Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 1

Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 122. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Lesbók, Börn, Íþróttir, Enska knattspyrnan og Lifun í dag Morgunblaðið er í sex hlutum, samtals 152 síður í dag Garmisch-Partenkirchen. AFP. | Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið, að allir innflytjendur verði að taka próf í þýsku og samfélagsfræðum og standist þeir það ekki, muni þeir ekki fá þýskan borgararétt. Skýrði innanríkisráðherra Bæj- aralands frá þessu í gær. „Þeir verða að fara á námskeið og standast próf að því loknu. Það eitt að sækja tíma verður ekki látið nægja,“ sagði Günther Beckstein að loknum tveggja daga fundi með fulltrúum rík- isstjórnarinnar og sambandsland- anna 16. Mikil umræða hefur verið um þessi mál í Þýskalandi og um ströng lög í því skyni að bæta að- lögun innflytjenda að samfélag- inu. Kynti það mjög undir um- ræðunni þegar nokkrir skólar í hverfum með marga innflytj- endur reyndu að skylda nem- endur til að tala aðeins þýsku. Maria Böhmer, sem fer með innflytjendamál í ríkisstjórninni, fagnaði ákvörðuninni en stefnt er að því, að hún verði að lögum á næstu mánuðum. Auk þýskunnar verður náms- efnið lýðræði, samfélag sem lýtur lögum, og friðsamleg lausn deilu- mála. Þeir, sem standast prófið, verða samt að bíða í átta ár eftir ríkisborgararétti. Allt veltur á þýskuprófi VERÐ á áli fór upp í 2.908 dollara tonnið í gær, en þetta er hæsta verð síðan í júní 1988. Í árs- byrjun kostaði tonnið tæplega 2.300 dollara. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan í Straumsvík, segir eftirspurn eftir áli mjög mikla og það sé meginskýringin á þessu háa verði. Fyrir um þremur árum kostaði tonnið af áli á heimsmarkaði um 1.300 dollara. Síðan hef- ur verðið meira en tvöfaldast. Afkoma álver- anna hér á landi hefur verið góð undanfarin ár. Hrannar segist reikna með að afkoma Alcan verði mjög góð á þessu ári því allar rekstr- araðstæður séu hagstæðar. Framleiðsla á áli hefur aukist um 3–4% á ári undanfarin ár, en þessi aukning virðist tæplega vera nóg miðað við eftirspurnina eins og hún hefur verið í ár. Það má að nokkru leyti rekja til efnahagsuppgangs í Kína og Indlandi. Útlit fyrir tap hjá Landsvirkjun Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði að hærra álverð væru góðar fréttir fyrir Landsvirkjun. Fyrirtækið gerði hins vegar framvirka samninga við fjár- málastofnanir til að verjast áhættu og því skiptu verðbreytingar í einstökum vikum ekki öllu máli. Aðalatriði væri langtímaverð á áli því það gerði það að verkum að Landsvirkjun ætti kost á hagstæðari framvirkum samningum. Gengisbreytingar hafa aftur á móti afgerandi áhrif á afkomu Landsvirkjunar. Fyrirtækið skuldaði 122 milljarða um síðustu áramót og skuldirnar hafa hækkað síðan vegna fjárfest- inga. 20% gengislækkun á nokkrum vikum hækkar því skuldirnar um a.m.k. 25 milljarða. Þorsteinn sagði allt útlit fyrir tap á rekstri Landsvirkjunar á þessu ári. Reksturinn væri hins vegar að skila fyrirtækinu um 5 milljörðum á ári í handbæru fé. Verð á áli ekki hærra í átján ár Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is  Eftirspurn | 8 MIKIÐ var um dýrðir og fjölmenni á 20 ára afmælishátíð og vorfagnaði Grandaskóla í gær. Hátíðardagskráin hófst með mikilli skrúðgöngu um 140 nemenda og starfsfólks skólans og því næst var boðið upp á fjöl- skrá, m.a. með kórsöng, fimleikasýningu, leiklist, hljóðfæraleik og dansi. Opnuð var sérstök heimasíða í tilefni af- mælisins sem unnin var af nemendum í sjö- unda bekk í vetur, grandaskoli.is/20ara/. breytta dagskrá, sem stóð til kvölds. Var öll- um nemendum skólans fyrr og nú, foreldrum þeirra, börnum, öfum, ömmum, systkinum og öðrum boðið til hátíðarinnar. Nemendur sáu um fjölbreytta afmælisdag- Morgunblaðið/Eyþór Vegleg afmælishátíð Grandaskóla BRESKIR stjórnmálaskýrendur sögðu í gær, að uppstokkunin á bresku stjórninni benti til, að Tony Blair forsætisráðherra væri staðráðinn í að sitja áfram þrátt fyrir ósigurinn í sveitar- stjórnarkosningunum í fyrradag. Talið er þó víst, að hans eigin flokksmenn og fjölmiðlar muni herða á kröfum um, að hann segi af sér. „Uppstokkunin er ekki til marks um, að hann sé á förum. Hann er slyngur stjórnmálamað- ur og kænni en margir andstæð- ingar hans í Verkamannaflokkn- um halda,“ sagði Tony Travers, togar, sem verið hafi lengi við stjórnvölinn. Hann muni þó ekki fara fyrr en hann ákveði það sjálfur. Íhaldsflokknum vegnaði vel í fyrradag en stjórnmálaskýrend- ur segja, að útkoman hafi samt ekki verið neinn stórsigur. Flokknum hafi þó tekist að end- urheimta að nokkru trúverðug- leika sinn. David Cameron, hinn nýi leið- togi flokksins, var að sjálfsögðu ánægður með niðurstöðuna og sagði, að hún sýndi, að flokk- urinn höfðaði nú til fleiri en áður á sama tíma og hallaði undan fæti fyrir Verkamannaflokknum. neðri deildarinnar. Í hans stað kemur Margaret Beckett, fyrsta konan til að gegna því embætti. John Prescott aðstoðarforsætis- ráðherra, sem játaði á sig framhjáhald, heldur embættinu en öðrum störfum hans var fækkað. Helmingur vill afsögn Blairs á árinu Í könnun, sem gerð var fyrir BBC, breska ríkisútvarpið, kem- ur fram, að helmingur kjósenda vill, að Blair segi af sér fyrir árslok en John Rentoul, sem skrifar um stjórnmál í The In- dependent og hefur ritað ævi- sögu Blairs, segir hann vera að upplifa það sama og aðrir leið- stjórnmála- fræðingur við London School of Economics. Þótt einn fjölmiðlanna hafi talað um „blóðbað“ þá gera aðrir minna úr upp- stokkuninni en breytingarnar eru þær helstar, að Charles Clarke innanríkisráðherra var látinn taka pokann sinn vegna hneykslismáls í ráðuneyti hans. Við því tekur John Reid, sem verið hefur varnarmálaráðherra, og Jack Straw lætur af embætti utanríkismála og verður forseti Segja Blair ekki á förum Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is  Umfangsmesta | 22 Tony Blair Abuja. AFP. | Stjórnvöld í Súdan og helsta skæru- liðafylkingin í Darfur undirrituðu í gær sam- komulag um frið og er vonast til, að með því verði bundinn endi á borgarastríðið í héraðinu. Fulltrúar Súdanstjórnar og Súdönsku frelsis- hreyfingarinnar, SLM, rituðu nöfn sín undir sam- komulagið að viðstöddum Olusegun Obasanjo, forseta Nígeríu, og öðrum milligöngumönnum. Það skyggði þó á, að tvær smáar skæruliðahreyf- ingar féllust ekki á samkomulagið. Í sáttmálanum er kveðið á um þjóðaratkvæða- greiðslu í Darfur og Súdanstjórn gert skylt að af- vopna hinar alræmdu Janjaweed-sveitir araba. Friður í Darfur? ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.