Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 33

Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 33 MINNINGAR ✝ Jónína Guð-mundsdóttir fæddist á Óttars- stöðum I í Hafnar- firði 7. nóvember 1920. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum hinn 13. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Ingvarsson bóndi, f. 9.11. 1884, d. 13.12. 1966, og Áslaug Jónsdóttir húsmóðir, f. 7.2. 1881, d. 21.11. 1966. Þau bjuggu á Óttarsstöðum I í Hafnarfirði. Systir Jónínu var Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 7.2. 1916, d. 4.6. 2004. Jónína átti einn son, Ásmund Jónatansson, f. 7.3. 1953, d. 6.12. 1995. Hann var kvæntur Sínu Þorleif Þórðardóttur, f. 10.1. 1953, börn þeirra eru Þórður Ás- mundsson, f. 9.3. 1976, og Jóna María Ásmunds- dóttir, f. 7.8. 1978. Hún er í sambúð með Óla Pétri Pálmasyni. Jóna María á soninn Ás- mund Inga Kon- ráðsson, f. 20.3. 2000. Jónína ólst upp á Óttarsstöðum og gekk í barnaskóla í Hafnarfirði. Hún fluttist síðar til Reykjavíkur og lauk námi í hús- mæðraskólanum. Hún vann ýmis þónustu- og verslunarstörf, lengst af í Kron. Útför Jónínu verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Lágafellskirkjugarði. Elsku amma, það var mjög erfitt að sjá þig svona veika á Vífils- stöðum. Þú sem varst svo heilsu- hraust allt þitt líf. En nú hefur kall- ið komið sem við höfum búist við lengi, núna ertu komin til pabba og vitum við að hann tekur vel á móti þér. Sorgin og söknuðurinn er mik- ill þrátt fyrir léttinn sem við finnum í hjörtum okkar. Við þökkum þér fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við áttum saman. Þegar við komum til þín í pössun var ekki nóg að við værum hjá þér eina nótt heldur vildir þú hafa okk- ur hjá þér alla helgina og dekra við okkur með mat og skemmtun. Þeg- ar við vorum hjá þér borðuðum við aldrei nóg að þér fannst hvort sem það voru kleinurnar sem þú steiktir eða aðrar kræsingar sem þú barst á borð fyrir okkur því okkur vildirðu aðeins það besta. Bestu tímar okk- ar saman voru þegar við dvöldum hjá þér í sumarbústaðnum suður í hrauni. Okkur er minnisstætt þegar við smíðuðum kofa niðri í lautinni. Þetta var alvöru verkefni sem við tókum alvarlega, þessi kofi var smíðaður úr afgangs efnivið frá því að sumarbústaðurinn var byggður. Í kofanum voru opnanlegir gluggar og fánastöngin á þaki kofans setti punktinn yfir i-ið á þessari bygg- ingarframkvæmd sem þú hafðir frumkvæði að. Í kofanum geymdum við hestana okkar sem voru neta- belgir og skoppuðum við á þessum belgjum á fleygiferð niður brekk- una sem lá niður í lautina þar sem kofinn var staðsettur. Þá fannst þér oft aðeins of mikil ferð á okkur og hafðir áhyggjur af því að við mynd- um slasa okkur í öllum hamagang- inum. Elsku amma, það er sárt að kveðja þig en við vitum að núna hefur þú öðlast frið á ný og hjá okkur sitja eftir góðar minningar um frábæra ömmu. Þín barnabörn Þórður og Jóna María. JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Svava Magnús-dóttir fæddist á Bæ í Kjós 9. sept- ember 1931. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 12. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru þau Kristín Jónsdóttir, f. á Mosfelli í Mos- fellshreppi í Kjós 6. maí 1904, d. 25. september 1992, og Magnús Guðmunds- son, f. í Miðdal í Kjósarhreppi í Kjós 15. júlí 1909, d. 29. júlí 1982. Bjuggu þau lengst af á Írafelli í Kjós. Systk- ini Svövu eru Lilja, f. 1930, Berg- ur R., f. 1935, og Alda, f. 1943, d. 1995. Svava giftist Birgi Hannessyni frá Hækingsdal í Kjós, þau skildu. Börn þeirra eru Magnús, f. 11. mars 1957, ókvæntur; Hannes, f. 11. mars 1957, ókvæntur; Kristín, f. 8. októ- ber 1958, maki Jens Jensson, f. 31. mars 1958, eiga þau eina dóttur, Birnu, f. 19. ágúst 1990; Björg- vin, f. 29. júlí 1969, á hann einn son, Birgi Snæ, f. 10. maí 2005, barns- móðir Jóhanna Stefánsdóttir, f. 23. júlí 1968. Svava gekk í barnaskóla í sinni sveit. Um tví- tugt stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann á Varmalandi. Eftir giftingu hófu Svava og Birgir búskap á Hlíðarási í Kjós, fluttu þau árið 1966 í Kópavog og bjó Svava þar til æviloka. Útför Svövu verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þegar pabbi hringdi í mig á mið- vikudaginn fyrir páska og sagði mér að hún Svava hefði dáið um nóttina fóru margar hugsanir í gegnum huga minn og margar tilfinningar. Þegar ég hafði talað við hann í smástund fóru ýmsar minningar að streyma fram. Hugur minn dvaldi hjá börnum hennar, tengdabörnum og barna- börnum. Langri og strangri baráttu við illvinnanlegan óvin var lokið og hann hafði sigur að lokum. En krabbameinið þurfti heldur betur að hafa fyrir því að leggja hana Svövu að velli, það tók um 14 ár. Hún barð- ist og vann margar orrustur en að lokum hafði krabbinn sigur. Hugurinn fór með mig langt aftur og ég man eftir mörgu. Ég man eftir brúnu lopapeysunum sem hún prjón- aði á okkur systkinin en svo þurfti að merkja þær og það var gert á staðn- um svo við myndum ekki rífast enda- laust. Og þegar ég sat á gólfinu og grét af því mig langaði í Svövu kleinu og þær voru sko góðar. Einu sinni dró pabbi okkur á snjóþotu úr Hlíð- unum til Svövu í sunnudagskaffi, það var mikið ævintýri. Ein sterkasta minningin um Svövu frænku var að hún var alltaf að prjóna og ég nota enn lopapeysu sem hún gaf mér áður en ég fór til Noregs 1989. Svövu var alltaf gaman að hitta, hún var alltaf svo hress og hún var ekkert að skafa utan af hlutunum né talaði hún undir rós. Hún kallaði skóflu skóflu, brosti alltaf þegar hún var búin að segja eitthvað, hristi höf- uðið og sagði: „Ég veit það svo sem ekki,“ eða: „Ég skipti mér ekki af því.“ Á árunum 1999–2004 vorum við nágrannar og ég rölti oft til hennar með barnavagninn og fékk mér kaffi- sopa hjá henni, spjallaði við hana tímunum saman og eru það dýrmæt- ar stundir í hafsjó minninganna um Svövu. Hún var ekki þessi ofurblíða kona en hafði stórt og fallegt hjarta og var einlæg í sínu. Þegar ég hitti hana síðast var hún að tala um að heimsækja mig á Akranes þegar nýja barnið fæddist, það væru bara tveir mánuðir þangað til, en svona er lífið, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Elsku Maggi, Hannes, Stína og Björgvin, þið hafið misst mikið, ég bið algóðan Guð að mæta ykkur á þessum tíma sorgar og missis og vit- ið að til hans getið þið leitað á þessum erfiðu tímum um huggun og styrk. Hugrökk kona er borin til grafar í dag og ég kveð hana með þökk og virðingu. Erla Björk Bergsdóttir og fjölskylda. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Svava. Við þökkum allar góðu kaffistundirnar. Þínar vinkonur Jóna og Guðný. SVAVA MAGNÚSDÓTTIR brauðsgerðar og jólaboða á árum áður, ferðalaga og samverustunda af margvíslegu tilefni. Við minnumst líka þess ánægjulega tíma undanfarin ár sem við höfum eytt með þér við að endurnýja gamla bæinn á Ingjalds- stöðum. Endurbæturnar á gamla bænum voru þér hjartans mál og gaman að fá að vinna við hlið þér í því verki. Þú varst góður gestgjafi sem hafð- ir gaman af að veita vel og frændi sem kom ávallt færandi hendi. Þú varst maður sem gekkst einbeittur að hverju verki og vinur sem gaman var að slá á létta strengi með að loknu erfiðu dagsverki. Við kveðjum þig með sorg í hjarta og þakklæti fyrir liðnar samverustundir. Elsku Marta, Siggi, Kristín, mamma og fjölskyldur. Við vottum ykkur innilega samúð okkar. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa með okkur. Elín og Kristrún. Það voru hörmuleg tíðindi sem okkur bárust fyrir páska að Gísli Sig- urðsson bílstjóri hefði orðið bráð- kvaddur á leið í vinnuna. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar Gísli kom til mín í Íslensk- ameríska í atvinnuleit fyrir tæpum tuttugu árum. Umsókn hans hafði vakið athygli mína vegna þess hve hún var stutt en í henni kom hann strax að kjarna málsins: Hann kvaðst hafa mikinn áhuga á bílstjóra- starfinu, sem var í boði. Þegar ég fór að ræða við hann fann ég strax að hér var mannkostamaður á ferð og það sem hann sagði í umsókninni um áhugann reyndist ekkert skrum. Gísli vann sín störf afbragðs vel alla tíð og hann vantaði ekki einn einasta dag í vinnuna í öll þessi ár. Þetta var því sannkölluð happaráðning fyrir fyrir- tækið og þá sem unnu með Gísla. Mig langar að segja sögu af Gísla sem lýsir honum vel. Fljótlega eftir að hann hóf störf hjá okkur var ákveðið að endurnýja sendibifreið fyrirtækisins og kaupa bíl með lyftu. Ég hafði verið á ferðalagi í Þýska- landi og lent á uppboði þar sem í boði var forláta sendibíll af Iveco gerð en þeir bílar voru lítt þekktir á Íslandi. Ég hafði sambandi við Gísla og við ákváðum að kaupa bílinn, þar eð verðið var afar hagstætt. Fljótlega eftir að við fengum bílinn fór vélin í honum og enginn kunni að gera við þessa tegund vélar hér á landi. Nú voru góð ráð dýr. Gerði Gísli sér þá lítið fyrir og reif vélina í sundur, skipti út hlutum sem voru bilaðir og setti vélina saman á ný, á örskömm- um tíma. Mitt hlutverk í þessum framkvæmdum var að þýða fyrir hann úr þýsku viðgerðarbækur, sem fylgdu bílnum. Þetta sýnir hvað Gísli var klár bifvélavirki og hagur í hönd- unum, enda vann hann í mörg ár sem verkstæðisformaður hjá Ísarn, áður en hann réðst til okkar. Ég kynnti Gísla oft í gríni sem bíla- málaráðherra Ísam. Hann var ekki aðeins bílstjóri heldur hafði yfirum- sjón með bílaflota fyrirtækisins. Hann fylgdi því fast eftir, að bílunum væri vel við haldið og þeir væru hreinir og sætti sig ekki við neinar málamiðlanir í þeim efnum. Sjálfur setti hann gott fordæmi með því að fara aldrei út á götuna nema á hrein- um bíl. Gísli var einstaklega útsjónarsam- ur í starfi sínu. Hann skipulagði tíma sinn vel og kom ótrúlega miklu í verk og virtist aldrei hafa mikið fyrir því að ljúka vinnu sinni þrátt fyrir miklar annir. Skipulagið á útkeyrslunni var þaulhugsað og tímasetningar ná- kvæmar hjá honum. Hann var ein- staklega trúr sínu fyrirtæki og sínum samstarfsmönnum enda vinsæll og vel liðinn af öllum. Gísli reyndist mér einstaklega traustur vinur og spjölluðum við oft um allt milli himins og jarðar. Sér- staklega varð okkur tíðrætt um Þing- eyjarsýslurnar, sem voru okkur báð- um hjartfólgnar. Gísli var ættaður frá Ingjaldsstöðum, sem er í næsta ná- grenni við Goðafoss. Þar dvaldi Gísli oft með fjölskyldu sinni í fríum. Gísli var einstakur öðlingsmaður og gæfumaður í sínu einkalífi og er hans sárt saknað. Ég og fjölskylda mín vottum Mörtu, Sigurði og Krist- ínu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Egill. Þegar Gísli var ekki kominn eins og vanalega miðvikudaginn 12. apríl fór mig strax að gruna að eitthvað væri að. Öll þau fimmtán ár sem ég hafði þekkt hann hafði nánast verið hægt að stilla klukkuna eftir honum. Áreiðanlegri og heiðarlegri mann var ekki hægt að finna. Gísli lagði alúð í allt sem hann gerði og þjónustulund var honum í blóð borin. Hans verður sárt saknað. Gísli Ragnar Sigurðsson hjá Aðföngum. Enginn ræður sínum næturstað. Gísli K. Sigurðsson frá Ingjalds- stöðum í Reykdælahreppi hvarf úr jarðlífinu 12. apríl sl., langt um aldur fram. Orð sem koma upp í huga minn er ég minnist Gísla eru heiðarleiki, hjálpsemi, orðheldni og virðing. Alltaf var gaman að rabba við hann um hin ýmsu mál. Hann var grínisti, stundum með smáhrekki, allt var það græskulaust og gerði stundina skemmtilegri. Á heimili þeirra Mörtu og Gísla var alltaf afskaplega gott að koma, þau tóku svo hlýlega og fagn- andi á móti gestum. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessu góða fólki. Þá mun ég ávallt minnast Gísla Sigurðssonar er ég heyri góðs manns getið. Jesús Kristur sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Það er gott að minnast þessa fyrirheits nú. Ég sendi Mörtu, Sigurði, Kristínu og öðrum aðstandendum Gísla Sig- urðssonar innilega samúðarkveðju og bið Guð að styrkja þá á sorgarstundu. Aðalsteinn Jónsson. Með nokkrum orðum viljum við kveðja pabba vinkonu okkar. Með söknuði kveðjum við Gísla, hann var alltaf svo yndislegur við okkur og við vorum alltaf velkomnar í Mjósundið til þeirra hjóna og okkur tekið opnum örmum. Gísli var svona eins og góður frændi sem tók alltaf vel á móti manni. Það er ofboðslega skrítið að hugsa til þess að þessi ljúfi maður skuli vera farinn svona snögg- lega. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Elsku Marta, Siggi og Kristín, við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan mann veita ykk- ur styrk í sorginni. Anna Bára, Borghildur, Erla, Heiða, Hildur, Hulda, Katrín Ósk, Margrét Hrefna og Oddný Helga. Genginn er góður vinur og félagi. Það eru einungis ljúfar og góðar minningar sem Gísli hefur gefið okk- ur. Hann var með eindæmum trygg- ur og traustur maður. Hugurinn reikar til fyrri ára þegar farið var í hina árlegu útilegu, og þá var gaman. Það var ávallt tekið vel á móti öllum í tjaldinu hjá Gísla og Mörtu. Þar var vel veitt, því hjónin sérlega gestrisin, sannir höfðingjar heim að sækja. Gísli var einkar barn- góður maður og gaf sér ávallt tíma að spjalla við börnin og oftar en ekki var einhverju góðgæti laumað í lófann. Gísla var margt til lista lagt. Hann var mjög góður dansari og það var ekki ónýtt að svífa um dansgólfið í örmum þessa stóra og sterka manns. Hann stundaði útivist, var göngu- garpur hinn mesti. Snyrtimennskan var honum eðlislæg, enda bar heimili þeirra hjóna vott um það. Hann var engin liðleskja, það stóð ekki á hjálp- arhönd ef á þurfti að halda. Það er sannarlega skarð fyrir skildi að hann skuli vera horfinn úr vinahópnum. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja þig, vinur, og þökkum þér samveruna, glettna brosið þitt og hlýja handtakið. Elsku Marta, Sigurður, Kristín og fjölskyldur, megi guð gefa ykkur styrk á þessum tímamótum, þess biðjum við. Saumaklúbburinn og makar. Ég og fjölskylda mín erum slegin yfir þeirri óvæntu harmafregn að vin- ur okkar Gísli Sigurðsson er látinn. Það hefur verið einstaklega gott að eiga þennan afbragðsmann að und- anfarin 20 ár. Ég mun sakna daglegra samfunda okkar, þegar hann leit við á skrifstof- unni hjá mér í Ísam og við ræddum saman um landsins gagn og nauð- synjar, ætíð sem vinir. Nú er þessi vinur okkar farinn á vit feðra sinna. Það er nú einu sinni leið- in okkar allra að kveðja þetta jarð- neska líf, en dauði Gísla var óvæntur og ótímabær. Það gerir fráfall hans svo átakanlegt. Ég er viss um að þegar Gísli varð bráðkvaddur við stýrið á sendibílnum sem hann ók og bíllinn rann yfir á öndverða akrein hefur hann gætt þess að gera engum mein, það væri í anda hans. Gísli var ætíð boðinn og búinn að aðstoða mig og fjölskyldu mína á alla lund og við eigum eftir að sakna hans sárt. Við kveðjum góðan vin og sam- starfsmann og biðjum Guð að varð- veita hann og fjölskyldu hans. Megi hann hvíla í friði. Bert Hanson, Ragnheiður K. Jónasdóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.