Morgunblaðið - 21.04.2006, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yf ir l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Myndasögur 44
Austurland 12 Dagbók 44/47
Viðskipti 13 Víkverji 44
Erlent 14/15 Staður og stund 46
Daglegt líf 16/17 Leikhús 48
Menning 18/19 Menning 49
Umræðan 20/26 Bíó 50/53
Bréf 24 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 55
Minningar 30/41 Staksteinar 55
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
www.expressferdir.is
Express Fer›ir, Grímsbæ,
Efstalandi 26, sími 5 900 100
Nánar á www.expressferdir.is
Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express
VERÐ
79.900 kr.
INNIFALI‹:
FERÐ ELDRI BORGARA
Í SVARTASKÓG
12.–19. ÁGÚST
Þetta er ferð sem enginn má missa af.
Lilja Hilmarsdóttir sem er þaulkunnug á
þessum slóðum leiðir hópinn í
fjölbreyttri dagskrá um fallegt og
áhugavert svæði. Skoðunarferðir um
Elsass-héraðið í Frakklandi, ferð til
Sviss, m.a. heilsdagsferð upp í Alpana,
skoðunarferð um Svartaskóg,
leiðangur til blómaeyjunnar Mainau,
léttar gönguferðir, glens og grín. Flogið
til Friedrichshafen í Suður-Þýskalandi
og keyrt í u.þ.b. klukkustund til
smábæjarins Titisee í Svartaskógi.
Dvalið á hinu margrómaða Hotel
Báren í sjö nætur.
Flug, flugvallaskattar, íslensk
fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, gisting í sjö
nætur, hálft fæði, þ.e.a.s. morgunverður og
fjögurra rétta sælkerakvöldverður á hverju kvöldi.
Allar nánari upplýsingar veitir Lilja
Hilmarsdóttir hjá Express Ferðum
í síma 5 900 100. Fyrirspurnir er líka hægt
að senda á lilja@expressferdir.is
ÓÁNÆGJA ríkir meðal margra bók-
sala með framsetningu á afsláttar-
ávísun sem landsmenn hafa fengið í
tilefni af viku bókarinnar en hún
felst í því að aftan á ávísuninni birt-
ast merki bókaverslana Pennans,
Eymundssonar, Máls og menningar
og Hagkaupa en ekki annarra bóka-
búða sem taka þátt í verkefninu. Að
sögn Arndísar Sigurgeirsdóttur,
bóksala í Iðu, er hún mjög óánægð
með framsetningu, en hver bóksali
greiðir jafnháa upphæð með hverri
ávísun. Hún taldi þessa framsetn-
ingu ekki geta staðist samkeppnis-
lög, á þeim grundvelli að í átaki sem
þessu, þar sem margir aðilar eru
þátttakendur, er viðskiptum beint til
útvalinna þátttakenda og bætti hún
því við að tími væri til kominn að
samkeppnisyfirvöld könnuðu þetta
mál. Auk fyrrnefndra merkja er
einnig merki þar sem stendur Bóka-
búðirnar. Arndís kannaðist ekki við
þetta merki og taldi þetta vera skír-
skotun í þær bókabúðir sem nefndar
eru á miðanum. Aðspurð hvort hún
hefði leitað svara hjá umsjónar-
mönnum verkefnisins sagði hún að
forsvarsmenn Félags íslenskra
bókaútgefenda hefðu talið þessa
framsetningu vera mistök en lýsti
engu að síður ánægju sinni með
verkefnið að öðru leyti.
Jafnræðis ekki gætt
Sigurður Pálsson, rekstrarstjóri
Bóksölu stúdenta, sagði að ekki hefði
komið fram í kynningu á verkefninu
að ákveðnum söluaðilum yrði hamp-
að á miðanum. Hann taldi að jafn-
ræðis væri ekki gætt með þessari
framsetningu og gat ekki gefið skýr-
ingu á því hvers vegna þessum að-
ilum væri hampað fremur en öðrum.
Hann hefði leitað svara hjá Félagi ís-
lenskra bókaútgefenda og þar hefðu
menn talið þetta vera óheppilegt mál
en ekki skýrt það frekar. Sigurður
hafði sömu sögu að segja og Arndís
um Bókabúða-merkið, hann hafði
aldrei séð það áður og sagði þetta
merki ekki gefa neitt til kynna.
Báru sig eftir björginni
Kristján B. Jónasson, varaformað-
ur Félags íslenskra bókaútgefenda,
sagði að merki þessara aðila hefði
verið birt vegna þess að þeir hefðu
borið sig eftir björginni og sóst eftir
því í byrjun en öllum hefði verið
frjálst að hafa sitt merki þar. Að-
spurður hvort þeir hefðu fengið
merki sín birt í krafti stærðar sinnar
sagði Kristján málið ekki snúast um
það, heppilegast hefði verið að birta
ekki nein merki. Um þá gagnrýni að
merkið Bókabúðirnar hefði aldrei
sést áður og væri neytendum algjör-
lega ókunnugt sagði Kristján að það
hefði verið búið til af auglýsingastof-
unni og hönnunaraðilum miðans.
Hann viðurkenndi að þetta merki
hefði aldrei birst áður en sagði það
minna á þá fjölmörgu aðila sem einn-
ig væru þátttakendur í átakinu.
Hann sagði að hugsunin á bakvið
merkið væri sú að þetta væri regn-
hlíf yfir alla bóksala á landinu og að
koma í veg fyrir að miðinn yrði þak-
inn merkjum. Kristján sagði að Fé-
lag íslenskra bókaútgefenda og
styrktaraðili átaksins hefðu greitt
fyrir allt kynningarefni og öllum
þátttakendum væri frjálst að nota
það sér að kostnaðarlausu og bætti
hann því við að merki bóksala kæmu
hvergi fram í neinum auglýsingum
átaksins. Kristján sagði að sér þætti
leitt að þetta mál hefði komið upp,
þetta hefðu verið mistök og varpað
skugga á þetta skemmtilega þjóð-
þrifaverkefni.
Margir bóksalar óánægðir með framsetningu afsláttarávísunar Þjóðargjafar
Stóru bókabúðunum hampað
á kostnað þeirra minni
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
SÝNINGIN Sumarið 2006 hefst í
Laugardalshöll í dag kl. 12 en þar
munu um 150 aðilar koma saman og
kynna vörur og þjónustu tengda
heimilinu, sumarhúsinu, garðinum
og fleira. Þegar ljósmyndara Morg-
unblaðsins bar að garði í gær voru
sýningaraðilar í óðaönn að gera bása
sína tilbúna og sagði Páll Pétursson,
talsmaður sýningarinnar, að undir-
búningur hefði gengið vel og mætti
búast við skemmtilegri sýningu, en
auk sýningaraðila mun m.a. Silvía
Nótt koma fram.
Sýningin Sumarið 2006 í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á MILLI eitt og tvö prósent barna á
aldrinum 9–18 ára höfðu ekki farið
til tannlæknis undanfarin fimm ár,
miðað við fjölda reikninga sem skil-
að var inn til Tryggingastofnunar á
tímabilinu 1999–2005, en stofnunin
endurgreiðir þessum sjúklingum
hluta kostnaðar. Þetta kemur fram
í svari heilbrigðisráðherra við
fyrirspurn Ágústs Ólafs Ágústs-
sonar þingmanns um ferðir barna
til tannlækna. Auk þess kom fram í
svarinu að 7% barna á aldrinum 6–8
ára höfðu ekki fengið slíkar endur-
greiðslur, 2% barna á aldrinum
9–11 ára, 1,7% barna á aldrinum
12–14 ára, 2,2% barna á aldrinum
15–17 ára og 0,8% 18 ára unglinga.
Ekki farið til tann-
læknis í fimm ár
EKKI vantar að hann sé tignarlegur, konungur
fuglanna þar sem hann hefur sig til flugs í Vatnsfirð-
inum, á vestanverðum Vestfjörðunum, í gær. Aðal-
heimkynni hafarnarins eru einmitt á Vestfjörðunum,
ekki síst við norðanverðan Breiðafjörðinn, en hafernir
hafa sést víðar um land undanfarin ár en áður var.
Þannig sást nýlega haförn í Mývatnssveitinni fyrir
norðan sem er óvanalegt á þeim slóðum og í vetur sást
haförn við Bæ í Lóni, en hafernir eru sjaldséðir á Suð-
austur- og Austurlandi. Haförnum hefur hins vegar
fjölgað nokkuð undanfarin ár og er talið að um eitt
hundrað pör séu í landinu nú.
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Konungur fuglanna tekur flugið
ELDSNEYTISVERÐ var í gær
hækkað á stöðvum Atlantsolíu, Ork-
unnar, Ego og ÓB eins og á stöðvum
stóru olíufélaganna. Hjá Atlantsolíu
kostar bensín 124,60 og dísilolía
119,80 krónur. Á ÓB-stöðvum er
verðið 0,10 krónum lægra en á Ego-
stöðvum kostar bensín 124,70 og
dísilolía 119,80 krónur. Eldsneytið
var ódýrast hjá Orkunni eftir hækk-
anirnar en bensínlítrinn þar kostar
124,40 og olíulítrinn 119,50.
Allir hafa hækkað
LEITAR ÁRÁSARMANNS
Lögreglan í Reykjavík leitar enn
ungs karlmanns sem réðst á fimm-
tán ára stúlku í Laugardalnum á
miðvikudagskvöld. Stúlkan var ein á
ferð er maðurinn, sem hún þekkti
ekki, kom á móti henni. Hann sló
hana í höfuðið með kylfu en stúlkan
varðist. Maðurinn stal íþróttatösku
hennar.
Mótmæla lokun
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps
mótmæltir áformum Umhverfis-
stofnunar um lokun Dyrhólaeyjar
fyrir allri almennri umferð á tíma-
bilinu 1. maí til 25. júní í ár en eyjan
var friðlýst árið 1978 og hefur árum
saman verið lokað fyrir umferð um
hana meðan fuglavarp stendur yfir.
Telur sveitarstjórn svo víðtæka lok-
un óþarfa og að hagsmunir ferða-
mannaþjónustu á svæðinu séu fyrir
borð bornir með þessari ákvörðun.
Jaafari gefur eftir
Íraska þingið átti að koma saman í
gær en því var frestað um tvo daga
er fréttist, að Ibrahim Jaafari, frá-
farandi forsætisráðherra, krefðist
þess ekki lengur að halda því emb-
ætti. Mun það líklega verða til að
greiða fyrir stjórnarmyndun í land-
inu.
Samdráttur framundan
Danske bank sendi í gær frá sér
nýja greinargerð um íslenskt efna-
hagslíf sem bankinn segir yfirspennt
og að svo virðist sem alvarlegur
samdráttur sé framundan. Segir að
þróunin í íslensku efnahagslífi hafi
verið mun hraðari en þeir hafi gert
ráð fyrir í fyrri greinargerð sinni.
Skutu á mótmælendur
Að minnsta kosti þrír létust og
tugir særðust þegar lögregluyfir-
völd í Nepal hófu í gær skothríð á
mótmælendur í höfuðborginni
Katmandu. Að sögn lækna á Model-
sjúkrahúsinu í Katmandu voru flest-
ir hinna særðu með skotsár.
Birta listann í Guantanamo
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið birti í fyrsta sinn í fyrradag
lista með nöfnum 558 manna, sem
eru eða hafa verið í fangabúðunum í
Guantanamo á Kúbu. Var það gert
eftir að alríkisdómstóll hafði orðið
við kröfu AP-fréttastofunnar um
það.