Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Sumartilboð
15% afsláttur
af öllum yfirhöfnum
Bragðsem endist lengur
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru
einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að
kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar
aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall,
óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS.
Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
www.nicorette.is
Nýkynslóð:
Mýkraundirtönn!
Prófaðu Nicorette
Freshmint
Nýkomnir
Glæsilegir toppar
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16
Kjólar
við buxur
Mikið úrval
Mörg mynstur
Stærðir 36-48
Verð 3.990
Laugavegi 54
sími 552 5201
Innihaldið skiptir máli
FÉLAGSFUNDUR Eflingar –
stéttarfélags beinir því til samninga-
nefndar hjúkrunarheimilanna og
heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis
að ganga þegar í stað að kröfum
launafólks á vinnustöðunum til að
koma í veg fyrir fjöldauppsagnir
starfsmanna. Allt frá vorinu 2005
hefur Efling reynt að ná fram breyt-
ingum á samningi Eflingar og SFH,
Samtaka fyrirtækja í heilbrigðis-
þjónustu, þar sem til kæmu sam-
svarandi leiðréttingar og í samningi
ríkisins. Þessu hefur alfarið verið
hafnað af stjórnendum hjúkrunar-
heimila. Þetta kemur fram í ályktun
sem samþykkt var á fjölmennum fé-
lagsfundi Eflingar á miðvikudag.
„Undanfarið hafa starfsmenn
hjúkrunarheimila á höfuðborgar-
svæðinu efnt til aðgerða til að knýja
á um leiðréttingu launakjara sinna,“
segir í ályktuninni. „Aðgerðir þeirra
eru sjálfsprottnar og til þess gerðar
að hafa áhrif á fjármála- og heil-
brigðisráðuneyti, sem hingað til hafa
ekki gefið nein fyrirheit um aukið
fjármagn til hjúkrunarheimilanna til
að hægt sé að lagfæra kjör þessa
fólks. Með aðgerðunum hafa hátt í
1.000 starfsmenn viljað vekja athygli
á því misrétti sem þeir búa nú við
miðað við aðra hópa við umönnunar-
störf sem hafa fengið launaleiðrétt-
ingar að undanförnu.
Það er skýlaus krafa þeirra að
kjörin verði leiðrétt til jafns við
kjarasamning Reykjavíkurborgar
frá síðastliðnu hausti. Viðbrögð
starfsmanna eru neyðarúrræði
launafólks á þessum vinnustöðum til
að knýja fram sömu laun fyrir sömu
vinnu.
Félagsfundur Eflingar – stéttar-
félags tekur undir þessa réttmætu
kröfu starfsmanna. Uppsagnir eru
nú í gangi á þessum vinnustöðum þar
sem gífurlegt álag ríkir vegna þess
að of fátt fólk er eftir til að sinna
mjög mikilvægum og vandasömum
störfum við umönnun aldraðra.“
Ályktun um stöðuna á
hjúkrunarheimilum
Skýlaus
krafa að
launin verði
leiðrétt
SVIFRYK fór tíu sinnum yfir
heilsuverndarmörk í mars sl. og
hefur farið fjórum sinnum yfir
mörkin nú í apríl. Í febrúar fór ryk-
ið fjórum sinnum yfir heilsuvernd-
armörk og einu sinni í janúar en
þann mánuð var úrkoma alla daga.
Samtals hefur svifrykið því farið 19
sinnum yfir mörkin á þessu ári en á
síðasta ári gerðist það samtals 21
sinni.
Sennilega þarf því að grípa til
einhverra aðgerða ef halda á svif-
ryksmengun af mannavöldum í
skefjum, segir á vef umhverfissviðs
Reykjavíkurborgar.
Í Reykjavík eru 50-60% svifryks
uppspænt malbik, 10-15% eru sót
og afgangurinn eða 25% eru af
náttúrulegum völdum. Frá 15. apríl
ár hvert er óleyfilegt að nota nagla-
dekk í Reykjavík og því er nauðsyn-
legt að skipta yfir á sumardekkin,
bæði slíta naglarnir malbikinu og
orsaka svifryksmengun, segir á vef
umhverfissviðs.
Nítján sinnum
of mikið svifryk
♦♦♦
Fréttir í
tölvupósti