Morgunblaðið - 21.04.2006, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Labradorhvolpar Til sölu 2 gulir
labradorhvolpar. Hreinræktaðir,
heilbrigðisskoðaðir, örmerktir og
sprautaðir. Uppl. í síma 895 1038
Guðjón.
Húsgögn
Til sölu hringstigi
úr stáli með viðarþrepum.
Upplýsingar í síma 693 3342.
Húsnæði óskast
Vantar herbergi/stúdíóíb. í
Hafnarfirði. Mig vantar stað til
að leigja í sumar eða jafnvel
lengur. Helst fljótlega. 27 ára,
reyklaus, mjög reglusamur og
greiðslur 100% öruggar. 615-0405
e.hád. - Árni.
Atvinnuhúsnæði
SMÁHEILDSALA / LEIGU-
HÚSNÆÐI
Til leigu nýinnréttuð jarðhæð við
Dugguvog. Fyrsta flokks skrif-
stofu aðstaða. Vörulager/
vörumóttökudyr. Upplýsingar í
síma 896 9629.
Sumarhús
Sumarhús — orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Sumarbústaður í smíðum til
sölu. 74 fm sumarhús til flutnings.
Afhendingarstig samkvæmt sam-
komulagi. Vandað hús, gott verð.
Upplýsingar í síma 893 2853.
Rotþrær
Framleiðum rotþrær, 2300-25000
lítra.
Öll fráveiturör og tengistykki í
grunninn.
Sérborðuð siturrör og tengistykki
í siturlögnina.
Heildarlausn á hagstæðu verði.
Borgarplast, Seltjarnarnesi,
s: 561 2211
Borgarplast, Borgarnesi, s:
437 1370
Heimasíða:
www.borgarplast.is
Iðnaðarmenn
Flísalagnir Getum bætt við okkur
flísalögnum. Vönduð vinnubrögð,
tilboð eða tímavinna. Uppl. í síma
895 5506.
Námskeið
www.enskunam.is
Enskuskóli Enskunám í Englandi.
13-17 ára, 18 ára og eldri, 40 ára
og eldri. Uppl. og skráning frá kl.
17-21 í síma 862-6825 og
jona.maria@simnet.is
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ
2ja, 3ja og 4ra daga ljósmynda-
námskeið. Stillingar á myndavél
- Myndatökur - Tölvuvinnsla
- Photoshop - Ljósmyndastúdíó -
Movie Maker - Myndagagnrýni.
Fyrir byrjendur og lengra komna.
Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson.
Skráðu þig núna!
www.ljosmyndari.is
Sími 898 3911.
LEÐURVINNA
Lærið töskugerð með roði og
skinni, t.d. antílópa, kanína,
kálfur, selskinn.
1. Námskeið 24., 25. apríl og
2. maí.
2. Námskeið 3., 10. og 17. maí.
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN,
Laufásvegi 2, 101 Reykjavík.
Símar 551 7800 - 895 0780,
hfi@heimilisidnadur.is,
www.heimilisidnadur.is.
Til sölu
Vorum að taka upp
nýjar vörur.
H. Gallerí, Grænatúni 1,
Kópavogi, s. 554 5800.
Risaútsala
Ótrúlegt úrval af öðruvísi
vörum beint frá Austurlöndum.
Frábært verð. Sjón er sögu ríkari.
Vaxtalausar léttgreiðslur.
Opið virka kl. 11-18, laug. 11-15.
Sigurstjarnan,
Bláu húsin Fákafeni,
sími 588 4545,
netfang: postulín.is
Hágæða postulín, matar-, kaffi-,
te- og mokkasett. Mikið úrval.
Frábært úrval. Frábært verð.
Slóvak Kristall,
Dalvegi 16b,
201 Kópavogi,
s. 544 4331.
Bílskúrssala 22. og 23. apríl frá
kl. 11-17. Ljós skápur + sófi frá
1920, kristall, nuddbekkur og
smádót. Heiðargerði 72.
60 fm bústaður til sölu með
geymslu, fokheldur eða lengra
kominn (tilbúinn til flutnings).
Með 30 m² pöllum. Getum einnig
boðið lóðir undir sumarhús. Gott
verð. Uppl. í símum 893 4180 og
893 1712.
Verslun
Hnífadagar í Kristal & Postulín
Grilltíminn er kominn. 30-50% af-
sláttur af steikarsettum, steikar-
hnífapörum o.fl. Verðdæmi: Sett
fyrir 6 manns, áður 1780.-, nú
890.- 18/10 gæðastál.
Þjónusta
Póstkassa samstæða Plexi-
form.is, 555 3344. Fartölvustandar
sem atvinnumenn nota. Alltaf til
á lager á kr. 3.200 án vsk. Tölvu-
fræsun í plast og tré, stafi eða
form. Plexiform, s. 694 4772,
Dugguvogi 11, 104 Rvk.
Ýmislegt
Þessi verður að vera til,
hreinlega bestur. Fæst í B,C,D
skálum á kr. 1.995,-
Haldgóður minimizer í
D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 3.890,-
Rosalega góð samfella í skálum
B,C,D,E,F,G á kr. 10.750,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Kanaríeyjaskórnir vinsælu
komnir. Barna- og fullorðins-
stærðir. Verð aðeins kr. 990.
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Army húfur aðeins kr. 1.690.
Langar hálsfestar frá kr. 990.
Síðir bolir kr. 1.990.
Mikið úrval af fermingarhár-
skrauti og hárspöngum.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Bílar
Til sölu Mitsubishi Galant árg.
1997, ek. 163 þús. Verð 690 þús.
S. 862 3223.
Nýr Mercedes Benz Sprinter
316 CDI nýr, 10 manna, 2x loft-
ræstikerfi. 156 hest. Sjálfskiptur,
rafmagnsspeglar og -rúður, sam-
læsingar með fjarstýringu, ESP,
hraðastillir, o.fl. Litað gler
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1070.
MIKIL SALA. BÍLAR OG MÓ-
TORHJÓL ÓSKAST
Vantar allar gerðir bíla og mótor-
hjóla á staðinn og sérstaklega
dýrari bíla í glæsilegan 700 m2
innisal.
100 bílar ehf., Funahöfða 1,
s. 517-9999. www.100bilar.is
Mercedes Benz Sprinters til sölu.
Nýir og notaðir.
Kaldasel ehf.,
Dalvegur 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1070.
230 ha BMW fjölskyldubíll
BMW 530i Touring árg. '01, ek.
83 þús. Sj.sk., leður, cd magasín,
loftkæling, 16" álfelgur o.fl. Glæsi-
legur bíll í alla staði. Fæst á 2.400
þ. Uppl. í s. 896 1168.
FRÉTTIR
UNGIR jafnaðarmenn lýsa yfir
þungum áhyggjum vegna upp-
sagnar hjartalækna á samningi við
ríkið. Með því hefur ríkisstjórninni
tekist að koma á tvöföldu heil-
brigðiskerfi án vitundar almenn-
ings. Þetta kemur fram í ályktun
frá Stefnuþingi Ungra jafnðar-
manna sem fram fór nýverið.
„Hjartalæknum er nú heimilt að
setja eigin gjaldskrá. Reynsla af
málefnum tannlækna hefur sýnt að
það mun hafa í för með sér að
kostnaður sjúklinga mun marg-
faldast þar sem ríkið mun ein-
göngu endurgreiða sjúklingum
samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra
setur og verður mun lægri en
gjaldskrá einstakra hjartalækna.
Allar líkur eru á að aðrar sér-
fræðigreinar muni fylgja í kjölfar-
ið. Þetta mun hafa í för með sér að
eingöngu hinir efnameiri munu
geta nýtt sér þjónustu sérfræðinga
og það er óásættanlegt,“ segir í
ályktuninni.
Kostnaður sjúk-
linga margfaldast
Á SKÍRDAG lauk páskaleik Smára-
lindar, Nóa-Síríusar og Icelandair
með því að aðalvinningarnir tveir
voru dregnir út. Voru það tvær kon-
ur sem hrepptu vinningana, hvor sitt
Flugeggið, risapáskaegg frá Nóa-
Síríusi sem inniheldur tvo flugmiða
til Manchester með Icelandair.
Vinningshafarnir heita Guðbjörg
Ragnarsdóttir og Bára Gunnbjörns-
dóttir. Svo skemmtilega vildi til að
Guðbjörg átti afmæli á skírdag.
Annar vinningshafinn, Guðbjörg Ragnarsdóttir, tekur við verðlaununum
frá Theodóru Þorsteinsdóttur, markaðsstjóra Smáralindar.
Vann í páskaleik Smáralindar
FÉLAG áhugafólks og aðstandenda
Alzheimerssjúklinga og annarra
skyldra sjúkdóma, FAAS, skorar á
ráðherra og ríkisstjórn að gangast
við ábyrgð sinni og ganga tafarlaust
til samninga við öldrunar- og hjúkr-
unarheimili um bættan hag fólksins
sem þar starfar og þeirra sem þar
eiga heimili sitt. Eins og málin
standa í dag flýr fólk þessi störf
vegna lágra launa og vegna óbæri-
legs vinnuálags, segir í ályktun
FAAS.
Fjármagn til hjúkrunardeilda
skorið niður
„Nú í aðdraganda kosninga tala
allir stjórnmálaflokkar um að bæta
stöðu aldraðra og sjúkra á Íslandi. Á
sama tíma verðum við hinsvegar
vitni að því að það fjármagn til
hjúkrunardeilda sem þó hafði verið
ætlað á árinu er skorið niður.
Sárlega vantar sérhæfðar hjúkr-
unardeildir fyrir heilabilaða. Tugir
heilabilaðra bíða í forgangi eftir sér-
hæfðum hjúkrunardeildum og búa
við aðstæður sem ekki eru boðlegar í
íslensku samfélagi árið 2006.
FAAS minnir á að ekki dugir að
vísa þeim vanda sem við blasir í
næstu framtíð á heimahjúkrun og
heimaþjónustu, m.a. sakir þess að
einnig sú þjónusta er nú þegar alvar-
lega undirmönnuð og vanfjármögn-
uð, og enn er langt í land við upp-
byggingu á dagþjálfun og dag-
þjónustu.
Því skorum við á stjórnvöld og
stjórnmálamenn að sýna nú þegar
hug sinn í verki til þessa málaflokks
og þá ekki síst málefna heilabilaðra
og aðstandenda þeirra og efna nú án
tafar loforð og fögur fyrirheit sín.
Ekki er eftir neinu að bíða,“ segir í
ályktun FAAS.
Tafarlaust verði
gengið til samninga