Morgunblaðið - 21.04.2006, Qupperneq 29
ð á sjóðnum. „Án
ðsins og ávarpaði
gær.
hér í dag á sum-
kærara en þegar
m árum og ég var
sagði hún meðal
ndair og 25 börn ásamt fjölskyldum halda á vit ævintýranna
t í góðar þarfir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
umarbyrjun með því að veita viðtöku styrkjum úr sjóði Vildarbarna Icelandair í gær.
umeðlimum. Elvar Smári Einarsson brosti breitt enda ástæða til. Einar Benedikt Kristgeirsson tók stoltur við styrknum.
Ari Páll Vignisson tók við styrknum með fjölskyldunni.ku.
Friðrik Óli Höjgaard tók við sinni gjöf. Sigrún María Óskarsdóttir tók glöð við sinni gjöf.
Hringur Úlfarsson gladdi viðstadda með brosmildi sinni.
lefni dagsins.
TENGLAR
........................................................................
www.vildarborn.is
annars og beindi í lokin orðum sínum til barnanna: „Ég
fagna því að þið eruð hér og ég veit að þið veljið ykkur
þann stað í veröldinni sem ykkur langar allra mest til að
fara á.“
Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair og
formaður stjórnar Vildarbarna, og Peggy Helgason af-
hentu börnunum gjafirnar. Ekki áttu allir styrkþegarnir
heimangengt og auk þeirra sem mættu á afhendinguna
fengu eftirfarandi börn úthlutað úr sjóðnum: Andri Þór
Gunnarsson, Anna Jórunn Sigurgeirsdóttir, Davíð Aron
Ægisson, Haukur Halldórsson, Jack Alexander, Máni
Sigurbjörnsson, Oscar Nielsen, Sigrún Sól Eyjólfs-
dóttir, Valgerður Jónsdóttir og Þórarinn Pálsson.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 29
ÞAÐ var stór dagur hjá hinni brosmildu Laufeyju Rut
Ármannsdóttur, 14 ára, í gær. Hún samþykkti að spjalla
við blaðamann eftir að hafa tekið við gjöf sinni frá Vild-
arbörnum en síðan lá leið hennar í Fríkirkjuna í Hafn-
arfirði þar sem hún átti að fara að fermast.
Hún ætlar með foreldrum sínum og bróður til Flór-
ída, en þangað hefur hún komið einu sinni áður. Hún
man þó lítið eftir því enda var hún aðeins tveggja ára
þá.
„Ég hlakka mest til að fá gott veður og fara í sólina,“
sagði Laufey og sagði aðspurð að strendur og sólböð
heilluðu jafnvel enn meira en Disneyland-skemmtigarð-
urinn. Hún var mjög ánægð með ferðina en sagði hlæj-
andi að það kæmi í ljós síðar um daginn hvort hún yrði
besta fermingargjöfin.
Viðburðaríkur
fermingardagur
KRISTÍN Guðmundsdóttir er móðir Ragnars Vilbergs
Bragasonar, en hann var einn þeirra sem hlutu gjöf úr
sjóði Vildarbarna í gær.
Kristín sagði gjöfina hafa mikla þýðingu fyrir fjölskyld-
una og að ekki væri mögulegt að komast í ferðalag ef ekki
væri fyrir hana. „Við myndum ekki geta framkvæmt þetta
öðruvísi,“ sagði hún.
Kristín sagði ennþá óákveðið hvert yrði farið en Dan-
mörk væri ofarlega á vinsældalistanum. Þar bjó fjöl-
skyldan í þrettán ár.
„Það væri gaman að heimsækja þann stað og að sjálf-
sögðu fara í tívolíið,“ sagði hún brosandi.
Hún sagði stefnt að því að ferðast í sumar og að sjálf-
sögðu væri farið að bera á tilhlökkun.
„Við höfum ekki farið neitt svo það verður bara gaman
að komast í ferðalag.“
Gjöfin hefur
mikla þýðingu
SNÆDÍS Björt Ágústsdóttir var kotroskin og skemmtileg
í samtali við blaðamann Morgunblaðsins eftir afhend-
inguna í gær. Snædís er tólf ára og hefur aldrei farið til
útlanda áður. Hún var fljót að svara því hvert hún stefndi
á að fara.
„Ég ætla til Flórída og í Disneyland,“ sagði hún en
bætti við að það væri í það minnsta efst á óskalistanum.
„Eða það er eiginlega bara pottþétt,“ bætti hún við, enda
hefur hana lengi langað að fara þangað. Hún sagði flesta
krakka dreyma um að komast til Disneylands en vissi
ekki til þess að neinir vinir sínir hefðu farið þangað.
Snædís mun ferðast með foreldrum sínum og stóra
bróður og fer fjölskyldan líklega í draumaferðina í ágúst.
Hún sagðist örugglega myndu eyða sumrinu í mikilli
spennu.
„Ég hlakka mest til að fara í Disneyland og í flugvél,
það verður spennandi,“ sagði Snædís en hún hefur aldrei
flogið áður. Það vottaði samt ekki fyrir hræðslu heldur
sagði hún að það yrði ekkert mál.
Snædís kvaddi síðan og hafði bara eitt að segja að lok-
um.
„Þetta verður frábært!“
Aldrei farið í flugvél áður