Morgunblaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Í lagi eftir Seal syngur hann: Í heimi
fullum af fólki eru bara nokkrir sem
langar til að fljúga. Er það ekki bilað?
Hrúturinn er meðal þeirra sem langar til
þess að svífa um loftin í dag. Leitaðu að
einhverjum sem er til í að ýta þér af stað.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Manneskjan sem nautið heldur að sé rót
vandans er þegar upp er staðið hvergi
nærri rótinni. Ruglingurinn kemur lík-
lega til af misskilningi í samskiptum og
er þegar upp er staðið, engum að kenna.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er í góðu lagi að leyfa einhverjum
öðrum að taka við taumunum í vinnunni.
Framlag þitt er mikilvægt, en þú þarft
ekki endilega að vera við stjórnvölinn í
bili. Stuðningur er nauðsynlegur svo all-
ir sem hlut eiga að máli geti látið ljós sitt
skína.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gáskafull manneskja í lífi krabbans fær-
ir honum heppni með nærveru sinni í
dag. Leitaðu hana uppi. Ef þú getur ekki
verið með henni áttu að líkja eftir
áhyggjuleysi viðkomandi og barnslegum
háttum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þeir sem eru traustsins verðir eru lík-
legri til þess að treysta öðrum. Sýndu
manneskju sem virðist vænisjúk tor-
tryggni. Ljónið er kraft- og áhrifamikið í
vinnunni. Himintunglin benda til vaxtar
á sviðum sjálfsuppgötvunar og vináttu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ertu í stuði fyrir verkefnið sem blasir
við þér? Yfirleitt segir meyjan, ekkert
mál, en kraftarnir sem blasa við í augna-
blikinu eru dálítið ógnvekjandi. Vertu
eins og bardagalistamaður sem streitist
ekki gegn mótstöðu heldur beinir henni
annað.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Nú er rétti tíminn til þess að stökkva á
eitthvað sem þú þráir í laumi. Þú ert til í
að leggja mikið á þig því hugsanlegur
ávinningur er verulega freistandi.
Sporðdreki og meyja eru hinir full-
komnu bandamenn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Spennandi þróun í einkalífinu hressir
sporðdrekann í allan dag. Haltu henni
fyrir þig eða milli þín og náins vinar. Of
mikið blaður tvístrar bara einbeiting-
unni þegar síst skyldi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Fullkomnunarsinninn fer í taugarnar á
fólki eða drepur það úr leiðindum, í
laumi. Hvers vegna að leggja það á sig?
Mistökin gera þig mannlegan og þar
með skyldan öðrum af sömu tegund.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fáðu utanaðkomandi álit á því sem þú
ert að fást við. Biddu um skriflegan leið-
arvísi fyrir áfangastaðinn. Spurðu hvert
tiltekið samband stefnir. Ef þú veist ekki
hvert þú ert að fara, lengist leiðin hrein-
lega.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Sannleikurinn er furðulegri en argasti
skáldskapur. Vatnsberinn er fluga á
vegg hvað varðar tiltekna atburðarás og
best að svo verði áfram. Að láta flækja
sér í einhverja geðveiki spillir bara
ánægjunni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn hefur vanrækt hæfileika sem
hann býr yfir upp á síðkastið. Hættu því.
Þú verður ánægðari og fullnægðari með
því að gera það sem þér er eiginlegt og
allir í kringum þig hagnast.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Í dag er fullt tungl og
tunglmyrkvi í meyju, svo
búast má við hryðjum í
veðri eða tilfinningalífi. Tiltekið hlutfall
fólks, ekki síst hrútar og bogmenn, laðast
að miðju stormsveipsins og langar til að
fylgjast með og taka þátt. Aðrir halda
rakleiðis í hina áttina og kveikja á sjón-
varpinu. Í hvorum hópnum ert þú?
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 listunnandi, 8
grasflöt, 9 hljóðfæri, 10
sár, 11 upptök, 13 ákveð,
15 nauts, 18 gramur, 21
hár, 22 sori, 23 ramba, 24
gullhamrar.
Lóðrétt | 2 jurt, 3 býsn, 4
svala, 5 leysir úr, 6 vætl-
ar, 7 falleg, 12 ýlfur, 14
eignast, 15 hlýðna, 16
hugaða, 17 fengu ónógan
mat, 18 fullkomlega, 19
lítilfjörlega persónu, 20
sefar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 dorga, 4 bráka, 7 iðjan, 8 trauð, 9 ann, 11 tind,
13 barr, 14 álfta, 15 særð, 17 römm, 20 hró, 22 arfur, 23
tinnu, 24 aðals, 25 aumra.
Lóðrétt: 1 drift, 2 rýjan, 3 anna, 4 botn, 5 álasa, 6 arður,
10 næfur, 12 dáð, 13 bar, 15 staga, 16 rifta, 18 ösnum, 19
maura, 20 hrós, 21 ótta.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Gallerí Lind | Svava K. Egilson sýnir
blönduð verk, málverk-textíl og vatnsliti.
Norræna húsið | Gerður Bolladóttir,
sópran, Hlín Erlendsdóttir, fiðla, Sophie
Schoonjans, harpa, flytja nýjar útsetn-
ingar Önnu S. Þorvaldsdóttur á íslensk-
um trúarlegum þjóðlögum og eldri út-
setningar eftir Ferdinand Reuter.
Tónleikarnir verða 15. mars kl. 12.30–13
og er aðgangseyrir 1.000 kr. og 500 kr.
fyrir aldraða og öryrkja en ókeypis fyrir
nemendur HÍ.
Salurinn | Hörputónleikar með Elísabetu
Waage og Caput-vinum 15. mars kl. 20.
Flutt verða tvö dúó; annað eftir Japan-
ann Toshio Hosokawa: Arc-Song fyrir óbó
og hörpu og hitt eftir Atla Ingólfsson:
The Juggleŕs Tent fyrir horn og hörpu.
Miðaverð: 1.600/1.000 kr.
Myndlist
Artótek Grófarhúsi | Steinunn Helga-
dóttir myndlistarmaður sýnir ljósmyndir
og DVD. Sjá nánar á artotek.is
Gallerí Humar eða frægð! | Ljósmyndir,
leikmunir, kvikmyndasýningar. Opið kl. 12–
17 laugardaga, 12–19 föstudaga og 12–18
aðra virka daga. Lokað sunnudaga.
Gallerí Sævars Karls | Hafsteinn Michael
sýnir olíumálverk og teikningar til 23.
mars. Opið virka daga kl. 10–18 og laug-
ardaga kl. 10–16.
Grafarvogskirkja | Svava Sigríður sýnir í
Átthagahorni bókasafns Grafarvogs til
25. mars.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíu-
málverkum Sigrúnar Eldjárn. Til 30. maí.
Handverk og Hönnun | Sýningin "Auður
Austurlands" er opin alla virka daga á
skrifstofutíma hjá Handverki og hönnun.
Hrafnista Hafnarfirði | Sjö málarar frá
Félagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í
Menningarsal til 21. mars.
Kaffi Mílanó | Sigurbjörg Gyða Tracey er
með myndlistarsýningu.
Karólína Restaurant | Óli G. sýnir til loka
apríl.
Listasafn ASÍ | Olga Bergmann – Utan
garðs og innan. Jón Stefánsson, málverk
í eigu safnsins. Til 2. apríl. Opið 13–17,
nema mánudaga. Aðgangur ókeypis.
Listaháskóli Íslands | Gísli B. Björnsson
grafískur hönnuður flytur fyrirlesturinn
„Merki og tákn“ í LHÍ Skipholti 1, stofu
113, kl. 17–18. Hann fjallar um sögu
merkja (logo) á Íslandi og umheiminum
og veltir fyrir sér hvar við erum stödd í
þessum efnum. Gísli rak m. a. auglýs-
ingastofu, var skólastjóri MHÍ, fram-
kvæmdastjóri Gallerís Borgar og kennari
við MHÍ og LHÍ.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn-
ing.
Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick
– Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefn-
farar. Nánari á www.listasafn.akureyri.is
Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal –
Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar-
inbjarnar – Máttur litarins og spegill tím-
ans. Ókeypis aðgangur.
Listasafn Reykjanesbæjar | Samsýning
11 listamanna þar sem viðfangsefnið er
náttúra Íslands. Málverk, skúlptúrar, vefn-
aður og grafíkmyndir. Opið kl. 13–17.30.
Listasalur Mosfellsbæjar | Ljós-
myndahópurinn Ljósbrot sýnir myndir úr
náttúru Íslands. Ljósmyndararnir í hópn-
um eru Baldur Birgisson, Hallsteinn
Magnússon, Pálmi Bjarnason, Sigrún
Kristjánsdóttir og Skúli Þór Magnússon.
Sýningin er opin virka daga kl. 12–19 (inn-
gangur gegnum bókasafn Mosfellsbæjar)
og um helgar kl. 12–18 (gengið um sér-
inngang Listasalar á suðurhlið Kjarna).
Sýningin stendur til 24. mars.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirs-
dóttir-sýnir 20 „Minningastólpa“ unna á
umferðaskilti víðs vegar í Reykjavík til
28. ágúst.
Saltfisksetur Íslands | Elísabet Dröfn
Ástvalsdóttir sýnir til 3. apríl. Salt-
fisksetrið er opið alla daga kl. 11–18. Nán-
ari uppl. á hronn@saltfisksetur.is
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist fjallar um ævi og verk
tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á
síðari hluta 19. aldar.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Rætur rúntsins er heiti á sýningu með
ljósmyndum hollenska ljósmyndarans
Rob Hornstra sem stendur í Myndasal.
Myndirnar eru afrakstur af ferðum Robs
um Ísland á sl. ári.
Uppákomur
Iða | 57. Skáldaspírukvöldið verður kl.
20, í Iðu í bókarýminu. Upplesari kvölds-
ins er Thor Vilhjálmsson rithöfundur.
Hann mun einkum lesa ljóð og flæðitexta
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
LJÓSMYNDASÝNING Ljósbrots, Litir
landsins, er í Listasal Mosfellsbæjar í
Kjarna, Þverholti 2, og stendur til 24.
mars. Ljósbrot er hópur fimm áhuga-
ljósmyndara sem hafa þekkst og starfað
saman, meira og minna frá árinu 2001.
Þau eru: Baldur Birgisson, Hallsteinn
Magnússon, Pálmi Bjarnason, Sigrún
Kristjánsdóttir og Skúli Þór Magnússon.
Þau hafa öll tekið þátt í ýmsum ljós-
myndasýningum áður. Viðfangsefni sýn-
ingarinnar er sótt í náttúru landsins.
Sýningin er opin alla virka daga kl. 12–19
og um helgar kl. 12–18.
Ljósmyndasýning í Listasal Mosfellsbæjar