Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
sí
ðus
tu
sýn
inga
r
Rent kl. 8 og 10.25 B.i. 14 ára
Yours Mine and Ours kl. 6 og 8
Brokeback Mountain kl. 5.40 B.i. 12 ára
Pink Panther kl. 10
STEVE
MARTIN
BEYONCÉ KNOWLES
Bleiki
demanturinn
er horfinn...
KEVIN
KLINE
JEAN
RENO
2 fyrir 1
fyrir viðskiptavini
Gullvild Íslandsbanka
Upplifðu magnaðan söngleikinn!! Stútfull af stórkostlegri tónlist!
F
U
N
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Rent kl. 8 og 10.45 B.i. 14 ára
Rent LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 14 ára
Yours Mine and Ours kl. 4, 6 og 8
Pink Panther kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
Nanny McPhee kl. 3.40 og 5.50
Underworld kl. 10 B.i. 16 ára
Zathura m / ísl tali kl. 3.40 B.i. 10 ára
Walk the Line kl. 8 og 10.45 B.i. 12 ára
Fun with Dick & Jane kl. 5.45
Skemmtu þér vel
á frábærri
fjölskyldumynd!
18 krakkar. Foreldrarnir.
Það getur allt farið úrskeiðis. Vinsælasta myndin á Íslandi í dag
síðustu sýningar
N ý t t í b í ó
f i
fyrir vi ski tavi i
llvil Glit is
ÞAÐ var dulítið magnað að ræða við
Clifton Collins Jr. um þátt hans í Ca-
pote þar sem maðurinn var ekki al-
mennilega kominn úr hlutverkinu.
Hann ræddi um hlutverkið í fyrstu
persónu, og á einum stað í viðtalinu
var ég ekki lengur viss um hvort
hann væri að lýsa eigin uppvexti eða
uppvexti Perry Smith, hins ólán-
sama morðingja sem verður Truman
Capote svo hugleikinn.
Hoffman og Collins Jr. eiga stór-
kostlegan samleik í Capote, sum at-
riðin eru nánast óbærileg, svo til-
finningaþrungin og næm sem þau
eru. Collins Jr. var líka uppfullur af
ástríðu og áhuga er ég ræddi við
hann, óður og uppvægur í því að fara
að hasla sér almennilega völl í
draumaverksmiðjunni.
Collins fæddist árið 1970 inn í fjöl-
skyldu skemmtikrafta. Hann hóf
leikaraferilinn árið 1988 og framan
af sinnti hann að mestu sjónvarps-
þáttum og kvikmyndum í fjaðurvigt-
arflokki. Um miðbik tíunda áratug-
arins hóf hann hins vegar markvisst
að leita uppi hlutverk sem voru
meira krefjandi og er Capote topp-
urinn á því ferli.
Sálarlífið
Hvernig kom það til að þú endaðir
í þessari mynd?
„Ég varð strax mjög hrifinn af
handritinu, ég held að það sé það
besta sem ég hef lesið til þessa á
ferlinum. Ég vissi nú ekki mikið um
Capote og las mér þá bara til. Ekki
spillti þegar ég sá að Philip Seymour
Hoffman og Chris Cooper áttu að
vera með. Það sem mér fannst
spennandi við hlutverkið var að það
gaf mér færi á að sýna fram á hið
mannlega í morðingjanum, fá áhorf-
endur til að snúast á sveif með hon-
um nánast og ganga þar með í ein-
konar berhögg við tilfinningar sínar.
Fólk fæðist ekki morðingjar og
myndin sýnir hvernig Perry komst á
þennan miður skemmtilega áfanga-
stað.“
Hvernig undirbjóstu þig fyrir
myndina?
„Húff … þetta var frekar erfið
mynd, en algerlega frábært að vinna
hana. Þetta tók á sálarlífið, ég leitaði
mikið inn á við og brotnaði niður
endrum og eins. Ég þurfti að sam-
sama mig við Perry og það tók á. Ég
(hann segir „ég“ en er að tala um
Perry) átti hrikalega æsku. Ég
kannaði ofan í kjölinn ljósmyndir af
honum, las bréfin hans og var svo
lánsamur að geta séð stutt kvik-
myndabrot af honum úr réttar-
salnum.“
Hvernig var samvinnu þinni og
Philip Seymour Hoffmans háttað?
„Við æfðum saman vel og lengi og
ræddum mikið saman um hvernig
við ættum að tækla hvert atriði. Það
var frábært að fá æfa svona mikið,
þar sem margir leikarar eru ekkert
sérstaklega hrifnir af því. Ég þrífst
hins vegar á æfingunum. Það var
líka mikilvægt að fá frið, að fá að
vera einn á upptökustaðnum. Ég var
t.a.m. mikið inni í fangaklefanum,
var þar heilu og hálfu dagana. Ég
var farinn að kunna ágætlega við
mig þar.“
Leiðir
Það virðist ekki vera mikið glys í
kringum leikaralífið miðað við þess-
ar lýsingar þínar?
„Það er samt gaman,“ svarar Coll-
ins og virðist hálfhissa á spurning-
unni. „Ég fíla þetta t.d. betur en
Philip; honum finnst þetta erfitt.
Mér finnst ég vera í svo mikill óska-
stöðu að ég get ekki annað en verið
glaður og ánægður. Ef þú myndir
mæta í vinnuna þína á pósthúsinu í
stormsveitarbúningi (vísar í storm-
sveitarmennina úr Stjörnustríði)
yrðirðu rekinn. En í minni vinnu er
það í góðu lagi!“
Hvað er svo framundan?
„Ég er í Dirty ásamt Cuba Good-
ing Jr., þar sem við leikum löggur.
Svo er það TV: The Movie, gam-
anmynd sem Preston Lacy skrifar
m.a. Svo eru það þættirnir Thief á
FX stöðinni sem verða frumsýndir
nú í mars. Það eru svona HBO gæði
á þessum þáttum og því ákvað ég að
slá til. HBO og FX eru þeir sjón-
varpsþáttaframleiðendur sem koma
næst kvikmyndum hvað undirbún-
ing og vinnsluhætti varðar. Maður
getur um frjálst höfuð strokið, það
er minni pressa en á öðrum stöðvum
og þitt framlag/þínar hugmyndir eru
teknar til greina. Sjónvarpsþátta-
vinna er engu að síður heftandi, þú
hreinlega getur ekki eytt mánuði í
æfingar eins og raunin var með Ca-
pote. En það er bara nokkuð sem
maður verður að takast á við. Ég
finn einhverjar leiðir …“
Kvikmyndir | Clifton Collins Jr. í veigamiklu hlutverki í Capote
Að týna sér í listinni
Philip Seymour Hoffman uppskar Óskarsverðlaun
fyrir frammistöðu sína í Capote. Clifton Collins Jr.,
sem fer með hlutverk morðingjans Perry Smith,
sýnir sömuleiðis snilldarleik. Arnar Eggert
Thoroddsen átti við hann stutt spjall á dögunum.
arnart@mbl.is
„Þetta tók á sálarlífið, ég leitaði mikið inn á við og brotnaði niður endrum og eins,“ segir Clifton um hlutverkið.
HIN færeyska Eivör Pálsdóttir
hlaut tvenn verðlaun á Dönsku tón-
listarverðlaununum í flokki þjóð-
lagatónlistar og voru þau afhent í
Tönder á laugardagskvöld.
Verðlaunin voru í flokkunum
besta söngkonan og besta vísna-
platan, en alls var Eivör tilnefnd til
sex verðlauna.
Platan sem um ræðir er Eivör
sem 12 Tónar gáfu út hérlendis árið
2004 og í Danmörku í fyrra.
Segir í fréttatilkynningu að verð-
launin hafi mikla þýðingu fyrir Ei-
vöru og 12 Tóna. Eivör hefur nýlok-
ið tónleikaferð um Danmörku og er
önnur fyrirhuguð í haust. Eivör
heldur næst í mánaðartónleikaferð
til Kanada í annað skipti á skömm-
um tíma.
Næstu tónleikar Eivarar hér-
lendis verða 27. apríl þar sem hún
kemur fram með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og syngur íslenskar
perlur. Með henni á þeim tónleikum
verður Ragnheiður Gröndal.
Tónlist | Eivör fékk tvenn verðlaun á
Dönsku tónlistarverðlaununum
Ferill Eivarar er orðinn ævintýri líkastur.
Heldur tónleika með
Sinfó í lok apríl