Morgunblaðið - 14.03.2006, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Magnaður framtíðartryllir
með skutlunni Charlize Theron.
Hefndin er á leiðinni
eee
V.J.V. topp5.is
eeee
S.V. mbl
eeee
A.G. Blaðið
eeee
Ö.J. Kvikmyndir.com
eeeee
Dóri Dna / Dv
eeee
S.v. / Mbl
Anthony Hopkins sýnir stórleik í sínu eftirminnilegasta
hlutverki til þessa í skemmtilegustu mynd ársins.
eeee
„Skemmtilegasti
furðufugl ársins!"
- Roger Ebert
The New World kl. 5.45 og 8.30 b.i. 12 ára
The Worlds Fastest Indian kl. 5.30 - 8 og 10.30
Blóðbönd kl. 6 - 8 og 10
Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 ára
Syriana kl. 8 og 10.30 b.i. 16 ára
Pride & Prejudice kl. 5,30
BESTA MYND ÁRSINSFrá h
öfundi „Traffc“
eeee
H.K., Heimur.is
F R U M S Ý N I N G
Hagatorgi • S. 530 1919
www.haskolabio.is
F R U M S Ý N I N G F R U M S Ý N I N G
MIÐASALA á tónleika Rogers Waters,
sem haldnir verða í Egilshöll mánudaginn
12. júní, hefst á morgun, miðvikudaginn
15. mars, klukkan 10. Roger Waters var
stofnmeðlimur hinnar frægu rokk-
hljómsveitar Pink Floyd og helsti laga-
smiður hennar. Í fyrri hluta dagskrárinnar
flytur Waters nýlega samantekt sína á
ýmsum lögum frá ferlinum, þar á meðal
vel þekkta hljóma frá fyrstu árum Pink
Floyd, hluta af The Wall, ógleymanleg lög
af Animal, Wish You Were Here og The
Final Cut ásamt atriðum úr sólóferli Wa-
ters, svo sem Amused To Death og The
Pros and Cons of Hitch Hiking.
Í síðari hluta tónleikanna er svo röðin
komin að The Dark Side Of The Moon –
frá upphafi til enda – í flutningi Rogers
Waters og hljómsveitar, en þetta verk má
að sönnu kalla einn af hornsteinum rokk-
tónlistarinnar.
Auk tónlistarinnar sjálfrar fá áhorf-
endur að njóta myndbanda á stórtjaldi,
margvíslegra leikhústilbrigða og hljóm-
brellna sem notuð verða til að undirstrika
þessa magnþrungnu tónlist, sem berst að
eyrum áhorfenda gegnum 360° víðóma og
kraftmikið hljóðkerfi eins og í þrívíðri
sýndarveröld.
Sígilt meistaraverk
The Dark Side Of The Moon var upp-
runalega gefið út árið 1973 og taldist nán-
ast samstundis sígilt vegna þeirrar blöndu
sem í því fólst af framsækinni tónlist,
klassískum anda og leitandi hljómbrigðum.
Í þessu snilldarverki er velt upp spurn-
ingum um staðvist mannkynsins á öld
tæknikratanna, en samtímis var það boð-
beri nýrra tíma varðandi hlutverk raf-
eindatækni í tónlist ungu kynslóðarinnar.
Verkið náði áður óþekktum hæðum í vin-
sældum og varð ein söluhæsta plata allra
tíma. Platan sló líka tímamet og var meðal
200 mest seldu hljómplatna í heimi í heil
15 ár. Árið 2004 seldist platan enn í meira
en 8.000 eintökum á viku.
Tónlist | Miðasala hefst á morgun á tónleika Rogers Waters í Egilshöll
Þrívíð tónlistarveisla
Roger Waters stofnaði Pink Floyd
ásamt Syd Barrett árið 1966.
Miðasala verður á midi.is og í Skífuversl-
unum Laugavegi, Kringlunni og Smáralind.
Eins verður hægt að kaupa miða í BT Ak-
ureyri og BT Selfossi.
Miðaverð er 8.900 krónur á svæði A og
7.900 krónur á svæði B auk miðagjalds.
Morgunblaðið/Eggert
Gestir horfa á
sjónvarpstæki sem
hékk í loftinu.
Rakel McMahon
baðaði sig upp úr
kokkteilsósu.
ÞAÐ gekk á ýmsu í Nýlistasafninu síðast-
liðið föstudagskvöld en þar stóðu nem-
endur Listaháskóla Íslands fyrir gjörn-
ingahátíð. Fjölbreyttir og litskrúðugir
karakterar lifnuðu við á fjórðu hæð safns-
ins og nutu gestir fjölbreyttrar dagskrár.
Mikil gjörningahátíð
Eva Ísleifsdóttir og
Hulda Rós Guðnadótt-
ir en sú síðarnefnda er
með lundahausinn.
Kata Lompart las
stjörnuspána fyrir gesti.