Morgunblaðið - 21.04.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 51
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Sýnd með íslensku og ensku tali
walk
the line
eee
V.J.V Topp5.is
eee
H.J. Mbl
eee
J.Þ.B. Blaðið
Vinsælasta myndin á Íslandi í dag
The Hills Have Eyes kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 6, 8 og 10
Lucky Number Slevin kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
Walk the Line kl. 5.30, 8 og 10.45
ÞÉR MUN STANDA
AF HLÁTRI!
Sýnd kl. 2400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU
“Ekkert mun búa þig undir kraftinn
og þungann í þessari mynd.”
-Quentin Tarantino
SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR SEM
HELDUR ÞÉR Í HELJARGREIPUM
FRÁ UPPHAFI TIL ENDA
„Ég er dolfallinn“
eee
ROGER EBERT
Sýnd kl. 8 og 10.20 b.i. 16 ára
„Rosaleg kvikmyndaupplifun“
eee
M.M.J. Kvikmyndir.com
-bara lúxus
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Ekki missa af frumlegustu
gamanmynd ársins.
RANGUR TÍMI, RANGUR
STAÐUR, RANGUR MAÐUR
„FRÁBÆR, FLOTT OG FYNDIN...
OFURSVALUR SPENNUTRYLLIR“ FHM
eee
LIB, Topp5.is
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 b.i. 16 ára
eee
V.J.V Topp5.is
eee
H.J. Mbl
eee
J.Þ.B. Blaðið
34.000 manns á aðeins 12 dögum!
Sýnd kl. 2, 4 og 6 ÍSLENSKT TAL
Sýnd kl. 2 og 4
200 kr. afsláttur
fyrir XY félaga
www.xy.is
Sumum karlmönnum þarf að ýta út úr hreiðrinu
Vinsælasta myndin á Íslandi í dag
eee
s.v. Mbl
eee
DÖJ kvikmyndir.com
eeee
DÓRI DNA dv
FRÁ ÖLLUM HANDRITS-HÖFUNDUM „SCARY MOVIE“
2 af 6
ELÍSABET Bretadrottning er átt-
ræð í dag og er við hæfi að fara yfir
fatastíl drottningarinnar og venjur
á þessum merkisdegi. Drottningin
byrjar hvern dag á köldu baði áður
en hún fer í fyrsta alklæðnað dags-
ins en eitt af einkennismerkjum
hennar er pastellitir.
„Þernan finnur til fötin sem hún
klæðist. Hún skiptir stundum um
föt allt að fimm sinnum á dag en
það fer eftir dagskránni, hvern
hún er að hitta og hvert hún er
að fara,“ segir Brian Hoey, sér-
fræðingur um bresku konungs-
fjölskylduna og höfundur bók-
arinnar Life With The Queen í
samtali við fréttastofu AFP.
Camilla Long, greinaritstjóri
hjá samkvæmistímaritinu Tatler,
segir að stíll drottningarinnar sé
„mjög sérstakur.“
„Fötin hennar þurfa bæði að
vera þægileg og við hæfi þjóð-
höfðingja. Hún er alltaf óaðfinn-
anlega klædd. Hún er alltaf með
hatt, tösku, hanska, í kápu eða
kjól og í skynsamlegum skóm,“
segir Long og bætir við að lit-
irnir séu viljandi hafði bjartir og
heitir.
„Það er mikilvægt að það sé auð-
velt að koma auga á hana,“ segir
Caroline de Guitaut, leiðsögumaður
sýningar Buckingham-hallar á 80
kjólum drottningarinnar í tilefni af-
mælisins, sem haldin verður í sum-
ar.
„Hún sækir oft viðburði sem
hundruð ef ekki þúsundir manna
sækja. Hún þarf að vera sýnileg,
hún þarf að vera í sterkum litum,“
segir hún og útskýrir nánar: „Þetta
er líka mikilvægt vegna umfjöllunar
fjölmiðla, sjónvarpsins og ljósmynd-
aranna.“
Ef drottningin er með djarfa
hatta eru þeir almennt ekki stórir
þannig að þeir hvorki fela andlit
hennar né varpa skugga á það. Föt-
in eru í öllum regnbogans litum en
skórnir og töskurnar eru oftast í
svörtum lit.
Innihald handtösku drottning-
arinnar hefur leitt af sér ýmsar
getgátur. Það er þó áreiðanlega
ekki ólíkt því sem konur á hennar
aldri bera en þarna má finna vasa-
klút, púður með spegli, greiðu og
varalit. Á sunnudögum bætist við
ávísun sem hún lætur í söfn-
unarkassa kirkjunnar sem hún
sækir.
Drottningin þarf að nota sérlega
þægilega skó. Hún sækir svo marga
viðburði og þarf oft að standa álíka
mikið og dyravörður á næturklúbbi
eða hermaður í skrúðgöngu!
Fyrir stutta opinbera heimsókn
erlendis þarf hún að
taka með sér um 50
mismunandi alklæðn-
aði. Ferðatöskurnar
eru nokkrir tugir og er
hún með sérstök box
fyrir hatta og skó.
Regnhlífar, sem sumar
hverjar eru skreyttar
demöntum, fá einnig
box, löng og leð-
urklædd.
Fyrir sérstaka heið-
ursmálsverði klæðist
drottningin sérsaum-
uðum fötum sem hönn-
uð eru með margra
mánaða fyrirvara og
hefur hönnuðurinn
land heiðursgestsins í huga.
Hönnuðirnir sem drottningin
hrífst af hafa orðið vinsælir hjá
samkvæmisdömum og má þar
nefna Norman Hartnell, Hardy
Amies and Ian Thomas.
„Hún fylgir ekki tískunni en
þrátt fyrir það veitir hún konum af
eldri kynslóð innblástur. Amma mín
klæðir sig eins og hún og drottn-
ingin hefur líka haft áhrif á breska
hönnuði,“ segir Long.
Einn þeirra er skóhönnuðurinn
Patrick Cox. „Ég hef sagt drottn-
ingunni að ég sé með hana á heil-
anum. Henni fannst það allt í lagi,“
sagði Cox sem hefur hana í huga í
hönnun sinni. „Í hverri línu er alltaf
„drottningarpar“, með kassatá og
þykkari hæl.“
AP
Fyrir stutta opinbera heimsókn erlendis þarf drottningin að taka með sér um 50 mismunandi alklæðnaði.
Tíska | Elísabet Bretadrottning er áttræð í dag
Stílbrigði drottningar
Díana og drottningin árið 1987. AP