Morgunblaðið - 06.05.2006, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MEIRA en helmingur íslenskra 16–
19 ára pilta skoðar klámefni einu
sinni í viku eða oftar og íslensk ung-
menni virðast hefja kynlíf síðar en oft
hefur verið haldið fram. Þetta er
meðal niðurstaðna nýrrar könnunar
um kynhegðun ungs fólks og kyn-
ferðislega misnotkun sem Barna-
verndarstofa og Rannsóknir & grein-
ing/Háskólinn í Reykjavík kynntu í
gær.
Könnunin byggist á 10.472 svörum
nemenda í öllum framhaldsskólum
landsins. Hún var lögð fyrir alla nem-
endur í framhaldsskólum á Íslandi
sem mættu í skólann daginn sem
könnunin var gerð. Um 80% virkra
framhaldsskólanema hér á landi
svöruðu spurningunum. Kynjahlut-
föll svarenda voru nokkuð jöfn eða
49,2% karlar og 50,8% konur. Ekki
hefur áður verið gerð jafnumfangs-
mikil könnun á þessu viðfangsefni
með svo stóru úrtaki hér á landi.
Könnunin var gerð í samvinnu við
norrænu samtökin Children at Risk
og að hluta til byggð á könnunum
sem framkvæmdar voru í nokkrum
Norðurlandanna og Eystrasaltsland-
anna árið 2004.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, fé-
lagsfræðingur og kennari við
kennslufræði- og lýðheilsudeild HR,
gerði grein fyrir nokkrum niðurstöð-
um könnunarinnar á blaðamanna-
fundi í Barnaverndarstofu í gær.
Hún sagði að markmið könnunarinn-
ar hafi verið tvíþætt: Að rannsaka
líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi
gegn börnum á Íslandi og að rann-
saka kynlífshegðun íslenskra ung-
menna. Næstu skref rannsóknarinn-
ar verða að kanna félagslegan
bakgrunn, líðan og hegðun barna og
ungmenna sem hafa orðið fyrir kyn-
ferðislegu og/eða líkamlegu ofbeldi í
æsku.
Fyrsta kynlífsreynslan
Ungmennin, 16–19 ára, voru spurð
hve gömul þau voru þegar þau höfðu
kynmök í fyrsta sinn. Tekið var fram
að það hafi verið með samþykki
beggja aðila, svo ekki var um mis-
notkun að ræða. Þau sem áttu fyrstu
kynlífsreynsluna 13 ára eða yngri,
það er undir 14 ára lögaldri kynlífs,
voru 4% drengja og sama hlutfall
stúlkna. Á aldrinum 14 ára, 15 ára og
16–19 ára voru fleiri stúlkur í hverj-
um árgangi sem höfðu haft kynmök.
Þriðjungur 16–19 ára stúlkna og 44%
pilta höfðu aldrei haft kynmök.
Kynferðislegur lögaldur er nú 14
ár. Ungmennin voru spurð hvort sá
aldur ætti að vera 14 ára eða yngri,
15 ára eða 16 ára eða eldri. Athygli
vakti að afstaða svarenda breyttist
með hækkandi aldri þeirra og 56%
stúlkna töldu að hækka ætti aldurinn
í 15 ára eða eldri. Þá benda niður-
stöður til að stúlkur virðist líklegri en
piltar til að sjá eftir að hafa stundað
kynlíf.
Klám virðist mjög útbreitt meðal
íslenskra ungmenna, einkum meðal
pilta en 57% þeirra skoða klám meira
en vikulega og 37% meira en þrisvar í
viku. Þá benda niðurstöður til að
stúlkur sem oft skoða klám séu lík-
legri til að hafa oftar kynmök og
hefja kynlíf yngri en þær sem sjaldan
sjá klám.
Mikill meirihluti svarenda (94%
stúlkna og 81% pilta) kvaðst vera
ósammála því að ekkert sé athuga-
vert við að gera einhverjum kynferð-
islegan greiða fyrir inngöngu í sam-
kvæmi. Þá voru 61% stúlkna og 38%
drengja, 16–19 ára, ósammála því að
ekkert sé athugavert við að hafa kyn-
mök sér til skemmtunar, þótt engar
tilfinningar séu í spilinu. Hins vegar
var fjórðungur stúlkna og 46%
drengja sammála því. Þegar spurt
var hvort svarendur væru sammála
eða ósammála því að ekkert væri at-
hugavert við að hafa kynmök við
marga einstaklinga á einu kvöldi
kváðust 89% stúlkna og 64% pilta
vera því ósammála en 8% stúlkna og
22% stráka vera því sammála.
Niðurstöður könnunarinnar benda
til þess að klámnotkun tengist mörgu
í kynhegðun og viðhorfum unga
fólksins. Þau sem skoða oft klám hafa
frjálslyndari viðhorf til þess sem
flestir telja ranga hegðun.
Spurt var hvort 16–19 ára fram-
haldsskólanemarnir hefðu þegið
greiða eða greiðslu í skiptum fyrir
kynmök og kváðust 1,7% stúlkna og
3,7% pilta hafa gert það. Þetta eru
svipaðar tölur og komið hafa fram í
könnunum í Bandaríkjunum og á
Norðurlöndum. Talið er að í ein-
hverjum tilvikum sé um vændi að
ræða.
Fleiri stúlkur misnotaðar
Þá var spurt um kynferðislega
misnotkun og 16–24 ára stúlkur og
piltar í framhaldsskólum beðin að
svara því hvort þau hefðu verið sann-
færð, þvinguð eða neydd til kynferð-
islegra athafna gegn vilja sínum fyrir
18 ára aldur. Hlutfall stúlkna sem
svaraði þessu játandi var mun hærra
en pilta, 4,8% stúlkna höfðu lent í
þessu 13 ára eða yngri en 1%
drengja, 7,7% stúlkna og 1,4% pilta á
aldrinum 14–17 ára eða samanlagt
12,5% stúlkna og 2,4% pilta. Þau sem
lentu í þessari óskemmtilegu reynslu
voru spurð hvort þau hafi sagt ein-
hverjum frá þeim. Piltarnir virtust
fremur þegja, en 82% stúlkna 13 ára
og yngri höfðu sagt frá og 56%
drengja á sama aldri. 74% stúlkna
14–17 ára og 55% drengja höfðu sagt
frá. Flestir trúðu vini fyrir þessu, eða
59% stúlkna og 43% drengja, næst-
flestir sögðu fjölskyldu sinni frá eða
34% stúlkna og 26% pilta, en fæstir
sögðu opinberum aðilum eða sér-
fræðingum frá (21% stúlkna og 9%
pilta). Bryndís sagði þetta leiða hug-
ann að því hve mörg mál færu ekki
lengra. Algengustu ástæðurnar fyrir
því að ungmennin sögðu ekki frá
þessu voru að þau skömmuðust sín,
fengu sig ekki til þess, voru hrædd
um að vera ekki trúað, vildu forða
fjölskyldunni frá vandræðum, eða
forða gerandanum, þeim var hótað
eða höfðu lofað að þegja.
8–9% orðið fyrir misnotkun
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, dró saman þær
niðurstöður könnunarinnar sem
hann taldi skipta Barnaverndarstofu
mestu. Hann nefndi fyrst umfang
kynferðisbrota gegn börnum. Kynnt-
ar voru niðurstöður tveggja spurn-
inga sem vörðuðu kynferðisbrot
gegn börnum (fyrir 18 ára aldur).
Önnur var almenn, þar sem spurt var
hvort viðkomandi hafi orðið fyrir
kynferðislegri misnotkun, og hin sér-
tæk þar sem spurt var hvort svar-
endur hafi verið sannfærðir, þving-
aðir eða neyddir til kynferðislegra
athafna fyrir 18 ára aldur. „Það er at-
hyglisvert að niðurstöðurnar við báð-
um spurningunum eru mjög áþekk-
ar. Það er ekki þar með sagt að þetta
sé sami hópurinn sem svarar játandi
eða neitandi í þessum tilvikum.
Könnunin segir okkur að 8–9% barna
að meðaltali á þessum aldri hafa orð-
ið fyrir kynferðislegri misnotkun.“
Bragi benti á að þessar tölur væru
lægri en oft hefði heyrst vitnað til í
fjölmiðlum til þessa. Hér væri um að
ræða 2–3% drengja og 12–14%
stúlkna. Hingað til hefði verið talað
um að 10% drengja og 25% stúlkna,
eða um 17% að meðaltali, hefðu orðið
fyrir kynferðislegri misnotkun.
Bragi sagði að þar hefði verið vísað í
óbirta rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur.
Vegna þess að rannsóknin er óbirt
sagði Bragi ekki hægt að fullyrða um
hvernig þær niðurstöður náðust en
varpaði fram þeirri tilgátu að þar hafi
ekki einungis verið svarað spurning-
um um kynferðislega misnotkun
heldur einnig kynferðislega áreitni.
Bragi sagði að af niðurstöðunum sem
nú voru kynntar mætti sjá að börnin
og ungmennin sem svöruðu henni
legðu þann skilning í hugtakið kyn-
ferðisleg misnotkun að það sé eitt-
hvað meiriháttar. Snerting eða jafn-
vel kynmök, kynferðisleg misnotkun
en ekki kynferðisleg áreitni.
Bragi sagði að þótt þessar tölur
séu lægri en hingað til hafi verið vitn-
að til í fjölmiðlum séu þær engu að
síður alvarlegar. Þetta sé veruleiki
sem þurfi að horfast í augu við og
glíma við.
Hækkun lögaldurs kynlífs
Niðurstöður könnunarinnar um á
hvaða aldri ungmennin hefja kynlíf
eru einnig athyglisverðar, að mati
Braga. Hann sagði að ekki hafi verið
gerðar margar rannsóknir á þessu
atriði hér á landi. Þær tölur sem
hingað til hafi verið notaðar hafi bent
til þess að fleiri byrjuðu yngri að
stunda kynlíf en þessi rannsókn gef-
ur til kynna. Samkvæmt þessari
rannsókn hafi innan við 15% ung-
linga haft kynmök áður en þeir náðu
15 ára aldri. Bragi kvaðst hafa setið í
nefnd um vændi á vegum dómsmála-
ráðuneytisins, sem m.a. fór yfir laga-
ákvæði um kynferðisbrot. Bragi
kvaðst hafa þá verið á móti því að
hækka kynferðislegan lögaldur úr 14
ára í 15 ára. „Þessi vitneskja hefur
fengið mig til að skipta um skoðun.
Nú er ég orðinn fylgjandi því að
hækka hann í 15 ára, ekki síst í ljósi
þess að meirihluti stúlkna í þessu úr-
taki er að biðja um aukna vernd.“
Bragi segist túlka svör stúlknanna
þannig að þær vilji hækka kynferð-
islegan lögaldur.
Könnunin leiðir einnig í ljós út-
breiðslu ofbeldis inni á heimilunum.
Bragi sagði að samkvæmt opinber-
um tölum sé sennilega 5–10 sinnum
líklegra að kynferðisbrot sé tilkynnt
til barnaverndaryfirvalda en ofbeld-
isbrot. Kerfið sé árlega að fást við um
200 mál sem varða grun um kynferð-
isbrot gegn börnum en mál sem lúta
að líkamlegu ofbeldi séu ekki nema
20 til 40 á ári. Þessi könnun segi að
11–12% barna verði sjálf fyrir líkam-
legu ofbeldi inni á heimilunum eða
verði vitni að því.
Bragi kvaðst vilja þakka sérstak-
lega öllum þeim börnum og ung-
mennum sem tóku þátt í könnuninni.
Hann sagði ljóst að þau hafi tekið
hlutverk sitt alvarlega og svarað
spurningunum af hreinskilni, þrátt
fyrir að þær hafi verið nokkuð nær-
göngular á köflum.
!
"
#!
!"
##
$
%&
'
& % &()(
*
"
!!!!
"
!
!+
#,
-.//01.2
2
2
&
##!
# #" 3
!
#
-.//01.2
&
"
, !3
!
"
)*45* $
%&
678*8
%&
'
"
&
"
#$% $ &
' ( )%
!&, !&3
& +& !&3
&, &
&"
"
*+,$,
&
#$% $
*+,$, -&
Könnun á kynhegðun ungs fólks og kynferðislegri misnotkun byggist á 10.472 svörum
Piltar skoða klám og
stúlkur fyrri til kynlífs
Morgunblaðið/Eyþór
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, félagsfræðingur og kennari við HR, og Bragi
Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kynntu skýrsluna í gær.
gudni@mbl.is