Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 45
DAGBÓK
Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræð-um boðar til umræðufundar um til-lögur kvennahreyfingarinnar tilstjórnarskrárnefndar vegna fyrirhug-
aðra breytinga á stjórnarskrá íslenska lýðveld-
isins. Fundurinn verður haldinn í dag klukkan
12.15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Há-
skóla Íslands. Þar munu Elsa B. Þorkelsdóttir,
lögfræðingur og sérfræðingur Evrópuráðsins, og
Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra
Samtaka um kvennaathvarf, fjalla um tillögur
kvennahreyfingarinnar og verður í kjölfarið opn-
að fyrir umræður.
Að tillögunum standa Femínistafélag Íslands,
Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin,
Kvenréttindafélag Íslands, Rannsóknastofa í
kvenna- og kynjafræðum, Samtök kvenna af er-
lendum uppruna á Íslandi, Samtök um kvenna-
athvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi. Innt
eftir meginmarkmiðum fundarins segir Drífa að
þau séu einkum tvíþætt. (1) Að leggja áherslu á
að stjórnvöldum beri að setja lög til að jafna hlut-
fall karla og kvenna á þingi. (2) Að fjalla um já-
kvæða skyldu stjórnvalda til að afnema misrétti
og tryggja jafnrétti kynjanna. Sjálf ætlar Drífa
að ræða tillögur hreyfingarinnar sem varða kyn-
bundið ofbeldi og stjórnarskrána.
„Ég ætla að ræða tillögur okkar sem varða
skyldu stjórnvalda til að vernda borgaranna gegn
ofbeldi á opinberum vettvangi sem og í einkalífi,“
segir Drífa. „Þetta er í takt við þá þróun sem er
að gerast í kringum okkur og byggist á sam-
þykktum Sameinuðu þjóðanna og yfirlýsingum
um afnám ofbeldis gegn konum. Þetta er einnig í
takt við þá þekkingu og reynslu sem við höfum
yfir að búa núna. Þegar litið er yfir tölur um of-
beldisverk sést að reynsla kynjanna er ólík. Karl-
menn eiga frekar á hættu að verða fyrir tilvilj-
unakenndu ofbeldi á opinberum vettvangi, á
meðan helsta ofbeldi sem konur verða fyrir er
kynbundið og á sér stað í skjóli friðhelgi heimilis-
ins.“
Spurð hvers vegna nauðsynlegt sé að breyta
stjórnarskránni segir Drífa að hún eigi að end-
urspegla það markmið að það eigi að vernda alla
þegna landsins gegn ofbeldi en ekki bara karl-
menn. „Stjórnarskráin er skrifuð af karlmönnum
og á þeim tíma sem kynbundið ofbeldi var ekki
þekkt fyrirbæri,“ segir Drífa. „Núna höfum við
miklu betri þekkingu og 71. grein stjórnarskrár-
innar verður að endurspegla það. Við leggjum því
til að 1. málsgrein 71. greinar stjórnarskrárinnar
orðist svo: Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs,
heimilis og fjölskyldu. Allir skulu njóta mann-
helgi og verndar gegn ofbeldi á opinberum vett-
vangi sem og í einkalífi.“ Aðgangur að fundinum
er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Kvenréttindi | Halda umræðufund um konur og stjórnarskrána
Vilja nýja hugsun í stjórnarskrá
Drífa Snædal fæddist
árið 1973 í Reykjavík.
Hún útskrifaðist sem
tækniteiknari frá Iðn-
skólanum í Reykjavík
1998 og sem viðskipta-
fræðingur frá Háskóla
Íslands árið 2003. Hún
var formaður Iðnnema-
sambands Íslands 1996
til 1998 og hefur gegnt
embætti ritara Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs frá árinu
2003. Hún tók við stöðu kynningarstýru
Samtaka um kvennaathvarf árið 2003. Árið
2004 varð hún svo fræðslu- og fram-
kvæmdastýra samtakanna.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
70 ÁRA afmæli. 25. apríl nk. verð-ur sjötugur Friðrik Jensen,
Sólvallagötu 42, Keflavík. Hann og
eiginkona hans, Sigríður Þórólfs-
dóttir, bjóða ættingjum og vinum til
veislu laugardaginn 22. apríl í Safn-
aðarheimilinu í Innri-Njarðvík, frá kl.
15.30–19.
60 ÁRA afmæli. 26. apríl næst-komandi verður Gestur Gísla-
son, jarðfræðingur, 60 ára. Hann tek-
ur á móti vinum og venslafólki
laugardaginn 22. apríl, í félagsheimili
Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal,
frá klukkan 15 til 18.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Er þetta við hæfi?
UNDANFARNAR vikur hefur far-
ið fram spurningakeppnin „Meist-
arinn“ á vegum 365-fjölmiðla og eru
glæsileg peningaverðlaun í boði til
handa sigurvegaranum. Við þetta
hef ég svo sem ekkert að athuga og
skal einnig fúslega játa að ég hef
endrum og sinnum fylgst með út-
sendingu þáttarins og haft gaman
af. Þetta varð til þess að ég horfði á
síðasta þáttinn þar sem sá ágæti út-
varpsmaður og rithöfundur Illugi
Jökulsson bar sigur úr býtum með
talsverðum yfirburðum. Raunar
þurfti það ekki að koma á óvart. Ill-
ugi er afar vel að sér um aðskilj-
anleg efni, víðlesinn, stálminnugur
og hefur þar að auki það fram yfir
marga aðra keppendur að hafa ým-
ist verið dómari í spurningaþáttum
og höfundur spurninga.
Þá rifjaðist það upp fyrir mér að
Illugi er eins konar innanhúss-
maður hjá 365-fjölmiðlum. Hann
var útvarpsstjóri samsteypunnar og
mun vera í hópi stjórnenda hennar.
Því vaknar spurningin hvort við
hæfi sé að þátttakandi í spurn-
ingaþætti eins og þessum sé tengd-
ur samsteypunni með þessu móti.
Illugi Jökulsson hefur um langt
skeið tjáð viðhorf sín til manna og
málefna á opinberum vettvangi og
iðulega fellt dóma um hvað við hæfi
sé. Nú væri gaman að heyra hvort
honum finnist þátttaka sín í fyrr-
nefndum sjónvarpsþætti við hæfi
eins og í pottinn er búið og þá ekki
síður álit stjórnanda þáttarins,
Loga Bergmanns Eiðssonar.
Páll Heiðar Jónsson.
Hugleiðing um páskana
ÉG hef verið að fylgjast með frétt-
um af prestsvalinu og mótstöðu
safnaðarins í Keflavík. Söfnuðurinn
vill hafa þann prest sem hefur
kynnt sig vel á umliðnum árum í
starfi prests í söfnuðinum. Nú má
segja að þessi söfnuður hafi haft
nóg af ósætti á síðustu árum þó
biskup og aðrir „yfirdómarar“ bæti
ekki þar ofan á orðinn hlut.
Það er vitnað í lög sem í gildi eru,
en hverra eru lögin? Þeirra sem
vilja koma sínu fram hverju sinni.
Að hverra undirlagi eru lögin sett?
Þeirra sömu aftur.
Nú spyr ég: Getur trúboði sem
boðar frið og einingu meðal manna
og afneitar ófriði og annarri óein-
ingu, tekið við starfi sóknarprests í
Keflavík við þessar aðstæður?
Skrifað á föstudaginn langa 2006.
Guðmundur Sigþórsson,
Hvannalundi 11, Garðabæ.
Um flugvöllinn
Í SAMBANDI við flugvöllinn í
Vatnsmýrinni finnst mér að ætti að
taka meira mark á flugmálamönn-
um sem hafa mest vit á þeim hlut-
um. Það að ætla að færa flugvöllinn
út í sjó eða upp á heiðar finnst mér
bull og vitleysa.
Björn Indriðason.
Reiðhjól hvarf frá
Hverfisgötu
NÝLEGT reiðhjól, Trek 4100, rautt
og svart að lit með stellnúmer
C14AK647, hvarf frá Hverfisgötu
við Regnbogabíó fyrir skemmstu.
Þeir sem hafa uppl. um hjólið hafi
samband í síma 699 8031 eða í
tölvupósti: ghj@btnet.is
HJÁ Disneyklúbbi
Eddu útgáfu er að
hefja göngu sína
glænýtt mynda-
sögublað, Ljós-
álfar. Ljósálfarnir
eiga heima í
Ljósálfabóli í Hver-
gilandi þar sem hver og einn hefur sitt
hlutverk og hæfileika sem þarf að
þroska. Aðalsöguhetjan okkar er
Skellibjalla en það koma líka margir
fleiri við sögu … Ljósálfar er mán-
aðarlegt myndasögublað fullt af
spennandi ævintýrum og tóm-
stundaefni. Hvert tölublað er 44 blað-
síður í lit, með blöndu af myndasög-
um, þrautum og föndurverkefnum.
Blaðið er eingöngu selt í áskrift.
Myndasögur
NÚ STANDA fyrir dyrum
vortónleikar Kirkjukórs Akra-
ness, undir stjórn Sveins Arn-
ars Sæmundssonar, en þeir
verða haldnir í kvöld í Safn-
aðarheimilinu Vinaminni á
Akranesi. Ákveðið hefur verið
að bjóða upp á tvenna tón-
leika; fyrri tónleikarnir hefjast
kl. 19:30 og hinir síðari kl.
22:00.
Á efnisskránni eru meðal
annars íslensk ættjarðar- og
þjóðlög, einsöngur, dúettar og
óperukórar, m.a. úr Carmen,
La Traviata og Sígauna-
baróninum. Söngvararnir Sig-
rún Hjálmtýsdóttir, Óskar
Pétursson og Auður Guðjohn-
sen ásamt píanóleikaranum
Jónasi Þóri koma fram með
kórnum, og lofar kórinn mikilli
gleði og fagurri tónlist þetta
kvöld, sem lýkur með fjölda-
söng.
Vortón-
leikar
Kirkjukórs
Akraness