Morgunblaðið - 21.04.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.04.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hu Jintao, forseti Kína,kom í gær í fyrsta skiptitil fundar við George W.Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Efna- hagsmál skipuðu stóran sess í við- ræðum leiðtoganna, en segja má að heimsókn Kínaforseta til Bandaríkj- anna hafi fallið í skuggann af mót- mælum víða um heim gegn stefnu kínverskra yfirvalda í mannréttinda- málum. Mikill halli á viðskiptum Banda- ríkjanna við Kína var eitt af meg- inviðfangsefnum fundarins, en hann var í fyrra að jafnvirði um 15.600 milljarða íslenskra króna. Telja sér- fræðingar vestanhafs að kínverska júanið sé vanmetið um sem nemur allt að 40 prósentum. Aðspurður um hátt gengi kín- verska gjaldmiðilsins sagði Hu að breytinga væri að vænta í þeim efn- um. „Við munum halda áfram að leiðrétta gengið og taka jákvæð skref í átt að greiðari aðgangi að [kínverska] markaðnum,“ sagði Hu í gær. Eftir fund leiðtoganna gaf Bush til kynna að hann vænti frekari aðgerða af hálfu Kínverja á sviði efnahags- mála. „Við vonum að það verði frek- ari lækkun á gjaldmiðli þeirra,“ sagði Bush í gær. Kínverjar kaupa engu að síður mikið af vörum frá Bandaríkjunum og sagði Hu í heimsókn sinni til Bo- eing-verksmiðjanna í Seattle á mið- vikudag að þarlend flugfélög þyrftu allt að 2.000 nýjar flugvélar á næstu 15 árum. Þá ræddu leiðtogarnir kjarn- orkudeiluna við Írana, en fátt nýtt þótti hafa komið fram í þeim málum á fundinum, þótt samþykkt hafi ver- ið að koma í veg fyrir að Íranar þróuðu eða eignuðust kjarn- orkuvopn. Gagnrýna mannréttindabrot Í opnu bréfi til bandaríska dag- blaðsins The Wall Street Journal í gær sagði Chen Shui-bian, forseti Taívans, að kínversk stjórnvöld not- færðu sér í síauknum mæli efna- hagslegan styrk sinn til að hafa áhrif á deiluna um samskipti ríkjanna. Að auki notuðu andstæðingar stjórnarinnar í Peking víða um heim tækifærið og mótmæltu stefnu yf- irvalda í mannréttindamálum. Bar þar helst á mótmælum umhverf- issinna og trúarhreyfinga sem mót- mæla skorti á trúfrelsi í Kína. Þeirra á meðal var mannréttinda- hreyfingin China Aid Association í Texas, sem sagði í yfirlýsingu að „of- sóknir gegn heimakirkjum mótmæl- enda í Kína hefðu stigmagnast“. Að sögn hreyfingarinnar handtóku kín- versk yfirvöld a.m.k. 1.300 kristna Kínverja og 17 erlenda trúboða í fyrra. Segja samtökin að flestum þeirra hafi verið sleppt og að yf- irheyrslur yfir þeim hafi varað frá einum sólarhring til nokkurra mán- aða. Saka Kínverja um þjóðarmorð Þá sakaði repúblikaninn og þing- maðurinn Christopher Smith, sem er í forsvari nefndar um mannrétt- indabrot í Kína, kínversk yfirvöld um að fremja þjóðarmorð með því að þvinga konur í Tíbet og Xinjiang til að fara í fóstureyðingu. „Skilgreiningin á þjóðarmorði gæti ekki átt betur við… þegar fólk er ofsótt í því skyni að þurrka þjóð- erni þess út,“ sagði Smith á miðviku- dag. Taldi hann, að slíkar fóstureyð- ingar væru engu minni glæpur en sambærilegar aðgerðir nasista gegn pólskum konum á fjórða áratug síð- ustu aldar. Rebiya Kadeer, sem er í forsvari fyrir hreyfingu múslima í Xinjiang, var einnig harðorð í garð kínverskra yfirvalda og ræddi um „hrikalegar frásagnir af fóstureyðingum sem hefði verið þvingað upp á stúlkur“ á á svæðinu. Segja fjölda aftakna 8.000 á ári Í tilkynningu frá mannréttinda- samtökunum Amnesty International í gær kom fram að kínversk yfirvöld framfylgdu 80 prósentum af þeim 2.148 dauðarefsingum sem fram- kvæmdar voru í 22 löndum í fyrra. Í öðru, þriðja og fjórða sæti eru svo Íran, Sádi-Arabía og Bandaríkin, en samtökin fara afar hörðum orðum um fjórar efstu þjóðirnar á listanum og kalla þær „helstu böðla“ heims- ins. Þá sagði í tilkynningunni að 1.770 opinberar aftökur hefðu farið fram í Kína í fyrra og að raunveruleg tala þeirra gæti verið allt að 8.000. Í þessu sambandi sökuðu breskir læknar sem sinna líffæraflutningum kínversk yfirvöld fyrr í vikunni um að geyma líffæri úr þúsundum fanga, sem teknir hefðu verið af lífi, í því skyni að selja þau til svokallaðra „líf- færa-túrista“. Þannig segja fulltrúar bresks fé- lags sem sinnir líffæraflutningum að sönnunargögn bendi til að slík starf- semi færist sífellt í aukana. „Byrði sönnunargagna hefur á síðustu mán- uðum aukist í þeim mæli að við telj- um þetta óvéfengjanlegt,“ sagði Stephen Wigmore, í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, á mið- vikudag, en hann er prófessor og í forsvari fyrir félagið. Þverpólitískur hópur 27 þing- manna á bandaríska þinginu sendi frá sér samskonar yfirlýsingu í vik- unni, þar sem kínversk yfirvöld voru hvött til að hætta að nema líffæri úr föngum. Sam Brownback, öldungadeild- arþingmaður úr röðum repúblikana, skrifaði undir skjalið, en hann telur að kínversk yfirvöld hafi framkvæmt 65.000 líffæraflutninga, flesta úr föngum, frá árinu 1993. Mengun ógnar stöðugleika Umhverfissamtök víða um heim hafa einnig miklar áhyggjur af vax- andi mengun í Kína en raunar virð- ast Kínverjar sjálfir vera að vakna til vitundar um ástandið. Sem dæmi um það má nefna, að fyrr í vikunni sagði Zhou Shengxian, yfirmaður kín- versku umhverfisstofnunarinnar, að vaxandi mengun og fjöldi alvarlegra umhverfisslysa væru farin að kynda undir ólgu í Kína. Að sögn Shengxian voru skráðar deilur og átök vegna umhverfismála á síðasta ári 510.000, á sama tíma og fjöldamótmælum vegna mengunar og umhverfisslysa fjölgaði nú um 29 prósent á ársgrundvelli. Sagði hann mikla hættu á, að umhverfisvandinn færi algerlega úr böndunum. Þá sagði Wen Jiabao, forsætisráð- herra Kína, fyrr í vikunni að á sama tíma og Peking-borg væri næstum myrkvuð vegna mikils sand- eða ryk- storms, yrðu Kínverjar að fara að horfast í augu við umhverfisvandann áður en það yrði um seinan. Leiðtogafundur í skugga mótmæla Reuters Tíbeskir mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í gær. Eftir Baldur Arnarson og Svein Sigurðsson Washington. AP, AFP. | Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti í fyrsta sinn í fyrradag lista með nafni og þjóðerni allra þeirra 558 manna, sem eru eða hafa verið í haldi í fangabúð- unum í Guantanamo á Kúbu. Var það gert eftir að alríkisdómstóll hafði orðið við kröfu AP-fréttastofunnar um það. Sumum þeirra, sem eru á listan- um, hefur verið sleppt eða þeir af- hentir yfirvöldum í sínu landi, en í Guantanamo eru þó enn í haldi 490 menn. Eru þeir frá 40 löndum og flestir frá Sádi-Arabíu, 130. Frá Afg- anistan eru 125 og frá Jemen 100. Á listanum eru 25 Alsírmenn, 22 Kínverjar og 13 Pakistanar en síðan eru fámennari hópar frá Líbýu, Tún- is, Kúveit og Súdan. Einn eða tveir eru frá Úganda, Aserbaídsjan, Rúss- landi og Maldive-eyjum en þeim, sem voru frá Bretlandi, Frakklandi og Belgíu hefur verið sleppt. Unglingur á meðal fanganna Í haldi Bandaríkjamanna er kan- adískur unglingur, Omar Ahmed Khadr, en hann er sakaður um að hafa drepið bandarískan hermann í Afganistan. Sandra Hodgkinson, embættis- maður í bandaríska utanríkisráðu- neytinu, sagði í gær, að bandarísk yf- irvöld væru reiðubúin að sleppa 100 föngum í Guantanamo strax og stjórnvöld í landi þeirra eða einhver önnur vildu taka við þeim. Skýrt frá nöfnum fanga í Guantanamo MIÐLARAR höfðu í nógu að snúast á mörkuðum í New York í gær þeg- ar verð á olíu fór í 72,49 dollara fat- ið áður en það endaði í 71,95 doll- urum, eða 22 sentum minna en deginum áður. Olíuverð lækkaði einnig í London þar sem verð á olíu af Brent-svæðinu í Norðursjó fór í 74,22 dollara. Lokaverð var 73,18 dollarar, eða 55 sentum lægra en við lok markaða á miðvikudag. Telja miðlarar að lækkunin sé tíma- bundin og að verðið muni senn fara að nálgast 75 dollara fatið. AP Olíuverð lækkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.