Morgunblaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra sagði á fréttamannafundi
í gær að efnahagslegur stöðugleiki
yrði áfram forgangsmál ríkis-
stjórnarinnar og mikils aðhalds
yrði gætt í fjárlögum ársins 2007.
Fjallaði forsætisráðherra um stöðu
efnahagsmála í ljósi umræðunnar
um stöðu bankakerfisins og sagði
hann að forsætisráðuneytið hefði
verið í stöðugu og mjög góðu sam-
bandi við bæði Seðlabankann og
fjármálaeftirlitið (FME) um þau
mál.
Halldór sagði að margsinnis
hefði verið staðfest að staða ís-
lensku bankanna væri traust og
ekkert nýtt komið fram um stöðu
þeirra sem breytti þessu áliti
Seðlabankans og FME.
„Lagaleg umgjörð fjármálastarf-
seminnar í landinu er traust og í
fullu samræmi við alþjóðareglur.
Jafnframt er fjármálaeftirlitið
mjög öflug og sjálfstæð stofnun,
sem hefur fengið meðmæli alþjóð-
legra stofnana fyrir skilvirkni í
starfi. Enn frekari vitnisburð um
stöðu fjármálafyrirtækja okkar er
að finna í nýlegum umsögnum,
bæði matsfyrirtækjanna Moody’s
og Fitch um íslenska bankakerfið,
sem hafa staðfest óbreytt lánshæf-
ismat þessara stofnana,“ sagði
Halldór.
Viðræður undanfarna daga
Forsætisráðherra greindi einnig
frá því að þegar breytingar voru
gerðar á ríkisstjórninni á dögunum
hefði hann falið Jóni Kristjánssyni
félagsmálaráðherra að hraða sem
mest undirbúningi að breytingum
á starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem
miðuðust að því að laga hann að
breyttum aðstæðum á íbúðalána-
markaðinum. „Þar hafa menn sér-
staklega horft til þess að breyta
honum í heildsölubanka en það er
jafnframt nauðsynlegt að þessi
breyting verði ekki til þess að
breyta í neinu því jafnræði sem er
meðal landsmanna til að taka lán
til íbúðabygginga,“ sagði Halldór.
„Það sem er verið að tala um er
fyrst og fremst það að Íbúðalána-
sjóður verði heildsölubanki, þannig
að það séu þá í reynd bankarnir
sem stunda lánastarfsemina. Síðan
kaupi Íbúðalánasjóður af bönkun-
um. Með þessu verður þá hægt að
tryggja jafnræði meðal lands-
manna. Þetta hefur hins vegar
ekki verið ákveðið. Það hafa átt
sér stað undanfarna daga viðræð-
ur milli aðila um þessi mál og ég
met það svo að það sé miklu meiri
samstaða núna meðal fjármála-
stofnana um að standa að þessum
breytingum og ná samkomulagi
um [þær], ekki síst vegna þeirra
aðstæðna sem nú hafa skapast í
fjármálalífinu. Ég tel að það séu
hagsmunir allra, bæði ríkisins og
fjármálastofnananna, að ná niður-
stöðu sem fyrst um þetta mál,“
sagði Halldór.
Mikil alþjóðleg umsvif
Forsætisráðherra sagði einnig
að fjármálastarfsemi á Íslandi
stæði mjög traustum fótum, eig-
infjárhlutfall stærstu fjármálafyr-
irtækjanna hefði aldrei verið
hærra. Íslensku bankarnir væru
orðnir að alþjóðlegum fjármála-
þjónustufyrirtækjum, með mjög
stóran hlut eigna sinna í alþjóð-
legri starfsemi sem hefði stuðlað
að bættri áhættudreifingu á starf-
semi þeirra.
„Það er mjög eðlilegt við þær
aðstæður sem núna ríkja í íslensku
þjóðfélagi, að það sé talað um
stöðu efnahagsmála. Staða ríkis-
sjóðs er mjög traust og hefur aldr-
ei verið traustari. Skuldir ríkis-
sjóðs eru með því allra lægsta sem
er í okkar viðmiðunarlöndum. Það
er rétt að skuldir landsins út á við
eru háar en það verður að sjálf-
sögðu að taka tillit til þess hvaða
eignir standa þar á móti. Ef við
lítum aðeins til þeirra fyrirtækja
sem eru skrásett í Kauphöllinni,
þá eru 75% af tekjum þeirra í er-
lendri starfsemi. Það er því eðli-
legt, miðað við þessi miklu al-
þjóðlegu umsvif, að skuldir séu
miklar, ekki síst vegna þess að er-
lendar eignir þessara fyrirtækja
eru mjög miklar.
Það er líka rétt að skuldir
heimilanna hafa vaxið og ég og
ýmsir aðrir vildum gjarnan að
þær hefðu ekki vaxið jafnmikið og
raun ber vitni, en þá verður jafn-
framt að hafa í huga að eignir
heimilanna hafa vaxið gífurlega á
undanförnum árum. Ef við lítum
til síðustu fimm ára hafa nettó-
eignir heimilanna í landinu vaxið
um 1.200 milljarða króna, sem eru
12 milljónir á hvert einasta heim-
ili,“ sagði forsætisráðherra.
Minnkandi umsvif
á fasteignamarkaði
Fram kom í máli hans að bank-
arnir hefðu komið mjög hratt inn
á íbúðalánamarkaðinn á sínum
tíma og yfirboðið Íbúðalánasjóð.
„Nú hafa bankarnir ákveðið að
sýna meiri varkárni í þessum mál-
um og ég tel það vel. Það eru
minnkandi umsvif á fasteigna-
markaðinum. Það er ljóst að
íbúðaverðið hefur haldið verð-
bólgunni uppi. Aðalástæða verð-
bólgunnar að undanförnu er
hækkun á íbúðarhúsnæði og allt
bendir til þess að nú sé þeirri
miklu hækkun að linna, og þar af
leiðandi muni íbúðarverðið hafa
jákvæð áhrif á verðbólguna, sem
veitir ekki af vegna þess að geng-
ið hefur verið að veikjast mikið,“
sagði Halldór.
Forsætisráðherra lagði áherslu
á að efnahagslegur stöðugleiki
yrði áfram forgangsmál ríkis-
stjórnarinnar.
„Við erum núna að vinna í fjár-
lögum ársins 2007 og það verður
mikið aðhald í þeim fjárlögum.
Hvort við þurfum að fara út í eitt-
hvert frekara aðhald í þeim efn-
um sé ég nú ekki á þessari
stundu, en við verðum að ákveða
framhaldið, m.a. þegar liggur
ljóst fyrir hvort það verður eitt-
hvað af þessum framkvæmdum í
Straumsvík eða ekki.“
Forsætisráðherra lætur hraða undirbúningi að hugsanlegri breytingu Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka
Staða og umgjörð
bankanna er traust
Boðar mikið
aðhald í fjárlögum
ársins 2007
Morgunblaðið/Kristinn
„Nú hafa bankarnir ákveðið að sýna meiri varkárni í þessum málum og ég
tel það vel. Það eru minnkandi umsvif á fasteignamarkaðinum,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi í Ráðherrabústaðnum í gær.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
SIV Friðleifsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði á Alþingi í gær
að stjórnendur Landspítala –
háskólasjúkrahúss (LSH)
hefðu ekki sett í forgang hág-
æsluaðstöðu á Barnaspítala
Hringsins. „Ég vil […] benda á
að Landspítalinn setti ekki
þessa gjörgæslu, þessa hág-
æslu barna, á sinn lista fyrir yf-
irstandandi fjárlagaár.“ Hún
kvaðst hins vegar vissulega
mundu skoða þessi mál. Þetta
kom fram í svari hennar við fyr-
irspurn Ágústs Ólafs Ágústs-
sonar, þingmanns Samfylking-
arinnar.
Hágæsluaðstaða er eins kon-
ar millistig milli legudeildar og
gjörgæsludeildar. Ásgeir Har-
aldsson, sviðsstjóri lækninga á
barnasviði LSH, sagði í viðtali
við Morgunblaðið í lok janúar
að engin gjörgæsludeild væri
fyrir börn. Árlegur rekstur
hágæsluaðstöðu fyrir allt að
fjögur börn gæti numið um sex-
tíu milljónum króna.
Ágúst Ólafur sagði að vega-
lengdin milli barnaspítalans og
gjörgæsludeildar á LSH væri
löng, stundum of löng.
Hágæslu-
þjónusta
ekki sett í
forgang
GUÐJÓN A. Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, sagði á
Alþingi í gær að það hefði verið
óvarlegt af sér að snerta við
vinstri öxl Sigurðar Kára Krist-
jánssonar, þingmanns Sjálfstæð-
isflokks, á þingfundi á laugardag.
Guðjón Arnar tók jafnframt fram
að hann vildi ekki una því að
þurfa að sitja undir þeim ummæl-
um Sigurðar Kára að hann nennti
ekki að vinna vinnuna sína. Eins
og fram kom á mbl.is á laugardag
stjakaði Guðjón Arnar við Sigurði
Kára eftir að sá síðarnefndi steig
úr ræðustól þar sem hann vændi
stjórnarandstöðuna um að nenna
ekki að vinna vinnuna sína.
Guðjón kvaddi sér hljóðs við
upphaf þingfundar á Alþingi í
gær. „Sá sem hér stendur vill ekki
una því að þurfa að sitja undir
þeim ummælum háttvirts þing-
manns Sigurðar Kára Kristjáns-
sonar að nenna ekki að vinna
vinnuna sína,“ sagði Guðjón Arn-
ar. „Ég mótmæli því og mun mót-
mæla því áfram, eins og mér
finnst ástæða til, ef þau ummæli
verða um mig höfð. Mér finnst
hins vegar leitt – og vil taka það
fram og tilkynna
það hæstvirtum
forseta – að það
var óvarlegt af
mér, jafn-
þungum manni
og ég er, að
snerta við
vinstri öxl hátt-
virts þingmanns.
Ég mun frekar
horfa í aðrar áttir um það í fram-
tíðinni og nota orðalag til þess að
svara háttvirtum þingmanni. Ég
mun hins vegar minnast orða hans
og þau verða síðar rifjuð upp við
hentugt tækifæri, háttvirtur þing-
maður.“ Umrædd ummæli Sig-
urðar Kára féllu á þingfundi á
laugardag, eins og áður sagði, í
umræðum um fundarstjórn for-
seta. Í þeim fóru þingmenn stjórn-
arandstöðunnar m.a. fram á það
að iðnaðarnefnd þingsins yrði köll-
uð saman að nýju til að ræða frek-
ar frumvarp iðnaðarráðherra til
nýrra vatnalaga. Einnig vildu ein-
staka þingmenn stjórnarandstöð-
unnar fá upplýst hve lengi forseti
þingsins hygðist halda áfram þing-
fundi þann daginn. Sigurður Kári
kom þá í pontu og sagði m.a. að
stjórnarandstaðan væri að halda
uppi málþófi.
Kvað óvarlegt af sér að snerta
við vinstri öxl Sigurðar Kára
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Guðjón A.
Kristjánsson
ÖNNUR umræða um frumvarp iðnaðarráðherra
til nýrra vatnalaga hélt áfram á Alþingi í gær.
Fjöldi þingmanna, nær eingöngu stjórnarand-
stæðingar, er enn á mælendaskrá. Hlé var gert á
þingfundi um kvöldmatarleytið, en þá funduðu
forseti Alþingis og formenn þingflokka en náðu
ekki samkomulagi um framhald málsins. Stuttu
síðar hófst kvöldfundur.
Fyrst hófust umræður um fundarstjórn forseta.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu þar for-
seta þingsins um framhald fundarins; hvenær fyr-
irhugað væri að ljúka honum og hvernig þing-
störfum yrði háttað í vikunni. Birgir Ármannsson
varaforseti sem sat í forsetastól sagði að umræðan
myndi halda áfram fram eftir kvöldi, en framvind-
an eftir það væri óljós. Margrét Frímannsdóttir,
þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði síð-
ar að útlit væri fyrir að umræður um frumvarpið
myndu halda áfram á Alþingi þessa vikuna, þá
næstu og þarnæstu.
Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins, var fyrstur á mælendaskrá og tók
með sér nokkrar bækur og rit í ræðustól. Las
hann m.a. upp texta eftir Þórberg Þórðarson.
Iðnaðarnefnd þingsins fundaði um frumvarpið
fyrir hádegi í gær. Birkir J. Jónsson, formaður
iðnaðarnefndar, sagði á þingfundi síðdegis að
embættismenn m.a. frá umhverfisráðuneytinu
hefðu komið á fundinn. Fulltrúi umhverfisráðu-
neytisins hefði m.a. sagt að vatnatilskipun ESB
skaraðist ekki í neinu á við umrætt frumvarp.
Birkir sagði að stjórnarliðar hefðu sannfæringu
fyrir því að um góða lagasetningu væri að ræða.
„Og við styðjumst við álit allra helstu sérfræðinga
á sviði eignarréttar á 20. og 21. öldinni.“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja að frum-
varpinu verði vísað frá. Jón Bjarnason, þingmaður
VG, segir að með frumvarpinu sé verið að breyta
nýtingarrétti á vatni í eignarrétt.
Áfram óvissa um vatnalögin