Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 26
26 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
LANDIÐ
Dýrafjörður | „Við berum miklar
tilfinningar til staðarins og þætti
súrt í broti ef staðurinn yrði seldur
án þess að hugað yrði að varðveislu
þeirrar miklu sögu sem þarna hefur
orðið til,“ segir Ólafur Sigurðsson,
úr hópi gamalla nemenda Núps-
skóla sem beitir sér fyrir stofnun
Hollvinasamtaka Núpsskóla. Hug-
myndin er að stofna samtökin á
Núpi 24. júní í sumar.
Mikil mannvirki eru á Núpi í
Dýrafirði en illa nýtt. Skólastarf í
Héraðsskólanum féll niður fyrir all-
mörgum árum og nú hefur rekstri
sumarhótels einnig verið hætt. Ver-
ið er að athuga hvað gert verður við
eigur ríkisins og Ólafur segir að svo
virðist sem áhugi sé á því að selja
þær. Meginmarkmið væntanlegra
Hollvinasamtaka Núpsskóla verður
að varðveita minninguna um skól-
ann.
Nauðsynlegt að
varðveita muni
Núpsskóli var stofnaður árið
1906 af séra Sigtryggi Guðlaugs-
syni og fleirum og starfaði við góð-
an orðstír fram til ársins 1992. Þá
var komið til breytt skipulag í
skólamálum og skólans ekki lengur
þörf. Á þessum áratugum sótti
fjöldinn allur af ungu fólki nám að
Núpi, fólk af Vestfjörðum og víða af
landinu. Ólafur segir að þrátt fyrir
margra ára framhaldsnám segist
margir nemendur aldrei geta
gleymt skólavist sinni á Núpi.
Að sögn Ólafs eru ýmsir munir í
húsnæði skólans sem nauðsynlegt
er að skrá og varðveita. Nefnir
hann kennslutæki, bækur, málverk
og ekki síst myndir. Hyggjast
Hollvinasamtökin beita sér fyrir
því. Ólafur segir að vonandi verði
hægt að fá aðstöðu í húsnæðinu til
þess. Þá hefur hópurinn sem stend-
ur að stofnun samtakanna áhuga á
að láta skrá sögu skólans. Eins
verður það liður í starfsemi þeirra
að hvetja til tengsla á meðal eldri
nemenda skólans en Ólafur segir að
þau séu raunar sterk í mörgum ár-
göngum.
Á stofndegi Hollvinasamtakanna,
24. júní næstkomandi, verður heim-
ili séra Sigtryggs sem nú er menn-
ingarminjasafn haft til sýnis og
flaggstöng í anda hans reist, auk
hátíðar- og fundarhalda á vegum
samtakanna. Þröstur Sigtryggsson,
einn af stofnendum félagsins, er á
Núpi og geta áhugasamir haft sam-
band við hann, (sparrow@visir.is).
Samtök til að varðveita
minninguna um Núpsskóla
Ljósmynd/Mats Wibe Lund
Núpur í Dýrafirði Á Núpi eru miklar fasteignir í eigu ríkisins en líka marg-
ar minningar sem gamlir nemendur vilja halda til haga til framtíðar.
Naustabryggja 4 - 110 Reykjavík
Falleg 134,8 fm 4ra - 5 herb. íbúð á 2. hæð í viðhaldslitlu lyftuhú-
si, ásamt sér bílastæði í lokaðri bílageymslu. Sérlega snyrtileg,
björt og rúmgóð íbúð, stórar stofur, tvennar svalir. Sameign
fyrsta flokks. Ásett verð 31,5 millj.
opið
hús
Fr
u
m
Opið hús, Naustabryggja 4 - 110 Rvk
í dag kl.14:00 - 16:00, bjalla merkt 204
ÖRN Ingi Gíslason, listamaður á
Akureyri, fer ekki alltaf troðnar
slóðir. Kannski aldrei. Í dag frum-
sýnir hann eigin bíómynd í fullri
lengd, í listhúsi sínu, Arnarauga
við Óseyri. Enginn leikaranna fær
greitt fyrir framlag sitt og Örn
Ingi fer sjálfur með öll hlutverkin
hinum megin við myndavélina:
skrifaði handritið, er leikstjóri og
kvikmyndatökumaður, hljóðmaður
og sá um eftirvinnslu.
Kvikmyndin, Flóttinn, hefur
verið þrjú ár í vinnslu. „Hug-
myndin varð upphaflega til í sam-
vinnu við ungt fólk; ég er með
nemendur í öllum grunnskólum
bæjarins í kvikmyndagerð sem
valgrein. Svo varð verkefnið „full-
orðins“ og ég gerði handrit um
það hvað gæti gerst ef einhver
sleppur út af geðdeild,“ segir Örn
Ingi í samtali við Morgunblaðið.
Lögreglan fær það verkefni að
leita þess sem slapp. „Annríkið er
mikið á þeim bæ og því gengur
brösuglega að finna hann, en svo
kemur til óvænt aðstoð þannig að
málin leysast í lokin. Endirinn er
mjög óvæntur; ég hef aldrei séð
þessa lausn í kvikmynd.“
Spennistöð
„Myndin fjallar um starfsemi
hugans; um heilabúið í verklegum
stellingum flóttans. Ímyndun eða
ótta eða skemmtanagildi, og það
gæti orðið erfitt fyrir suma að átta
sig á því hvort þeir eigi að hlæja
eða gráta. Eða hvort það sé hægt
samtímis. Það voru einmitt við-
brögðin sem ég fékk frá eina
manninum sem hefur séð myndina;
hann vissi ekki hvernig hann átti
að stjórna tilfinningunum,“ segir
Örn Ingi.
„Það hefur sem sagt enginn
leikari enn séð myndina og ég er
hræddur um að á frumsýningunni
verði þeir með hjartað einhvers
staðar annars staðar en venjulega!
Hér verður spennistöð!
Allt þetta fólk var beðið um að
koma inn í ákveðnar senur en fékk
aldrei að sjá handritið.“
Örn Ingi kveðst enga fjárstyrki
hafa fengið vegna kvikmyndarinn-
ar og því ekki vera skuldbundinn
neinum. „Myndin þarf ekki að
vera ókei vegna peninga. Ég gat
þess vegna leikið mér meira og
held það hafi gert myndina betri.“
Átti tækin hvort eð er . . .
Hann sá um alla tæknivinnu
sem fyrr segir. Auk þess að skrifa
handritið leikstýrði hann sjálfur,
kvikmyndaði, sá um hljóðið og
samsetninguna. „Ég er alls ekki að
hæla mér af því. Ég varð bara að
gera þetta svona vegna þess að ég
hafði enga peninga og það fær
enginn neitt fyrir að leika í mynd-
inni. Þess vegna er þetta sjálf-
stæðisbarátta Akureyringa í kvik-
myndagerð.“
Þegar spurt er hvernig í ósköp-
unum hann geti búið til heila bíó-
mynd án styrkja, svarar listamað-
urinn: „Ég átti tækin hvort eð er.“
Peningar koma málinu ekki við,
segir hann. „Þessi mynd er ekki
gerð af vanefnum, taktu eftir því;
en peningar eru ekki inni í mynd-
inni. Svo á eftir að koma í ljós
hvort þetta skilar einhverju, en ég
vildi ekki gera þessa mynd á þeim
forsendum að þurfa að bíða eftir
því að já kæmi úr einhverjum
kvikmyndasjóðum í Reykjavík.
Ég vildi frekar gera þetta
svona, og þetta er myndin, sem
annaðhvort verður til þess að ég
geri aldrei fleiri eða þá ég muni
gera fleiri og reyni þá að fá ein-
hverja peninga til þess að geta
stofnað vinnuhóp þannig að fólk sé
ekki í annarri vinnu á meðan og
hægt sé að standa almennilega að
verkefninu.“
Hann segir ekki skynsamlegt að
taka mynd á svona löngum tíma,
því svo margt geti breyst.
„Ég þurfti að gera ýmsar breyt-
ingar, það urðu veikindi og árs-
tíðabreytingar. Ég þurfti að senda
einn leikarann á rakarastofu í
myndinni til þess að það skildist
hvers vegna hann var allt í einu
kominn með minna hár.
Það var auðvitað klúður, en ég
var ekki með neitt starfslið sem
hugsaði um svona hluti.
Niðurstaðan er sú að þetta er
ekki hægt. Það sem ég gerði var
ekki hægt; það er að minnsta kosti
algjört rugl að reyna að endurtaka
það. Það er ekki skynsamleg fag-
mennska að gera hlutina svona.
Samt eru kostir við þetta; ég fékk
leikarana til þess að treysta mér,
það komst samband á milli mín og
þeirra sem varð til þess að verkið
gekk vel. Ég var líklega helmingi
fljótari að taka sum skot vegna
þess að ég var einn. Leikstjóri
þarf að horfa í sérstakan mónitor
til að sjá hvernig myndatökumað-
urinn vinnur, en ég þurfti þess
ekki vegna þess að ég hélt sjálfur
á myndavélinni.“
Listamaðurinn vinnur nú að
gerð nokkurra kvikmynda um
þekkta Íslendinga, sem fæddir eru
úti á landi, m.a. leikkonuna Elvu
Ósk Óskarsdóttur. „Þetta verða
heimildarkvikmyndir, ekki sjón-
varpsþættir. Klukkutíma langar
myndir, og eflaust frumsýndar hér
í salnum.“ Hann myndaði Elvu
Ósk m.a. á tökustað þar sem hún
lék í Kaldri slóð „og þar voru 40
tæknimenn í kringum tvo leikara,“
segir hann og brosir að sam-
anburðinum.
En til hvers er hann þá eig-
inlega að þessu? Er það bara
ástríða?
Hann jánkar því.
Eftir að hafa gert 25 sjónvarps-
þætti á sínum tíma með fyrirtæk-
inu Samveri keypti hann sína eigin
vél. „Hún kostaði 300 þúsund
krónur. Ég hafði aldrei tekið
myndir og las bæklinginn í hálfan
mánuð áður en ég kveiki á vélinni!
Hvaða maður gerir svona?“
Örn Ingi fann fljótt að vélin var
einhvers konar framlenging á hon-
um sjálfum. „Þá hringdi ég í inn-
flytjandann og sagði honum að ég
Örn Ingi Gíslason – handritshöfundur, leikstjóri, myndatökumaður og hljóðmaður – frumsýnir í dag kvikmynd í
Sjálfstæðisbarátta
Akureyringa í
kvikmyndagerð
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Örn Ingi Gíslason: Ég er frjáls í þessu hugtaki sem tíminn er. Ég hef gaman
af hinu óvænta. Óvænt atburðarás getur orðið til þess að listaverk verður
betra.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn