Morgunblaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
eee
- VJV topp5.is
eee
- SV mbl
eeee
- S.K. - DV
SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KEFLAVÍK
FAILURE TO LAUNCH kl. 8 - 10
WHEN A STRANGER CALLS kl. 8 B.I. 16 ÁRA
WOLF CREEK kl. 10 B.I. 16 ÁRA
eee
- VJV topp5.is
Með hinum eina sanna Harrison Ford.
Mögnuð spennumynd frá byrjun til enda.
FAILURE TO LAUNCH kl. 6 - 8 - 10
EIGHT BELOW kl. 5:50
FIREWALL kl. 8 - 10
Firewall kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 ára
V for Vendetta kl. 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára
The Matador kl. 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára
Blóðbönd kl. 6 og 8
Basic Instinct 2 kl. 10 b.i. 16 ára
Lassie kl. 6
Með hinum eina sanna Harrison Ford.
Mögnuð spennumynd frá byrjun til enda.
eee
- VJV topp5.is
Fatahönnuðurinn Karl Lag-erfeld hefur svo sannarlegastimplað sig inn í tísku-
heiminn. Hann er áreiðanlega einn
áhrifamesti hönnuður heimsins,
auk þess að hanna undir eigin
merki er hann ábyrgur fyrir
ítalska tískuhúsinu Fendi og síðast
en ekki síst sígilda franska risanum
Chanel. Hann fæddist í Þýskalandi
en fluttist til Parísar fjórtán ára
gamall.
Lagerfeld hefur lengi verið í eld-
línunni, ávallt vakið athygli fyrir
útlit sitt og framkomu. Maður með
grátt sítt hár í tagli og blævæng í
hendi fer ekki framhjá mörgum.
Hann er sérvitur og allir elska
hann fyrir það. Hann hefur vakið
enn meiri athygli eftir að hafa
misst einhverja tugi kílóa til að
geta passað í aðsniðin jakkaföt,
hönnun Hedi Slimane fyrir Dior.
Hann segir besta ráðið að grennast
fyrir tískuna, betri heilsa var ekki
markmiðið.
Breska tískutímaritið Elle fékkhann til að vera gestaritstjóra
í aprílhefti sínu og í bréfi ritstjór-
ans Lorraine Candy lofsamar hún
Þjóðverjann. „Lagerfeld hefur les-
ið fleiri bækur en flestir há-
skólamenn, hann veit meira um
töff tónlist en stærstu rokkstjörn-
urnar, hann hefur klætt hverja ein-
ustu leikkonu í Hollywood sem
skiptir máli (og þær kalla hann vin
sinn), hann hefur hjálpað bestu
ljósmyndurunum, fyrirsætunum og
ungu hönnuðunum, hann gefur út
frábærar bækur, talar fjögur
tungumál og virðist vita allt um
allt.“
Elle er að miklu leyti lagt undir
þennan konung fatahönnuðanna,
þar með talið fatalínur hans og
mataræði. Ekki má gleyma því að
Lagerfeld er líka ljósmyndari og er
hann ábygur fyrir myndasyrpu í
blaðinu með fyrirsætunni Lily Cole
í París.
Karakterinn sjálfur fær líka mik-
ið pláss. Mögnuð opnumynd er af
Lagerfeld í Elle, tekin eftir vel
heppnaða hátískusýningu Chanel í
janúar. Hönnuðurinn birtist þar
eins og sólin sem allar pláneturnar
snúast um. Ljósmyndarar og upp-
tökuvélar umkringja hann, fræga
fólkið vill óska honum til hamingju.
Velgengni smitar út frá sér og
gestirnir vilja allir taka í hönd Lag-
erfelds í þeirri von að frægðin loði
við þá eins og gleym-mér-ei.
Á eftir opnumyndinni kemur
nokkurra blaðsíðna myndskreytt
grein um sólarhringinn í lífi Karls
á undan síðustu hátískusýningu.
Tíska er iðnaður og stór tískuveldi
þurfa að ganga eins og vel smurð
vél. Lagerfeld er bæði mótorinn og
olían. Það er í tísku að lofsyngja
Lagerfeld.
Karl ræðir sjálfan sig og vinnu-aðferðir í viðtali við gull-
dreng tískunnar í Bretlandi, Giles
Deacon. Viðtöl þar sem fræga fólk-
ið ræðir við annað frægt fólk hafa
notið vinsælda að undanförnu, út-
koman er misjöfn en í þetta skiptið
gengur það upp. Karl er vissulega
sérvitur og það skín í gegn í viðtal-
inu en orðið sérvitur má líka nota
yfir fólk sem veit hvað það vill.
Karl veit hvað hann vill og hefur
reyndar haft langan tíma til að
móta skoðanir sínar. Hann er þó
langt í frá staðnaður. Hann hefur
ekki áhuga á eigin fortíð heldur lít-
ur á líf sitt sem opnar dyr. Hann er
alltaf að leita að nýjum tækifærum
og segist ekki vera fastur í
ákveðnu tímabili. Þetta er áreið-
anlega hluti af velgengni hans þótt
Lagerfeld sjálfur trúi ekki á neina
eina uppskrift að velgengni heldur
aðeins einstaklinginn. Hann er
aldrei ánægður og segir að ef mað-
ur sé ekki ánægður haldi maður
áfram veginn.
Ágætis lokaorð hér eru upphafs-
orðin í viðtalinu en Giles spyr Karl
um ímynd hans: „Þetta kemur eðli-
lega, það er ekki eins og ég búi til
ímyndina, ég er ímyndin. Hún er
ekki eitthvað sem ég spann úr engu
heldur varð til smám saman. Eins
og skyrturnar mínar, ég hef látíð
búa þær til fyrir mig í 35 ár. […]
Ég nota daglegt líf sem leiksvið
mitt, eins og leikstjóri. Maður verð-
ur að halda þessu gangandi, non?“
Enginn venjulegur Karl
’Velgengni smitar út frásér og gestirnir vilja allir
taka í hönd Lagerfelds í
þeirri von að frægðin loði
við þá eins og gleym-
mér-ei.‘
Reuters
Lagerfeld þakkar fyrir sig í fylgd með fyrirsætum að lokinni enn einni vel heppnaðri sýningu Chanel í París.
ingarun@mbl.is
AF LISTUM
Inga Rún Sigurðardóttir
FÆREYSKA hljómsveitin Deja Vu
kom hingað til lands í gær með ferj-
unni Norrænu, en sveitin mun halda
tónleika á Akureyri, í Reykjavík og
Reykjanesbæ.
Deja Vu var stofnuð í Færeyjum í
september árið 2000. Árið 2003 lenti
sveitin í öðru sæti í tónlistarkeppn-
inni Prix Færeyjar og skömmu síðar
hófust upptökur á fyrstu plötu henn-
ar, A Place To Stand On, sem kom út
í fyrra og var meðal annars valin
plata ársins hjá dagblaðinu Dimmal-
ætning. Deja Vu leikur popprokk, en
tónlistin er drifin áfram af grípandi
kassagítarlínum og ljúfum hljóm-
borðstónum. Sveitin skartar tveimur
ólíkum söngvurum sem sjá jafn-
framt um lagasmíðarnar. Hljóm-
sveitin hefur verið dugleg við tón-
leikahald í Færeyjum og Danmörku
en þetta er fyrsta heimsókn sveit-
arinnar hingað til lands.
Tónlist | Hljómsveitin
Deja Vu á tónleika-
ferðalagi um landið
Með Nor-
rænu frá
Færeyjum
Deja Vu á tónleikaferðalagi um Ís-
land:
19. apríl: Græni hatturinn á Ak-
ureyri
20. apríl: Græni hatturinn á Ak-
ureyri
21. apríl: Grand rokk í Reykjavík
22. apríl: NASA í Reykjavík
23. apríl: Grand rokk í Reykjavík
25. apríl: Ráin í Reykjanesbæ
www.dejavusite.com