Morgunblaðið - 14.03.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2006 35
MINNINGAR
✝ Hulda Hannes-dóttir fæddist á
Arnkötlustöðum í
Holtum í Rangár-
vallasýslu 24. mars
1930. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut mið-
vikudaginn 1. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Hannes Frið-
riksson, f. á Arn-
kötlustöðum 9.
október 1892, d. 11.
janúar 1985, og
Steinunn Bjarnadóttir, f. á Efra
Seli í Landsveit 6. desember
1900, d. 4. ágúst 1975. Systkini
Huldu eru Margrét, f. 9. nóvem-
ber 1931, Guðmundur Eiður, f.
12. september 1933, d. 17. janúar
1975, Bjarni, f. 29. september
1934, Salvör f. 20. nóvember
1936, Ketill Arnar, f. 4. desember
1937, og Áslaug, f. 23. mars 1943.
Hinn 18. desember 1954 giftist
Hulda Þorleifi Jónssyni bifvéla-
virkja, f. í Fossgerði á Berufjarð-
arströnd 16. apríl 1927, d. 21. júní
1970. Börn þeirra eru: 1) Jóna
Sigríður, f. 17. apríl 1950, gift
Lúðvík Thorberg Halldórssyni, f.
1951. Þau eiga fjögur börn: a)
Halldór Geir, f.
1969. b) Þorleif
Hannes, f. 1972,
kvæntur Elvu Dögg
Númadóttur, f.
1973. Þau eiga tvö
börn, Jónu Dís, f.
1998, og Börk
Þorra, f. 2003. c)
Huldu Nönnu, f.
1973. Hún er í sam-
búð með Arnkel
Bergmann Arnkels-
syni, f. 1970. Þau
eiga tvö börn, Lúð-
vík Thorberg, f.
1997, og Aron Daða, f. 2003. d)
Guðmund Steinar, f. 1975. 2)
Hanna Steinunn, f. 23. mars 1954.
3) Pétur, f. 25. júní 1958, kvæntur
Marínu Ilyinskaju, f. 1960. Þau
eiga þrjú börn, Jönu, f. 1983, sem
Marína átti fyrir, Ívar Hannes, f.
1994, og Þóreyju Nínu, f. 1997. 4)
Helga Hrönn, f. 15. maí 1962, gift
Ingvari Ingvarssyni, f. 1960. Þau
eiga fjögur börn, Þorleif Þorra, f.
1981, Játvarð Jökul, f. 1984, Sig-
ríði Sjöfn, f. 1988, og Halldóru
Huld, f. 1988. 5) Gunnar Þorri, f.
10. júlí 1968.
Útför Huldu verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
„Sælla er að gefa en þiggja,“ var
eins konar lífsmottó mömmu. Hún
vildi allt fyrir fólkið í kringum sig
gera en lagði lítið upp úr því að
dekra við sjálfa sig. Jafnvel fólk sem
hún þekkti lítið laðaðist að henni og
hún rétti þeim hjálparhönd sem
minna máttu sín enda óvenju næm á
að finna hvar skórinn kreppti. Pabbi
og mamma lögðu hart að sér við að
koma sér upp eigin húsnæði og þó
við systkinin fæddumst ekki beinlín-
is með gullskeið í munni, leið okkur
vel og fundum aldrei fyrir að nokk-
urn skapaðan hlut skorti. Fólk eyddi
heldur ekki um efni fram á þessum
árum og keypti ekkert nema að eiga
fyrir því fyrst. Mórallinn á heimilinu
var léttur og skemmtilegur þegar sá
gállinn var á mannskapnum, smá
gálgahúmor sveif yfir vötnunum og
við hermdum óspart eftir uppáhalds-
karakterunum okkar. Pabbi gerðist
mikill bítlaaðdáandi um leið og við og
mamma lét sem hún hefði ekki
grænan grun þegar við trúðum
henni fyrir því að við ætluðum að
koma honum á óvart með því að gefa
honum Sgt. Pepper’s-plöturnar í
jólagjöf því hún vissi sem var að
hann var líka búinn að kaupa þær
handa okkur. Það voru kannski ekki
margir unglingar sem tóku pabba
sinn með á bítlamyndina Help (eða
var það öfugt). Mamma var lagin við
að sauma og prjóna eftir kúnstarinn-
ar reglum og við áttum heilan helling
af fallegum flíkum, að því er okkur
fannst, þökk sé henni. Sem ungling-
ar gátum við bent henni á töff föt í
tískublöðum og hún sneið valin efni
eftir grunnsniði úr Húsmæðraskól-
anum og títuprjónaði þar til passaði,
af hreint ótrúlegri þolinmæði og sat
oft langt fram á nótt við saumaskap
fyrir skólaböll eða aðrar uppákomur.
Auk þess saumaði hún þjóðbúning
(upphlut), brúðarkjóla, venjulega
kjóla og dragtir og vann um tíma við
heimasaum á karlmannabuxum fyrir
saumastofu úti í bæ.
Þegar pabbi dó, aðeins 43 ára að
aldri, stóð mamma ein uppi með okk-
ur, börnin sín fimm. Hún lagði ekki
árar í bát heldur fór strax út á vinnu-
markaðinn og vann á róluvelli alla
sína starfsævi. Hún kunni því eril-
sama starfi vel, naut þess að vera úti
við, hafði gott lag á börnum enda
gríðarlega góð mæting á völlinn og
kynntist mörgu prýðisfólki í
tengslum við pössunina. Þó nóg rými
hafi verið innan girðingar og leik-
tækin yfirleitt í góðu lagi var aðstað-
an fyrir gæslufólkið ekki upp á
marga fiska framan af. Harla lítið
pláss var til að taka börnin inn í hús,
ef veður urðu válynd, auk þess sem
fyrra húsið hélt varla vatni eða vindi,
en það leystist samt allt saman far-
sællega og hún hrósaði happi yfir að
ekkert alvarlegt henti þau í gæsl-
unni öll þessi ár. Meðan ég var
heimavinnandi með krakkana mína
tók ég stöku sinnum að mér að vinna
með henni á vellinum í forföllum og
varð þar vitni að því hversu vel hún
sinnti þessum litlu skjólstæðingum
sínum. Skemmti þeim eða huggaði,
oft með söng eða leik, hitaði auka-
vettlinga á ofninum, snýtti, dustaði
sand úr hárinu, plástraði lítil sár, ýtti
í rólu og hjálpaði þeim á vegasalt eða
í rennibraut, byggði sandkastala,
hafði auga með hrekkjalómunum og
þar fram eftir götunum. Stöðugt var
verið á þönum út um víðan völl. Það
kom fyrir að það skolaðist til hver
hafði tekið að sér að sækja grisling-
ana og þá hófst stundum bið langt
fram yfir umsaminn vinnutíma.
Mamma var alin upp í sveit við al-
menn sveitastörf, elst sjö systkina.
Hún kláraði barnaskóla sem var
heimavistarskóli hálfan mánuð í
senn og hálfan mánuð heima til
skiptis. Pabbi hennar reið með henni
í skólann og hafði tvo til reiðar til
baka. Hún fór í húsmæðraskóla rúm-
lega tvítug og lærði þar matreiðslu,
hannyrðir og saum. Þó mamma ætti
ekki langa skólavist að baki var hún
víðsýn og málefnaleg og gaman að
skiptast á skoðunum við hana. Við
áttum svo mikil og góð samskipti að
eiginmanni mínum finnst ég „hálf
munaðarlaus“ við missi mömmu,
þrátt fyrir að vera elsta barnið henn-
ar og eldri en tvævetur. Það er að
vissu leyti rétt og ég á bágt með að
trúa því að ég geti ekki lengur leitað
til hennar. Hún var mér einstök
móðir, tengdasyninum góð tengda-
móðir (átti það til að halda með hon-
um frekar en mér), börnum okkar og
barnabörnum afar hlý amma og
langamma. Fyrir það viljum við öll
þakka. Við hefðum viljað gera miklu
meira með henni og fyrir hana,
borga henni ríkulega til baka allt
sem hún gerði fyrir okkur. Hún var
heimakær og oft á tíðum neitaði hún
staðfastlega þegar til stóð að bjóða
henni eitthvað, hún vildi helst ekkert
láta fyrir sér hafa. Setningin „nei
takk, ómögulega“ hljómaði til að
mynda sem hámarkskurteisi frá
mínum bæjardyrum séð þegar ég
var lítil, úr því fullorðið fólk notaði
hana þegar því var boðið úr sælgæt-
ispoka. Og því til staðfestingar er ein
saga, af mörgum, sem oft hefur verið
rifjuð upp. Við Hanna systir fórum
eitt sinn einar í rútu austur fyrir
fjall. Við vorum á leið í sveitina til afa
og ömmu, ég var átta ára og hún
fjögurra. Við kunnum leiðina utan að
og sátum öruggar fyrir aftan bíl-
stjórann sem tekið hafði að sér að
setja okkur út á Landvegamótum.
Gerður var stuttur stans við
Tryggvaskála á Selfossi. Einhver
góðhjartaður farþegi keypti þar
handa okkur systrunum ís. „Nei
takk, ómögulega“ sagði ég við vesa-
lings manninn þegar hann kom fær-
andi hendi og gaf mig ekki fyrr en ís-
inn var farinn að leka og allir í
rútunni lögðust á eitt við að telja mér
hughvarf. Sama átti við um mömmu
rétt fyrir páska í fyrra. Við vildum
taka hana með okkur í frí til Portú-
gals svo hún gæti haldið þar upp á 75
ára afmælið sitt á skírdag. „Nei
takk, ómögulega, sama og þegið,“
var svarið lengi vel og líkt og í rút-
unni forðum, linntum við ekki látum
fyrr en hún gaf sig og áttum þar með
henni tvær yndislegar vikur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Jóna Sigríður Þorleifsdóttir
(Sigga).
„Enginn grið gefin!“ var mamma
vön að segja þegar ég nennti ómögu-
lega í skólann sem krakki. Þetta
voru skýr skilaboð sem hljómuðu svo
undurblítt að ég missti ekki úr dag.
Sjálf hafði hún ekki átt kost á langri
skólagöngu. Hún var ekki tvítug
þegar hún vann í hjúkrunarnema-
plássi í þrjá mánuði á Hvítabandinu
við Skólavörðustíg en hélt þá austur
aftur að eiga sitt fyrsta barn tvítug
að aldri. Ekki lét hún deigan síga
heldur hélt strax eftir áramót suður
á hálfs árs námskeið í Húsmæðra-
skólanum við Sólvallagötu. Hún var
einkar lagin við saumaskap og átti
það eftir að koma sér vel. Pabbi var
sjálflærður og afar fær í viðgerðum á
vélum sem viðgerðaverkstæði
strætó naut góðs af. Þau hjónakorn-
in sniðu stakk eftir vexti og leigðu
stofu í Sigtúni 21 með dóttur sína hjá
öldruðum hjónum; elduðu á einni
hellu lengi framan af eða þangað til
þau fengu aðgang að eldhúsi. Þegar
dóttir þeirra var þriggja ára fluttust
þau í Samtún 10 þar sem þau leigðu
kjallaraíbúð hjá skyldmennum frá
Arnkötlustöðum. Þau söfnuðu til
kaupa á eigin íbúð og leigðu yfirleitt
frá sér eitt herbergi og stundum
stofuna líka til að ná því takmarki
sem fyrst. Við höfðum það fínt og
mamma saumaði á okkur dásamlega
kjóla. Hún tók að sér verkefni við
saumaskap eftir þörfum og pabbi
vann myrkranna á milli. Mamma
miðaði sjálf við aldur barnanna þeg-
ar hún rifjaði upp flutningana. Þegar
yngsta barnið af þremur var eins árs
fluttum við í Gnoðarvog 14 og þegar
yngsta barnið af fjórum var sjö mán-
aða í Ljósheima 20. Búslóðin var
flutt í strætó sem kallaður var Gamli
Gráni og þótti okkur það flottustu
flutningar í heimi. Íbúðin var tilbúin
undir tréverk og smíðaði pabbi allt
sem til þurfti, þar með talin hús-
gögnin. Mamma saumaði á okkur
fötin og þegar fatasmekkur okkar
gerðist nokkuð skrautlegur hreyfði
mamma ekki mótmælum heldur
sagði kankvís: „Ég þarf að venjast
þessu.“
Til þess að drýgja tekjurnar tóku
þau að sér húsvörslu blokkarinnar í
aukavinnu. Bæði voru þau hug-
myndarík, traust og víðsýn. Á sumr-
in ferðuðumst við um hálendið á
rússajeppanum og smíðaði pabbi
tjaldkerru til ferðalaganna löngu áð-
ur en slíkt tíðkaðist hér á landi. Ég
og eldri systir mín vorum annars yf-
irleitt í sveit á sumrin hjá afa og
ömmu á Arnkötlustöðum. Við höfð-
um rétt búið í Ljósheimum í átta ár
þegar pabbi var allur. Mamma hafði
þá ein fyrir fimm börnum að sjá.
Hún sótti um hjá Leikvöllum
Reykjavíkur þar sem hún vann í ein
26 ár. Merki áfalla geymdi mamma
innra með sér en djúpvitur og dug-
leg studdi hún við bak okkar
barnanna án takmarkana alla tíð.
Mamma var ótrúlega næm og rík af
mannþekkingu og skilningi en bless-
unarlega laus við allt tildur eða til-
gerð. Hún hafði og þann einstaka
hæfileika að geta lesið í fólk for-
dómalaust og leitaðist hún við að
finna hjá öllum þeim sem hún um-
gekkst þann tón sem best hljómaði.
Ég votta móður okkar takmarka-
lausa virðingu mína. Guð blessi
minningu hennar.
Hanna Steinunn.
Sönnustu ævintýrin eru trú-
mennska, hógværð og þrautseigja.
Þau eru eins og grasrótin, upphaf
alls, og til hennar hverfur allt, þegar
lífsgöngunni er lokið.
Tengdamóðir mín, Hulda Hannes-
dóttir, var slíkt ævintýri. Hún varð
ekkja um fertugt og átti fimm börn,
sem hún kom til mennta og manns
og af þeim launum, sem hún fékk
fyrir að gæta barna á gæsluvelli í
borginni. Þau laun lét hún duga og
fór vel með og sá til alls ráð. Þau ráð
voru hún sjálf, og þegar vinnudeg-
inum lauk tók annar lengri við. Hún
var alla tíð veitandi, ekki þiggjandi.
Hún var.
Og nú er hún kvödd. Við Jóna Sig-
ríður, dóttir hennar, kynntumst fyrir
tæpum fjórum áratugum og ófum
saman lífsþræðina. Og að lokum ber
mér aðeins eitt: Að þakka það, sem
aldrei verður fullþakkað.
Lúðvík Thorberg
Halldórsson.
Elsku Hulda amma mín og nafna
er látin eftir erfið veikindi. Mér
fannst hún mikill töffari og kvart og
kvein var ekki til í hennar orðabók.
Hún var skilningsrík og gott að tala
við hana um allt milli himins og jarð-
ar. Hún vildi fylgjast með hvernig
gengi hjá okkur og hvað við værum
að gera. Þegar ég var barn fór ég oft
til ömmu á róluvöllinn ásamt systk-
inum mínum og við áttum þar með
henni góðar stundir. Í hádeginu rölt-
um við saman heim í Ljósheimana,
fengum eitthvað gott í gogginn,
smálúr og svo var haldið aftur út á
róló. Stundum valhoppuðum við
tvær saman út í Skeifu eða Vogaver.
Á unglingsárunum þegar ég var
að vinna í bæjarvinnunni var ég eitt
sinn að gróðursetja sumarblóm rétt
hjá vinnustað ömmu og kom þá við
hjá henni í hléi með tveimur sam-
starfsfélögum mínum. Hún tók vel á
móti okkur að vanda. Þær höfðu á
orði hvað þær öfunduðu mig af því að
eiga svona hressa og skemmtilega
ömmu. Amma var mikill dýravinur
enda fædd og uppalin í sveit. Fyrir
u.þ.b. átta árum hringdi hún í mig
dálítið leyndardómsfull og bað mig
um að sækja sig og keyra í Hafn-
arfjörð til að ná í dálítið sem hún
hafði séð auglýst en vildi ekki gefa
mér upp meira að svo stöddu. Af
stað héldum við í þennan dularfulla
leiðangur með fyrsta langömmu-
barnið aftur í bílnum og sóttum
svartan og hvítan vinalegan hund,
Týru, sem fylgdi henni hvert fótmál
eftir það. Amma sagði stundum við
barnabarnabörnin í gríni að hún
væri „hunda amma“ og yngri sonur
minn kallaði hana „amma voffa“.
Hún var boðin og búin að hjálpa til
við hvað eina sem til féll og bauðst
iðulega til að steikja hinar einu
sönnu ömmukleinur fyrir barnaaf-
mæli og sumarbústaðaferðir og þær
hurfu hratt og vel ofan í fólk, volgar
og ilmandi. Allir fallegu ullarsokk-
arnir sem hún prjónaði á syni mína í
gegnum tíðina komu að góðum not-
um. Þegar ég hafði lokið námi í
snyrtifræði bauð ég henni stundum í
smá dekur sem henni fannst alltaf of
mikið fyrir sig og sagði í hvert skipti:
„Jæja, er þetta ekki orðið gott,
Hulda mín?“ Hún vildi veita öllum
öðrum vellíðan en fannst það óþarfi
fyrir sjálfa sig. Á fallegu sumar-
kvöldi í einni fjölskylduveislunni gaf
amma mér giftingarhringinn sinn og
mér hefur alltaf þótt mjög vænt um
það. Hún auðgaði líf mitt og veitti
mér dýrmætt veganesti. Ég kveð
hana með söknuði og minningin um
hana mun lifa áfram í hjarta mínu.
Ég bið algóðan guð að styrkja
mömmu, Hönnu, Pétur, Helgu,
Gunna og aðra aðstandendur.
Hulda Nanna.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Ástarkveðja til elsku langömmu.
Lúðvík Thorberg, Aron
Daði, Jóna Dís og Börkur
Þorri.
Mig langar til að minnast Huldu
vinkonu minnar með fáeinum orðum
þó svo að ég trúi því eiginlega ekki
að hún sé farin, því þegar 30 ár eru
framundan virðist það vera svo lang-
ur tími en þegar maður lítur aftur þá
hafa þau liðið svo undur fljótt. Við
Hulda kynntumst árið 1976 á Ljós-
heimaróló þar sem við unnum saman
í tíu ár og urðum við góðar vinkonur.
Hulda var látlaus í fasi og ekki mikið
fyrir að láta á sér bera, hreinskiptin,
heiðarleg og kom ávallt til dyranna
eins og hún var klædd.
Hún varð ung ekkja með fimm
börn og fyrir utan heilsdagsvinnu
prjónaði hún lopapeysur og tók að
sér ýmis verk er til féllu og eflaust
fáar frístundir haft en aldrei barm-
aði hún sér heldur gekk æðrulaus til
verka. Ekki mátti hún aumt sjá og
oft prjónaði hún sokka og vettlinga á
þau börn sem illa voru klædd og
gjarnan gaukaði hún brauðsneið í
svanga munna ef svo bar undir, ekki
hafði hún mörg orð um það því góð-
verk sín vann hún í hljóði.
Lífið var Huldu ekki auðvelt. Hún
mátti berjast við illvígan sjúkdóm
um árabil en henni tókst að yfirvinna
hann eins og aðra erfiðleika í lífinu.
Stolt var hún af og þakklát börnum
sínum og barnabörnum sem reynd-
ust henni svo vel og talaði hún oft um
það að sér hefði sjaldan liðið betur
og haft það eins gott. Hún var dug-
leg að fara út að ganga með hana
Týru sína sem veitti henni mikla
gleði. Aftur hjó í hana annar illvígur
sjúkdómur og þurfti hún að gangast
undir mikla skurðaðgerð en ekki
náði hann að beygja Huldu. Gekk
það kraftaverki næst hvað hún varð
fljótt hress aftur enda ekki vön að
kvarta. Um síðustu jól var hún þó
greinilega ekki frísk þótt hún bæri
sig vel og kallaði það leti sem síðan
reyndist svo vera lífshættulegur
sjúkdómur.
Með Huldu er gengin sú allra
besta manneskja sem ég hef kynnst
og það hefur verið mér heiður og
ánægja að fá að kalla hana einu vin-
konu mína. Ég mun sakna þess að
geta ekki lengur spjallað við hana
um heima og geima því hún hafði svo
góðan og djúpan húmor og gat verið
skemmtilegur grallari í sér. Skrifað
stendur að í húsi Föðurins séu marg-
ar vistarverur og ef einhver á skilið
þá bestu þá er það hún Hulda Hann-
esdóttir. Ég veit að ég á eftir að hitta
hana aftur hinum megin þar sem
hún verður á göngu með hana Týru
sína og þá tökum við þráðinn upp
aftur.
Börnum hennar, barnabörnum og
öðrum skyldmennum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Þórdís.
HULDA
HANNESDÓTTIR
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 – www.englasteinar.is
15% afsláttur af öllum
legsteinum og fylgihlutum
Sendum
myndalista