Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 122. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Lesbók, Börn, Íþróttir, Enska knattspyrnan og Lifun í dag Morgunblaðið er í sex hlutum, samtals 152 síður í dag Garmisch-Partenkirchen. AFP. | Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið, að allir innflytjendur verði að taka próf í þýsku og samfélagsfræðum og standist þeir það ekki, muni þeir ekki fá þýskan borgararétt. Skýrði innanríkisráðherra Bæj- aralands frá þessu í gær. „Þeir verða að fara á námskeið og standast próf að því loknu. Það eitt að sækja tíma verður ekki látið nægja,“ sagði Günther Beckstein að loknum tveggja daga fundi með fulltrúum rík- isstjórnarinnar og sambandsland- anna 16. Mikil umræða hefur verið um þessi mál í Þýskalandi og um ströng lög í því skyni að bæta að- lögun innflytjenda að samfélag- inu. Kynti það mjög undir um- ræðunni þegar nokkrir skólar í hverfum með marga innflytj- endur reyndu að skylda nem- endur til að tala aðeins þýsku. Maria Böhmer, sem fer með innflytjendamál í ríkisstjórninni, fagnaði ákvörðuninni en stefnt er að því, að hún verði að lögum á næstu mánuðum. Auk þýskunnar verður náms- efnið lýðræði, samfélag sem lýtur lögum, og friðsamleg lausn deilu- mála. Þeir, sem standast prófið, verða samt að bíða í átta ár eftir ríkisborgararétti. Allt veltur á þýskuprófi VERÐ á áli fór upp í 2.908 dollara tonnið í gær, en þetta er hæsta verð síðan í júní 1988. Í árs- byrjun kostaði tonnið tæplega 2.300 dollara. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan í Straumsvík, segir eftirspurn eftir áli mjög mikla og það sé meginskýringin á þessu háa verði. Fyrir um þremur árum kostaði tonnið af áli á heimsmarkaði um 1.300 dollara. Síðan hef- ur verðið meira en tvöfaldast. Afkoma álver- anna hér á landi hefur verið góð undanfarin ár. Hrannar segist reikna með að afkoma Alcan verði mjög góð á þessu ári því allar rekstr- araðstæður séu hagstæðar. Framleiðsla á áli hefur aukist um 3–4% á ári undanfarin ár, en þessi aukning virðist tæplega vera nóg miðað við eftirspurnina eins og hún hefur verið í ár. Það má að nokkru leyti rekja til efnahagsuppgangs í Kína og Indlandi. Útlit fyrir tap hjá Landsvirkjun Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði að hærra álverð væru góðar fréttir fyrir Landsvirkjun. Fyrirtækið gerði hins vegar framvirka samninga við fjár- málastofnanir til að verjast áhættu og því skiptu verðbreytingar í einstökum vikum ekki öllu máli. Aðalatriði væri langtímaverð á áli því það gerði það að verkum að Landsvirkjun ætti kost á hagstæðari framvirkum samningum. Gengisbreytingar hafa aftur á móti afgerandi áhrif á afkomu Landsvirkjunar. Fyrirtækið skuldaði 122 milljarða um síðustu áramót og skuldirnar hafa hækkað síðan vegna fjárfest- inga. 20% gengislækkun á nokkrum vikum hækkar því skuldirnar um a.m.k. 25 milljarða. Þorsteinn sagði allt útlit fyrir tap á rekstri Landsvirkjunar á þessu ári. Reksturinn væri hins vegar að skila fyrirtækinu um 5 milljörðum á ári í handbæru fé. Verð á áli ekki hærra í átján ár Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is  Eftirspurn | 8 MIKIÐ var um dýrðir og fjölmenni á 20 ára afmælishátíð og vorfagnaði Grandaskóla í gær. Hátíðardagskráin hófst með mikilli skrúðgöngu um 140 nemenda og starfsfólks skólans og því næst var boðið upp á fjöl- skrá, m.a. með kórsöng, fimleikasýningu, leiklist, hljóðfæraleik og dansi. Opnuð var sérstök heimasíða í tilefni af- mælisins sem unnin var af nemendum í sjö- unda bekk í vetur, grandaskoli.is/20ara/. breytta dagskrá, sem stóð til kvölds. Var öll- um nemendum skólans fyrr og nú, foreldrum þeirra, börnum, öfum, ömmum, systkinum og öðrum boðið til hátíðarinnar. Nemendur sáu um fjölbreytta afmælisdag- Morgunblaðið/Eyþór Vegleg afmælishátíð Grandaskóla BRESKIR stjórnmálaskýrendur sögðu í gær, að uppstokkunin á bresku stjórninni benti til, að Tony Blair forsætisráðherra væri staðráðinn í að sitja áfram þrátt fyrir ósigurinn í sveitar- stjórnarkosningunum í fyrradag. Talið er þó víst, að hans eigin flokksmenn og fjölmiðlar muni herða á kröfum um, að hann segi af sér. „Uppstokkunin er ekki til marks um, að hann sé á förum. Hann er slyngur stjórnmálamað- ur og kænni en margir andstæð- ingar hans í Verkamannaflokkn- um halda,“ sagði Tony Travers, togar, sem verið hafi lengi við stjórnvölinn. Hann muni þó ekki fara fyrr en hann ákveði það sjálfur. Íhaldsflokknum vegnaði vel í fyrradag en stjórnmálaskýrend- ur segja, að útkoman hafi samt ekki verið neinn stórsigur. Flokknum hafi þó tekist að end- urheimta að nokkru trúverðug- leika sinn. David Cameron, hinn nýi leið- togi flokksins, var að sjálfsögðu ánægður með niðurstöðuna og sagði, að hún sýndi, að flokk- urinn höfðaði nú til fleiri en áður á sama tíma og hallaði undan fæti fyrir Verkamannaflokknum. neðri deildarinnar. Í hans stað kemur Margaret Beckett, fyrsta konan til að gegna því embætti. John Prescott aðstoðarforsætis- ráðherra, sem játaði á sig framhjáhald, heldur embættinu en öðrum störfum hans var fækkað. Helmingur vill afsögn Blairs á árinu Í könnun, sem gerð var fyrir BBC, breska ríkisútvarpið, kem- ur fram, að helmingur kjósenda vill, að Blair segi af sér fyrir árslok en John Rentoul, sem skrifar um stjórnmál í The In- dependent og hefur ritað ævi- sögu Blairs, segir hann vera að upplifa það sama og aðrir leið- stjórnmála- fræðingur við London School of Economics. Þótt einn fjölmiðlanna hafi talað um „blóðbað“ þá gera aðrir minna úr upp- stokkuninni en breytingarnar eru þær helstar, að Charles Clarke innanríkisráðherra var látinn taka pokann sinn vegna hneykslismáls í ráðuneyti hans. Við því tekur John Reid, sem verið hefur varnarmálaráðherra, og Jack Straw lætur af embætti utanríkismála og verður forseti Segja Blair ekki á förum Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is  Umfangsmesta | 22 Tony Blair Abuja. AFP. | Stjórnvöld í Súdan og helsta skæru- liðafylkingin í Darfur undirrituðu í gær sam- komulag um frið og er vonast til, að með því verði bundinn endi á borgarastríðið í héraðinu. Fulltrúar Súdanstjórnar og Súdönsku frelsis- hreyfingarinnar, SLM, rituðu nöfn sín undir sam- komulagið að viðstöddum Olusegun Obasanjo, forseta Nígeríu, og öðrum milligöngumönnum. Það skyggði þó á, að tvær smáar skæruliðahreyf- ingar féllust ekki á samkomulagið. Í sáttmálanum er kveðið á um þjóðaratkvæða- greiðslu í Darfur og Súdanstjórn gert skylt að af- vopna hinar alræmdu Janjaweed-sveitir araba. Friður í Darfur? ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.