Morgunblaðið - 19.04.2006, Side 9

Morgunblaðið - 19.04.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýr hörfatnaður Jakkar, buxur, toppar og skyrtur Kringlunni s. 588 1680 Laugavegi 40 s. 561 1690 iðunn tískuverslun Ný sending af galla- buxum og kvart- buxum frá „ÉG HEFÐI ekki viljað standa niðri á bakka hér á föstudaginn langa, það var snjókoma; en þeir sögðu að veðrið hefði verið fínt og þeir veiddu vel, einar níu bleikjur,“ sagði Aðalheiður Jóhannesdóttir, húsfreyja á Spóastöðum í Bisk- upstungum, þegar hún var innt eft- ir veiðinni í Brúará í vor. Veiði- menn hafa ekki látið kuldann í apríl aftra sér frá því að mæta austur til að kasta; 1. og 2. apríl veiddust sjö og átta bleikjur og suma daga, eins og nú um páska- helgina, hafa allar átta stangirnar verið seldar. Fyrir landi Spóastaða hefur besta veiðin verið við Breið- bakka en fiskar hafa einnig náðst við Brúna og Hrafnakletta. Litlá í Kelduhverfi er eina áin á Norðurlandi sem veiði er hafin í. „Það er ennþá vetur hér fyrir norðan,“ sagði Erling Ingvason, annar leigutakinn. „Veiðimennirnir í hollinu sem ætlaði að veiða fyrir helgi tóku því bara rólega, einn af þeim fór til veiða, lenti í frosti og það fraus bara í lykkjunum. Þar á undan voru reyndar hörkukarlar í ánni, sjómenn sem láta eki slá sig út af laginu; þeir veiddu um 30 fiska.“ Gott í Vatnamótunum Hörkuveiði er enn í Vatnamót- unum, síðasta holl fyrir páska lenti í moki og var með um 120 sjóbirt- inga. Þar af veiddi Aðalsteinn Sæ- mundsson einn sem var 94 cm. „Það var búið að vera flóð en þegar vatnið sjatnaði veiddist þetta líka vel,“ sagði Ragnar Johnsen á Hörgslandi. „Það hafa verið ósköp af fiski hérna, og margir stórir. Þeim stóru fer greinilega fjölgandi og á vorin erum víð líklega að veiða suma oftar en einu sinni. Það er hið besta mál ef fleiri en einn geta notið þess að eiga við sama fisk- inn.“ Meðhöndlun niðurgöngufisks Samkvæmt fréttavef SVFR er Hraunsfjörður á Snæfellsnesi orð- inn íslaus og munu veiðimenn hafa verið að ná einhverjum fiskum þar. Frekar rólegt hefur verið í Soginu en örfáar bleikjur og einhverjir hoplaxar veiddust þar um helgina. Lesendur hafa haft samband og velt fyrir sér meðhöndlun sjóbirt- ings sem veiðist á vorin og skylt er að sleppa, en oft sjást ljósmyndir þar sem veiðimenn lyfta fiski kampakátir hátt á loft – enda kæt- ast veiðimenn eðlilega þegar þeir setja í stóra. Í samantekt Árna Árnasonar hjá Árvík hf. (arvik.is) um „veiða og sleppa“ er lagt til að veiðimen noti agnhaldslauga öngla, til að auðveld- ara sé að ná önglinum úr fiskinum, og sagt að best sé að halda fisk- inum í vatninu alveg þar til honum er sleppt. Aldrei ætti að láta fisk koma upp á land og veltast í fjör- unni áður en honum er sleppt. Ef háfur er notaður þarf netið að vera fínriðið og hnútalaust, til að skaða hreistur fiskanna sem minnst. Ýmsir telja best að nota tiltölulega sterkan taum, taka ákveðið á fisk- inum og nota sem minnstan tíma í að þreyta hann. Dr. Jónas Jón- asson ritar hins vegar athygl- isverða grein um „veiða og sleppa“ í nýjasta tölublað Veiðimannsins og leggur mesta áherslu á að full- þreyta fiskinn þar til hann leggst á hliðina. Þegar fiski er lyft upp úr vatni á aldrei að lyfta honum upp á sporð- inum. Þá er hætta á því að hryggj- arliðir dragist í sundur og fiskurinn lamist. Aldrei ætti að snerta tálkn fiskjar sem á að sleppa. Þegar fiski er sleppt á að beina honum á móti straumi þannig að súrefni komist í tálknin. Sumir strjúka fiskinum um kviðinn en al- mennt má segja að því minni sem meðhöndlunin er þeim mun betra. Þá er það myndatakan. Það er óþarfi að lyfta fiskinum úr vatninu nema rétt í svip á meðan myndin er tekin; minningin staðfest á mynd og fiskurinn syndir frjáls sína leið. STANGVEIÐI Kropp í kuldanum Morgunblaðið/Einar Falur Þórarinn Kristinsson býst til að sleppa vænum sjóbirtingi í Vatnamót Tungulækjar og Skaftár. Veiðimenn hafa ekki látið kuldann á sig fá. veidar@mbl.is  ÞÓRUNN Ósk Þorgeirsdóttir lyfjafræðingur varði doktorsritgerð sína, Development of topical dosage forms for an antimicrobial mo- noglyceride, Mónóglýseríð til meðferðar á húð- og slímhúðarsýk- ingum: þróun lyfjaforma. Vörn- in fór fram 3. febrúar sl. við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Andmælendur voru dr. Fjalar Kristjánsson, Technical Director, Lotus, Indlandi og dr. Claus-Michael Lehr, prófess- or við Saarland-háskóla í Þýska- landi. Mónókaprín (1-mónóglýseríð af kaprinsýru) er lípíð sem hefur sýnt örverudrepandi eiginleika á rann- sóknarstofu. Helstu markmið þess- arar rannsóknar var að þróa lyfja- form fyrir mónókaprín til með- ferðar á húð- og slímhúðar- sýkingum. Þar sem notkunin er ætluð á húð og slímhúð urðu lyfja- formin lausn, hlaup og krem fyrir valinu. Niðurstaða rannsóknanna sýndi að 5% af leysinum própý- lenglýkóli ásamt 1% af yfirborðs- virka efninu pólýsorbate 20 nægðu til þess að koma mónókapríni í upp- lausn. Mónókaprín reyndist vera stöðugra í Carbopol-hlaupi en í lausn og þar sem Carbopol virtist koma í veg fyrir niðurbrot mónóka- príns var Carbopol einnig sett í kremin til þess að tryggja stöð- ugleika þeirra. Hlaupin reyndust virkari gegn örverum en kremin. Þar sem hlaupin reyndust stöðugri en lausnirnar og virkari en kremin voru hlaupin mest rannsökuð í þessu verkefni. Viðloðunareig- inleikar hlaupanna reyndust mjög góðir og losun mónókapríns úr hlaupunum reyndist einnig góð. Ennfremur reyndist byggingin á kremunum og hlaupunum stöðug. Með þessum rannsóknum hefur verið sýnt fram á það að þó að hin ýmsu hjálparefni við lyfjagerð geti hindrað virkni mónókapríns gegn örverum er hægt að koma mónó- kapríni fyrir í lyfjaformum sem eru stöðug og virk gegn HSV-1, Streptókokkagrúppu B., E.coli og C.albicans. Niðurstöðurnar sýna því að mónókaprín hefur breiða virkni gegn örverum og búið er að hanna stöðugt lyfjaform sem hentar við lyfjagjöf á bæði húð og slímhúð. Rannsóknirnar voru að mestu unnar við lyfjafræðideild Háskóla Íslands undir handleiðslu prófess- ors Þórdísar Kristmundsdóttur. Hluti rannsóknanna var þó unninn við efnafræðideild Háskólans í Osló undir handleiðslu prófessors Bo Nyström. Í doktorsnefndinni sátu auk Þórdísar W. Peter Holbrook, prófessor við tannlæknadeild, Magnús Jóhannsson, prófessor við læknadeild, Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við lyfjafræðideild, og Halldór Þormar, prófessor em- eritus, en Halldór var að auki for- maður doktorsnefndarinnar. Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir fædd- ist árið 1973. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1993. Þórunn hóf lyfjafræðinám haustið 1995 og út- skrifaðist vorið 2000. Eftir fjögurra mánaða vinnu hjá Apótekinu hóf hún doktorsnám haustið 2000. Á námstímanum starfaði Þórunn í Breiðholtsapóteki, Lyfjum og heilsu og á rannsóknarstofu Þórdísar Kristmundsdóttur. Foreldrar Þór- unnar eru Jóhanna Margrét Guðnadóttir bókari og Þorgeir Pétur Runólfsson þjónustufulltrúi. Maki Þórunnar er Benedikt Gunn- ar Ófeigsson, eðlisfræðingur og meistaranemi í jarðeðlisfræði, og eiga þau eina dóttur, Helgu Þórdísi Benediktsdóttur. Frá 1. maí til 31. desember 2005 gegndi Þórunn tímabundinni stöðu sem lektor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands en starfar nú sem verkefnastjóri á þróunarsviði Actavis. Doktor í lyfjafræði BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, og Ólafur Daðason, forstjóri Hugvits, hafa undirritað þróunar- og samstarfssamning um GoPro málaskrárkerfi fyrir stofnan- ir ráðuneytisins. Fram kemur að markmið ráðuneytisins með samn- ingnum sé að nýta upplýsinga- tæknina til að auka skilvirkni og ein- földun verkferla innan stofnana og á milli þeirra. Sérstaklega er stefnt að því að hækka þjónustustig gagnvart borg- urum með upplýsingaveitu og sjálfs- afgreiðslu, rafvæða gögn þannig að hægt sé að draga úr pappírsnotkun eins og kostur er, auka hagræði í samskiptum milli starfsmanna innan embætta og milli stofnana, samræm- ingu bréfalykla, sniðmáta og verk- ferla hjá embættunum, skilvirkari vistun og geymslu skjala hjá emb- ættunum, rafrænum skilum til Þjóð- skjalasafns og hagkvæmum hugbún- aðarlausnum til framtíðar. Samstarf þetta á sér langa sögu en allt frá 1994 hefur verið unnið að inn- leiðingu og prófun kerfis sem ráðu- neytin kalla málaskrárkerfið. Dóms- málaráðuneytið telur að með þessu sé enn skref stigið til að stuðla að því að stofnanir þess verði í fararbroddi við notkun og hagnýtingu upplýs- ingatækni innan stjórnsýslunnar. Samningur um mála- skrárkerfi undirritaður Fréttir á SMS NEYTENDASAMTÖKIN beina þeim eindregnu tilmælum til stjórn- valda að lækka tímabundið vörugjald á bensíni og olíu. Ástæður þess að verð á bensíni og olíu hefur aldrei verið hærra en nú eru tvíþættar, hátt heimsmarkaðs- verð og veiking krónunnar, segir í frétt Neytendasamtakanna. Stærsti hluti af verði bensíns og olíu er álögur í ríkissjóð og eru þess- ar álögur hærri en almennt gerist í öðrum löndum. Um er ræða vöru- gjald sem lagt er á í krónutölu og virðisaukaskatt sem leggst á í pró- sentum. Ljóst er að með hærra verði hagnast ríkissjóður vegna meiri tekna af virðisaukaskatti. Um leið er ljóst að það háa verð sem er nú á eldsneyti skapar heimilunum í land- inu verulegan vanda. Einnig er minnt á að þessar hækkanir koma heimilunum illa, enda leiðir það til hækkunar á verðtryggðum lánum. Fram hefur komið í fjölmiðlum að ein ástæðan fyrir háu heimsmark- aðsverði er ótryggt ástand í Íran og raunar fleiri löndum. Það er því ástæða til að vona að heimsmarkaðs- verð á bensíni og olíu muni lækka. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að mati Neytendasamtakanna að stjórnvöld lækki tímabundið álögur sínar, allavega sem nemur auknum tekjum þeirra af virðisaukaskatti á þessar vörur. Álögur á bensíni og olíu lækki tímabundið Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.