Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 47

Morgunblaðið - 14.03.2006, Side 47
400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu eeee „…listaverk, sannkölluð perla“ DÖJ – kvikmyndir.com Stórkostleg verðlaunamynd Byggð á sönnum atburðum YFIRVOFANDI HÆTTA OG SAMSÆRI LÍF OKKAR ER Í HÖNDUM TVEGGJA EINSTAKLINGA RALPH FIENNES RACHEL WEISZ BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI RACHEL WEISZ e e e e L.I.B. - topp5.is G.E. NFS e e e M.M.J. Kvikmyndir.com e e e S.K. DV e e e Ó.H.T Rás 2 Epískt meistarverk frá Ang Lee eeeee L.I.B. - Topp5.is walk the line V.J.V Topp5.is S.V. Mbl. M.M.J Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 ÞEIR BUÐU STJÓRNVÖLDUM BYRGINN, AÐEINS MEÐ SANNLEIKANN AÐ VOPNI eeee Topp5.is eee kvikmyndir.com eee A.B. Blaðið eeee S.K. / DV Hefndin er á leiðinni Magnaður framtíðartryllir með skutlunni Charlize Theron. Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 18 krakkar. Foreldrarnir. Það getur allt farið úrskeiðis. Sýnd kl. 6 EIN ATHYGLISVERÐASTA MYND ÁRSINS SUM ERU HÆTTULEGRI EN ÖNNUR ALLIR EIGA SÉR LEYNDARMÁL Rolling Stone Magazine Kvikmyndir.com eeee Roger Ebert Empire Magazine ee e Topp5.is eeee GOYA VERÐLAUNIN Besta Evrópska myndin Scarlett Johansson Jonathan Rhys Meyers MATCH POINT Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10:15 BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI PHILIP SEYMOR HOFFMAN Sími - 551 9000 Ein besta mynd Woody allen Rent kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 14 ára Capote kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 16 ára Brokeback Mountain kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 12 ára Constant Gardener kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 ára MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 47 Auglýsendur! Þið eigið stefnumót við áhugavert fólk - lesendur Tímarits Morgunblaðsins. Tímarit Morgunblaðsins er mest lesna tímaritið í áskrift á Íslandi. Því er dreift í 60 þúsund eintökum með sunnudagsblaði Morgunblaðsins til lesenda um land allt. Allar nánari upplýsingar veita Sigrún Sigurðardóttir í síma 569 1378 eða sigruns@mbl.is, og Bylgja Björk Sigþórsdóttir í síma 569 1142 eða bylgjabjork@mbl.is ÍSLANDSMEISTARMÓTIÐ í ömurlegri ljóðlist er nú formlega hafið en frestur til að senda inn ljóð rann út í síðustu viku og alls bárust um 200 ljóð í keppnina. Það er jaðarforlagið Nýhil sem stendur að mótinu en fram að verðlaunaaf- hendingu á föstudaginn munu út- valin ljóð og umsagnir dómnefndar birtast hér í Morgunblaðinu. Eins og áður hefur komið fram er tillit tekið til asnalegra myndlík- inga, klaufalegs orðalags og ósmekklegs umfjöllunarefnis, auk annarra stílbragða ömurðarinnar sem dómnefnd þykir rétt að hafa til viðmiðunar. Dómnefnd skipa þau Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sölvi Björn Sig- urðarson. Tekið skal fram að ljóðið þarf ekki endilega að vera verðlauna- ljóð í mótinu, enda er frekar geng- ið út frá því að þessu sinni að ljóðið sé áhugavert. EYÐNI kongó tógó fílabeinsströndin allir eru með eyðni hvernig væri að uppfræða þau svo engin þeirra deyi Ljóðið er eftir Ívar Pétursson. Í umsögn dómnefndar segir: „Þetta stutta ljóð sameinar stök ósmekklegheit í meðhöndlun sér- lega harmþrungins umfjöllunar- efnis og félagslega raunsætt raunavæl hins vestræna móral- isma. Þá er vísað til lagsins „Everyone has AIDS“ úr dúkku- kvikmyndinni Team America: World Police sem gefur þessu öllu saman frekar slepjulega póstmód- ernískan blæ.“ Ljóð | Íslandsmeistaramótið í ömurlegri ljóðlist Eyðni Verðlaunafhending fer fram föstudaginn 17. mars. ÍSLENSKA söngkonan Hafdís Huld skrifaði á dögunum undir plötusamning við breska plötufyr- irækið MVine. Fyrsta sólóplata Haf- dísar, sem er 26 ára og var áður söngkona Gus Gus og FC Kahuna, kemur út í júní á þessu ári og hefur platan fengið nafnið Dirty Paper Cup. Hafdís var þegar á mála hjá um- boðsfyrirtækinu Big Dipper en fyr- irtækið er einnig með Sigur Rós og Aminu á sínum snærum. Fyrsta smáskífan af plötunni, „Tomoko“, kemur út í lok næsta mánaðar og þá mun einnig fylgja tónlistarmynd- band við lagið sem breski ljósmynd- arinn Helen Woods leikstýrði en ásamt Hafdísi í myndbandinu er vin- kona hennar, leikkonan Álfrún Örn- ólfsdóttir. Þá hafa Hafdís og Woods einnig lokið tökum á myndbandi við aðra smáskífu af Dirty Paper Cup, „Ski Jumper“. Í því myndbandi reynir Hafdís að fóta sig á gras- skíðum í nágrenni Krísuvíkur. Í fréttatilkynningu sem barst frá Big Dipper segir að Dirty Paper Cup hafi verið samin á síðustu tveimur árum með hjálp ýmissa tón- listarmanna. Má þar nefna Boo Hewerdine sem hefur samið lög fyr- ir tónlistarmenn á borð við Natalie Imbruglia, Eddi Reader og k d lang og upptökustjórann Jim Abbiss sem hefur stjórnað upptökum fyrir tón- listarmanninn DJ Shadow og hljóm- sveitirnar Arctic Monkeys og Kasabian. Auk frumsaminna laga á Dirty Paper Cup verður að finna ís- lenska þjóðlagið „Sumri hallar“ auk frumlegrar ukulele-útgáfu af „Who Loves The Sun“ sem Velvet Un- derground gerði frægt á sínum tíma. Tónlist | Hafdís Huld skrifar undir plötusamning við MVine Plata væntanleg í sumar www.myspace.com/hafdishuld www.mvine.com/video/ Hafdis_Tomoko.mov_ Ljósmynd/Helen Woods Hafdís Huld er þessa dagana að færa út kvíarnar á Englandi. Mikill áhugi hefur myndast fyrirkomu töframannsins Curtis Adams og sýningum hans í Aust- urbæ í byrjun apríl. Vika er síðan að tilkynnt var um auka- sýningu en þeir miðar hafa rokið svo hratt út að nú er svo til uppselt á aukasýn- inguna líka (aðeins örfá- ir miðar eft- ir á öftustu bekkjun- um). Skipu- leggjendur sýning- arinnar hafa brugðist við þessum ótrúlega áhuga með því að bæta við þriðju sýningunni sunnudaginn 9. apríl kl. 19.30. Miðasalan er hafin og allt varð- andi aukasýninguna er nákvæmlega eins og áður; hún fer fram í Aust- urbæ kl. 19.30 og miðaverð er það sama; frá 1.900 + miðagjald til 3.900 + miðagjald. 20% afsláttur er fyrir alla sem eru GSM-númer hjá Síman- um í svæði A. Miðasalan er í höndun Miða.is og fer fram í verslunum Skíf- unnar í Reykjavík, verslunum BT á Akureyri og Selfossi og á www.e- vent.is. Leikarinn Dennis Quaid hefurviðurkennt að hafa háð baráttu við lystarstol (e. anorexia). Quaid missti um 20 kíló fyrir hlutverk sitt sem Doc Holliday í kvikmyndinni Wyatt Earp árið 1994. Hann segist hafa soltið heilu hungri í viku þar til hann varð jafn veikburða og kett- lingur eins og hann orðar það sjálf- ur. Í viðtali við dagblaðið New York Post sagði hann: „Handleggirnir á mér voru svo mjóir að ég gat ekki dregið sjálfan mig upp úr sundlaug. Ég leit í spegilinn og sá ennþá mann sem vó 90 kíló þrátt fyrir að ég væri orðinn 65 kíló.“ Quaid, sem kallar sjúkdóminn „manorexíu“, segist vera orðinn heilsuhraustur í dag eftir að hann sigraðist á sjúkdómnum. „Í mörg ár var ég heltekinn af því sem ég lét ofan í mig, hversu margra hitaeininga ég neytti, og hversu mik- ið ég þurfti að hreyfa mig,“ segir Quaid sem er annar og betri maður í dag að eigin sögn. Fólk folk@mbl.is Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.