Morgunblaðið - 21.04.2006, Síða 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
SVEITARSTJÓRN Mýrdalshrepps hefur
mótmælt áformum Umhverfisstofnunar um
lokun Dyrhólaeyjar fyrir allri almennri um-
ferð á tímabilinu 1. maí til 25. júní í ár. Tel-
ur sveitarstjórn svo víðtæka lokun óþarfa
og að hagsmunir ferðaþjónustu á svæðinu
séu fyrir borð bornir með þessari ákvörðun.
Dyrhólaey hefur verið friðlýst svæði frá
árinu 1978 og hefur eyjunni árum saman
verið lokað fyrir umferð meðan fuglavarp
stendur yfir, eins og Umhverfisstofnun hef-
ur heimild til samkvæmt friðlýsingunni.
Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdals-
hrepps, segir að undanfarin ár hafi sveit-
arstjórn ekki lagst gegn lokun, en mælst til
þess að lokunin yrði eins skammvinn og
kostur væri og að farið yrði að athuga
hvort opnun væri möguleg í kringum 10.
júní.
„Þessi áform sem fyrir liggja lengja enn
tímann sem lokað er og þá er það nið-
urstaðan að sveitarstjórn leggst alfarið
gegn þessu og telur í raun og veru að þarna
séu ekki þeir hagsmunir í húfi að það sé
ástæða til að loka. Það er vissulega Um-
hverfisstofnun sem tekur ákvörðun í þess-
um efnum. Við gerum okkur grein fyrir því,
en Mýrdalshreppur er þarna landeigandi og
þykir rétt að lýsa þessari skoðun sinni,“
sagði Sveinn.
Hann sagði að Dyrhólaey væri einn helsti
ferðamannastaður Suðurlands ef ekki
landsins alls. Þangað kæmi mikill fjöldi
ferðamanna árið um kring og sveitarstjórn
teldi að lokun svæðisins í nær tvo mánuði á
ári gerði meiri skaða en gagn. Þeir teldu að
það myndi ekki hafa teljandi áhrif á varp á
svæðinu þótt því yrði ekki lokað og til væru
ýmiss konar skýrslur og greinargerðir í
þessum efnum mörg ár aftur í tímann sem
væru mjög misvísandi. Í sumum skýrslum
væri talið bráðnauðsynlegt að loka svæðinu
og að æðarstofninn í eyjunni væri öðruvísi
en aðrir æðarstofnar og þyrfti meiri frið og
annað slíkt, en í öðrum skýrslum kæmi
fram að svona umferð gæti hugsanlega
hjálpað til við að halda vargi og öðru slíku
frá æðarvarpinu.
Í samþykkt sveitarstjórnar eru ekki
gerðar athugasemdir við að einhverjum
svæðum á eyjunni sé lokað tímabundið, svo
sem á Lágey, telji Umhverfisstofnun
ástæðu til. Þá hvetur sveitarstjórn til að
stofnunin flýti áformum um framkvæmdir í
samræmi við samþykkt deiliskipulag Dyr-
hólaeyjar og verði með landvörslu þar að
minnsta kosti á sumrin, þ.e. frá byrjun maí
til loka ágústmánaðar. Sveinn sagði að sam-
kvæmt skipulaginu væri gert ráð fyrir að
laga vegi, leggja göngustíga og merkja hvar
mætti ganga og hvar ekki og nota þær að-
ferðir til þess að stýra umferð fólks fremur
en að loka eyjunni alveg, enda yrðu þeir og
ferðaþjónustuaðilar hérlendis varir við
mikla óánægju með algera lokun svæðisins.
Dyrhólaey verði ekki
lokað um varptímann
Tugir þúsunda
ferðamanna heim-
sækja svæðið árlega
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
DYRHÓLAEY er rúmlega 120 metra hár
móbergsstapi sem rís þverhníptur úr hafi og
er einn syðsti oddi landsins. Eyjan er land-
föst því mjór bergrani tengir hana við land
og er í honum gatið eða dyrnar sem stapinn
ber nafn sitt af. Talið er að eyjan og drang-
arnir í kring, sem áður voru hluti af henni,
hafi myndast í neðansjávargosi fyrir um 80
þúsund árum. Mikið fuglalíf er í eyjunni, æð-
arvarp, og auk þess lundi og fýll og fjöldi
annarra tegunda sjófugla.
Mikið fuglalíf
ÞAÐ ERU gjarnan eldri
hrossin sem eru efst í virð-
ingarröð í hverju hrossa-
stóði. En þau hrapa síðan nið-
ur stigann þegar þau verða
háöldruð. Fleiri þættir spila
líka inn í, s.s. kyn og skap-
gerð. Foringi hópsins fær
ýmis hlunnindi á borð við
skjólbesta staðinn þegar
hrossastóðið hímir í vondum
veðrum úti í haga en lægst
setti hesturinn má láta sér lynda verstu staðina.
Þetta segir dr. Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor
í líffræði við Kennaraháskóla Íslands en hún
heldur fyrirlestur um félagsgerð íslenskra
hrossa í stóðum á mánudag kl. 17.15 í Öskju. Þar
fjallar hún um virðingarröð og vináttubönd
hesta og fleiri þætti í samfélagi hrossa.
Félagsgerð hrossahópa byggist á samböndum
milli einstaklinga hópsins og er því nauðsynlegt
að greina virðingarraðir, þ.e. hvaða hestar ríkja
yfir öðrum og hverjir bindast vináttuböndum.
Hrefna hefur sjálf stundað hestamennsku í frí-
stundum í 10 ár og þar kviknaði áhuginn á að
rannsaka þessa hluti nánar. Rannsóknir hennar
og samstarfsmanna hennar hafa staðið yfir frá
1996 og hafa hrossastóð verið vöktuð í Skorra-
dal, Reykholtsdal, Hjaltadal, Heggstaðanesi og
Vatnsnesi.
Stærð og þyngd skiptir máli
„Langoftast eru eldri hestarnir ofar í virðing-
arröðinni en það er þó ekki einhlítt,“ segir
Hrefna. „Þegar kynin eru jafngömul þá ræður
karlkynið oftar yfir kvenkyninu og stundum
virðist stærð og þyngd skipta máli.“
Löngum hefur verið vitað að hross innan
hópsins bindast vináttuböndum og við rann-
sóknir Hrefnu og samstarfsmanna hennar var
mælt sérstaklega hvernig skilgreina mætti
„vini“. Þetta var gert með því að mæla hvaða
hestar væru næstir tilteknum hestum, í hvíld
eða á beit, og ekki síst hverjir kljáðust. „Ef mað-
ur gerir fylgniprófanir þá er mjög gott sam-
ræmi á milli þess hverjir kljást og eru saman.“
Einnig kom í ljós að hestur á einkum vini á
svipuðum stað í virðingarstiganum og hann
sjálfur. Þannig er afar ólíklegt að lægst setti
hesturinn sé vinur foringjans. „Svo er gríð-
arlega mikill karaktermunur milli hrossa og
þau eiga mismunandi marga vini, sum eru vin-
sæl og það er ekki endilega sá efsti í virðing-
arstiganum sem er sá vinsælasti. Við reiknuðum
út hversu marga vini hestar eiga og í 20-30
hesta hóp er algengt að eiga 2-4 og allt upp í sex
vini en sumir eiga bara einn vin. En það er afar
sjaldgæft að þeir eigi engan vin.“
Morgunblaðið/Ómar
Algengast er að hvert hross eigi sér 2–4 vini en vinsæl-
ustu hrossin eiga sex vini. Alveg vinalausir hestar fyr-
irfinnast varla.
Hrefna
Sigurjónsdóttir
Aldur skilar
hrossum efst í
virðingarstiga
SÆBLÓM ehf., sjávarútvegsfyrir-
tæki úr Hafnarfirði, vinnur nú að
viðamiklu verkefni í Marokkó sem
snýr að vinnslu uppsjávarfisks.
Að sögn forsvarsmanns fyrir-
tækisins er ekki búið að ganga frá
öllum lausum endum en stefnt er
að því að starfsemin hefjist í
næsta mánuði. Nýverið var aug-
lýst eftir fólki til starfa í vinnslu-
stöðvum fyrirtækisins í Marokkó
og segir Guðjón Magnússon, ráð-
gjafi hjá Nýsi hf., systurfélagi
Sæblóms, að leitað sé eftir fjórum
til fimm Íslendingum til starfa í
landvinnslu, s.s. tæknimönnum og
vinnslustjóra, en annars verði
starfsemin að mestu í höndum
Marokkóbúa.
Ekki er útilokað að fleiri Ís-
lendingar verði ráðnir til starfa
síðar á árinu, eða þegar starfsem-
in verður komin í fastar skorður.
Aðspurður hversu mörg skip fyr-
irtækið ætli sér að gera út í
tengslum við verkefnið segir Guð-
jón að enn eigi eftir að fara betur
ofan í þau mál.
Að sögn Guðjóns mun Sæblóm
einbeita sér að uppsjávarfiski, s.s.
makríl, hrossamakríl og sardínu
og er heildarkvóti fyrirtækisins
um 78 þúsund tonn.
Sæblóm ehf. hyggur á vinnslu á uppsjávarfiski í Afríku
Vinna fisk í Marokkó
SUMARDAGURINN fyrsti er
meðal hefðbundinna ferming-
ardaga og fermdust því fyrstu
börn sumarsins í gær.
Í Langholtskirkju fermdi sr.
Guðný Hallgrímsdóttir nem-
endur úr Öskjuhlíðarskóla og
Safamýrarskóla og var Bjarki
Freyr Bergþórsson, eitt ferm-
ingarbarnanna, alsæll með at-
höfnina og brosti sínu blíðasta í
tilefni dagsins.
Bjarki Freyr var í hópi sextán
fermingarbarna sem fermdust í
Langholtskirkju í gær en fermt
var í að minnsta kosti fjórtán
kirkjum til viðbótar. Líklega
voru fermingarbörnin fæst í
Kirkju heyrnarlausra, sú athöfn
fór fram í Grensáskirkju og þar
voru fermingarbörnin einungis
tvö.Ljósmynd/Jóhann A. Kristjánsson
Fyrstu
fermingar-
börn
sumarsins