Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 15
ERLENT
MISSTIRÐU
EITTHVAÐ
ÚT ÚR ÞÉR?
Mörgum kílóum af tyggjói er spýtt á götur og gangstéttir borgarinnar á
hverju ári. Hreinsun sorps af götunum kostar um 23 milljónir króna
árlega. Þetta samsvarar meðalútsvari rúmlega 100 Reykvíkinga.
ÞAÐ MUNAR ENGU FYRIR ÞIG AÐ SETJA TYGGJÓIÐ Í FÖTUNA
ÞAÐ MUNAR ÖLLU FYRIR UMHVERFIÐ
Reykjavíkurborg
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Bagdad. AFP. | Íraska þingið átti að
koma saman í gær en því var frestað
um tvo daga er fréttist, að Ibrahim
Jaafari, fráfarandi forsætisráðherra,
krefðist þess ekki lengur að halda
því embætti. Mun
það líklega verða
til að greiða fyrir
stjórnarmyndun í
landinu.
Krafa Jaafaris
um forsætisráð-
herraembættið
hefur hingað til
staðið í vegi fyrir
myndun sam-
steypustjórnar í
Írak en Kúrdar jafnt sem súnnítar
hafa hafnað honum algerlega. Þá
hafa sjítar og hans eigin flokksmenn
reynt að fá hann ofan af kröfunni um
forsætisráðherraembættið og það
virðist nú hafa tekist. Hefur Jaafari
fallist á, að helsta kosningabandalag
sjíta ákveði hver verði næsti for-
sætisráðherra.
Í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar
í gær sagðist Jaafari ekki vilja verða
hindrun fyrir lýðræðisferlinu í Írak,
en gaf hins vegar ekki til kynna hve-
nær hann myndi láta af embætti.
Óöld og upplognar fréttir
Að minnsta kosti 12 manns féllu í
Írak í gær í sprengjutilræðum og
öðrum árásum en yfirvöld bera hins
vegar til baka fréttir frá í fyrradag
um að tveir kennarar hafi verið
skornir á háls að nemendum sínum
ásjáandi. Sagði í yfirlýsingu frá
menntamálaráðuneytinu, að frétt-
inni hefði augljóslega verið komið á
kreik til að valda skelfingu meðal
barna og foreldra þeirra.
Jaafari
gefur eftir
Jaafari
Moskvu. AFP. | Nýjar styttur af
Jósef Stalín hafa verið að
skjóta upp kollinum víða um
Rússland að undanförnu en
ástæðan er þó ekki sérstök
rækt við minningu einræðis-
herrans. Tilgangurinn er ein-
göngu sá að laða að ferðamenn.
„Það voru ferðamálastarfs-
menn, sem áttu hugmyndina,“
sagði Jevgení Pashenko, að-
stoðarríkisstjóri í Krasnojarsk
í sunnanverðri Síberíu, en þar
er nú verið að enduropna 400
fermetra byggingu, sem á sín-
um tíma var reist í minningu
Stalíns en lokað árið 1961. Þar
er að sjálfsögðu stór stytta af
honum.
Í desember síðastliðnum var
opnað Stalínsafn í borginni
Volgograd og styttur af honum
hafa risið víða en þó ekki alls
staðar hávaðalaust. Finnst
mörgum ekki við hæfi að gera
Stalín, sem bar ábyrgð á dauða
milljóna manna, að söluvarn-
ingi.
Vona að
Stalín laði að
ferðamenn
Katmandu. AFP. | Að minnsta kosti
þrír létust og tugir særðust þegar
lögregluyfirvöld í Nepal hófu í gær
skothríð á mótmælendur í höfuð-
borginni Katmandu. Að sögn lækna
á Model-sjúkrahúsinu í Katmandu
voru flestir hinna særðu með skot-
sár, en a.m.k. tólf liggja alvarlega
slasaðir eftir árásina í gær.
Aðgerðin kom í kjölfar þess að
tugir þúsunda mótmælenda virtu að
vettugi útgöngubann í borginni, en
þeir hafa á síðustu vikum staðið fyrir
verkföllum og götumótmælum gegn
Gyanendra konungi, sem tók sér ein-
ræðisvald þegar hann rak ríkis-
stjórnina fyrir 14 mánuðum.
Krefjast lýðræðis
Krafa mótmælenda er að lýðræð-
isleg stjórnskipan verði tekin upp í
landinu á nýjan leik. „Við erum tilbú-
in að fórna lífi okkar fyrir lýðræðið,“
sagði Sanyam Poudel, 22 ára Nepali,
í gær. „Við óttumst þá ekki.“
Alls hefur á annan tug fallið og
tugir slasast í mótmælunum sem
hófust fyrr í mánuðinum.
Mikil samstaða einkenndi mót-
mælin í gær og sprautuðu íbúar
borgarinnar vatni af húsþökum sín-
um til að hjálpa mótmælendum sem
höfðu blindast tímabundið af tára-
gasi lögreglu.
Að sögn yfirvalda er líklegt að
konungurinn muni líta til fyrrver-
andi valdahafa þegar hann íhugar
myndun nýrrar stjórnar. Mótmæl-
endur hafa hins vegar hafnað slíkum
hugmyndum og sagt að tími um-
ræddra leiðtoga sé á enda. Hafa þeir
boðað frekari mótmæli í dag.
Skutu þrjá mótmælendur
til bana í Katmandu
AP
Ungur mótmælandi liggur í valnum eftir skothríð lögreglunnar í
Katmandu, höfuðborg Nepals, í gær. Mótmælin munu halda áfram í dag.