hvern lög-
regluþjón hér í bænum,“ segir Gunn-
ar. „En það segir ekki alla söguna,
það fer mikið eftir því hvernig lög-
reglan er uppbyggð og hvernig
henni er stjórnað.“
Gunnar segist kvíða því ef stjórn-
un lögreglunnar verði færð til
Reykjavíkur. „Þótt það megi færa
rök fyrir því að þetta verði mjög gott
allt saman og ódýrara, þá eru menn
bæði með ríkislögreglustjóra og lög-
regluna á höfuðborgarsvæðinu í
Reykjavík og ég held að það gangi
ekki til langs tíma,“ segir Gunnar.
„Ef það á að fara með þetta allt í mið-
stýringuna í Reykjavík myndi ég
frekar vilja sjá það að sveitarfélögin
sæju um lögregluna sjálf frekar en
ekki.“
Gunnar Birgisson,
bæjarstjóri Kópavogs
Frekar
sjálfstæði en
miðstýringu
ÖRYGGI borgaranna verður best
tryggt með því að jafna félagslegan
ójöfnuð. Varast ber þá hugsun að ráð-
ast eigi aðeins á einkenni ofbeldisins
en ekki raunverulegar forsendur
meinsins. Þetta segir Svandís Svav-
arsdóttir, efsti
maður á framboðs-
lista VG fyrir
borgarstjórn-
arkosningarnar í
Reykjavík.
Rætt var við
forystumenn ann-
arra framboðslista
í Morgunblaðinu í
gær um öryggis-
mál í borginni. Vegna mistaka var
ekki rætt við fulltrúa VG. Beðist er
velvirðingar á þeim mistökum.
Hvað ætlar flokkur þinn að gera í
borgarstjórn Reykjavíkur á næsta
kjörtímabili til að tryggja öryggi
borgaranna í Reykjavík?
„Starfsemi lögreglunnar þarf að
vera í nánari og virkari tengslum en
nú er við aðra opinbera starfsemi í
hverfunum, félagsmiðstöðvar og þjón-
ustumiðstöðvar. Lögreglan þarf að
vera sýnileg í hverfunum á kvöldin og
um helgar. Vingjarnleg, sýnileg og
fjölmenn lögregla í miðborginni á
mestu annatímunum ætti að vera hluti
af miðborgarlífinu. Okkar skoðun í VG
er hins vegar sú að ofbeldi og fólsku-
verk eins og þau sem leiða til þessarar
umfjöllunar eigi fyrst og fremst rætur
að rekja í félagslegri togstreitu. Við
viljum varast þá hugsun að ráðast beri
aðeins á einkennin en ekki raunveru-
legar forsendur meinsins. Öryggi
borgaranna verður best tryggt með
því að jafna félagslegan ójöfnuð.“
Hvernig verður það best gert: með
fjölgun lögreglumanna eða með öðr-
um hætti og þá hvernig?
„Brýnt er að bæta starfsaðstæður
lögreglumanna þannig að þeir séu
betur í stakk búnir til að sinna mik-
ilvægum störfum sínum í samfélaginu.
Öflug forvarnarstefna er auk þess
gríðarlega mikilvægt verkefni sem
þarf að hrinda í framkvæmd með
markvissum hætti en slík stefna var
nýlega samþykkt hjá Reykjavík-
urborg. VG vill leggja megináherslu á
rætur vandans, jöfnuð og félagslegar
lausnir.“
Hvernig ætlar flokkur þinn að taka
á því undirliggjandi meini sem er að
flestra mati meginorsök þess örygg-
isleysis, sem íbúar Reykjavíkur búa
nú við, þ.e. vaxandi neyslu vímuefna?
„Reykjavík er að mestu leyti
örugg, fjölbreytt og sterk borg. Ein-
staklingar sem eiga við vímuefna-
vanda að etja þurfa stuðning og úr-
ræði við hæfi. Sérstaklega þarf að
huga að þeim hópum sem búa við fjöl-
þættan vanda og passa ekki inn í
kerfið af þeim sökum. Þá er átt við þá
sérstaklega sem bæði glíma við fé-
lagslegan vanda (t.d. neyslu) og geð-
rænan vanda eða annan heilsufars-
legan vanda. Stundum er fanga-
klefinn eina úrræðið en þannig má
það alls ekki vera.“
Á að þínu mati að herða refsingar
vegna fíkniefnabrota og annarra
brota sem tengjast þeim?
„Hert viðurlög eru að okkar mati
ekki til þess fallin að leysa þennan
vanda á nokkurn hátt. Lykilorðin eru
forvarnir, velferðarkerfi sem er
byggt á þörfum hvers og eins en ekki
kerfisins, heildstætt samfélag sem
leitar orsaka í stað þess að súpa hvelj-
ur yfir einstökum málum og krefjast
hertra refsinga. Þegar rætt er um ör-
yggi borgaranna verður ekki hjá því
vikist að minnast á þá glæpi sem
framdir eru árum saman í skjóli
trausts og fjölskyldubanda, kynbund-
ið ofbeldi, vanræksla og ofbeldi gagn-
vart börnum. Hert löggæsla afmáir
ekki þann smánarblett heldur upp-
lýstari lögregla og almennt upplýst-
ara samfélag um eðli og útbreiðslu
kynbundins ofbeldis. Nýta þarf þekk-
ingu fagfólks og sérfræðinga á svið-
inu, bæði í Kvennaathvarfi og Stíga-
mótum, til að auka fræðslu og auk
þess að útrýma klámi úr opinberu
rými. Það er okkar skoðun að klám
byggist á kúgun eins þjóðfélagshóps
og valdbeitingu annars. Umræðan
um öryggi borgaranna verður ekki
rofin úr samhengi við umræðuna um
félagslegt réttlæti, jöfnuð og kven-
frelsi.“
Svandís Svavarsdóttir, efsti maður á lista VG
Ofbeldi og fólskuverk
sem rekja má til
félagslegrar togstreitu
„ÉG TEL afar mikilvægt að lögregl-
an sé sýnileg, sé stöðugt á ferðinni og
meðal íbúanna,“ segir Gunnar Ein-
arsson, bæjarstjóri Garðabæjar. „Það
hefur komið fram hjá okkur í könn-
unum að aðeins
33% bæjarbúa
telja lögregluna
nægjanlega sýni-
lega. Við munum
leggja á þetta
mikla áherlsu í
samskiptum okk-
ar við lögregluyf-
irvöld, en sem
kunnugt er eru löggæslumál á hendi
ríkisins.“
Annað atriði sem Gunnar kveður
mikilvægt er nándin við vettvang og
þekking þeirra sem sinna löggæsl-
unni á nærsamfélaginu. „Miðað við
tillögur að nýskipan í löggæslumálum
sem nú liggja fyrir óttast ég að sú
þekking og tilfinning fjari e.t.v. út
þegar höfuðborgarsvæðið verður gert
að einu lögregluumdæmi,“ segir
Gunnar. „Fyrirfram hef ég efasemdir
um ágæti þess að færa starfsemi mið-
lægt og oft á tíðum fjær íbúunum.
Helst vildi ég hafa alla nærþjónustu á
okkar höndum, við sinnum henni yf-
irleitt betur en ríkið, samanber rekst-
ur grunnskóla.“
Gunnar segir bæjaryfirvöld hafa
átt mjög gott samstarf við forvarn-
ardeild lögreglunnar á svæðinu og
byggt upp ákveðið traust og trúnað
sem sé mikilvægt í þessum málum.
Komið hafi fram að löggæslan í Hafn-
arfirði, Garðabæ og Álftanesi hafi náð
góðum árangri m.a. í leit að fíkniefn-
um og fengið hrós frá yfirboðurum
sínum. „Ég hef látið kanna kostnað
við að láta bíl frá öryggisfyrirtæki
keyra reglulega um Garðabæ til að
skapa meiri öryggiskennd hjá íbúun-
um og er með það mál í nánari athug-
un,“ segir Gunnar. „Varðandi öryggi
borgaranna almennt erum við að láta
fara fram úttektir á leiksvæðum,
gangbrautum og fleiri atriðum er
tengjast öryggi íbúanna í hinu dag-
lega lífi.“
Gunnar segir stöðugt verið að
reyna að ala unga Garðbæinga upp í
þeirri lífsstefnu að segja nei við vímu-
efnum. „Þetta gerum við með marg-
víslegum hætti í gegnum skólakerfið,
íþrótta- og tómstundastarf og fræðslu
til foreldra,“ segir Gunnar. „Við erum
að reyna að styrkja sjálfsmynd hvers
og eins og skapa hér samfélag sem
hjálpar þeim sem veikir eru fyrir í
þessu sambandi. Ég er ekki sann-
færður um að hertar refsingar séu
lausnin, miklu frekar aukin áhersla á
betrun, samfélagsþjónustu og stuðn-
ing við að fóta sig í okkar annars
ágæta samfélagi án vímuefna.“
Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri Garðabæjar
Sýnileiki afar
mikilvægur
Morgunblaðið/ÞÖK
Tillögur liggja fyrir um breytt skipulag löggæslu á höfuðborgarsvæðinu.