Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 37
MINNINGAR
✝ Guðleif Magnús-dóttir fæddist í
Hamarsseli í Ham-
arsfirði, Suður-
Múlasýslu 12. nóv-
ember 1918. Hún
lést á Borgarspítal-
anum 6. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Hildur
Brynjólfsdóttir frá
Starmýri og Magn-
ús Guðmundsson
frá Melrakkanesi.
Systkini Guðleifar
eru: Einar sem dó á
öðru ári, Guðný Aðalheiður, f. 17.
júlí 1915, d. 13. desember 1994,
og Helgi, f. 13. nóvember 1917.
Fyrri maður Guðleifar var
Hjörleifur Gústafsson, f. 2. júní
1917, d. 9. febrúar 1992. Þau
slitu samvistum. Seinni maður
Guðni Vilhjálmsson, f. 7. janúar
1922, d. 16. desem-
ber 1974. Dætur
Guðleifar eru Eygló
Bogadóttir, maki
Þorsteinn E. Ein-
arsson, þau eiga
fimm börn; Jónína
Rebekka Hjörleifs-
dóttir, maki Ás-
mundur Garðars-
son, eiga þau tvö
börn; Dagbjört Þór-
unn Hjörleifsdóttir,
maki Sævar Hjart-
arson, eiga þau tvö
börn; Gústa Hjör-
leifsdóttir, fráskilin, og á hún
fjögur börn; og Magnhildur Hjör-
leifsdóttir, fráskilin, á hún tvö
börn. Langömmubörnin eru 19
talsins.
Útför Guðleifar verður gerð
frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku amma mín, núna þegar þú
ert farin þá ylja ég mér við minning-
arnar sem ég á frá okkar samveru-
stundum.
Ég man ætíð stundirnar sem við
áttum saman þegar ég var lítil stelpa í
pössun hjá þér í Hamraborginni,
meðan mamma var í vinnunni. Það
var svo gott að koma til þín og fá að
leggjast í litla sófann, hlusta á Nonna
og Manna í útvarpinu og fá sér kríu
inn á milli. Einn daginn tókst þú þig
til og saumaðir kjól, skó og veski á
eina dúkkuna í dótakassanum, mér
fannst þú vera besta saumakona í
heimi. Svo mörgum árum seinna fékk
Birta litla líka að leika með sömu
dúkkuna úr dótakassanum þínum
góða.
Þú varst svo flink í höndunum og ég
er svo ánægð með hvað ég á af fal-
legum hlutum sem þú hefur búið til í
gegnum árin.
Einn afmælisdaginn hennar
mömmu, þegar ég var sjö ára, komst
þú snemma um morgun til að passa
mig áður en ég fór í skólann, ég átti þá
ósk eina að geta keypt blóm handa
mömmu á leiðinni heim úr skólanum,
en átti bara nokkrar krónur til gjafa-
kaupanna. Ég sagði þér frá þessum
áformum mínum og þú lagðir við upp-
hæðina það sem til þurfti til að ég
gæti nú stoppað hjá blómasalanum og
keypt blómið. Ég gleymi aldrei hvað
ég gekk stolt heim með blómið handa
mömmu, takk, elsku amma, án þín
hefði ég gengið tómhent heim.
Þegar árin liðu kom ég til þín og
fékk að vita hvað var að gerast í þjóð-
félaginu, þú varst alltaf með á nót-
unum og við vorum yfirleitt á sömu
skoðun. Svo sagðir þú mér frá ýmsum
ferðum sem þú fórst í með félagi eldri
borgara, hvernig það lifnaði yfir þér
og þú varst komin á staðinn, maður sá
greinilega að þú hafðir átt margar
skemmtilegar stundir sem þú svo
deildir með mér yfir kaffisopa í Þang-
bakkanum.
Ég er þakklát fyrir tímann sem ég
fékk að eiga með þér þegar ég kom
heim um jólin, og að ég og Birta feng-
um að kveðja þig og kyssa vel og
vendilega. Þá sögðumst við hlakka til
að hittast aftur, þeir endurfundir
verða víst að vera á öðrum stað, en
þangað til verður þú hjá mér í minn-
ingunni.
Þín
Kristjana.
Elsku amma mín, mikið er skrýtið
að hugsa til þess að geta ekki skropp-
ið í smá heimsókn til þín, og þegar ég
keyri framhjá og kíki upp í gluggann
til þín, sé ég enga ljóstíru.
En nú verð ég að ylja mér við minn-
ingarnar sem ég á. Og sú fyrsta skýra
er frá því að við mamma biðum fyrir
utan Sláturfélagið og ég beið eftir að
sjá þig koma út um hliðið og alltaf var
ég jafn glöð að sjá þig. Og það var til-
hlökkunarefni í hvert skipti sem þú
ákvaðst að flytja, því þá safnaðist
stórfjölskyldan saman og allir lögðust
á eitt við að hjálpa og svo var haldin
vegleg matarveisla í lokin.
Mér er það sérstaklega minnis-
stætt þegar þú hringdir í mömmu frá
Lúx og bauðst mér til þín, svo að þú
hefðir öll eldri barnabörnin þín hjá
þér, þá gladdir þú litla stúlku mikið.
Við áttum nú líka okkar góðu
stundir saman þegar árin liðu. Eins
og þegar við sátum við eldhúsborðið í
Hamraborginni og ég úðaði í mig
heimsins bestu kleinum, nýbökuðum
og ylvolgum, og þú sagðir mér frá
æsku þinni, þegar þú varst lítil hnáta
og tiplaðir um Hamarsselið, skóla-
göngu ykkar Helga og einu og öðru
sem á daga þína hafði drifið. Og ekki
skemmtum við okkur minna við
gluggaþvottinn og svalaþrifin.
Mér þykir vænt um þessar stundir
og þakka þér fyrir alla hjálpina í líf-
inu. Og, elsku amma mín, hvíldu í
friði.
Þín
Guðleif María.
Elsku langamma.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Agnes Ýr, Helena Birta
og Sævar Dagur.
GUÐLEIF
MAGNÚSDÓTTIR
Elsku amma.
Ég á svo margar
góðar minningar með þér sem rifj-
ast upp núna þegar ég hugsa til
baka. Eins og þegar ég var lítil
stelpa að heimsækja þig á Þöngla-
skála. Ekki voru þær ófáar ferð-
irnar sem ég fór til þín þangað
enda ekki langt að fara. Alltaf áttir
þú hrærðar kökur og vínarbrauð,
sem þú geymdir í hólfinu í eldavél-
inni, sem mér fannst svo gaman að
opna. Þú byrjaðir snemma að
kenna mér stafina og varst ótrú-
lega viljug að spila lönguvitleysu
við mig. Sátum við stundum tím-
unum saman og spiluðum í sóf-
anum uppi í stofunni á Þönglas-
kála, þar sem útsýnið er alveg
ótrúlegt og þinn uppáhalds staður.
Ég á margt að þakka þér og hef
svo oft dáðst að metnað þínum og
stolti. Strax í grunnskóla fórst þú
að hvetja mig að standa mig vel og
áttir til að lauma einhverju að mér
sem þú hefur reyndar gert alla tíð.
Ég skil það miklu betur nú af
hverju þú hafðir þennan metnað
og vildir að við stæðum okkur, þar
sem stærsti draumur þinn var
þegar þú varst ung að mennta þig
GUÐRÚN
SVEINSDÓTTIR
✝ Guðrún Sveins-dóttir fæddist á
Grundarlandi í Una-
dal í Skagafirði, 15.
september 1913.
Hún lést á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund í
Reykjavík 2. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Digraneskirkju
10. mars.
en fékkst ekki tæki-
færi til þess. En þótt
þú hefðir ekki gengið
menntaveginn háði
það þér ekki, þú
varst mikið í fé-
lagsstörfum bæði
fyrir norðan og sunn-
an og varðst orðin
gjaldkeri eða formað-
ur og stjórnaðir af
þinni hjartans lyst
áður en þú vissir af.
Síðustu árin varst þú
mest í félagsstörfum
með öldruðum í
Kópavogi og varst formaður
Söngvina. Kórinn átti hug þinn all-
an enda hafðir þú í nógu að snúast
við skipulagningu o.fl., alveg þang-
að til þú misstir sjónina. Þá var
mikið af þér tekið, þú sem varst
vön að lesa mikið og fara allra
þinna ferða þegar þér hentaði.
Ég er mjög þakklát fyrir að
strákarnir mínir fengju tækifæri
til að kynnast þér. Eins og þér var
líkt var flest af því sem þú hefur
gefið þeim þroskandi, eins og
stafakubbar, stafabækur o.þ.h. Þú
vildir að þeir væru engir dragbítar
og varst óspör á að spyrja hvort
þeir væru nú búnir að læra stafina
eða orðnir læsir og hvort þeim
gengi ekki vel í skólanum. Þegar
við fórum að heimsækja þig í
Kópavoginn varðst þú alltaf að
vera búin að baka pönnukökur eða
hafa til hunangsköku handa okkur.
Kannski eins gott því mínir dreng-
ir hefðu áreiðanlega orðið fyrir
vonbrigðum ef ekki hefði verið
boðið upp á þetta. Þeir voru farnir
að ganga að því vísu og spyrja
hvort þeir fengju ekki örugglega
pönnukökur eða hunangsköku þeg-
ar við vorum á leiðinni til þín.
Lífshlaup þitt er stórmerkilegt
og hef ég oft vitnað í það og þær
breytingar sem þú ert búin að
ganga í gegnum. Ég sjálf hef ekki
kynnst neinu nema allsnægtum en
þú ert fædd í torfbæ án allra nú-
tíma þæginda en endar svo uppi á
áttundu hæð í blokk. Þönglaskáli
var samt alltaf þitt aðalheimili og
hafði mikla þýðingu fyrir þig. Eftir
að þú fluttir suður komst þú strax
þangað á vorin og varðst þar fram
á haust.
Þú ert búin að ganga í gegnum
mikinn missi og erfiðleika í gegn-
um árin. Þú hefur þurft að horfa á
eftir börnum þínum og eiginmönn-
um. Ég hef samt aldrei séð þig
missa móðinn, þú hefur haldið
þínu striki og reynt að halda hlut-
unum saman. Við höfum líka alltaf
getað náð saman alveg sama hvað
hefur dunið á í kringum okkur, ég
virði þig mikils fyrir það.
Ég læt hér fylgja með ljóð sem
amma samdi til móður sinnar í
febrúar 1969.
Elsku besta mamma mín,
milda hlýja höndin þín,
engum yljar lengur.
Allt það liðna þakka þér,
það sem dýrast gafstu mér,
í erfðir áfram gengur.
Hvíl þú í friði, þín sonardóttir,
Eyrún Helga Þorleifsdóttir.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir,
mágur og afi,
MAGNÚS HEIMIR GÍSLASON,
Granaskjóli 80,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn
3. mars.
Útförin verður gerð frá Neskirkju miðvikudaginn
15. mars kl. 15.00.
Gísli Þór Magnússon, Guðrún Dóra Harðardóttir,
Sif Eir Magnúsdóttir, Gylfi Már Logason,
Laufey Sæbjörg Guðjónsdóttir,
Guðjón Már Gíslason, Elna Sigrún Sigurðardóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
EINAR J. GÍSLASON
bifreiðastjóri,
Ásvegi 16,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn
15. mars kl. 13.00.
Guðlaug Sigurjónsdóttir,
Ólöf Einarsdóttir, Bogi Þórðarson,
Sigurlaug Einarsdóttir,
Erna Einarsdóttir, Bergþór Einarsson,
Einar Örn Einarsson, Hulda Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda-
móður, tengdadóttur og ömmu,
RANNVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Lautasmára 1,
Kópavogi.
Áslaug B. Harðardóttir, Sverrir S. Björnsson,
Sigurður H. Harðarson, Selma Baldvinsdóttir,
Daði Harðarson, Marianna Brynhildardóttir,
Áslaug Árnadóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR ERLENDSDÓTTIR,
Hæðargarði 33,
Reykjavík,
er lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
laugardaginn 25. febrúar síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu-
daginn 16. mars kl. 15.00.
Helga Brynjólfsdóttir, Birgir Lúðvíksson,
Unnur Jónsdóttir,
Lúðvík Birgisson, Ásdís Anna Sverrisdóttir,
Sigríður Birgisdóttir, Brynjar Gauti Sveinsson,
Guðríður Birgisdóttir, Steingrímur Gautur Pétursson
og langömmubörn.
Elskaður og dáður sonur okkar, bróðir, frændi og
barnabarn,
SESAR ÞÓR VIÐARSSON,
Brakanda II,
Hörgárbyggð,
sem lést af slysförum laugardaginn 4. mars,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudag-
inn 17. mars kl. 13:30.
Þeim, sem vilja heiðra minningu hans, er bent á minningarsjóð sem hefur
verið stofnaður í KB banka af Íþróttafélaginu Þór, nr. 0302-13-1606,
kt. 040673-4909
Viðar Þorsteinsson, Elínrós Sveinbjörnsdóttir,
Sigurður Elvar Viðarsson,
Sigrún Alda Viðarsdóttir,
Sara Hrönn Viðarsdóttir,
Viðar Guðbjörn Jóhannsson,
Steingerður Jósavinsdóttir,
Erla Stefánsdóttir, Jón Guðmundsson.