Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 49

Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 49 MENNING SPUNI og Arkitektafélag Íslands standa fyrir spunatónleikum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 17. Á tónleikunum verður fjölbreytnin höfð í fyrirrúmi og at- riðin hvert öðru ólík. Dagskrá er sem hér segir: – Strengir Mithra – úþð – Kyrtlarnir frá Kaíró – Svimi. Tónleikarnir eru í tengslum við Vaxtarbrodda, sýningu Arkitekta- félags Íslands á útskriftarverkum arkitekta, sem opnuð var síðastlið- inn mánudag. Á sýningunni eru verk eftir arkitekta sem hafa út- skrifast á síðastliðnum árum. Spuni í Ráðhúsinu EKKI er oft sem maður heyrir í stofuorgeli á tónleikum. Enn sjald- gæfara er að heyra það hljóma ásamt píanói. Sem er ekkert skrýt- ið; stofuorgel, eða harmóníum, er svo veikróma að tónleikagestir í stórum sal þurfa bókstaflega að liggja á hleri ef þeir eiga að heyra eitthvað af viti. Þegar spilað er á það og leikið á konsertflygil á sama tíma þarf ekki að spyrja að leiks- lokum; orgelleikurinn hverfur nán- ast með öllu. Af þessum ástæðum verður að segja að tónleikar í Langholts- kirkju á föstudaginn langa voru ekki alveg eins vel heppnaðir og þeir hefðu getað orðið. Þar var á dagskránni Petite Messe Solenelle eftir Rossini, sem er fyrir þessa hljóðfæraskipan ásamt söngvurum og kór. Maður spurði sjálfan sig hvers vegna stofuorgelið, sem Steingrímur Þórhallsson lék á, var ekki bara magnað upp. Eða af hverju það var hreinlega ekki spil- að á orgelið í kirkjunni sem fyrir var, en það er þó alvöru hljóðfæri. Vissulega voru fáeinir kaflar í messunni þar sem orgelleikurinn var greinanlegur, en þeir voru ekki margir. Auðvitað kom flygillinn miklu betur út. Enda í dag mun öflugra hljóðfæri þótt sama hafi ekki verið upp á teningnum um miðja 19. öld, þegar Rossini samdi messuna. Anna Guðný Guðmundsdóttir spil- aði á flygilinn og var leikur hennar óaðfinnanlegur. Hann var tær en líka kröftugur; tilfinningaþrunginn en einnig nákvæmur; lifandi en jafnframt agaður. Í rauninni var píanóleikurinn svo pottþéttur að það lá við að veikburða rödd stofu- orgelsins skipti engu máli. Fjórir einsöngvarar tóku þátt í flutningnum, þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sesselja Kristjáns- dóttir, Jónas Guðmundsson og Ágúst Ólafsson. Þau Ágúst og Sesselja vöktu mesta aðdáun; sá fyrrnefndi hefur einstaklega fal- lega, safaríka og djúpa rödd, en söngur þeirrar síðarnefndu var há- stemmdur, fókuseraður og kraft- mikill. Jónas stóð sig reyndar líka vel; hann hefur prýðilega ten- órrödd, en hún er samt enn dálítið lokuð og nýtur sín því ekki til fulls. Þar sem Jónas er ungur að árum á hann þó örugglega eftir að bæta úr því; í öllu falli er hann sérlega efni- legur söngvari. Raddir einsöngvaranna blönd- uðust ekki ávallt eins og best verð- ur á kosið, þeir Jónas og Ágúst eru ólíkir söngvarar og virtust ekki eiga samleið á tónleikunum, en raddir Sesselju og Ólafar Kol- brúnar eru áþekkari, enda kom samsöngur þeirra mun betur út. Og söngur Kórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar var verulega góður; sumir þættir messunnar eins og Cum Sancto Spiritu voru með því stórfengleg- asta sem ég hef heyrt frá kórnum. Óneitanlega fékk maður gæsahúð á köflum og þá skipti veikburða rödd stofuorgelsins minna máli en ella. Stór- fengleg- ur kór- söngur TÓNLEIKAR Langholtskirkja Rossini: Petite Messe Solenelle. Ein- söngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Jónas Guð- mundsson og Ágúst Ólafsson. Píanó: Anna Guðný Guðmundsdóttir; harm- óníum: Steingrímur Þórhallsson. Einnig söng Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Föstudaginn langa, 14. apríl, kl. 16. Kórtónleikar Jónas Sen Í DAG verða haldnir fyrstu tónleik- arnir af þrettán í röð útskrift- artónleika frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Það er Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari sem ríður á vaðið, með tónleikum sem haldnir verða í Salnum kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Janacék, Debussy og Liszt. „Liszt er á nærri helmningnum af efnisskránni, enda er hann í miklu uppáhaldi hjá mér, líkt og Haydn,“ sagði Birna í samtali við Morg- unblaðið. „Síðan leik ég sónötu eftir Janacék, sem ég held að geti verið gaman að leika á tónleikum. Hún er mjög djúp og tilfinningarík – mikil tjáning í henni. Eftir De- bussy leik ég síð- an prelúdíur, sem gefa smá léttleika inn í efnis- skrána.“ Öll verkin á efnisskránni eru í eldri kantinum, flestöll samin á 19. öld eða í upphafi 20. aldar, að undanskilinni sónötu eftir Haydn sem er samin árið 1776. Birna segir eldri tónlist henta sér vel. „Ég er meira í þeim fílingnum, þessum klassíska og rómantíska. Enda er mikil rómantík í þessum verkum sem ég spila á tónleik- unum.“ En hvernig leggst það í hana að vera að fara að spila lokatónleikana sína? „Það er fín tilfinning. Svolítið stressandi reyndar, enda er það nýtt að halda heila tónleika alveg aleinn. En það er gaman að fá tækifæri til að spila í Salnum, og sýna hvað í mér býr,“ segir Birna hlæjandi að lokum. Útskriftartónleikar LHÍ | Birna Hallgrímsdóttir Liszt í uppáhaldi Birna Hallgrímsdóttir Glanstímarit eru vinsæl semaldrei fyrr og framboðið afþeim er mikið. Ekki er inni- hald þessara blaða alltaf upp á marga fiska en eitthvað er það sem laðar fólk að þeim. Blöð eins og Vogue, Elle, InStyle, Marie Claire, Red og Cosmopolitan, ásamt mörg- um fleiri, eiga aðallega að höfða til kvenna. Á þau slær glansandi bjarma í hillum bókabúðanna, for- síðuna prýðir iðulega falleg mann- eskja og grípandi fyrirsagnir eiga að draga lesendur að. Í blöðunum býr draumurinn og í þeim eiga kon- ur að finna lausnina að betra lífi og fullkomnu útliti.    Glanstímarit fjalla um frægafólkið, hvernig það klæðir sig og hvað lesandinn getur gert til að líkjast því, auk þess sem þar eru tískuþættir, slúður, greinar um kynlíf og karlmenn og svo auðvitað a.m.k. ein alvarleg grein sem tekur á vandamálum kvenna í samfélag- inu. Ekki má gleyma blaðsíðunum sem fara undir ferðalög, förðun, megrun, heilsu og hvernig á að næla í draumastarfið. Toppurinn er samt stjörnuspá mánaðarins í lok blaðsins en þar er lesandinn látinn halda að draumarnir, sem hann átti í gegnum lestur blaðsins, muni ræt- ast á næstunni. Samkvæmt spánni er allt á uppleið, ástin er við næsta horn, auk þess sem fjárhagurinn batnar og markmiðum verður náð. Í lok blaðsins eru einnig auglýs- ingar sem upplýsa konur um hvern- ig þær geta komist nálægt draum- unum á auðveldan hátt. Auglýstar eru brjóstastækkanir, megrunarlyf, andlitslyftingar og aðrar lýtaað- gerðir sem eiga að gera lífið skemmtilegra. Þessar auglýsingar eru yfirleitt í ósamræmi við það sem á undan er gengið í blaðinu því margar greinarnar í því eru til þess að auka sjálfstraust kvenna og gera þeim grein fyrir að þær geti náð markmiðum sínum á eigin verð- leikum. Auglýsingarnar draga sjálfstraustið niður og segja í raun og veru að það sé útlitið sem skiptir máli, ekki það sem konan sjálf hef- ur fram að færa. Blöðin eru í raun og veru í ósamræmi við sjálf sig út í gegn, þó þau segi konum að þær eigi að vera ánægðar með sig eins og þær eru þá gefa þau annað í skyn; konur eiga að vera grannar, samt ekki of, þær eiga að hugsa um útlitið, en samt ekki vera ýktar, þær eiga að klæðast samkvæmt nýj- ustu tísku en samt vera sjálfstæðar í klæðaburði, þær eiga að giftast en samt er skemmtilegast að vera á lausu, þær eiga að stunda kynlíf en mega ekki vera lauslátar, konur eiga að vera eitt en helst samt eitt- hvað annað segja blöðin.    Glanstímaritin markaðssetjakonur, í þeim er ákveðið hvernig þær eiga að vera og um hvað þær eiga að hugsa, þar er nú- tímakonan mótuð. Blöðin ýta líka undir gervilanganir og snúast, eins og allt annað, um að selja. Eftir lestur tímaritsins situr konan, sem er yfirleitt lesandinn, og finnst líf sitt innantómt. Til að bæta fyrir tómleikann kaupir hún sér varalit og eitt skópar í viðbót með von um að það færi hana skrefinu nær draumnum sem hún upplifði í gegn- um lestur blaðsins. Gervilanganir glanstímarita ’Á þau slær glansandibjarma í hillum bóka- búðanna, forsíðuna prýðir iðulega falleg manneskja og grípandi fyrirsagnir eiga að draga lesendur að.‘ Reuters Kate Moss hefur prýtt ófáar síður glanstímaritanna gegnum árin og taka margar konur hana sér til fyr- irmyndar í klæðaburði. ingveldur@mbl.is AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Glanstímarit koma út í mörgum gerðum. ÞEIR Webber og Rice nýta sér til fullnustu þá forgjöf að hvert mannsbarn þekkir söguna. Leit- un er að jafnkæruleysislega uppbyggðri drama- tískri frásögn og Jesú Kristi súperstjörnu, en það gerir næsta lítið til. Öllu verra er að kyngja því sem þeir hafa helst til málanna að leggja: samansemmerkið milli leiðtoga lífsins og frægð- ardýrkandi stjörnumenningar nútímans er bæði ósmekklegt og einkennilega ófrjótt. Sem betur fer kemur það heldur ekki svo að sök. Svo mikið gengur yfirleitt á í tónlistinni að fínni blæbrigði textans drukkna í tónhafinu. Eftir standa magnaðir dramatískir viðburðir og einhver glæsilegasta tónlist sem um getur í léttari hluta tónlistarleikhúss síðustu aldar. Eftir á að hyggja er varla skrítið þótt Webber tækist aldrei að toppa þetta. Mesta hrifningu mína á sýningu framhalds- skólanna á Akureyri vakti hljómsveitin. Mig skortir smásmygli til að hafa nokkuð út á hana að setja. Og það er eiginlega fáránlegt, því hún er eins og önnur skiprúm á þessari skútu skipuð nemendum skólanna eingöngu. Á svona nokkuð að vera hægt? Það eina sem lýtur að tónlist- arflutningi sem hægt er að hafa á hornum sér er að jafnvægi milli uppmagnaðrar hljómsveitar og einsöngvara annars vegar og kórsins hins vegar er ekki til staðar. Hinn fjölskipaði kór drukknar alfarið í undirleiknum og virkar því ómaklega máttlaus. Kannski óyfirstíganlegt vandamál, en óneitanlega bagalegt því kraftur og sterk nær- vera er annars höfuðeinkenni sýningarinnar. Það verður að taka ofan fyrir hinum óreynda leikstjóra sýningarinnar fyrir hve lífræn og litrík hópatriðin eru. Og náttúrlega meðlimum hóps- ins, því fumleysi og áreynslulausa nærveru er ekki hægt að búa til utan frá. Reyndari leikstjóri hefði ekki gert þetta betur, en hefði hins vegar áreiðanlega stundum tekið aðrar ákvarðanir um staðsetningar og stefnu leikenda, sem of oft þurftu að beina orðum sínum uppsviðs, í öruggri vissu um að hljóðkerfið skilaði söng þeirra til áhorfenda. En í leikhúsi dugir það ekki til. Annað sem lýtir sýninguna nokkuð er hinn há- spennti, allt að móðursýkislegi leikstíll sem ein- kennir framgöngu aðalleikendanna. Það hefði þurft að setjast með nokkrum þunga ofan á Jes- ús og Júdas, sérstaklega í fyrri hlutanum, svo eitthvað væri nú eftir af örvæntingu til að sýna þegar skelfingar leikslokanna dynja yfir. Og eins hefði örlítið meiri hófstilling í útfærslu písla Krists ekki rýrt áhrifamátt sögunnar. Leið Mel Gibson er ekki eina leiðin. Söngurinn er í heildina alveg óleyfilega flottur. Hver einasta sólóstrófa pottþétt, og helstu glans- númer glansa. Enginn skín þó skærar en Eyþór Ingi Gunnlaugsson í hlutverki Frelsarans. Mögnuð þungarokkstilþrif af gamla skólanum þegar á þarf að halda, yfirvegun og fókus þess á milli. Í lokin verður svo að setja aðeins ofan í við norðanmenn fyrir að geta ekki þýðenda verksins í annars vel gerðri leikskránni. Þetta er þeim mun klaufalegra en ella þar sem ég gat ekki bet- ur heyrt en þetta væri hin ágæta eyfirska þýðing Hannesar Blandon og Emelíu Baldursdóttur. Svona gerir maður ekki. En þetta er flott sýning þar sem fágun og fag- mennska helst í hendur við ungæðislegan kraft. Grettistak. Kraftaverk. LEIKLIST Menntaskólinn og Verkmenntaskólinn á Akureyri Höfundar: Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Stjórn- andi: Erla Þórólfsdóttir. Menntaskólanum á Akureyri 1. apríl 2006 Jesús Kristur súperstjarna Kraftaverk Þorgeir Tryggvason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.