Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 2

Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 2
2 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁLVERÐ HÁTT Álverð fór upp í 2.908 dollara tonnið á heimsmarkaði í gær, sem er hæsta verð sem fengist hefur frá árinu 1998, í 18 ár. Eftirspurnin eftir áli er mjög mikil, sem skýrir hátt verð. Fyrir þremur árum kostaði tonnið af áli um 1.300 dollara. Situr líklega áfram Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi telja margir, að Tony Blair forsætis- ráðherra muni ekki segja af sér í bráð þrátt fyrir ósigurinn í sveitar- stjórnarkosningunum á fimmtudag. Segja þeir, að uppstokkunin á stjórninni, sú mesta, sem Blair hefur gert, sé til marks um það. David Cameron, hinn nýi leiðtogi Íhalds- flokksins, fagnaði í gær góðu gengi síns flokks og sagði augljóst, að hann höfðaði nú til fleiri en áður. Piltar ánetjast klámi Ný rannsókn á kynhegðun ungs fólks hefur leitt í ljós að piltar í framhaldsskólum, á aldrinum 16–19 ára, virðast margir ánetjast klámi, en 57% pilta á þessum aldri sögðust skoða klám einu sinni í viku, og 37% þrisvar í viku eða oftar. Friður í Darfur? Fulltrúar Súdanstjórnar og helstu fylkingar skæruliða í Darfur undir- rituðu í gær samkomulag um frið og er vonast til, að það bindi enda á ófriðinn í héraðinu. Það skyggði á, að tvær smáar skæruliðahreyfingar voru andvígar samkomulaginu. Zimsenhúsið híft á braut Zimsenhúsið við Hafnarstræti var híft af lóðinni þar sem það hefur staðið í rösklega 120 ár í gærkvöldi, og stendur til að flytja það út á Granda í dag. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður um húsið. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 34/36 Fréttaskýring 8 Bréf 46 Úr verinu 18 Kirkjustarf 55/56 Viðskipti 20/21 Minningar 48/54 Erlent 22/23 Myndasögur 62 Minn staður 24 Dagbók 62/65 Akureyri 26/27 Víkverji 62 Suðurnes 28 Staður og stund 63 Landið 28 Velvakandi 63 Árborg 28 Bíó 70/73 Daglegt líf 32/35 Ljósvakamiðlar 74 Menning 30 Staksteinar 75 Forystugrein38/39 Veður 75 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,              1 MARGT var um manninn á opnun sýningarinnar Perlan Vestfirðir í gærdag en hún er haldin í Perlunni og mun standa yfir um helgina. Markmið sýningarinnar er að kynna Vestfirði, ekki eingöngu sem viðkomustað fyrir ferðamenn held- ur líka sem athyglisverðan búsetu- og fjárfestingakost. Yfir 130 aðilar taka þátt í sýningunni og kennir þar ýmissa grasa. Meðal annars verða þar vestfirskir listamenn, ferðafrömuðir og víkingar en einn- ig gefst gestum og gangandi kostur á að taka þátt í sérstæðu happ- drætti þar sem vinningurinn er byggingarlóð í Vesturbyggð eða á Tálknafirði. Guðmundur Guðlaugsson, bæj- arstjóri Vesturbyggðar, segir happdrættið vera samvinnuverk- efni Vesturbyggðar og Tálkna- fjarðar og til þess fallið að vekja at- hygli á að það séu möguleikar á lóðum annars staðar en á suðvest- urhorni landsins. Hann segir fram- boð á lóðum á svæðinu vera gott og vinningshafinn hafi m.a. þann möguleika að velja sér þá lóð sem honum líst best á. Happdrættið er öllum opið og ekki kostar að taka þátt, aðeins þarf að rita nafn sitt niður á blað og láta í tunnu sem staðsett er á sýningarsvæðinu. Guðmundur segir lóðina vera hefðbundna einbýlishúsalóð og byggingaleyfisgjöld innifalin. Hins vegar eru á henni þær kvaðir að ekki er hægt að framselja hana fyrr en búið er að koma upp grunni. Happdrættið stendur yfir sýning- arhelgina og dregið verður 17. júní. Aðspurður um þátttökuna á fyrsta degi segir Guðmundur að happ- drættið hafi vakið mikla athygli og margir hafi tekið þátt. Happdrætti í tengslum við sýninguna Perlan Vestfirðir sem fram fer í Perlunni Einbýlishúsalóð er í vinning Morgunblaðið/ÞÖK Fjölmargir gestir voru viðstaddir þegar sýningin Perlan Vestfirðir var formlega opnuð í Perlunni í gær. „VIÐ erum eiginlega búnir að samþykkja umgjörð- ina, svo verður farið í að semja um smáatriðin og það ferli hefst á næstu dögum,“ segir Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke Holding, hluta- félagsins sem á 60 prósenta hlut í enska knatt- spyrnufélaginu Stoke City. Yfirtökutilboðið sem var tekið er frá Petur Coates, stjórnarmanni Stoke City, sem að öllu óbreyttu mun sitja við stjórnvölinn eftir tvær vikur. Stoke Holding hefur átt meirihluta í félaginu frá því í nóvember árið 1999 og segir Gunnar að staðan hafi verið metin sem svo að sala á þessum tíma- punkti væri hagstæð fyrir hluthafa Stoke Holding. „Við erum búnir að vera þarna í sjö tímabil og búnir að bæta klúbbinn á hverju ári, bæði fjárhagslega og knattspyrnulega. Við vildum hætta áður en við fær- um að missa getuna til að bæta félagið.“ Gunnar segir kaupverðið ekki uppgefið á þessu stigi málsins og verði kynnt hluthöfum áður en það verður gert opinbert. Hann lætur þó í ljósi að verðið sé lægra en hann hefði kosið. „Ytri aðstæður hafa ekki verið okkur nógu hagstæðar þannig að sem fjárfestar komum við ekki til með að ganga sér- staklega glaðir frá borði,“ segir Gunnar og ítrekar að mönnum hafi fundist þetta rétti tíminn fyrir nýja menn að taka við, bæði fyrir félagið og hluthafa. Nokkuð hefur verið fjallað um málefni Stoke Holding í fjölmiðlum að undanförnu og þá hafa menn velt fyrir sér hugsanlegum áhuga norskra fjárfesta í félaginu. Gunnar segist hafa heyrt af þeim en engar hugmyndir hafi hins vegar verið lagðar fram. Fjárfestarnir geti hins vegar enn kom- ið fram og gert tilboð. „Þetta er svo skrítið hvernig þetta gengur fyrir sig í Bretlandi, að hlutirnir eru ekki frágengnir fyrr en þeir eru alveg frágengnir,“ segir Gunnar. Skjót afgreiðsla á breskan mælikvarða Stefnt er að því að ljúka pappírsvinnunni á næstu tveimur vikum og munu íslensku stjórnarmennirnir þá láta af störfum. Gunnar segir það teljast nokkuð skjóta afgreiðslu á breskan mælikvarða. „Miðað við breska staðla þá verður þetta mjög rösklega að verki staðið en þegar við erum búnir að taka ákvörðun viljum við klára málin, á Íslandi hefðum við klárað þetta um helgina.“ Aðspurður um hvort að fjárfestingar í öðrum knattspyrnuliðum liggi fyrir segir Gunnar svo ekki vera, stærstu fjárfestarnir muni snúa sér að öðrum málum, enda nóg annað til að sýsla með. Yfirtökutilboði í meirihlutaeign hlutafélagsins Stoke Holding í Stoke City tekið Göngum ekki glaðir frá borði Eftir Andra Karl andri@mbl.is Íslenskum fánum var veifað þegar Íslending- arnir eignuðust meirihluta í Stoke City. OLÍUFÉLÖGIN þrjú, Olíufélagið, Skeljungur og Olís, lækkuðu öll verð á eldsneyti í fyrradag. Í umfjöllun um verðþróunina á heimasíðu Olíufélagsns í gær kem- ur fram að heimsmarkaðsverð á eldsneyti gæti verið svipað næstu vikur og verið hefur að undan- förnu, en ef spár gangi eftir gæti verðið lækkað þegar líða tekur á sumarið. Félögin þrjú höfðu hækkað verð- ið sl. þriðjudag og miðvikudag en verðið breyttist ekki hjá Atlants- olíu, Orkunni og ÓB. Skv. nýjustu upplýsingum á vef- síðum olíufélaganna í gærkvöldi var algengt sjálfsafgreiðsluverð, á 95 oktana bensíni á stöðvum Olís, Esso og Skeljungs á höfuðborgar- svæðinu rúmar 125 kr. lítrinn og rúmar 120 kr. lítrinn af dísilolíu. Hjá ÓB var bensínverð í sjálfsaf- greiðslu tæpar 124 kr. lítrinn og 119,30 kr. dísilolían. Hjá Atlantsolíu var bensínverðið rúmar 124 kr. og dísilolían á 119,30 kr. Hjá Orkunni var bensínlítrinn 123,80 kr. og verð á dísilolíu 119,20 kr. Eldsneytisverð gæti lækkað er líður á sumarið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.