Morgunblaðið - 19.04.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 23
UMRÆÐAN
M
N
O
P
N N
P
N
! "
#$Q%&
!"
#
$%&&
'
%
(
) *'
+,-+, ,
!" #
$" $% &'( !! ( ))#
'$ !!
% "*$
MENNTAMÁLARÁÐHERRA,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
segir það vera brýnt hagsmunamál
að breyta Ríkisútvarpinu í hluta-
félag. Nýráðinn útvarpsstjóri, Páll
Magnússon, tekur
undir með ráðherra og
ríkisstjórn og segir
það vera mikið hags-
munamál að stjórn-
arfrumvarpið um
RÚV hf verði sam-
þykkt. Vísar hann m.a.
máli sínu til stuðnings
til þriggja Norður-
landanna, Finnlands,
Svíþjóðar og Noregs
(sbr. Mbl. 12. apríl),
þar sem útvarpsstöðv-
arnar eru hlutafélög.
Ekki veit ég hve vel
ígrundaður þessi sam-
anburður útvarpsstjórans er. Það
er vissulega rétt að þjóðarútvarps-
stöðvarnar í þessum löndum eru
hlutafélög. Sögulegur bakgrunnur
er hins vegar mismunandi. YLE í
Finnlandi var upphaflega stofnað
sem hlutafélag í einkaeigu og kom
ríkið á seinni stigum inn í eign-
arhaldið. Í Svíþjóð er byggt á gam-
algróinni hefð þar sem aðskilj-
anlegum aðilum hefur verið tryggð
aðkoma að stofnuninni. Hvað Nor-
egi viðkemur, þá var það svo að
NRK, ríkisútvarp þeirra Norð-
manna hafði verið mjög miðstýrð
stofnun áður en rekstrarforminu
var breytt árið 1996. Allar ákvarð-
anir, stórar og smáar, þar með
taldar heimildir um fjölgun starfs-
manna, þurftu að fara í gegnum
ráðuneyti og jafnvel þingnefndir
áður en þær komust til fram-
kvæmda. Slíkt kerfi var óbærilega
þungt í vöfum og skiljanlegt að
menn vildu breyta um form.
Ríkisútvarpið íslenska er ekki í
sambærilegri stöðu og norska út-
varpið var í. Í fyrsta lagi er það svo
að miðstýring í ríkiskerfinu hér á
landi er nú miklu minni en áður
var, bæði hvað snertir mannahald,
kaup og kjör og aðrar ákvarðanir. Í
öðru lagi er Ríkisútvarpið svokölluð
B-hlutastofnun og sem slík mjög
sjálfráð um allar sínar
gjörðir. Þegar Rás 2
var sett á laggirnar á
sínum tíma gerðist það
með þeim hætti að
Andrés Björnsson, þá-
verandi útvarpsstjóri,
skipaði þriggja manna
nefnd til að skoða
kosti í stöðunni og í
kjölfarið undirbúa
stofnun rásarinnar.
Skömmu síðar var
opnað fyrir Rás 2!
Varla getur þetta
talist þunglamalegt
kerfi. Ég hef einnig
velt því fyrir mér hvort Rík-
isútvarpið og stjórnendur þess, hafi
verið látnir njóta sannmælis í oft
óvæginni gagnrýni í þeirra garð á
undanförnum árum. Þar vísa ég í
framfarir á ýmsum sviðum í sam-
ræmi við kröfur tímans; lenging
sjónvarpsdagskrár, þróun Rásar 2
og dægurmálaumfjöllunar, starf-
semi svæðisstöðva, textavarp,
RÚV-vefur, flutningur og tækja-
væðing í Útvarpshúsinu o.fl. Jafn-
framt hefur verið hlúð að hefðum
menningarútvarpsins. Auðvitað eru
skoðanir skiptar um áherslur í dag-
skrá hverju sinni en hin dökka
mynd sem dregin er upp af rík-
isstofnuninni RÚV á ekki við hvað
þessa þætti áhrærir. Að sjálfsögðu
hefði mátt gera miklu betur með
rýmri fjárráðum.
Metnaðarleysi
menntamálaráðherra
Í samanburðarfræðum sínum
nefnir Páll Magnússon ekki eitt
Norðurlandanna, þ.e. Danmörku.
Það mætti gjarnan verða honum og
menntamálaráðherra sérstakt rann-
sóknarefni, hvernig á því geti staðið
að Danmarks Radio, ríkisstofnun
sem fjármögnuð er með afnota-
gjöldum, gat framleitt og selt til 42
Evrópulanda Matador – margverð-
launaðan þátt, eða Króníkuna, eða
Taxa, eða Rejseholdet – eða það
sem safnar Íslendingum fyrir fram-
an viðtækin – sakamálaþáttinn Örn-
inn sem fékk alþjóðleg verðlaun
fyrir nokkrum mánuðum, eins og
fleiri þættir, sem DR hefur fram-
leitt? Og hvað er það í danska rík-
isrekstrinum og afnotagjöldunum
sem er öðruvísi en hjá Ríkisútvarp-
inu? Vildi menntamálaráðherra
gera grein fyrir því? Ætli stöðu
Ríkisútvarpsins megi ef til vill
skýra út frá metnaðarleysi þeirra
þriggja ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins, sem hafa verið æðstu yfirmenn
stofnunarinnar undanfarin mörg
ár? Ætli stöðu RÚV megi rekja til
sveltistefnu; til andstöðu ráð-
herranna við menningarstofnunina,
andstöðu, sem nú að lokum er að
leiða til þess að Ríkisútvarpinu
verður, ef illa fer, breytt í einkafyr-
irtæki með liðsstyrk þeirra sem
opnir eru í báða enda í versta skiln-
ingi þess hugtaks!
Beitum skynsemi til breytinga
Sitthvað hefur verið gagnrýnt
hjá RÚV og má margt betur fara
þar í stjórnsýslunni. En mikilvægt
er að þær breytingar sem gerðar
verða á lagaumgjörð stofnunar-
innar komi til móts við rökstudda
gagnrýni og sníði af raunverulega
annmarka. Það gerir stjórn-
arfrumvarpið ekki enda engan rök-
stuðning að hafa frá ríkisstjórninni,
annan en staðhæfingu um að hluta-
félagaformið sé gott! Það er mikið
rétt að hlutafélagaformið er ágætt
þar sem hluthafar eru fleiri en einn
og veita viðkomandi starfsemi
raunverulegt aðhald sem fyrirtæki
á markaði. Ríkisútvarpið er hins
vegar menningar- og þjónustu-
stofnun sem rekin er með önnur
markmið að leiðarljósi en fyrirtæki
sem ætlað er að skapa eigendum
sínum arð. Ég hvet áhugafólk um
framtíð Ríkisútvarpsins að kynna
sér frumvarp þingflokks VG um
Ríkisútvarpið. Samkvæmt því yrðu
gerðar umtalsverðar breytingar á
stjórnsýslu stofnunarinnar. Þær
myndu gera stjórnsýsluna í senn
markvissari og lýðræðislegri. Losað
yrði um pólitískt meirihlutavald yfir
stofnuninni, pólitískar mannaráðn-
ingar yrðu úr sögunni og fleiri
straumum úr þjóðfélaginu veitt að
Ríkisútvarpinu en verið hefur til
þessa. Frumvarp ríkisstjórnarinnar
herðir hins vegar hin pólitísku tök
og færir pólitískt ráðnum útvarps-
stjóra nánast alræðisvald í rekstri
stofnunarinnar, bæði yfir manna-
haldi og framkvæmd dagskrár.
Skyldi eiganda Ríkisútvarpsins, ís-
lensku þjóðinni, finnast það vera
eftirsóknarverður kostur? Væri
ekki rétt að spyrja þjóðina, þótt
ekki væri nema óbeint, með því að
fresta samþykkt stjórnarfrum-
varpsins fram yfir næstu kosn-
ingar?
Það er hægt að laga Ríkisút-
varpið án háeffsins
Ögmundur Jónasson
skrifar um Ríkisútvarpið ’Ég hvet áhugafólk umframtíð Ríkisútvarpsins
að kynna sér frumvarp
þingflokks VG um Rík-
isútvarpið.‘
Ögmundur
Jónasson
Höfundur er alþingismaður.
EF ÍSLAND ætlar að taka þátt
og eiga erindi í alþjóðlegri sam-
keppni í viðskiptum
er nauðsynlegt að
íbúar landsins ráði yf-
ir þeirri þekkingu og
hæfni sem til þess
þarf. Það verður stöð-
ugt meiri eftirspurn
eftir vel menntuðu og
faglærðu fólki og að
sama skapi minni eft-
ir ófaglærðu verka-
fólki.
Nauðsynlegt er að
þróa íslenskar starfs-
téttir þannig að þær
hljóti stöðuga fram-
halds- og eftirmennt-
un því annars hæfa þær ekki þörf-
um vinnumarkaðarins. Einstak-
lingum er nauðsynlegt að viðhalda
og bæta við menntun sína allt lífið
til þess að viðhalda gengi sínu á
vinnumarkaði. Ábyrgð á þessu
hvílir fyrst og síðast á einstakling-
unum sjálfum, en stjórnvöld verða
jafnframt að axla sína ábyrgð og
sjá til þess að ávallt sé hugað að
þörfum samkeppnishæfs atvinnu-
lífs í menntunar- og starfsfræðslu-
málum. Þetta þarf að gera með
virku samstarfi atvinnulífs og for-
ystuafla menntamála, jafnt stjórn-
valda sem stofnana og skóla.
Nýlega kom út skýrsla sem Há-
skólinn í Reykjavík vann fyrir
SVÞ – Samtök verslunar og þjón-
ustu með framlögum frá fyr-
irtækjum og ráðuneytum iðnaðar-
og viðskipta, samgangna og heil-
brigðis- og tryggingamála. Hún
leiðir í ljós, að ef litið er til fram-
tíðar munu flest störf verða til í
þjónustu, en einkenni þjónustu er
einmitt að láta í té
þekkingu og persónu-
lega þjónustu en ekki
vörur eða aðra áþreif-
anlega hluti. Und-
irstaða þjónustugeir-
ans er því þekking og
persónuleg færni
þeirra sem þar starfa,
sem aftur byggist á
menntun og starfs-
fræðslu.
Verslun er þó hluti
þjónustugeirans eins
og hann er jafnan
skilgreindur í alþjóð-
legum samanburði.
Þar starfar á Íslandi margt fólk
sem hefur litla sem enga fram-
haldsskólamenntun, og innan við
10% starfsmanna hafa útskrifast
úr háskóla. Allt þetta fólk þarf að
bæta við menntun sína og viðhalda
stöðugt þekkingu sinni og færni í
gegnum skipulagða fræðslu-
starfsemi. Jafnvel þeir sem hafa
lokið framhaldsskóla eða háskóla
þurfa að endurmennta sig.
Þetta er stóra verkefnið sem
blasir við samtökum í atvinnulíf-
inu, stjórnvöldum og fræðslustofn-
unum að leysa á komandi miss-
erum. Það verður að leggja
áherslu á að þarna verði ekki slak-
að á klónni því slíkt kemur strax
niður á samkeppnishæfni atvinnu-
lífsins. Skipulag þessara mála
verður að miða við þarfir þess at-
vinnulífs sem veitir fólki atvinnu
við sölu á þjónustu innan hins
Evrópska efnahagssvæðis og víðar
um heiminn. Önnur sjónarmið
mega ekki komast þarna að.
Alþjóðleg samkeppni krefst
réttrar þekkingar og hæfni
Sigurður Jónsson skrifar um
samkeppnishæfni atvinnulífsins ’Allt þetta fólk þarf aðbæta við menntun sína og
viðhalda stöðugt þekk-
ingu sinni og færni í
gegnum skipulagða
fræðslustarfsemi.‘
Sigurður
Jónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ
– Samtaka verslunar og þjónustu.
Fréttir í
tölvupósti