Morgunblaðið - 06.05.2006, Page 38
38 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÁFALL FYRIR
VERKAMANNAFLOKKINN
Úrslit sveitarstjórnar-kosninganna í Bretlandieru áfall fyrir Verka-
mannaflokkinn og Tony Blair.
Ef úrslit kosninganna eru yf-
irfærð á landsvísu er Verka-
mannaflokkurinn orðinn þriðji
stærsti flokkurinn á eftir
Íhaldsflokknum og Frjálslynd-
um demókrötum. Staða Íhalds-
flokksins er mjög sterk undir
nýrri forystu með um 40% at-
kvæða.
Blair hefur verið snar í snún-
ingum og tilkynnti umtalsverð-
ar breytingar á ríkisstjórn
sinni í gærkvöldi. Hann hefur
notað tækifærið og ýmist losað
sig við ráðherra, sem hafa blan-
dazt inn í hneykslismál í
brezkri pólitík að undanförnu
eða lækkað þá í tign með ýms-
um hætti.
Stóra spurningin er hins veg-
ar sú, hvenær röðin kemur að
Tony Blair sjálfum að standa
upp. Líklegt má telja að með
breytingum á ríkisstjórn beint í
kjölfar kosningaósigurs muni
Blair vinna nokkurn tíma. En
það er ekki víst að sá tími verði
langur. Bretar eru sérfræðing-
ar í að vega stjórnmálamenn
með rýtingum í bakið, þegar
þeir sýna einhvern veikleika.
Þannig hefur nánast alltaf verið
farið með forystumenn Íhalds-
flokksins og svipaða sögu er að
segja af Verkamannaflokknum.
Nú eru rýtingarnir farnir að
sjást í kringum Tony Blair og
að því kemur að hann fellur
fyrir einhverjum þeirra.
Valdatími Blair er orðinn
glæsilegur að því leyti til að
hann hefur setið lengi í Down-
ingstræti 10 en það er ekki þar
með sagt, að hann hafi fengið
miklu áorkað á þessum áratug.
Verkamannaflokknum hefur
ekki tekizt að draga úr ójöfnuði
í brezku samfélagi. Stéttaskipt-
ingin, sem þar hefur alla tíð
verið til staðar er sú sama og
hún hefur alltaf verið.
Íhaldsflokkurinn sækir nú
undir forystu Cameron að
Verkamannaflokknum úr nýrri
átt, þ.e. frá miðjunni. Það er
eina leiðin fyrir Íhaldsmenn til
að ná völdum og eina spurn-
ingin, hvort hægri armurinn í
flokknum hefur vit á að láta
hann í friði, þangað til hann
hefur tryggt flokknum meiri-
hluta í brezka þinginu.
Alla vega er ljóst að með
þeim kosningaúrslitum, sem
liggja fyrir fer að styttast í
valdatíma Tony Blair.
HVER ER MUNURINN?
Sigríður Anna Þórðardóttir,umhverfisráðherra, hefur
réttilega fordæmt auglýsingu
um jeppaferðir á Íslandi, sem
birt var í nafni Ferðamálaráðs í
blaðinu Kaupmannahafnarpóst-
inum. Í auglýsingunni birtist
texti, sem efnislega var á þá
leið, að á Íslandi væru það risa-
jeppar, sem ryðji vegina. Birting
auglýsingarinnar hefur verið
stöðvuð eins og eðlilegt er.
En eftir stendur þessi spurn-
ing: Hver er munurinn á því að
eyðileggja hálendið með því að
risajeppar æði þar um eða hvort
það er gert með því að Vega-
gerðin leggi vegi um hálendið
með bundnu slitlagi eða athafna-
menn byggi hótel hér og þar?
Við hneykslumst, þegar dóm-
greindarskortur auglýsinga-
manna kemur upp um hugarfar
þeirra, sem telja sjálfsagt að
gera hvað sem er á hálendinu.
Af hverju hneykslumst við
ekki ef það á að byggja vegi með
hefðbundnum hætti um hálend-
ið?
Stefnumörkun í hálendismál-
um á að vera skýr. Hún á að
vera sú, að það verði ekki
byggðir upp vegir og malbikaðir
á miðhálendinu. Hún á að vera
sú, að það verði ekki frekari
framkvæmdir leyfðar á hálend-
inu. Það er einfaldlega nóg kom-
ið.
Af þessum sökum væri æski-
legt að umhverfisráðherra gangi
til liðs við þá, sem berjast gegn
frekara raski á hálendi Íslands.
Það er ekki nóg að ráðherrann
snúist gegn auglýsingum af
þessu tagi. Sigríður Anna verður
að snúast gegn öllum frekari
framkvæmdum á þessu svæði.
Það er tímabært að slá skjald-
borg um hálendið og að þjóðin
sameinist um þá stefnu að láta
það í friði. Það eru enn til
verndaðir staðir á Íslandi, þar
sem sjá má árangur þess að
friða stór svæði fyrir ágangi
„menningarinnar“. Slík svæði
má t.d. sjá á Hornströndum.
Þótt náttúran hafi orðið að
láta undan síga á mörgum svæð-
um á hálendinu eru þó eftir þar
stór svæði, sem eru ósnortin.
Tökum höndum saman um að
þau verði það áfram.
Það er erfitt að trúa því,þegar blaðamaður ogljósmyndari renna í hlaðvið Búðarklett og gamla
pakkhúsið, rétt við Brákarey í
Borgarnesi, að eftir rétt rúma viku
eigi þar eftir að opna stórglæsilegt
Landnáms- og Egilssögu setur.
Handan gapandi skurðar og til-
heyrandi skurðgrafna sem öslast í
vegagerð fyrir framan húsin, vinnur
hópur iðnaðarmanna af kappi við að
klæða veggi, leggja rafmagn, mála,
setja upp ljós, svo ekki sé minnst á
að ljúka við smíði tengibyggingar á
milli húsanna, þar sem gjafaverslun
og miðasala á sýningarnar tvær
verða til húsa.
„Þetta lítur vissulega út eins og
þetta klárist aldrei í tíma, en við er-
um vön því í leikhúsinu að hlutirnir
séu að smella saman alveg fram á
frumsýningardag,“ segir Sigríður
Margrét Guðmundsdóttir, sem
ásamt eiginmanni sínum Kjartani
Ragnarssyni, hefur unnið að und-
irbúningi Landnámssetursins und-
anfarin þrjú ár. „Þetta er mikið af
leikhúsfólki sem er að vinna með
okkur, leikmyndasmiðir, ljósahönn-
uðir og tæknihönnuðir. Það eru allir
vanir því að vinna undir svona
álagi.“
Menningartengd ferða-
þjónusta lyftistöng
Hugmyndin að Landnámssetrinu
kviknaði á ferðalögum þeirra hjóna
um landið, en á þeim kynntu þau sér
menningartengda ferðaþjónustu
sem hefur verið byggð upp á Norð-
urlandi, m.a. Vesturfarasetrið á
Hofsósi og Síldarminjasafnið á
Siglufirði, sem bæði hafa verið gríð-
arleg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu
og samfélag á svæðunum þar í
kring. „Við erum búin að vera far-
arstjórar á hestbaki í fimmtán ár,
og Íslendingasögurnar verða svo
skemmtilegar þegar maður upplifir
þær í umhverfinu þar sem þær ger-
ast,“ segir Kjartan. „Alltaf þegar
maður er að segja útlendingum sög-
urnar í sínu umhverfi þarf maður að
byrja á að segja söguna af landnám-
inu, þessari einstöku sögu um
hvernig fólk kom til Íslands. Þess
vegna vildum við reisa Landnáms-
setur þar sem maður segir útlend-
ingnum eða skólabarninu söguna
sem maður verður að segja hverjum
manni áður en hann kemur til Þing-
valla. Við segjum hana á einfaldan,
skýran og skemmtilegan hátt.“
Söguleg verslunarhús
Húsin tvö sem hýsa Landnáms-
setrið og sýninguna um Egil Skalla-
grímsson eru meðal elstu húsa
Borgarness. Pakkhúsið, þar sem
sýningarnar tvær eru, er byggt árið
1883 af Thor Jensen, sem þá var
verslunarstjóri hjá norskum kaup-
manni, en Búðarklettur, sem hýsir
veitingastað og aðra þjónustu við
gesti setursins, er byggður árið
1903, ofan á grunni húss sem byggt
var árið 1860.
Setrið er samstarfsverkefni
hjónanna og Borgar
Stærstu einstöku bakhjar
efnisins eru hjónin Ólafur
og Ingibjörg Kristjánsd
Ólafur er sonur Ólafs Sver
sem lengi var kaupfélag
Borgarnesi og konu han
„Það var svolítið sérstak
ákváðu að gera þetta til m
um hjónin og þegar þau spu
Þau Kjartan og Sirrý hafa hrifist mjög af menningartengdri ferð
Landnámssetur og sýning um Egil Skallagrímsson
Ólík upp
tveimur sý
Morgunblað
Landnámssetur eitt
kostafagurt verður opn-
að í Borgarnesi eftir
rétta viku. Svavar Knút-
ur Kristinsson og Eyþór
Árnason brugðu sér
bæjarleið og heimsóttu
hjónin Sigríði Margréti
Guðmundsdóttur og
Kjartan Ragnarsson,
sem hafa átt veg
og vanda af bygg-
ingu setursins.