Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 31
✝ Sigurður Gísla-son fæddist í Keflavík 6. janúar 1979. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 15. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Gísli Sigurðs- son, f. 26. desember 1953, og Árný Dal- rós Njálsdóttir, f. 11. júní 1957. Bræður Sigurðar eru: 1) Njáll Trausti, f. 3. ágúst 1976, sambýliskona Heiða Adólfsdóttir. Þeirra börn eru: Gísli Freyr, Björgvin Freyr og Árni Freyr. Fyrir átti Heiða dótturina Arnbjörgu Haralds- dóttur, hennar barn: Sóley Birta Ólafsdóttir. 2) Gísli Árni, f. 4. júlí 1985, unnusta Arna Rún Oddsdóttir. 3) Jóhann, f. 29. apr- íl 1991. Sigurður ólst upp í Keflavík til tveggja ára aldurs er hann flutti að Hellu á Rangárvöll- um með foreldrum sínum og bjó þar til 12 ára aldurs. Þá fluttu þau aftur til Keflavíkur og bjuggu þar til árs- ins 1999 að þau fluttu til Húsavík- ur. Hann bjó þar með þeim í rúmt ár en þá fluttist hann aftur til Reykjanes- bæjar og bjó þar síðan. Sigurður stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Eft- ir skólagöngu vann hann ýmis verkamannastörf, lengst af hjá IGS á Keflavíkurflugvelli. Hann starfaði með Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík og Björgun- arsveitinni Suðurnesjum. Sigurður verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku Siggi, þá er þrautum þín- um lokið eftir tiltölulega stutta legu. Þú fannst fyrst fyrir veikind- um þínum fyrir um það bil tveimur árum. Þrátt fyrir nokkrar aðgerðir varð ljóst nú um áramót að ekki hefði tekist að komast fyrir meinið. Okkur sem fylgdumst með veikind- um þínum fannst ótrúlegt hve ró- lega þú tókst þessu öllu saman, þegar búið var að taka handlegg- inn, þann vinstri og þú örvhentur gerðir þú bara grín að þessu öllu saman og sagðist nú geta rétt okk- ur hjálparhönd með gervihand- leggnum. Þegar þú varst yngri var mikið um Hafnarfjarðarbrandara og þú varst svo heppinn að eiga frænku sem bjó í Hafnarfirði og var bröndurum dælt óspart á hana, ekki borgaði sig að láta í ljós neina óánægju með það því þá fyrst hefð- ir þú fengið útrás fyrir stríðnina og skemmt þér vel við að segja henni enn fleiri brandara. Á unglingsárum fékkst þú mik- inn áhuga fyrir að starfa með Björgunarsveitinni Suðurnes, þar hafa þeir fengið góðan liðsmann. Ég veit ekki um neinn í fjölskyld- unni sem var jafn ólofthræddur og þú varst, vera hátt uppi í körfubíl eða fram á bjargbrún, var þér ekk- ert mál. Þegar fjölskyldan flutti til Húsa- víkur fórstu með þeim en undir þar ekki og fórst aftur heim til Kefla- víkur og hófst fljótlega störf sem hlaðmaður hjá IGS. Gott var að geta heimsótt Njál, Heiðu, syni þeirra Gísla, Björgvin og Árna og ekki síður Sóleyju litlu frænku þeirra. Það var nú líka gott að heimsækja ömmu og afa á Suður- götuna og ekki var það nú verra ef amma var að baka pönnukökur, því þú vildir hafa þær sjóðheitar eins og hann pabbi þinn og sykurlausar. Fljótlega eftir áramótin vaknaði sú hugmynd að þú hefðir gaman af því að fara í ferð til Liverpool að sjá goðin þín spila á Anfield Road, þá vildi svo heppilega til að verið var að byrja að selja í ferð sem fara átti hinn 3. mars. Ekki var ljóst hvort það tækist bæði vegna veikindanna og kostnaðar. Kom þá til ómetanleg aðstoð margra einstaklinga og fyr- irtækja sem gerðu þessa ferð mögulega. Þú naust þess að vera í SIGURÐUR GÍSLASON Liverpool. Þegar verið var að hvetja ykkur til að framlengja leigu á hótelherberginu svo þú gætir hvílt þig fyrir heimferðina, var svarið það að þið væruð löngu komnir út úr húsi og væruð í skoð- unarferð á Anfield. Þú vildir fá það sem hægt var út úr ferðinni. Þessi ferð var þér alveg ómetanleg, stytti þér stundirnar og þú hlakkaðir til ferðarinnar. Eftir að heim var kom- ið var eins og þú hefðir fengið auk- inn kraft. Minning um góðan dreng lifir í hjarta okkar. Kæru Gísli, Adda, synir og fjöl- skyldur, megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Ráðhildur og Sigurlaug. Elsku Siggi frændi, þá ertu far- inn frá okkur og er þín sárt saknað en við vitum að þér líður betur núna. Þú varst alltaf jafn yndisleg- ur og mun minning þín lifa með okkur um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Gísli, Adda og fjölskylda, megi Guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Kristján Þórður Snæbjarnar- son, Valgerður Þórdís Snæ- bjarnardóttir og fjölskyldur. Það er erfitt að þurfa að skrifa kveðjuorðin til Sigga eftir alltof stutta samfylgd. Með eindæmum barngóður, óþrjótandi brunnur þegar kom að því að ræða enska knattspyrnu, ljúfur í lund en svolít- ið feiminn, þannig kom Siggi mér fyrir sjónir. Seinna átti hugrekki hans og æðruleysi eftir að koma á daginn, ég man hvað ég varð orð- laus þegar hann var að segja mér frá sínu nýja lífi án handleggs og gerði hálfpartinn grín að öllu sam- an. Ég taldi fullvíst að þarna væri baráttunni lokið, krabbinn myndi ekki hafa meira af fjölskyldunni. Mér datt ekki annað í hug en að fullskipað yrði í afkomendahópnum þeirra afa og ömmu enn um sinn. Því miður skjátlaðist mér, héðan í frá verður eitt sæti autt þegar þessi stóri og myndarlegi hópur kemur saman. Elsku Siggi minn. Að hugsa sér að þurfa að fylgja þér til grafar, það verða þung spor. Það er sárt að kveðja, en huggun til þess að vita að nú finnurðu ekki lengur til. Bestu þakkir fyrir allar góðu stundirnar, elsku frændi. Minning þín mun aldrei gleymast. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðar, þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burtu úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Þín frænka, Hildigunnur. Hann Siggi er fallinn frá, langt um aldur fram, aðeins 27 ára að aldri. Það var okkur öllum mikið áfall þegar hann greindist með krabbamein í handlegg fyrir um tveimur árum síðan en við vonuðum að tekist hefði að bjarga lífi hans þegar handleggurinn var fjarlægð- ur skömmu seinna. Fljótlega kom þó í ljós að meinið hafði dreift sér um líkamann og eftir nokkrar að- gerðir í viðbót kom í ljós að ekki yrði við neitt ráðið. Siggi og Þorsteinn sonur okkar kynntust í skóla fyrir mörgum ár- um síðan. Siggi var dulur piltur en smátt og smátt þróaðist á milli þeirra einlæg vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Siggi var bú- inn að vera heimagangur hjá okkur þessi ár og eru það mikil viðbrigði að hann skuli ekki koma lengur í heimsókn til Þorsteins. Alltaf var hann sami rólegi pilturinn sem ekk- ert fór fyrir. Aðdáunarvert er hvað foreldrar hans hafa staðið vel við bakið á honum og stutt hann í þessu harða veikindastríði. Ófáar eru ferðir þeirra á milli Húsavíkur og Keflavíkur og í seinni tíð hafa þau verið alveg hjá honum fyrir sunnan. Þorsteinn á nú um sárt að binda er hann hefur misst sinn góða vin. Við biðjum Guð að styrkja foreldra Sigga og bræður í sorginni. Sigga þökkum við innilega fyrir sam- fylgdina og biðjum honum bless- unar Guðs á nýjum vegum. Megi hann hvíla í friði. Ásdís Minný og Sigurður. Allar minningar mínar um Sigga eru svo fallegar. Betri vin var ekki hægt að hugsa sér. Blíður og góður, en umfram allt trygglyndur dreng- ur. Með því að alast upp með Sigga varð líf mitt svo miklu litríkara. Hvert tár sem ég felli verður að nýrri stjörnu á himninum. Þegar þú ert sorgmæddur Skoðaðu þá aftur huga þinn, Og þú munt sjá að þú grætur Vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Elsku Adda, Gísli, Njáll, Gísli Árni, Jóhann og aðrir ástvinir, missir ykkar er mikill. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elfa Rún Árnadóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 31 MINNINGAR Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Við gömlu bekkjarsystkinin minnumst Sigga sem ákaflega blíðs og hjartgóðs drengs. Minn- ingin um hann lifir í hjörtum okk- ar um ókomin ár. Foreldrum, bræðrum og öðrum ástvinum vilj- um við votta okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Árgangur ’79 í Grunnskólanum á Hellu. HINSTA KVEÐJA ✝ Gunnhildur ÁstaSteingrímsdóttir fæddist á Eyrar- bakka 23. júlí 1925. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru þau Steingrímur Gunn- arsson, f. 2. ágúst 1895, d. 4. septem- ber 1966, og Þuríður Guðjónsdóttir, f. 12. júlí 1896, d. 12. nóv- ember 1960. Systkini Gunnhildar voru Guðjón, f. 2. desember 1917, d. 12. apríl 1996, Jórunn Ásta, f. 20. febrúar 1920, d. 23. júní 1998, Guðni, f. 13. júlí 1927, d. 5. júlí 1928, Ásdís, f. 29. janúar 1931, Ás- laug, f. 21. apríl 1932, og Margrét Unnur, f. 29. apríl 1933. Hinn 5. júlí 1952 giftist Gunnhildur Grétari Eiríkssyni, tæknifræðingi, f. 7. júlí 1923, d. 8. nóv- ember 2004. Þau bjuggu í Reykjavík. Gunnhildur lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykja- vík, starfaði síðan á Vegamálaskrifstofunni, en lengst af hjá Loftleiðum og síðast hjá Hót- el Loftleiðum. Útför Gunnhildar Ástu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Að lokinni langri vegferð mág- konu minnar Gunnhildar Ástu Stein- grímsdóttur er ljúft að minnast hennar. Hún giftist bróður mínum Grétari Eiríkssyni tæknifræðingi 5. júlí 1952 og þá þegar mynduðust sterk fjölskyldubönd. Hún var okkur öllum afar kær og eigum við ljúfar minningar um hana sem við þökkum fyrir. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni ( Friðrik Steingr.) Systrum Gunnhildar og fjölskyld- um þeirra sendi ég hugheilar sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Hulda Eiríksdóttir og fjölskylda. Í dag kveðjum við Gunnhildi Ástu Steingrímsdóttur, eða Öddu eins og allir kölluðu hana. Kynni okkar Öddu hófust fyrir 32 árum þegar ég var aðeins fjögurra ára gamall. Hún og Grétar, maður hennar, voru ná- grannar okkar á Háaleitisbrautinni og dag einn bauð Grétar mér inn í djúsglas þar sem ég var að vappa í nýbyggingu þeirra að bílskúr. Þar með hófst vinskapur okkar sem varð svo náinn að um árabil kallaði ég þau fósturforeldra mína. Ekki er hægt að minnast Öddu öðruvísi en að minn- ast Grétars á sama tíma, en hann féll frá árið 2004. Frá fyrsta degi tóku þau mér opnum örmum og samveru- stundir okkar eru verðmætar í minn- ingunni. Allt frá því að stússast í eld- húsinu með Öddu, ferðast og lesa með Grétari, vinna í garðinum, læra á klukku, sitja saman og spjalla eða bara horfa á sjónvarpið. Adda var góður kokkur og ég sótti mikið í að borða hjá henni og hún kenndi mér að baka og að búa til sínar frægu fiskibollur. Adda og Grétar höfðu alltaf tíma fyrir mig, voru þolinmóð, tilbúin til að hlusta og ræða öll heimsins mál. Þau voru miklir list- unnendur og ég fékk að njóta góðrar myndlistar og tónlistar með þeim, auk skemmtilegra ferðalaga, bæði innanlands og utan. Adda las alltaf dönsku blöðin og var ávallt hjálpsöm þegar kom að heimanáminu hjá mér, ekki síst dönskunni. Fyrir lítinn strák var það mikil lukka að eignast slíka vini og ég tel það forréttindi að hafa fengið að njóta samvista við þau, bæði sem barn og fullorðinn. Það er sárt að loka þeirri bók sem við höfum skrifað saman undanfarin 32 ár, en minningar mínar um Öddu og Grétar eru góðar og munu fylgja mér áfram í gegnum lífið. Ég kveð Öddu með söknuði og bið Guð að blessa minningu hennar og Grétars. Bjarni Bragason og fjölskylda. GUNNHILDUR ÁSTA STEINGRÍMSDÓTTIR veik aftur. Þú lést ekki sjónleysið aftra þér, varst bara lengur að dunda við verkið, notaðir stækkun- argler, vildir ekki ný gleraugu, fannst of margir með gleraugu í fjölskyldunni. Þú varst börnum mínum sérlega góð, passaðir þau, færðir þeim fatn- að sem þú hafðir búið til, Elsa litla hændist sérstaklega að þér, flaðraði upp um þig og dró þig með sér hvert sem var. Hún var sú eina sem gat fengið þig til að gera það sem þú hafðir engan sérstakan áhuga á. Það glaðnaði alltaf yfir þér þegar hún kom. Þú varst róleg, glaðlynd, stórlát, ljúf, aldrei frek, en stjórnsöm stundum, þrjósk, ástrík, ósann- gjörn, vinnusöm og hugmyndarík. Þú gerðir upp á milli okkar, ómeð- vitað að ég held, vildir samt allt gera fyrir okkur og þið pabbi bæði tvö. Þið pabbi áttuð því láni að fagna að vera kær hvort öðru alla tíð. Sorg þín hefur verið mikil að missa hann, börnin þín tvö, barna- barn. Að ég tali ekki um systkini þín og frændsystkin, öll sorg hefur farið fram í hljóði. Þú hefur ekki vanið þig á að kvarta, því miður, kannski hefði þér getað liðið betur. Jæja, mamma, ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, það er eins og oft áður að það sem eftir stendur ritað er ekki endilega það sem upphaflega var hugmyndin að setja á blað. En þú þekkir mig, ég er kona augnabliksins og því er þetta svona nú. Ég vil þó að lokum þakka Ketsumu og Óskari það óeig- ingjarna starf að reyna að annast þig síðustu mánuðina. Ég veit að þú varst þeim þakklát líka. Sofðu rótt. Þín dóttir, Elsa Ísfold Arnórsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.