Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 28
25 BÖRN og fjölskyldur þeirra fengu í gær ferðastyrk úr
sjóðnum Vildarbörn Icelandair, en aldrei hafa svo margir
fengið úthlutað úr honum í einu áður. Tilgangur hans er
að gefa langveikum börnum og börnum sem búa við sér-
stakar aðstæður kost á að fara í draumaferð og byggist
sjóðurinn á hugmyndum og starfi Peggy Helgason iðju-
þjálfa, sem um árabil hefur unnið sem sjálfboðaliði á
barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur
fjölda veikra barna með ýmsum hætti. Sjóðurinn er fjár-
magnaður með þrennum hætti; í fyrsta lagi með afgangs-
mynt farþega Icelandair sem þeir gefa um borð, í öðru
lagi gefst þeim kostur á að gefa vildarpunkta sína til
sjóðsins og í þriðja lagi gefur Icelandair fasta fjárhæð á
hverju ári. Vildarbörnin og fjölskyldur þeirra fá flug á
einhvern yfir tuttugu áfangastaða Icelandair, gistingu,
bílaleigubíl ef þess er óskað, dagpeninga og síðast en ekki
síst miða á einhvern viðburð sem börnin kjósa að sækja.
Á heimasíðu Vildarbarna, www.vildarborn.is, er meðal
annars að finna umsóknareyðublað og skemmtilegar
ferðasögur.
Áslaug Thelma Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Vild-
arbarna, segir ánægjulegt að sjá sjóðinn vaxa með hverju
árinu.
„Það er yndislegt að sjá hversu vel þetta gengur,“ segir
hún, en samtals 80 fjölskyldur og á fjórða hundrað manns
hafa nú fengið úthlutað úr sjóði Vildarbarna frá stofnun
hans árið 2003. „Það er okkur mikið gleðiefni að þetta
gengur svona vel og vonum að það haldi áfram.“
Áslaug segir Disneyworld-skemmtigarðinn í Orlando
vinsælasta áfangastað barnanna en að margir hafi líka
farið í Tívolí í Kaupmannahöfn eða á fótboltaleiki í Man-
chester. Nú fengu í fyrsta skipti styrk úr sjóðnum tvær
fjölskyldur utan landsteinanna og mun enskur drengur
ferðast til Íslands vegna þess hve Latibær er í miklu
uppáhaldi hjá honum. Á milli 80 og 90 umsóknir bárust að
þessu sinni en úthlutað er tvisvar á ári; fyrsta vetrardag
og á sumardaginn fyrsta.
Sameiginlegt átak
Áslaug segir verkefnið afar gefandi.
„Það er virkilega gaman að fá að verða þess heiðurs að-
njótandi að taka þátt í þessu verkefni og við hjá Ice-
landair erum sérlega stolt af þessu,“ segir hún. „Þetta er
sameiginlegt átak félagsins og viðskiptamanna og farþega
þess.“
Áslaug segir stóran hluta fjármagnsins koma frá far-
þegum sem skilji eftir íslenska og erlenda mynt um borð í
flugvélum Icelandair.
„Það er stærsti hlutinn og hefur gert sjóðnum kleift að
vaxa og dafna,“ segir hún og kemur að lokum á framfæri
þökkum til allra sem stutt hafa við baki
þeirra væri þetta ekki hægt.“
Vigdís Finnbogadóttir er verndari sjó
hún vildarbörnin og fjölskyldur þeirra í
„Það er gaman að vera með ykkur h
ardaginn fyrsta. Fátt hefur mér verið
komið var að máli við mig fyrir nokkrum
beðin að vera verndari Vildarbarna,“
Metúthlutun úr sjóði Vildarbarna Icelan
Gjafamynt
25 börn og fjölskyldur þeirra fögnuðu su
Þór Willemoes var ánægður með styrkinn sinn. Davíð Einar Davíðsson ásamt fjölskyldu
Bjarki Jóhannsson var glaður enda ferðalag framundan. Eydís Ásgeirsdóttir var sumarleg í bleik
Aron Einar tók við styrknum fyrir Jóhann Hólmgrímsson. Helena Ýr Jónsdóttir var í fínum kjól í ti
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
28 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BUSH Í VANDA
Bush Bandaríkjaforseti ávið mikinn pólitískanvanda að stríða inn á við
og út á við. Stuðningur við hann
sjálfan, ríkisstjórn hans og
stefnu hennar hefur stórminnk-
að í Bandaríkjunum. Hernám
Íraks hefur reynzt Bandaríkja-
mönnum erfitt. Það var auðvelt
fyrir þá að brjóta á bak aftur
hersveitir Saddams á tiltölulega
skömmum tíma en það hefur
orðið þeim erfitt að halda and-
stæðingunum í skefjum eftir að
landið var hernumið.
Nú standa Bandaríkjamenn
frammi fyrir nýju vandamáli,
sem er hugsanleg kjarnorkuvæð-
ing Írans. Ef Íran kæmist upp
með að koma sér upp kjarnorku-
vopnum væri stríðið um kjarn-
orkuvopnin tapað. Þá mundi
hver þjóðin á fætur annarri
koma sér upp kjarnorkuvopnum
með hræðilegum afleiðingum.
Þeir sem nú hafa hæst um að ná
verði „samningum“ við Norður-
Kóreumenn og Íran um að þess-
ar þjóðir komi sér ekki upp
kjarnorkuvopnum verða að svara
því, hvað eigi að gera ef slíkir
samningar nást ekki. Hvað þá? Á
að gefa það eftir að hver þjóðin á
fætur annarri verði búin kjarn-
orkuvopnum? Hvers konar ver-
öld yrði það?
Auðvitað getur Bush sagt sem
svo, að hann hirði ekkert um vin-
sældir og geri það, sem hann
telji nauðsynlegt að gera, þar
sem hann geti hvort sem er ekki
leitað endurkjörs. En þá er hann
að stofna framtíðarvöldum
repúblikana í Bandaríkjunum í
hættu. Þess vegna verður hann
að halda uppi stefnu í innan-
landsmálum og utanríkismálum,
sem nýtur viðunandi fylgis með-
al bandarísku þjóðarinnar.
Bandaríkjamenn geta ekki
horfið frá Írak nema þar verði
komið á sæmilega öruggt stjórn-
arfar. En þeir gætu hafið brott-
flutning bandarískra hermanna
smátt og smátt, sem mundi róa
öldurnar heima fyrir og skapa
jákvæðara andrúmsloft í Mið-
Austurlöndum í þeirra garð.
Þeir verða að gæta þess að
fara ekki of langt fram úr al-
menningsálitinu í heiminum
varðandi Íran og Norður-Kóreu
en þó verða þeir að vera tilbúnir
til að grípa til nauðsynlegra að-
gerða ef allt um þrýtur.
Í kalda stríðinu voru Banda-
ríkjamenn sérfræðingar í því að
skapa sér stuðning um allan
heim í baráttunni við kommúnis-
mann. Hvers vegna skyldu þeir
ekki notfæra sér þá reynslu til
að safna stuðningsmönnum við
þá grundvallarstefnu, að það sé
heimsbyggðinni allri fyrir beztu,
að fleiri þjóðir en nú ráða yfir
kjarnorkuvopnum komist ekki
yfir slík vopn? Í stað þess að
ögra umheiminum eiga þeir að
leita stuðnings við stefnu, sem
fólk um allan heim ætti að vera
tilbúið til að styðja.
Mannabreytingar í ríkisstjórn
Bush eða starfsliði hans í Hvíta
húsinu munu ekki skipta sköpum
heldur sú tilfinning meðal fólks
um víða veröld, að Bandaríkja-
menn séu að berjast fyrir góðum
málstað. Sú tilfinning var sterk á
dögum kalda stríðsins.
Að berjast gegn útbreiðslu
kjarnorkuvopna er góður mál-
staður. Það er málstaður, sem
flest fólk í veröldinni ætti að
vera tilbúið til að styðja.
MIKILL ÞRÝSTINGUR
Íslenzka bankakerfið liggur und-ir miklum þrýstingi erlendis
frá um þessar mundir og raunar
þjóðarbúskapur okkar Íslendinga
í heild.
Það virðist ekkert lát ætla að
verða á umfjöllun erlendra fjár-
málafyrirtækja um íslenzku bank-
ana og stöðu þeirra með almennu
ívafi um efnahagslíf okkar.
Í gær sendi Den Danske Bank
frá sér einna eina skýrsluna, sem
þó getur varla talizt skýrsla í
merkingu þess orðs, heldur stutt
umsögn en neikvæð. Í nýju tölu-
blaði af tímaritinu Euromoney er
umfjöllun um íslenzku bankana.
Þessi umfjöllun er að langmestu
leyti neikvæð og nú orðið er
sjaldnast nokkuð nýtt í því, sem
sagt er. Samanlögð áhrif allra
þessara skýrslna, umsagna og
álitsgerða eru hins vegar þau, að
bankakerfið liggur undir miklum
þrýstingi og ekki má mikið út af
bera án þess að eitthvað láti und-
an.
Gengislækkun íslenzku krón-
unnar, sem vissulega hefur ákveð-
in jákvæð áhrif í efnahagslífi okk-
ar, og umtalsverð lækkun á verði
hlutabréfa á Kauphöll Íslands eru
beinar afleiðingar þessara um-
ræðna.
Alvarlegast er þó að aftur og aft-
ur er spurt hvort bankarnir geti
endurfjármagnað sig á næsta ári.
Það er kominn tími til að íslenzk
stjórnvöld taki þessi mál mjög al-
varlega og hugi að víðtækum að-
gerðum til þess að stöðva þessa
neikvæðu þróun.
Þær aðgerðir hljóta að snúa að
íslenzku efnahagslífi almennt og
að því sérstaklega að efla traust til
íslenzku bankanna á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum.
Það er alveg ljóst, að það er ekki
hægt að láta sem ekkert hafi gerzt
og að ekkert þurfi að gera.