Morgunblaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Ævintýralegt málþing
á Þjóðminjasafninu!
kl. 13.00-16.45
Málþing og örsýning um ævintýri á vegum
Félags þjóðfræðinga, Þjóðminjasafns og Árnastofnunar
í minningu Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Þjóðminjasafn Íslands: Óvæntir atburðir og alltaf flottar sýningar!
Opið alla daga í sumar kl. 10.00-17.00.
Álfapottur
Bókaðu strax
besta verðið
á plusferdir.is
Tenerife
37.330 kr.
á mann mi›a› við 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára,
á Parque de las Americas í 1 viku.
Net-verðdæmi 25. maí
Benidorm
á mann mi›a› vi› 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára,
Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Buenavista
og flugvallarskattar.
Net-verðdæmi 17., 24. maí
og 21. júní
37.998 kr.
Marmaris
32.600 kr.
á mann mi›a› vi› 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára.
Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Öz-ay
og flugvallarskattar.
Net-verðdæmi 23. og 30. maí
Portúgal
á mann mi›a› við 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára.
Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Elimar
og flugvallarskattar.
Net-verðdæmi 23. og 30. maí
43.410 kr.
Krít
49.980 kr.
á mann mi›a› vi› 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára.
Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Skala
og flugvallarskattar.
Net-verðdæmi 3. og 10 júlí,
21. og 28. ágúst, 18. og 25. sept.
Mallorca
á mann mi›a› við 2 fullor›na og 2 börn, 2ja–11 ára.
Innifali› er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa
og flugvallarskattar.
Net-verðdæmi 16., 23. maí
og 20. júní
39.980 kr.
Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100
SumarPlús
HAGNAÐUR Marels nam 43 millj-
ónum króna á fyrsta fjórðungi árs-
ins samanborið við 246 milljónir
króna á fyrsta fjórðungi í fyrra, og
var undir væntingum. Sala fyrsta
ársfjórðungs 2006 nam 32,5 millj-
ónum evra (ISK 2,5 milljarðar)
samanborið við 29,9 milljónir (ISK
2,4 milljarðar) á sama tíma árið áð-
ur. Salan jókst því um 8%.
Verkefnastaða í lok mars 2006
var um 22 milljónir evra samanbor-
ið við 16,0 milljónir evra í árslok
2005.
Hagnaður fyrir skatta og fjár-
magnsliði (EBITDA) nam 1,9 millj-
ónum evra.
„Afkoma ársfjórðungsins er slök
sem er í samræmi við það sem til-
kynnt var í tengslum við uppgjör
síðasta árs,“ segir Hörður í til-
kynningu til Kauphallar Íslands.
„Ársfjórðungurinn einkenndist af
tregðu í pöntunum framan af, erf-
iðu gengisumhverfi og því að
skipulagsbreytingar hjá Carnitech
voru í hámarki á tímabilinu. Pant-
anir jukust mjög þegar leið á fjórð-
unginn og hefur verkefnastaðan
ekki áður verið betri en hún var í
lok mars sl. Rekstarumhverfi fyr-
irtækisins hefur breyst mjög til
batnaðar með veikingu íslensku
krónunnar frá áramótum. Horfur
fyrir seinni hluta ársins eru því
góðar.“
Greiningardeild KB banka segir
að þrátt fyrir að tekjur Marels hafi
verið hærri en gert var ráð fyrir
hafi hagnaður félagsins verið undir
væntingum. „Tekjur félagsins voru
aðeins hærri en spá Greiningar-
deildar gerði ráð fyrir. Tekjurnar
námu samtals 32,7 m. evra en spá
okkar hljóðaði upp á 28,5 m. evra.
EBITDA félagsins er mun lægri en
spá okkar gerði ráð fyrir. Spá okk-
ar hljóðaði upp á 3 m. evra en nið-
urstaðan var 1,9 m. evrur. Helstu
ástæður þessa mismunar eru hærri
gjaldfærslur vegna flutnings
Carnitech frá Danmörku til Slóv-
akíu,“ segir í Hálffimmfréttum
greiningardeildar KB banka.
Forstjóri segir af-
komu Marels slaka
FJÓRFALT meira tap varð á rekstri Ríkisútvarpsins (RÚV) á
síðasta ári en árið þar áður. Tapið í fyrra nam 196,2 milljónum
króna samanborið við 49,7 milljónir árið 2004. Í tilkynningu til
Kauphallar segir að stór hluti hallans sé vegna kostnaðarliða ut-
an áætlunar, s.s. úrskurðar frá skattayfirvöldum vegna verk-
takagreiðslna. Einnig varð rekstrarkostnaður meiri en áætlað
var.
Í upphafi ársins 2005 var eigið fé RÚV 10,2 milljónir en var nei-
kvætt um 186,2 milljónir í lok ársins. Rekstrartekjur í fyrra voru
3,5 milljarðar króna og rekstrargjöld 3,2 milljarðar. Hagnaður af
rekstri fyrir afskriftir varð 271,7 milljónir samanborið við 391
milljón árið áður. Afskriftir fastafjármuna voru 258,5 milljónir og
jukust um 29,7 milljónir á milli ára. Þá urðu hrein fjármagnsgjöld
209,4 milljónir og jukust um 33,3 milljónir milli ára.
Í tilkynningu RÚV til Kauphallar í gær segir að á undanförn-
um árum hafi stofnunin tekist á við stöðugan rekstrarvanda sem
megi rekja til minnkandi rauntekna og skuldbindinga vegna
greiðslna af lífeyrisláni. Þessi rekstrarvandi hafi m.a. leitt til þess
að fjárfestingar hafi orðið minni en skyldi, en fjárfestingar ársins
voru 138,2 milljónir. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 317.
Fjórfalt meira tap á
rekstri Ríkisútvarpsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rekstrartekjur samstæðunnar
námu 5,6 milljörðum króna, sam-
anborið við 4,1 milljarð í fyrra, en
fleiri félög eru nú í eigu Kögunar
en þá. Í uppgjörinu er tekið tillit til
allra dótturfélaga, sem eru Verk-
og kerfisfræðistofan, Kögurnes, Ax
hugbúnaðarhús, Hugur, Landstein-
ar-Strengur, Skýrr, Teymi, Opin
kerfi, Hands í Noregi og SCS í
KÖGUN tapaði 100 milljónum
króna á fyrstu þremur mánuðum
þessa árs. Þetta er heldur verri af-
koma en á sama tímabili í fyrra,
sem skilaði 105 milljóna króna
hagnaði, en umfram þær áætlanir
sem lagt var af stað með í upphafi
árs, segir Gunnlaugur Sigmunds-
son, forstjóri Kögunar. EBITDA
hagnaður Kögunar á tímabilinu,
þ.e. hagnaður fyrir vexti, afskriftir
og skatta, var 439 milljónir og
hækkaði um 30% frá sama tímabili
árið 2005. Gengistap vegna vaxta-
skiptasamnings frá síðasta ári nam
316 milljónum króna.
Bandaríkjunum. Veltufré frá
rekstri fyrstu þrjá mánuði ársins
var 22 milljónir, samanborið við
374 milljónir á síðasta ári. Hand-
bært fé frá rekstri nemur 244 millj-
ónum, sem er aukning um 53 millj-
ónir milli ára. Fjárfest var fyrir 1,7
milljarða króna á tímabilinu, sem
er aðallega vegna kaupanna á SCS
og stórum hlut í EJS.
Nýverið keypti Dagsbrún meiri-
hluta hlutafjár í Kögun og hefur
sem kunnugt er gert yfirtökutilboð
í bréf félagsins. Gangi yfirtakan
eftir verður félagið afskráð úr
Kauphöll Íslands.
100 milljóna tap hjá Kögun
TAP varð á rekstri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum upp á 107
milljónir króna á fyrsta fjórðungi
ársins. Á sama tímabili á síðasta ári
var hagnaður félagsins 459 milljónir.
Tekjur án vörusölu, voru hins vegar
þær hæstu síðastliðin 5 ár.
Heildartekjur félagsins voru 1.769
milljónir og jukust um 4,4% frá sama
tímabili í fyrra. Tekjur fiskvinnslu
jukust um 18% en tekjur útgerðar
jukust lítillega. Rekstrargjöld lækk-
uðu milli ára úr 1.241 milljón í 1.232
milljónir.
Framlegð félagsins (hagnaður fyr-
ir afskriftir og fjármagnsliði) var sú
næst hæsta síðastliðin fimm ár og
nam rúmlega 537 milljónum króna
og jókst um 18,6% frá fyrra ári.
Framlegðarhlutfall hækkaði úr
26,8% í fyrra í 30,4% í ár.
Taprekstur
hjá Vinnslu-
stöðinni
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111