Morgunblaðið - 21.04.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 107. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Fá›u
fimm stjörnur
hjá kökugagnrýnendum!
Ævintýri
barnanna
25 börn og fjölskyldur þeirra fengu styrk
úr Vildarbörnum Icelandair | Miðopna
Bílar | Amerísk kvartmíla Bílasýning í New York Bíll heimsins
Focus-rallbíll Saab biopower Formúla 1 Íþróttir | Jón Arnór laðar
konur að Örn aftur í þræðingu Chelsea æfir í Bandaríkjunum
ÍSLENDINGAR fögnuðu sumri í gær og að venju tóku fjölmargir þátt í
skrúðgöngum. Skátar fóru þar í broddi fylkingar líkt og hefð er fyrir.
Milt veður var í höfuðborginni en á Akureyri voru enn leifar af snjó á
stöku stað. Þeir létu það þó ekki aftra sér frá því að gleðjast saman.
Sumri fagnað í glensi og gamni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÉG sá bara að hann hélt hendinni fyrir aftan bak.
Ég hélt að þetta væri í lagi en síðan fékk ég högg-
ið í höfuðið,“ segir fimmtán ára stúlka um afar
fólskulega árás eldri stráks á hana síðastliðið
miðvikudagskvöld á Holtavegi rétt við Lang-
holtsskóla.
Telja má ótrúlega mildi að hún skyldi ekki
slasast alvarlega eftir þessa árás og er árás-
armannsins nú leitað af lögreglu. Þrátt fyrir að
hafa ráðist aftan að henni með hafnaboltakylfu
tókst honum ekki að skaða hana mjög illilega en
kylfur af þessu tagi eru stórhættuleg vopn og
hafa gríðarlegan slagkraft. Stúlkan varðist árás-
inni af öllum mætti og hlaut við það varnaráverka
á handleggjum auk höfuðáverka. Eftir ítrekaðar
barsmíðar flúði árásarmaðurinn þó af hólmi en
hafði þá tekist að stela íþróttatösku stúlkunnar.
Lögreglan leitar piltsins og hefur lýst eftir
honum. Stúlkan sagðist í samtali við Morg-
unblaðið í gær mundu fara í áfallahjálp á Land-
spítalanum í dag, föstudag, en hún fékk að fara
heim af slysadeild samdægurs að lokinni skoðun
á líkamlegum áverkum.
Stúlkan hafði farið á djassballettæfingu í
Laugardal þetta kvöld en komst að því að æfing-
in hafði fallið niður. Gekk hún þá heim á leið en
ákvað að koma við hjá vinkonu sinni og gekk
Holtaveginn. Hún er ekki vön að fara þá leið en
nú taldi hún það í lagi úr því að enn var bjart. „Ég
mætti þá stráknum sem var með aðra hönd fyrir
aftan bak,“ sagði hún. „Þegar ég var komin
framhjá honum fékk ég allt í einu högg í höfuðið
aftan frá. Hann hélt síðan áfram að lemja mig,
aftur og aftur með kylfunni. Ég datt en náði að
sparka í fæturna á honum og fella hann. Samt
hélt hann áfram að lemja mig, þar af einu sinni í
höfuðið. Síðan hljóp hann allt í einu í burtu og tók
töskuna mína í leiðinni.“
Stúlkan þekkti ekkert til piltsins og hefur aldr-
ei séð hann fyrr. Hún sagðist hafa verið orðin
talsvert vönkuð í lok átakanna eins og nærri má
geta. „Ég hefði ekki getað hlaupið í burtu nema
hann hefði farið,“ sagði hún. „Hann sagði ekkert
nema „bíddu“ og „vertu kyrr“ en ég skildi hann
aldrei af því ég var svo hrædd.“
Stúlkan sagðist á leið sinni hafa mætt skokk-
urum í Laugardalnum og því hefði verið fólk á
ferli þarna, þótt enginn hefði verið nálægur ein-
mitt á þeirri stund sem pilturinn réðst á hana á
Holtaveginum. „Þegar ég mætti honum, þá leit
hann dálítið grunsamlega út en ég var samt ekk-
ert að spá í það. Ég sá bara að hann hélt hendinni
fyrir aftan bak. Ég hélt að þetta væri í lagi en síð-
an fékk ég höggið í höfuðið.“
„Ætla aldrei að ganga aftur þarna“
Stúlkan sagðist ákveðin í því hér eftir, í ljósi
reynslunnar, að forðast þessa leið. „Ég ætla aldr-
ei að ganga aftur þarna, að minnsta kosti ekki
ein. Ég held að mamma eigi eftir að skutla mér
allt núna. En ég er svo fegin að hafa náð að
hrekja strákinn í burtu. Ég skil bara ekki hvern-
ig fólk getur gert svona lagað, að ráðast á aðra
með hafnaboltakylfu.“
Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir árásarmann-
inum og óskar eftir upplýsingum frá öllum þeim
sem gætu vitað eitthvað um málið. Pilturinn mun
hafa verið dökkklæddur með dökkt hár, 170–180
cm á hæð og um 18 ára gamall.
15 ára stúlka barin með kylfu á Holtaveginum en náði að fella árásarmanninn
„Fékk allt í einu högg í höfuðið“
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is Lögreglan lýsir eftir
árásarmanninum
og óskar upplýsinga
GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna,
bað í gær Hu Jintao Kínaforseta afsökunar
á mótmælum miðaldra blaðakonu fyrir utan
Hvíta húsið í gær. Konan, sem heitir Wang
Wenyi, var með bráðabirgðablaðamanns-
skírteini og komst í gegnum öryggishlið.
„Þetta er óheppilegt, mér þykir leitt að
þetta skyldi gerast,“ er Bush sagður hafa
sagt hinum kínverska starfsbróður sínum.
Þótti Bandaríkjaforseti vandræðalegur
vegna atviksins, en ströng öryggisgæsla
var á fundi leiðtoganna í gær.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Hu kemur í
heimsókn í Hvíta húsið sem forseti, en hann
hitti fyrr í vikunni frammámenn í banda-
rísku atvinnulífi, þeirra á meðal Bill Gates,
stofnanda Microsoft.
Má segja að heimsóknin hafi fallið í
skugga mótmæla víða um heim gegn stefnu
stjórnarinnar í Peking í mannréttindamál-
um, en hópur bandarískra þingmanna hef-
ur skorað á kínversk yfirvöld að hætta að
fjarlægja líffæri úr föngum.
Bush bað
Kínaforseta
afsökunar
Leiðtogafundur | 14
Heimsókn fellur í
skugga af mótmælum
Kaupmannahöfn. AP. |
Fulltrúar ríkisfjölmiðla
Danmerkur, Svíþjóðar
og Noregs hafa dregið
til baka þátttöku sína í
barnaútgáfu söngva-
keppni evrópskra sjón-
varpsstöðva vegna þess
að þeir telja að mark-
aðsvæðing keppninnar
sé komin út í öfgar. Vilja
þeir í staðinn halda eig-
in keppni í Stokkhólmi í
nóvember nk. og bjóða
frændum sínum Finnum og Íslendingum
til leiks.
Keppnin sem um ræðir er söngvakeppni
8 til 15 ára gamalla barna sem sett var á
laggirnar 2003 og ætlað er að líkja eftir
hinni sívinsælu söngvakeppni fullorðinna.
„Við viljum ekki að börn komi fram líkt
og þau séu fullorðnar poppstjörnur,“
sagði Lars Grarup hjá danska ríkissjón-
varpinu. „Við viljum ekki sjá mikið af
beru holdi, stuttum pilsum, skartgripum
og andlitsfarða.“
Deilt um
Evróvisjón
♦♦♦
HRAÐAKSTUR í Reykjavík setti
sinn svip á aðfaranótt sumardagsins
fyrsta. Sautján ökumenn voru stöðv-
aðir á of miklum hraða og var einn
þeirra sviptur ökuréttindum á staðn-
um. Þá eiga tveir til viðbótar von á að
verða sviptir ökuréttindum í kjölfar
næturinnar að sögn lögreglunnar.
Þessi hraðakstur kemur í beinu
framhaldi af miklum hraða um ný-
liðna páskahelgi þegar 390 ökumenn
voru kærðir, þar af 166 fyrir hrað-
akstur innan borgarmarka. Einn
Ekkert lát á hraðakstri
ökumaður var tekinn á 144 km hraða
þar sem leyfilegur hámarkshraði er
60 km. Í Hvalfjarðargöngum var
hraðakstursmyndavél í gangi um
páskana og þar fóru rúmlega 13 þús-
und ökutæki í gegn. 224 ökumenn
óku of hratt í göngunum og mega bú-
ast við sektum.
Þá stöðvaði lögreglan á Keflavík-
urflugvelli ökumann fólksbifreiðar á
Reykjanesbrautinni um níuleytið á
miðvikudagskvöld. Ökumaðurinn ók
á 166 kílómetra hraða þar sem há-
markshraðinn er 90 km. Maðurinn
var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða á
staðnum.
Bílar, Íþróttir og Vorboðinn