Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 27 lækka þá eign um 293 milljónir evra, eða rúma 25 milljarða íslenskra króna. Landsbanki Íslands Ráðlegging – yfirvogun Miðað við núverandi vaxtakjör teljum við góð kaup í skuldabréfum Landsbankans. Þungi starfsemi Landsbankans á viðskiptabankasviði er meiri en Kaupþings og auk þess er áhætta Landsbankans vegna eigin hlutabréfaeignar lítil, fjárhagsstaða bankans er traust og hann þarf ekki að reiða sig á lántökur á skuldabréfamark- aði í sama mæli. Mikilvæg atriði varðandi mat á fyrirtækinu Aukin starfsemi í miðlun hlutabréfa: Stefna bankans er einbeitt varðandi aukin um- svif á sviði verðbréfaviðskipta þar sem meg- ináherslan verði á miðlun hlutabréfa frekar en eigin viðskipti. Þetta er önnur leið en Kaupþing hefur valið með áherslu á einkafjármagns- fjárfestingar (e. private equity) sem fela í sér meiri markaðsáhættu. Mesta hlutdeild á innlendum markaði Landsbankinn á mest undir á Íslandi en um 49% af útlánum bankans eru til innlendra aðila. Þegar skýrsla Fitch er lesin þar sem fjallað er um ójafnvægi í efnahagslífinu, má ljóst vera að vissar hættur geta fylgt því að eiga jafnmikið undir og bankinn. Horfur um hagvöxt eru góðar, á næsta ári er spáð 5,5% hagvexti og gæði eigna- safns bankans eru mikil á evrópskan mæli- kvarða. Sterk fjárhagsstaða, litil áhætta vegna hluta- bréfaeignar Landsbankinn á innlend hlutabréf en sú eign hefur minnkað á milli ára og bankinn ber auk þess ekki beina áhættu vegna hluta eignarinnar. Fjárhagsstaða bankans hefur einnig batnað á milli áranna 2004 og 2005. Möguleg vandkvæði við fjármögnun Vaxtaálag hefur hækkað mikið að undanförnu sem má rekja til „íslensku hræðslunnar“. Lán að fjárhæð 650 milljóna evra, jafnvirði 56 milljarða íslenskra króna, eru á gjalddaga á þessu ári og árið 2007 koma 1,9 milljarðar evra, jafnvirði um 160 milljarða króna, á gjalddaga. Landsbankinn hefur nægjanlega trausta greiðslustöðu næstu 12 mánuði. Greining á efnahagsreikningi Umfangsmikillar viðskiptabankastarfsemi bankans á Íslandi sér stað í tiltölulega hárri hlut- deild innlána af heildarfjármögnun. Á eigin bók- um bankans eru skuldabréf og hlutabréf, en óvarin hlutabréfaeign bankans er 704 milljónir evra, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna. Af upplýsingum frá fyrirtækinu má ráða að 47% af þeirri eign séu í skráðum íslenskum hlutabréfum og 50% lækkun á hlutabréfaverði á Íslandi myndi lækka þá eign um rúmar 180 milljónir evra, eða rúma 15 milljarða íslenskra króna. Íslandsbanki (Glitnir) Ráðlegging – yfirvogun Íslandsbanki hefur fylgt áhættuminnstu út- rásarstefnunni af íslensku bönkunum, með auk- inni starfsemi í Noregi. Við spyrjum sjálfa okkur af hverju vaxtaálag skuldabréfa trausts lítils norræns banka séu svo há ? Að okkar mati hefur m.a. umræða um ójafnvægi í íslensku efnahags- lífi og áhyggjur af hraðri útþenslu Kaupþings leitt til þess að vaxtaálög skuldabréfa Íslands- banka hafa hækkað. Jafnvel þó að við gerum ráð fyrir að fjárfestar vilji fá sérstaka umbun fyrir að kaupa skuldabréf íslenskra útgefenda þá spáum við því að vaxtaálag Íslandsbanka geti lækkað. Mikilvæg atriði varðandi mat á fyrirtækinu Áhættuminni útrásarstefna. Með tilliti til mats á lánshæfi teljum við stefnu bankans að byggja upp starfsemi í Noregi hafa verið farsæla. Eftir fundi okkar með fyrirtækinu þá höfum við ástæðu til að ætla að bankinn hafi trúverðugar áætlanir um að byggja upp starf- semi á þeim sviðum þar sem hann ræður yfir lykilfærni; hér ræðir um sjávarútveg og jarð- varma og tengdar greinar Háður fjármögnun á lánsfjármörkuðum Hlutfall innlána af heildarfjármögnun er lágt. Íslandsbanki hefur náð ágætum árangri í að skjóta fjölþættum stoðum undir fjármögnun sína og hefur aðgang að góðu neti alþjóðlegra fjár- festa á lánsfjármörkuðum. Gagnkvæm eignatengsl Nokkrir hluthafar bankans eru einnig hlut- hafar í öðrum bönkum eða eru viðskiptavinir bankans. Þetta veldur okkur áhyggjum. Bank- inn er einnig hluthafi í öðrum bönkum, t.d. er bankinn skráður eigandi 1,82% hlutar í Kaup- þingi þó að bankinn beri ekki alla þá áhættu sjálfur. Það styrkir málstað bankans að hann er ekki hluthafi í neinum af eigin hluthöfum, en slíkt á ekki við um hina bankana. Ekki eins háður þróun á fjármálamörkuðum eða gengishagnaði hlutabréfa Gengishagnaður minnkaði verulega á milli ára og bankinn heldur því fram að í framtíðinni muni hann ekki reiða sig á hagnað af þeim toga. Þrátt fyrir þessa lækkun gengishagnaðar skilaði bank- inn þokkalegri afkomu á síðasta ári. Greining á efnahagsreikningi Útlán Íslandsbanka eru að stærstum hluta fjármögnuð með lántökum á lánsfjármörkuðum. Hlutabréfa- og skuldabréfaeign bankans er að hluta til varin. Óvarin hlutabréfaeign bankans er 359 milljónir evra, jafnvirði um 31 milljarðs króna. Af upplýsingum frá fyrirtækinu má ráða að 50% af þeirri eign séu í skráðum íslenskum hlutabréfum. 50% lækkun á hlutabréfaverði á Ís- landi myndi lækka þá eign um 90 milljónir evra, eða tæpa 8 milljarða króna. aði vegna „íslensku hræðslunnar“ fjárfestar hengi á þá alla „íslenska hræðslan “-skiltið án nánari skoðunar, þar sem við teljum ekki að vandamál einhvers þeirra þýði sjálfkrafa vandamál hjá öðrum. Að sama skapi teljum við ekki að bankakreppa sé í aðsigi á Íslandi, rétt sé að sýna stillingu í þeim mikla æsingi sem nú er í kringum ís- lenska banka og íslenskt efnahagslíf. Jafnvel miðað við verstu aðstæður þar sem íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 50%, ís- lenska krónan lækkaði um 30% og engum gengishagnaði vegna starfsemi á fjármála- mörkuðum væri til að dreifa hefðu bankarnir getu til að standa slíkt gerningaveður af sér. Áhætta vegna hlutabréfa Frá upphafi árs 2000 hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 300% og markaðsverðmæti ís- lenskra fyrirtækja er yfir 160% af þjóð- arframleiðslu. Fáar vísbendingar eru um að hagkerfið sé á leiðinni í niðursveiflu og eins og kom fram í Wall Street Journal í byrjun þessa mánaðar stefnir Alcoa að því að byggja annað álver á Íslandi. Sú staðreynd að bankarnir eiga töluvert af hlutabréfum er áhyggjuefni ef kæmi til lækkunar á hluta- bréfamarkaði. Morgan Stanley stundar ekki greiningu á íslenskum hlutabréfum og gefur ekki út álit í því sambandi. Greinendur fyr- irtækisins á hlutabréfum telja að á hvaða hlutabréfamarkaði sem er, þar sem svo mik- illa hækkana hafi gætt, megi nota 50% lækk- un eins og hverja aðra tölu þegar sett er upp ímyndað dæmi. Mesta lækkun á íslenskum markaði var 44% á tímabilinu frá apríl 2000 til ágúst 2001. Stærstur hluti eigna bank- anna í hlutabréfum er í hlutabréfum ís- lenskra fyrirtækja. Forsenda um 50% lækk- un á hlutabréfaverði hefði því skiljanlega nokkur áhrif á stöðu bankanna og þegar ein- ungis er horft til fjárhæða á Kaupþing einna mest undir í því sambandi. Fjármögnun á lánsfjármörkuðum Áhyggjur okkar varðandi lánshæfi ís- lensku bankanna eru annars vegar af hluta- bréfaeign þeirra og hins vegar hversu háðir þeir eru fjármögnun á lánsfjármörkuðum. Kaupþing virðist hafa mest verk að vinna en 1,5 milljarða evra, jafnvirði 129 milljarða króna, eru á gjalddaga í ár og 3,6 milljarðar evra, jafnvirði 310 milljarða króna, á gjald- daga 2007. Við höfum nokkrar áhyggjur af því að bankarnir gætu lent í erfiðleikum við að endurfjármagna lán sem koma á gjald- daga. Þetta gæti hamlað vexti þeirra en við sjáum ekkert sem gefur tilefni til að álykta að bankarnir standi frammi fyrir alvarlegum greiðsluþrengingum. Við þær aðstæður að aðgengi bankanna að lánsfjármörkuðum yrði nánast ekkert hefur Íslandsbanki upplýst okkur um að bankinn hafi þegar endur- fjármagnað helming af þeim lánum sem koma á gjalddaga í ár og hafi getu til að halda sig til hlés á lánsfjármörkuðum næstu 12 mánuði ef svo ber undir og hjá Lands- bankanum er það sama uppi á teningnum. Rétt er að taka fram að bankarnir hafa fjöl- þættar bjargir til fjármögnunar, þ.m.t. möguleikann á hlutabréfaútboði. Ennfremur hafa þeir sótt lánsfé á mismunandi skulda- bréfamarkaði/landssvæði og hafa því plægt fjölbreyttan jarðveg þegar kemur að endur- fjármögnun. markaðarins of ti Morgan Stanley Morgunblaðið/Ásdís Bankarnir hafa eflt erlenda starfsemi sína, m.a. til að gera starfsemina óháðari íslensku hagkerfi, þó að þeir hafi gert það með mismunandi hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.