Morgunblaðið - 21.04.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.04.2006, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnea Þorkels-dóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1911. Hún lést 10. apríl sl., þá stödd í Skálholti. Foreldrar hennar voru hjónin Þorkell Magnússon, vélstjóri og sótari, f. 13. september 1881, d. 10. júní 1956, og Rannveig Magnús- dóttir, húsfreyja, f. 18. febrúar 1885, d. 17. desember 1977. Systir Magneu var Inga Guðríður, f. 17. september 1912, d. 22. mars 2005. Magnea giftist 22. ágúst 1933 Sigurbirni Einarssyni biskupi, f. 30. júní 1911. Foreldrar hans voru Ein- ar Sigurfinnsson bóndi, f. 14. sept- ember 1884, d. 17. maí 1979, og fyrri kona hans Gíslrún Sigur- bergsdóttir, f. 21. júní 1887, d. 1. janúar 1913. Börn Magneu og Sig- urbjörns eru: 1) Gíslrún, kennari, f. 23. september 1934, maki Kjartan Ólafsson rithöfundur, f. 2. júní 1933. Börn þeirra eru: Edda, kenn- ari, gift Sigurjóni Gunnarssyni og eiga þau tvö börn, fyrir átti Edda son; Halla, kennari, gift Páli Vals- syni og eiga þau þrjú börn; Signý, skrifstofumaður, gift Páli Eyjólfs- syni og eiga þau tvö börn; Inga, skrifstofumaður, gift Kára Kára- syni og eiga þau tvö börn; Katla, þjóðfræðingur, gift Kristni Schram og eiga þau tvö börn. 2) Rannveig, hjúkrunarfræðingur, f. 28. febrúar 1936, maki Bernharður Guðmunds- son rektor, f. 28. janúar 1937. Börn þeirra: Svava, víóluleikari, gift Matej Sarc og eiga þau eitt barn; björg Ýr Óskarsdóttir. 7) Björn, f. 27. júní 1949, d. 27. janúar 2003, sóknarprestur, maki Lilian Sigur- björnsson, fóstra, f. 23. desember 1948. Börn þeirra: Kjartan, hag- fræðingur, kvæntur Annette Björnsson og eiga þau tvö börn; Maria, bókasafnsfræðingur, og á hún eitt barn; Bjarki, viðskipta- fræðingur, f. 29. september 1977. 8) Gunnar, hagfræðingur, f. 3. ágúst 1951, maki Ingela Sigurbjörnsson fulltrúi, f. 11. janúar 1952. Alls voru afkomendur Magneu 73. Magnea stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi með ágætiseinkunn 1929. Hún vann á saumastofunni Dyngju við þjóðbúningasaum og saumaði m.a. skautbúninga fyrir Alþingishátíðina 1930. Hún var mikil hannyrðakona og liggur eftir hana mikið safn hannyrða, m.a. hökull Breiðabólstaðarkirkju á Skógarströnd, sem hún saumaði eftir teikningu Nínu Tryggvadótt- ur, og altarisbrún Hallgrímskirkju í Reykjavík. Eftir að hún giftist helg- aði hún heimilinu krafta sína og var húsmóðir fyrst í Svíþjóð meðan maður hennar var þar við nám, því- næst á Breiðabólstað á Skógar- strönd og í Reykjavík þar sem mað- ur hennar var prestur, prófessor og loks biskup. Eftir að Sigurbjörn lét af embætti 1981 áttu þau hjónin heimili í Kópavogi. Hún starfaði í Kvenfélagi Hallgrímskirkju og var formaður þess um tíma. Magnea var sæmd riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir störf sín. Magnea naut góðrar heilsu fram á síðustu ár. Síðasta árið naut hún umönnunar Rannveigar dóttur sinnar og Bernharðs manns hennar og lést á heimili þeirra. Útför Magneu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Magnús Þorkell, lekt- or, kvæntur Margaret McComish og eiga þau tvö börn; Sigur- björn fiðluleikari. 3) Þorkell tónskáld, f. 16. júlí 1938, maki Barbara Sigurbjörns- son kennari, f. 17. október 1937. Börn þeirra: Mist, deildar- stjóri tónlistardeildar LHÍ, gift Sigfúsi Nikulássyni og eiga þau þrjú börn; Sigur- björn, verkfræðingur, kvæntur Aðalheiði Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn. 4) Árni Bergur, sóknarprestur, f. 24. jan- úar 1941, d. 17. september 2005, maki Lilja Garðarsdóttir skrifstofu- maður, f. 30. ágúst 1944. Börn þeirra: Harpa, myndlistarmaður, gift Birni Zoëga og eiga þau fimm börn; Magnea, flautuleikari, gift Hákoni Guðbjartssyni og eiga þau þrjú börn; Garðar, flugmaður, í sambúð með Heiðu Katrínu Arn- björnsdóttur og á Garðar eitt barn. 5) Einar, f. 6. maí 1944, prófessor, maki Guðrún Edda Gunnarsdóttir, sóknarprestur, f. 1. september 1946. Börn þeirra: Sigurbjörn, við- skiptafræðingur, kvæntur Brynju Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn; Guðný, organisti, og Magnea, menntaskólanemi. 6) Karl, biskup Íslands, f. 5. febrúar 1947, maki Kristín Þórdís Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 16. mars 1946. Börn þeirra: Inga Rut, kennari, gift Sig- urði Arnarsyni og eiga þau tvö börn; Rannveig Eva, nemi, og á hún eitt barn; Guðjón Davíð, leikari, f. 8. apríl 1980, unnusta hans er Ingi- Það er gott – sagði Magnea og brosti við mér. Það var árla morguns. Ég hafði litið til hennar áður en ég fór að undirbúa messu í Skálholtskirkju fyrir þátttakendur á kyrrðardögum. Eitthvað hafði dregið mig að rúmi hennar þarna í morgunsárið, sem ég átti þó ekki vanda til og ég þakkaði henni fyrir þá miklu blessun sem hún hafði verið í lífi mínu. Handtak henn- ar var þétt og augnaráðið hlýtt að vanda og þegar ég bætti því við að ég yrði að kveðja til að undirbúa mess- una sagði hún: – Það er gott. Þetta voru okkar síðustu samskipti. Klukkustundu síðar kvaddi hún um það leyti sem hringt var til messu í Skálholtskirkju. – Það er gott – þessi orð voru lýs- andi fyrir líf tengdamóður minnar, líf hennar í þökk og gleði. Í trú sinni gekk hún með Guði, hún lifði með Honum í öllu lífi sínu og starfi. Hún var helguð kona. – Þessvegna geislaði frá henni elsk- an og umhyggjan, fórnarlundin og bjartsýnin. Hún hafði þegið miklar gjafir frá Guði föður og hún gaf án af- láts af kærleika sínum öllum þeim sem hún mætti á langri lífsferð. – Það eru mér mikil forréttindi að hafa átt samleið með Magneu um nær hálfrar aldar skeið. Hún tók mér sem sjöunda syninum þegar við Rannveig bundumst böndum og þar var aldrei neinn bilbugur heldur var þar sífelld elska, sífelld uppörvun og stuðningur í starfi og linnulaus miðlun gleðinnar yfir fegurð og ljóma lífsins. – Hún skilur eftir sig ótrúlegt dags- verk enda féll henni aldrei verk úr hendi. Það var oftast góður hópur við matborðið og tók oft svolítinn tíma uns allir voru sestir og hægt að lesa borðbænina. Á meðan tók Magnea heklunál og garn úr svuntuvasa sín- um og lítill dúkur varð fljótlega til og alltaf gefinn með góðum óskum. Og máltíðirnar voru glaðir og innihalds- ríkir samfundir. Þegar ég kom inn í fjölskylduna voru fimm yngstu syn- irnir enn heima, þessir fjölgáfuðu, skapandi og skemmtilegu strákar sem efldust og þroskuðust við visku- brunna foreldranna, umvafðir af- dráttarlausum kærleika þeirra og við það öryggi sem gagnkvæm, væmnis- laus ást og djúpstæð virðing hjónanna skóp. Það yndislega samlíf Magneu og Sigurbjörns varaði fram á síðasta dag – í nær 75 ár. – Að loknum hinum mörgu kyrrð- ardögum sem Sigurbjörn leiddi í Skálholti, komu þátttakendur oftast saman og miðluðu af reynslu sinni. Hinar afburðagóðu hugleiðingar hans voru alltaf nefndar og gjarnan góður aðbúnaður. En það brást heldur ekki að einhver sagði svo sem: Það sem snart mig þó dýpst var að sjá þau hjónin saman þegar þau gengu til kirkju eða hlynntu hvort að öðru í til- vikum hversdagsins. Ég hef aldrei skilið svonefnda tengdamömmubrandara, einfaldlega vegna þess að mig skortir forsendur til þess. Mín tengdamamma var þvílík merkiskona, slíkur bónus við þann vinning í happdrætti lífsins sem Rannveig hefur verið mér, að allt nei- kvætt tal um tengdamömmur er mér bókstaflega framandi. Þvert á móti, Magnea auðgaði líf mitt óendanlega. Hún sendi börnum sínum erlendis vikuleg bréf alla tíð. Og þótt Rann- veig færi heim til Íslands um lengri eða skemmri tíma, héldu bréfin áfram að berast til mín reglubundið, það var enginn bilbugur á umhyggju Magneu. Ég fann það svo glögglega þegar við Rannveig stofnuðum fyrsta heimilið í skjóli tengdaforeldranna. Þá var allt sem þurfti velkomið og þessvegna var það okkur þakkarefni að geta veitt Magneu visst skjól austur í Skálholti í lasleika hennar síðustu mánuðina sem hún þáði með sínu ljúfa þakklæti. Það var líka einhvernveginn svo rétt eins og annað í lífi hennar, að kynslóð- irnar veiti og þiggi gagnkvæman stuðning og gleðjist yfir að geta það. Magnea tengdamóðir mín veitti mér ótæpilega af lífssýn sinni og trú, hún opnaði mér sýn inn í himnana með trúargleði sinni og trúarstyrk. Hún var helguð kona. Veri hún ætíð góðum Guði falin. Þar er gott. Bernharður Guðmundsson. Nú eru 45 ár síðan ég byrjaði að kalla Magneu Þorkelsdóttur „mömmu“, eins og allir aðrir á heimili hennar. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að njóta nærveru hennar og að hafa haft tækifæri til að reyna að læra hvernig lifa má lífinu með þakklæti og auðmýkt, hvernig að vera örlátur við aðra, og fyrst og fremst, að njóta lífsgleði mömmu. Viska hennar hefur breytt okkur öllum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, til hins betra. Guð blessi allar minningar um mömmu. Barbara. Magnea Þorkelsdóttir var friðsæl kona. Frá henni stafaði birta, ró og kærleikur. Hún var sönn fyrirmynd með sínum hjartagrónu siðum og venjum. Hún var ástúðleg, háttprúð, orðvör og útsjónarsöm. Rúmhelgi var orð sem hún hélt upp á og tileinkaði sér í lífi sínu. Hún var einstök í því að gera hversdagsleik- ann fagran með kertaljósum og fal- legum, útsaumuðum og hekluðum dúkum og myndum. Magnea var húsmóðir á stóru heimili en þrátt fyrir miklar annir gekk öll hennar vinna svo greiðlega að það var eins og hún hefði aldrei neitt fyrir öllu því sem hún kom í verk. Hún var vön að hafa margt fólk í mat. Oft bættust óvænt fleiri að mat- arborðinu, þá var eins og það gerðist kraftaverk, brauðin fimm og fiskarnir tveir urðu að dýrindismáltíð, sem nægði öllum og jafnvel gekk af. Hún átti alltaf fallegar servíettur, svo kom lítið blóm og lifandi ljós og gerðu hversdagslegustu veitingar að hátíð. Það var sérlega ánægjulegt að ferðast með Magneu á Íslandi. Hún naut þess að koma í bílferðir. Hún hafði næmt auga fyrir landslagi og fegurð náttúrunnar og tengdi við sög- ur og ljóð sem hún kunni svo mikið af. Dýrindis hannyrðir sem hún vann og gaf börnum, tengdabörnum og af- komendum prýða heimili okkar bæði á helgum og rúmhelgum dögum. Magnea var elskuleg tengdamóðir og tók mér sem einu af sínum börnum fyrir 37 árum. Hún var mér sem besta móðir og auðsýndi mér ætíð blíðu og kærleiksþel. Vertu ávallt Guði falin. Ástarþökk. Guðrún Edda. „Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa … Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá.“ Þessi orð Fjallræðunnar koma mér í hug þegar ég hugsa til elskulegrar tengdamóður minnar. Hún var hóg- vær og kyrrlát, með svo yndislega nærveru að alltaf leið manni vel ná- lægt henni. Alltaf var hún til staðar fyrir okkur, börnin sín. Ég er viss um að hverju og einu okkar í hennar stóra hópi fannst sem við ættum sérstakan sess í hjarta hennar. Ég gleymi því aldrei er ég kom fyrst á heimili tengdaforeldra minna. Frá fyrstu stundu fann ég að ég var velkomin og umvafin elsku þeirra beggja. Og það var ríkulegt. Ég var nýbúin að missa móður mína. Magnea varð mér sem önnur móðir. Og betri móður er ekki hægt að hugsa sér. Alltaf var hún uppörvandi og jákvæð, neikvæðni var ekki til í hennar huga, og ef eitthvað bjátaði á var hún til staðar. Aldrei mörg orð höfð um hlut- ina, og maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Ég sé hana fyrir mér í eld- húsinu á Bergstaðastræti með barna- barn á handleggnum og annað í pils- faldinum og Sigurbjörn að koma með gesti í mat. Ekki var alltaf langur fyr- irvari. Hún sagði mér að hún gætti þess jafnan að ef hún átti lítið til þá setti hún alltaf fram fallegustu dúk- ana og fínasta postulínið, og bjó hátíð- arborð. Svo stóð hún í þjóðbúningn- um sínum með blíða brosið sitt og fagnaði gestunum svo innilega að það var eins og týndi sonurinn væri loks- ins kominn heim! Að sækja messu á helgum og hátíð- um var ómissandi þáttur í hennar lífi, og alltaf var sunnudagssteikin samt á sínum stað og tíma, það var sem messan væri bara bónus-tími í sólar- hringnum, sem bætti við en dró ekki frá því sem annars þurfti að gera. Alltaf var hún með einhverja handavinnu, hekl eða útsaum. Hún var ótrúlega listfeng og smekkvís. Dúkarnir, rúmteppin, skírnarkjólarn- ir, óviðjafnanlegir dýrgripir. Myndirnar af þeim Sigurbirni, þar sem þau leiddust hönd í hönd og geisl- uðu af innri fegurð, ást og virðingu, eru mér hjartfólgnar. Ég á mér enga ósk heitari en að afkomendur hennar geymi þá mynd með sér. Þvílík gæfa sem þeim hlotnaðist að eiga hvort annað að á þessari löngu samleið í meir en sjötíu ár. Ævikvöldið var henni þungbært og hún var oft þjáð. En aldrei kvartaði hún, alltaf sá hún hið bjarta og fagra í umhverfi sínu og blessaði þau sem umhverfis voru og bað fyrir þeim. Alltaf átti hún eitthvað gott að miðla sem vermdi og hughreysti. Hún fékk að kveðja í kyrruviku í faðmi Rann- veigar, dóttur sinnar, sem annaðist hana af svo miklum kærleika. Mér finnst táknrænt að þessi kyrrláta og hógværa kona skyldi sofna burt frá heimi í kyrruviku, ég veit að hún hef- ur vaknað í morgunbirtu upprisu- dagsins við sálmasöng og ástvina- fagnað. „Það er engill í húsi þar sem ung- barn er,“ sagði hún svo oft þegar hún strauk litla barnabarninu okkar um vangann og signdi það. En hún var sjálf engill í húsi og bænirnar hennar umvöfðu alla sem henni þótti vænt um. Gæfa mín var að fá að vera eitt barna hennar. Ég lofa Guð fyrir það hvern einasta dag. Kristín Guðjónsdóttir. Mín fyrsta minning um ömmu tengist hvítum, brakandi rúmfötum sem lyktuðu af hreinlæti, signingu áð- ur en hún klæddi mig í hreinan hvítan nærbol og settist svo á rúmstokkinn og breiddi sængina yfir mig, spennti greipar og fór með bænina: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Með sinni mjúku og hlýju rödd. Fáir hafa fagnað mér jafn oft og innilega og amma. Hvort sem ég heimsótti hana sem barn, unglingur eða fullorðin umvafði hún mig hlýju og bauð mér safa og múffins í ljósbláa morgunkjólnum sínum með bald- ursbráartölunum. Þegar mikið lá við í gamla daga kom fyrir að hún sagði: Rannveig mín, Kalli minn, Totti minn, Gunnar minn, Rúna mín, Árni minn, Bjössi minn, Einar minn, nei Edda mín þeg- ar hún var að tala við mig. Mér fannst notalegt að hún ruglaði mér saman við börnin sín, fannst það merki um að hún tæki mér sem einni úr þeirra hópi og fannst töluverð upphefð að því. Þótt ég muni ekki nema sumar sög- urnar sem amma sagði þá á ég minn- ingarnar um andrúmsloftið þegar ég heyrði þær. Minningar um hana, Ingu frænku og mömmu að rökræða hve- nær eða hvernig atburðir áttu sér stað eru margar. Minningar þeirra af sömu atburðum voru ekki alltaf eins og sá ruglingur gat oft orðið að mikl- um umræðum um hversdagslega hluti. Ég man að þær áttu líka oft erf- itt með að koma sér saman um hver ætti að borga þegar þær höfðu sam- eiginlega gert eitthvað sem krafðist fjárútláta. Þær reyndu iðulega að troða peningum ofan í veski eða kápu- vasa hver annarrar. Í minningunni sat ég stundum á milli þeirra og ég minnist þess að hendur þeirra gengu þvert yfir mig og flæktust saman. Sá handagangur endaði stundum á því að pening var laumað í vasa minn og ég átti að koma honum í réttar hend- ur. Ég gleðst yfir því að í eitthvert sinn sem ég var að barma mér yfir eigin leti sagði amma að ég hefði hana frá henni. Sú tegund af leti hlýtur að vera eftirsóknarverð því þrátt fyrir hana kom amma miklu í verk. Hún sinnti störfum sínum af alúð, ól upp átta börn, saumaði, eldaði, bakaði, þreif og studdi mann sinn af heilum hug í krefjandi störfum og tók þátt í þeim með honum. Einstaklega falleg og sérstök handavinna ömmu setur fal- legan svip á heimili allra afkomenda hennar. Hún var ræktarsöm við fólk og tók á móti mörgum gestum. Amma fylgdist með lífi barna, barnabarna og barnabarnabarna af áhuga og var stolt af hópnum sínum. Henni tókst að veita hverjum og einum í þeim stóra hópi þá tilfinningu að hann væri sérstakur í hennar augum. Amma hafði gaman af spaugilegum hliðum tilverunnar, hún var jákvæð og bjartsýn. Ég vil tileinka mér þessa kosti hennar og auk „letinnar“ vil ég tileinka mér það einkenni ömmu að vera þess ætíð fullviss að það sé alveg að koma sólskin þótt dimmt sé yfir. Edda Kjartansdóttir. „Er þetta amma þín? Ég hélt að þetta væri amma okkar allra,“ var sagt við eitt okkar sem ætlaði að fara að stæra sig af ömmu sinni þar sem hún sat í fína upphlutnum sínum við einhverja kirkjuathöfn. Við þessu var auðvitað ekkert að segja því hún amma okkar var auðvitað á tímabili opinber persóna og það voru margir sem vildu eiga tilkall til hennar og lái þeim enginn. Í okkar huga var hún bara amma og þau elstu okkar muna ömmu á Tómasarhaga en þau yngri ömmu á Bergstaðastræti og svo ömmu á Reynigrund. Við munum hvað allt varð fallegt sem hún sagði og gerði; hvað maturinn hennar var allt- af fallegur og lystugur, hvað heimilið hennar var smekklegt, hvað hannyrð- irnar hennar báru af að listfengi og hvað hún notaði alltaf falleg orð og fyrirbænir þegar hún sendi okkur póstkort, bréf eða afmælis- og jóla- kveðjur. Við munum hvað hún tók alltaf fagnandi á móti stórum sem smáum sem knúðu dyra hjá henni. Alltaf breiddi hún brosandi út faðm- inn og alltaf fylgdu fögur orð, fallegt bros og fallegar kveðjur. Allt hennar viðmót gerði hversdagslegustu stund- ir að hátíð. Við munum hvað það var gott að halda í höndina á henni, finna hlýjuna og kærleikann streyma frá henni. Það þurfti engin orð. Amma var í verkum sínum, orðum og fram- komu fyrirmynd sem við eigum alltaf eftir að hugsa til með djúpri virðingu, hlýju og kærleika. Það er ómetanlegt að hafa átt hana að ömmu, sannarlega ögrun til eftirbreytni. Nærvera henn- ar í fallega upphlutnum sínum gerði öll fjölskylduboð að hátíð. Hún var amma margra en átti rúm fyrir okkur öll og hún gleymdi engu okkar þótt gleymskan herjaði á hana síðustu æviárin. Hún geymdi nefnilega hvert og eitt okkar í hjarta sínu. Hún var óspör á hrósið og hafði einstakt lag á að láta okkur finna að við værum ein- hvers virði. Það var alltaf hlýja og birta í kringum ömmu og þegar það MAGNEA ÞORKELSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.