Morgunblaðið - 21.04.2006, Page 21

Morgunblaðið - 21.04.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 21 UMRÆÐAN ERTU BURÐAR- DÝR FYRIR UNGLINGINN? KAUPUM EKKI ÁFENGI FYRIR FÓLK UNDIR LÖGALDRI. H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Acidophilus FRÁ Fyrir meltingu og maga Sterkur acidophilus APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR www.nowfoods.com REYNSLAN sýnir að endalaust má deila um hvað beri að skatt- leggja og hvað skuli vera und- anþegið skatti svo ekki sé minnst á hve skattprósentan skuli vera há. Það sem ein- um þykir sanngjarnt og eðlilegt að sé skatt- skylt gæti öðrum fund- ist að ætti að vera með öllu skattfrjálst o.s.frv. Skoðanaskipti um skattkerfið eru nauð- synleg því með því að heyra sem flest sjón- armið aukast líkurnar á að það takist að hanna sanngjarnt, sveigjanlegt og virkt skattkerfi. Þeir þættir sem ekki síst eru umdeildir í þessu sambandi eru þeir sem snúa að heilbrigðismálum. Eins og löggjöfin er í dag teljast styrkir, þar með taldir styrkir úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga, til tekna. Þegar fólk sækir um þessa styrki, hvort sem það eru lágar upp- hæðir t.d. vegna gleraugnakaupa eða háar upphæðir vegna mikils út- lagðs lækniskostnaðar, er allsendis óvíst að allir umsækjendur viti að þessar upphæðir eru skattskyldar. Í Kastljósi Sjónvarpsins þriðju- dagskvöldið 14. mars var rætt við Árna Heimi Jónsson en hann greindist með krabbamein fyrir rúmu ári. Hann eins og margir aðrir sem reiða þurfa fram mikið fé vegna rannsókna- og lyfjakostnaðar sótti um styrk í sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Af þeirri upphæð bar hon- um að greiða 36% skatt. Mörgum varð illa við að heyra frá- sögn Árna og finnast sem svo að ekki gangi að ríkissjóður afli tekna með skattlagn- ingu sem þessari. Rík- isskattstjóri hefur stað- fest að það sé að vísu hægt að sækja um undanþágu frá skatt- greiðslum af sjúkra- styrkjum. Sú undanþága geti þó aldrei leitt til niðurfellingar heldur frekar til einhvers konar ívilnunar vegna útlagðs kostnaðar. Slík ívilnun fæst þó einungis ef viðkomandi get- ur sýnt fram á verulega tekjuskerð- ingu vegna veikinda sinna. Af þessu að dæma er vel hægt að ímynda sér að umsóknarferlið um undanþágu frá þessari tilteknu skattgreiðslu geti bæði verið flókið og langsótt. Sjúkra- og styrktarsjóðir stétt- arfélaganna eru ekki síst tilkomnir til að létta undir með þeim félögum sínum sem verða fyrir alvarlegum áföllum í lífinu. Úr sjúkrasjóðum hefur einnig verið hægt að sækja um styrki vegna kostnaðar á þjón- ustu sem ekki er styrkt eða nið- urgreidd af almannatryggingakerf- inu. Allir geta verið sammála um að nauðsynlegt er að styrkveitingar hafi skýran ramma svo koma megi í veg fyrir hugsanlega misnotkun. Við samningu hverslags laga og reglu- gerða sem lúta að heilsu einstak- lingsins ber þeim sem axla þá ábyrgð hverju sinni þó ætíð að gæta þess að mannlegi þátturinn sé hafð- ur að leiðarljósi. Það hlýtur að vera gert með því að ímynda sér hvernig lögin komi til með að reynast í hin- um ólíku aðstæðum þar sem til- teknum lögum er ætlað að virka. Að sjálfsögðu er ekki hægt að sjá allt fyrir. Þess vegna er nauðsynlegt að lög og þá sérstaklega sá hluti skattalaganna sem hér um ræðir feli í sér ákveðinn sveigjanleika. Slíkur sveigjanleiki væri m.a. í formi ákvæða sem gefa kost á undantekn- ingu frá meginreglu og að mögulegt sé einnig að meta mál út frá hverj- um og einum einstaklingi. Hvort allir styrkir úr sjúkrasjóði skuli skattfrjálsir skal hér látið liggja milli hluta. Það getur vissu- lega verið flókið að finna út hvar draga skuli mörkin. Í slíkri vinnu felst ákveðin áskorun og niðurstaðan mun ekkert endilega falla öllum í geð. Ein útfærslan gæti t.d. verið með þeim hætti að sé um að ræða ólæknandi eða lífshættulega sjúk- dóma skuli styrkir vera skattfrjálsir enda sé um að ræða endurgreiðslu útlagðs kostnaðar vegna veikind- anna. Það er einmitt reynslusaga eins og sú sem Árni Heimir rakti í Kast- ljósinu sem vekur almenning til vit- undar um agnúa og galla sem þessa. Það er ekki einungis hagur okkar allra að lagfæra þetta heldur ekki síst siðferðisleg skylda okkar. Mannlegi þátturinn í skattalögunum Kolbrún Baldursdóttir fjallar um skattlagningu styrkja úr sjúkrasjóðum vegna lífs- hættulegra sjúkdóma ’Það er einmitt reynslu-saga eins og sú sem Árni Heimir rakti í Kastljós- inu sem vekur almenning til vitundar um agnúa og galla sem þessa.‘ Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur. ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi slegið öll fyrri met í skatt- lagningu. Það eru staðreyndir að út- gjöld ríkisins hafa vaxið gífurlega á síð- ustu 10 árum en út- gjöld ríkisins nú eru a.m.k. 120 milljörðum króna hærri árlega á föstu verðlagi en þau voru fyrir áratug. Útgjöldin voru 210 milljarðar árið 1995 en þau eru áætluð verða yfir 330 millj- arðar á þessu ári en upphæðirnar eru á sama verðlagi. Frjálslyndi flokk- urinn hefur varað við þessari útgjaldagleði, sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur í síauknum mæli aflað tekna með því að seilast ofan í vasa þeirra tekju- lágu, aldraðra og ör- yrkja. Í allri þessari skattlagningargleði sést Sjálfstæðisflokkurinn ekki fyrir. Hann leggur m.a.s. virð- isaukaskatt á eldsneytiskaup Landhelgisgæslunnar sem engin haldbær rök eru fyrir. „Af því að þetta hefur verið svona“ heldur ekki vatni sem rök fyrir skattlagn- ingunni sem, vel að merkja, skilar ekki krónu í ríkiskassann, þvert á móti. Landhelgisgæslan borgar ekki virðisaukaskattinn af elds- neytiskaupunum hér af því að hún hefur flutt viðskipti sín annað. All- ir sjá að það vinnur ekki með fjár- málum íslenska ríkisins þegar við- skiptavinir þess hætta að vera það og fara að beina viðskiptum sínum annað. Hlutskipti Landhelgisgæsl- unnar er allt annað og verra en t.d. sendiráða þjóðarinnar þegar kemur að fjárveitingum hins op- inbera. Landhelgisgæslan býr ein- hverra hluta vegna við viðvarandi fjárskort sem hefur leitt til þess að stjórnendur hafa leitað allra leiða til þess að ná fram sparnaði, m.a. við kaup á olíu á varð- skipin, og sigla þess vegna til Færeyja til að kaupa ódýrari olíu. Sparnaður Gæsl- unnar felst ekki í því að verðið á olíunni sé lægra í Færeyjum en á Íslandi þar sem það liggur fyrir að verðið er nánast það sama. Í hverju felst þá sparn- aðurinn? Hann felst í því að ef Landhelg- isgæslan kaupir olíuna í Færeyjum losnar hún við að greiða virð- isaukaskatt til ís- lenska ríkisins. Það er greiðsla úr einum vasa ríkisins í annan. Fyrir nokkru vakti ég máls á því við fjár- málaráðherra Sjálf- stæðisflokksins hvort ekki væri ráð að af- nema þessa vitlaus- ustu skattlagningu sem sögur fara af. Hún er afar heimsku- leg þar sem ekki ein króna af virðisaukaskattinum inn- heimtist heldur verður hún til þess að viðskipti með olíu fara úr landi. Ekki hefur enn komið til greina að mati fjármálaráðherra að afnema skattinn þó svo að hann innheimtist ekki – og það á að heita að það sé vegna þess að þá væri ríkisstofnunum mismunað. Mín skoðun er sú að það sé orð- ið löngu tímabært að hið forn- kveðna verði haft í heiðri – að skynsemin ráði í þessu efni og að eitthvert ímyndað jafnræði rík- isstofnana verði ekki til þess að ís- lensk fyrirtæki verði af við- skiptum. Vitlausasta skattlagn- ing sem sögur fara af Sigurjón Þórðarson fjallar um sparnað, sem hann telur á misskilningi byggðan Sigurjón Þórðarson ’Sparnaðurinnfelst í því að ef Landhelg- isgæslan kaupir olíuna í Fær- eyjum losnar hún við að greiða virðisaukaskatt til íslenska rík- isins.‘ Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.